Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 6
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr. 107.900 5 nátta páskaferð Barcelona Hotel Catalonia Barcelona Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á Hotel Catalonia Barcelona Plaza. 31. mars í 5 nætur með afslætti. 31.mars - 5. apríl I 1.-5. maí SJÁVARÚTVEGUR Mikið af loðnu hefur borist til hafnar á Seyðis- firði á þessari vertíð eða um 15.000 tonn. Engri loðnu var land- að þar í fyrra. Gunnar Sverrisson, rekstrar- stjóri fiskimjölsverksmiðja Síld- arvinnslunnar og verksmiðju- stjóri á Seyðisfirði, segir í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar að loðnuvinnslan hafi ekki verið sam- felld frá því að hún hófst. Tvisv- ar hefur þurft að stoppa í stuttan tíma vegna hráefnisskorts. Helsta áhyggjuefnið hefur verið held- ur stopul veiði, fyrst og fremst vegna veðurs. „Svo er líka hegðun loðnunnar sérkennileg. Miðað við reynslu fyrri ára ætti hún nú að vera að veiðast út fyrir suðaustur- og suðurströndinni. Annars erum við Seyðfirðingar bjartsýnir. Sól hækkar á lofti og hún fer að skína á okkur á Seyðisfirði 18. febrúar.“ Í Neskaupstað hefur loðnu- vinnsla í fiskimjölsverksmiðjunni haldist nánast samfelld að undan- förnu þökk sé þremur norskum bátum sem komu þangað með afla um liðna helgi. - shá Ólíkt síðustu vertíð hefur mikið magn loðnu borist til vinnslu á Seyðisfirði: Seyðfirðingar fagna loðnunni Á NESKAUPSTAÐ Samfelld vinnsla hefur verið í Neskaupstað og flesta daga á Seyðisfirði. MYND/KRISTÍNHÁVARÐSDÓTTIR HÁSKÓLAR Um fjögur þúsund manns mættu þegar nokkur af helstu fyrir- tækjum landsins kynntu starfsemi sína á hinum árlegu Framadögum háskólanna í Háskólanum í Reykjavík í gær. Stúdentasamtökin AIESEC skipuleggja viðburðinn. Markmið Framadaga er að háskólanemar geti kynnt sér fyrirtæki og aukið þannig möguleika á starfi. Eins geti fyrirtæki kynnst mögulegum starfsmönnum. Matthías Ólafsson, framkvæmdastjóri Framadaga, var að vonum ánægður með hina miklu aðsókn og sagði allt hafa gengið eins og best yrði á kosið. - ie Fjögur þúsund manns mættu á Framadaga háskólanna: Kynntu sér framtíðarmöguleika MÚGUR OG MARGMENNI Mikill fjöldi var í Háskólanum í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hvaða fi sktegund hegðar sér undar- lega nú við Íslandsstrendur? 2. Hversu stórt hlutfall Íslendinga er á móti aðild að ESB? 3. Hvað heitir skattrannsóknarstjóri? SVÖR 1. Loðna 2. Tæpur helmingur 3. Bryndís Kristjánsdóttir S A M G Ö N G U R S t j ó r n Strætó bs. mun taka ákvörðun á stjórnar- fundi á morgun um að hækka gjald í strætó um nærri 15 prósent. Gert er ráð fyrir að hækka gjald fyrir fullorðinn úr 350 krónum í 400 krónur og hefur verið unnið að því innan fyrirtækisins í nokkurn tíma. „Endanleg ákvörð- un mun liggja fyrir á næsta stjórnarfundi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Lítið hefur verið fjallað um gjaldskrárhækkanirnar innan stjórnar fyrirtækisins, ef marka má fundargerðir. Síðast var fundað um gjaldskrármál innan stjórnar þann 5. nóvember og tekin sú ákvörðun að tillögu að nýrri gjaldskrá yrði vísað til stjórnenda fyrirtækisins til útfærslu. Jóhannes segir að verið sé að skoða gjaldskrána í heild sinni. „Það er hugmyndin að hækka far- gjaldið upp í 400 krónur en á móti munum við bjóða upp á ný ung- mennakort og veita þeim afslátt þannig. Stefnt er að því að ný gjaldskrá taki gildi þann 1. mars næstkomandi.“ Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni er ósáttur við þann lýðræðishalla sem birtist í gjörðum byggða- samlagsins Strætó bs. „Ég fæ þessar frétt- ir frá þér. Hef séð hvað er bókað 31. október og 5. nóvember en hef ekki frekari upplýsing- ar. Fundargerðirnar eru lagð- ar fram í borgarráði en ekkert bókað undir þeim liðum. Það er hugsanlegt að sagt hafi verið frá þessu í borgarráði en mig rekur alls ekki minni til þess. Þetta undirstrikar það sem ég hef áður sagt að það er ákveðinn lýðræðis- halli varðandi byggðasamlögin. Borgar fulltrúar eru frekar langt frá þeim, ekki síst minnihlutinn því enginn minnihlutafulltrúi á sæti í stjórnum byggðasamlaga,“ segir Halldór. Gunnar Axel Axelsson, bæjar- fulltrúi Samfylkingar í Hafnar- firði, undrast þessa tilhög- un Strætó bs. „Þessi ákvörðun kemur mér mjög á óvart, enda hefur engin umræða farið fram um málið í sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að Strætó bs. Ég skil ekki þessa ákvörðun og tel hana van- hugsaða,“ segir Gunnar Axel. Bryndís Haraldsdóttir, formað- ur stjórnar Strætó, vildi ekki tjá sig um fyrirhugaðar gjaldskrár- hækkanir þegar eftir því var leit- að. Taldi hún óráðlegt að ræða við blaðamann um málið áður en stjórn hefði tekið afstöðu til gjaldskrárhækkana. sveinn@frettabladid.is Strætó hækkar verð Strætómiðinn mun kosta 400 krónur fyrir einstakling þann 1. mars ef stjórn sam- þykkir breytta gjaldskrá fyrirtækisins. Oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni undrast þetta og segir augljósan lýðræðishalla hvað varðar ákvarðanatöku í fyrirtækinu. STJÓRNSÝSLA Bryndís Kristjáns- dóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skatta- skjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul. Bryndís tilkynnti í gær að geng- ið yrði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skatta- skjólum á grundvelli yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra frá því í fyrradag. Hún segir engu hægt að lofa um árang- ur af skattheimtu að svo stöddu. Í yfirlýsingunni frá ráðherra sagði að skylda til mats á upplýs- ingunum sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim, lægi hjá embætti skattarannsóknarstjóra. Fjármála- og efnahagsráðuneytið væri tilbúið að greiða fyrir kaup- unum, yrði það niðurstaða emb- ættisins. Gögnin tengjast eignum Íslend- inga í skattaskjólum en um er að ræða 416 mál. Íslenskum stjórn- völdum hefur verið boðið að kaupa þessi gögn á 150 milljónir króna. „Hluti af þessum gögnum er nokk- uð nýlegur en önnur eldri. Þannig að ég ætla það, svona fyrirfram, að hluti af þessu verði fyrndur en annað ekki,“ segir Bryndís Krist- jánsdóttir skattrannsóknarstjóri. - hks, þká, jhh Skattrannsóknarstjóri hyggst ganga til viðræðna um kaup á gögnum um fjármál Íslendinga erlendis: Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI Bryndís segir að elstu málin séu fimmtán ára gömul. STRÆTÓ Engin umræða um gjaldskrárhækk- anir hefur farið fram innan sveitarfélag- anna. Minni- hlutamenn vissu ekki af væntan- legum gjald- skrárhækkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNES RÚNARSSON VEISTU SVARIÐ? Þetta undirstrikar það sem ég hef áður sagt að það er ákveð- inn lýðræðis- halli varðandi byggðasamlögin. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Ég skil ekki þessa ákvörðun og tel hana vanhugsaða. Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði. 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 7 -0 F 2 0 1 3 C 7 -0 D E 4 1 3 C 7 -0 C A 8 1 3 C 7 -0 B 6 C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.