Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 2
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Guðni, ertu þá hættur á spen- anum? „Já, enda fullur af orku af rjóma, smjöri og skyri.“ Guðni Ágústsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) í næstu viku. AKUREYRI Þorvaldur Helgi Auðuns- son, slökkviliðsstjóri á Akureyri, hefur lagt inn kvörtun til Vinnu- eftirlitsins vegna meints eineltis sem hann telur sig verða fyrir frá öðrum starfsmönnum Akureyrar- bæjar. Meintir gerendur í eineltis- málinu eru stjórnendur í Ráðhúsi Akureyrarbæjar; bæjartæknifræð- ingur, starfsmannastjóri bæjarins og bæjarlögmaður. „Ég get lítið tjáð mig um málið annað en að slökkviliðsstjóri hefur sent inn kvörtun til Vinnueftirlits- ins vegna meints eineltis. Ég hef samt sem áður ekki fengið formlega kvörtun í hendurnar,“ segir Eirík- ur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Nú mun þetta mál fara í sama farveg og sambærileg mál sem berast til sveitarfélagsins.“ Málið er litið alvarlegum augum innan bæjarkerfisins og mun nú fara af stað ferli til þess að leysa úr því. Stutt er síðan núverandi slökkviliðsstjóri tók við störfum þar sem fyrrverandi slökkviliðsstjóra var vikið úr starfi vegna eineltis- mála. Líklegast verður farin önnur leið að því að leysa mál Þorvaldar Helga, þar sem bæði bæjarlögmað- ur og starfsmannastjóri bæjarins sitja í eineltisteymi Akureyrarkaup- staðar, sem á að taka á málum sem þessum og vinna úr þeim. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi VG á Akureyri, segir þá stöðu sem upp er komin ekki boð- lega og alvarlegt að sumir íbúar finni fyrir óöryggi vegna síendur- tekinna eineltismála í slökkviliðinu. „Nú þarf að grípa til aðgerða sem ekki hafa verið notaðar áður. Það er ekki í lagi að eineltismál komi upp í slökkviliðinu svona ítrekað. Ég tel það vera skyldu mína sem bæjar- fulltrúa að ganga úr skugga um það að slökkvilið bæjarins sé starfhæft og að íbúar finni ekki fyrir óöryggi. Íbúar verða að sjá að eitthvað verði gert í þessu máli,“ segir Sóley. Logi Már Einarsson er oddviti Samfylkingar í meirihluta Akureyr- arbæjar. Logi segir að fundað verði um málið í dag. „Mér þykir ekki ólíklegt að bæjarstjóri kynni málið fyrir okkur. Ég þekki ekki efnislega til málsins og get ekki tjáð mig um það í sjálfu sér,“ segir Logi. „Hins vegar er ljóst að það eru viðvarandi vandamál á sama vinnustaðnum í ár og áratugi og árekstrar milli starfs- manna, þá hljóta menn að þurfa að skoða starfsemina frá grunni.“ sveinn@frettabladid.is Slökkviliðsstjóri sakar yfirmenn um einelti Kvörtun hefir borist frá slökkviliðsstjóra um einelti þriggja yfirstjórnenda Akur- eyrarbæjar. Tveir þeirra sitja í eineltisteymi bæjarins. Slökkvilið Akureyrar hefur í áraraðir glímt við eineltismál innan sinna raða. Akureyringar finna fyrir óöryggi. AKUREYRI Slökkviliðið á Akureyri sér bæði um brunaútköll og sjúkraflutninga í lofti. Eineltismál hafa ítrekað komið upp innan liðsins en nú beinist eineltiskvört- unin að stjórnendum í Ráðhúsi bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nú mun þetta mál fara í sama farveg og sambærileg mál sem berast til sveitar- félagsins. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri. Það er ekki í lagi að eineltismál komi upp í slökkvilið- inu svona ítrekað. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG. LAUNAMÁL „Það er réttlætismál á hverjum tíma að því sem er til skiptanna í samfélaginu á hverj- um tíma sé deilt upp með rétt- mætum hætti,“ segir í kröfugerð Flóafélaganna. Meðal krafna eru kjarasamn- ingar til eins árs, að lágmarks- hækkun í launatöflu verði 35 þúsund krónur og að tveir neðstu launaflokkarnir verði felldir niður, þó þannig að lægsta upp- hafstalan verði 240.000 krónur. Kröfugerðin er sögð byggjast á kröfu um leiðréttingu launa og jafnræði félagsmanna stéttar- félaga á vinnumarkaði. - ie Kröfur Flóafélaganna: Lágmarkslaun 240 þúsund SPURNING DAGSINS Kringlan | 588 2300 Kjóll 6.495 kr. NÝJAR VÖRUR KONGÓ Á þriðjudaginn kom hópur skrautbúinna manna saman í Kins- hasa, höfuðborg Austur-Kongó. Hópurinn gekk um götur bæjarins alla leið að Gombe-kirkjugarðinum þar sem hann dansaði á gröf helsta átrún- aðargoðs síns. Félagsskapurinn nefnist á frönsku Société des Ambianceurs et des Per- sonnes Élégantes, sem útleggjast mætti Samtök fjörkálfa og glæsifólks. Stofnandi samtakanna hét Stervos Niarcos Ngashie. Hann lést 10. febrúar árið 1995 í fangelsi í Frakklandi þar sem hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnabrot. Hann er grafinn í Kinshasa og ár hvert koma félags- menn þar saman á dánardegi hans og dansa á gröfunum. - gb Árlegur viðburður í kirkjugarði í Kinshasa vekur athygli: Spjátrungar dansa á gröfunum HÁTÍÐARDAGUR Á hverju ári koma spjátrungarnir saman á dánardægri helsta átrúnaðargoðs síns. NORDICPHOTOS/AFP ÍTALÍA Undanfarna daga hafa að minnsta kosti þrjú hundruð manns farist á Mið- jarðarhafinu á leiðinni frá Norður-Afr- íku yfir til Evrópu. Fólkið var á opnum gúmbjörgunarbátum, hlöðnum fólki í erfiðu veðri og miklum kulda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóð- anna skýrði fyrst frá því að 29 manns hið minnsta hefðu farist á einum slíkum báti, en alls höfðu 105 manns reynt að komast með þeim báti yfir til Evrópu. Í gær fékkst svo staðfesting frá ítölsku strandgæslunni og flóttafólki, sem komst lifandi til ítölsku eyjunnar Lampedusa, á því að ekki færri en 300 manns væri saknað af tveimur öðrum sams konar bátum sem fundust á mánu- daginn. Loks fréttist af því að fjórði bát- urinn hefði verið á sömu leið en væri nú saknað. „Þetta er gríðarmikill harmleikur og minnir okkur á að fleiri líf geta tapast ef fólk sem leitar eftir öryggi er upp á náð og miskunn hafsins komið,“ segir Vinc ent Cochetel, yfirmaður Evrópu- skrifstofu Flóttamannastofnunarinnar. „Evrópa hefur ekki efni á því að gera of lítið of seint.“ - gb Að minnsta kosti fjórir bátar hafa lent í erfiðleikum á Miðjarðarhafinu undanfarna daga: Yfir þrjú hundruð flóttamenn hafa farist KOMNIR TIL LAMP EDUSA Ítalska strandgæslan flutti fólk, sem tókst að bjarga, til hafnar á eyjunni Lampedusa. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA BELGÍA Janis Varúfakis, fjármála- ráðherra grísku stjórnarinnar, hélt í gær á fund með evrópskum starfsbræðrum sínum í Brussel til að útlista fyrir þeim hvað Grikkir hyggjast fyrir. Gríska stjórnin, sem er nýtek- in við völdum, segir ekki koma til greina að skera áfram niður ríkisútgjöld til að greiða niður skuldir ríkisins. Ráðamenn evru- ríkjanna, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa tekið dræmt í þessi áform. Varú- fakis heldur hins vegar fast við það að Grikkir muni ekki yfirgefa evru svæðið. - gb Varúfakis í Brussel: Kynnti áform stjórnar sinnar HVÍTA-RÚSSLAND Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Petró Porosj- enkó Úkraínuforseti tókust stutt- lega í hendur síðdegis í gær við upphaf leiðtogafundar í Minsk, sem Angela Merkel Þýskalands- kanslari og François Hollande Frakklandsforseti tóku einnig þátt í. Að sögn Reuters-fréttastofunn- ar var reiknað með að þeir myndu að loknum fundi senda frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu. Þá var einnig reiknað með yfirlýs- ingu frá samstarfshópi Rússlands, Úkraínu og Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, þar sem ítrek- aður væri stuðningur við friðar- samkomulag frá í september. Þrátt fyrir það friðarsamkomu- lag hafa harðir bardagar geisað í Úkraínu síðustu vikur og mánuði, og hafa átökin harðnað verulega nú síðustu dagana fyrir fundinn í Minsk. Takmarkaðar vonir voru bundn- ar við leiðtogafundinn fyrirfram, og ekki var að sjá annað en að and- aði heldur köldu á milli Pútíns og Porosjenkós þegar þeir mættu til fundarins. - gb Leiðtogar Rússlands, Úkraínu, Frakklands og Þýskalands hittust í Minsk: Lýsa stuðningi við fullveldi LEIÐTOGARNIR FJÓRIR Vladimír Pútín, Angela Merkel, François Hollande og Petró Porosjenkó. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 6 -E 7 A 0 1 3 C 6 -E 6 6 4 1 3 C 6 -E 5 2 8 1 3 C 6 -E 3 E C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.