Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 16
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 16 EFNAHAGSMÁL Samanlagt verð- mæti þeirra eigna sem hið opin- bera á og Viðskiptaráð telur grund- völl til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af lands- framleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Við- skiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrir- stöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undir- búning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstak- lega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einka- væða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri veru- lega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bend- ir jafnframt á að það séu einung- is þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlög- um og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikil- vægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirn- ar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostn- aður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikk- land og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hag- kvæmni í ríkisrekstri og endurskil- greiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera. jonhakon@frettabladid.is Hægt yrði að greiða um helming af skuldunum Viðskiptaráð telur að ríki og sveitarfélög gætu selt eignir fyrir 800 milljarða til þess að greiða niður skuldir. Í nýrri skýrslu er bent á að vaxtakostnaður hins opinbera komi illa niður á lífskjörum og opinberri þjónustu. FRAMKVÆMDASTJÓRINN Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur undirbúið Viðskiptaþing 2015 undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÍ TELUR UNNT AÐ SELJA ÞESSAR EIGNIR Orka Landsvirkjun 176 Orkuveita Reykjavíkur 101 Orkusalan 28 Orkubú Vestfjarða 3 Veitur Landsnet 67 HS Veitur 13 Rarik 13 Farice 59 Atvinna Isavia 31 ÁTVR 19 Íslandspóstur 5 Sorpa 4 *milljarðar króna Fjármál Landsbankinn 236* Arion banki 18 Íslandsbanki 8 Sparisjóðir 1 Fyrirtæki Áætlað söluvirði lÍs en kus ✓ ✓ 30% afsl. frá miðvikudegi 11. feb. til og með laugardegi 14. feb. Tryggum öryggi á skíðasvæðum HJÁLMADAGAR Árni Stefánsson lætur á næst- unni af starfi forstjóra Vífilfells og mun í framhaldi taka sæti í stjórn fyrirtækisins. „Það eru störf sem tengjast Víf- ilfelli og störf fyrir eigendur sem ekki tengjast Vífilfelli,“ segir Árni aðspurður um hvað taki við hjá honum eftir að hann lætur af starfi. Við starfi forstjóra tekur Carl os Cruz. - jhh Forstjórinn sóttur til Spánar: Nýr maður til liðs við Vífilfell NÝR FORSTJÓRI Carlos Cruz er frá Spáni og nýfluttur til Íslands. AÐSEND MYND Lánshæfisfyrirtækið Fitch Rat- ings hefur gefið Orkuveitunni einkunnina BB- með stöðugum horfum. Grunneinkunn Orku- veitunnar í matinu er tveimur þrepum hærri en hún fékk frá lánshæfisfyrirtækinu Moody’s í desember síðastliðnum. Þetta er í fyrsta sinn að lánshæfi Orkuveit- unnar er metið af Fitch. Bjarni Bjarnason forstjóri segir nýju einkunnina hvetjandi - jhh Meta lánshæfið í fyrsta sinn: Segir einkunn Fitch hvetjandi „Það er ekki hægt að skapa hvata til verðmætasköpunar ef ríkið ætlar að hirða bróðurpartinn af ábatanum með sköttum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á aðalfundi Félags atvinnurekenda í Nauthóli í gær. Bjarni sagði að stærstu verk- efni ráðuneytisins væru af tvenn- um toga. Annars vegar vinna við afnám fjármagnshafta og hins vegar vinna við að einfalda skatt- kerfið. Hann sagðist sjálfur funda nánast á hverjum degi um afnám haftanna. „Síðast í dag, allur föstu- dagurinn fer í það,“ sagði Bjarni og ítrekaði að ráðuneytið hefði aldrei haft jafn marga við að vinna að þessum málum. Hann sagði að það væri tómt mál að tala um eflingu frum- kvöðlastarfs og atvinnulífs, efl- ingu nýsköpunar eða mikilvægi þess að ná fram hagvexti ef ekki tækist að leysa þessi mál. - jhh Stærstu málin að einfalda skatta og losa höftin: Skattar draga úr hvata Heildarkvótinn sem gefinn hefur verið út í loðnu fyrir fiskveiðiár- ið 2014-2015 er 55 þúsund tonnum minni en meðaltal heildarkvóta síð- ustu 20 árin. Þetta má lesa úr gögn- um sem Samtök fyrirtækja í sjávar- útvegi hafa tekið saman. Meðaltal 20 ára er rúm 635 þús- und tonn en leyfileg veiði þetta fisk- veiðiár er 580 þúsund tonn. Meðaltal síðustu tíu ára er öllu lægra eða tæp 311 þúsund tonn. „Það þarf að ganga mjög vel til að við náum að veiða okkar hlut. En ef við náum að veiða allan okkar hlut sem er 405 þúsund tonn þá eru áætluð veiðigjöld 1,6 milljarðar af þeim tonnum. En það þarf einmitt allt að ganga vel, veðrið og loðnan þarf að vinna með okkur svo við náum að veiða allt,“ segir Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá SFS. - jhh Í 20 ár hafa að meðaltali veiðst 635 þúsund tonn: Kvóti undir meðaltali RÁÐHERRA Bjarni Benediktsson fund- ar nánast daglega um losun hafta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í EYJUM Heimilt er að veiða 580 þús- und tonn á fiskveiði- árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓSKAR 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 6 -E 2 B 0 1 3 C 6 -E 1 7 4 1 3 C 6 -E 0 3 8 1 3 C 6 -D E F C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.