Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 56
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 BAKÞANKAR Frosta Logasonar Maður allra árstíða (e. Man for all Seasons) er klassísk kvikmynd sem fjallaði um Tómas nokkurn More. Sá var háttsettur embættismaður við hirð hins alræmda Hinriks áttunda, konungs á tímum siðaskiptanna. Sennilega varð Tómas þessi þekktastur fyrir bók sína Útópíu, þar sem hann lýsti hinu „fullkomna samfélagi“ eins og hann ímyndaði sér það. Hann þótti bæði fjölhæfur og fluggáfaður. MYNDIN vann til sex Óskarsverðlauna og er fyrir margra hluta sakir eftirminnileg. Sér í lagi þótti eftirminnileg senan þar sem Tómas átti í rökræðum við tengdason sinn um hvernig ætti að framfylgja lögum sem hann sjálfur stóð fyrir í krafti síns emb- ættis. TENGDASONURINN, Roper, var þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að fara í einu og öllu eftir lögum og reglum þegar menn væru á annað borð að eltast við sjálfan Skrattann. Hann væri jú þegar öllu er á botninn hvolft, verstur allra glæpamanna. MARKMIÐ Ropers voru vissulega göfug og ásetningurinn góður. Hann væri sennilega þeirrar skoðunar í dag að íslenska ríkið ætti hiklaust að kaupa illa fengnar upplýsingar um fjármuni Íslendinga í þekktum skatt- skjólum ef upplýsingarnar væru þess eðlis að þær myndu hjálpa við að endurheimta fé sem skotið hefði verið undan skatti hér- lendis. HANN hefði jafnvel lagt það til að lögreglan greiddi innbrotsþjófum fyrir að brjótast inn í hús og afla þar sönnunargagna, þegar ekki fengjust til þess leitarheimildir. Roper sagð- ist jú reiðubúinn til þess að brjóta öll lög Englands til að hafa hendur í hári Skrattans. ÞEGAR hann var þá spurður á bak við hvaða lög hann mundi fela sig ef Skrattinn snéri sér við til að koma á eftir honum sjálf- um, varð hins vegar fátt um svör. Það væri jú erfitt fyrir saklausa menn að verjast yfir- völdum sem ekki virtu lög og reglur réttar- ríkisins. Jafnvel ómögulegt. MEÐ öðrum orðum hefði Tómas More talið að ef ekki væri mögulegt að afla sönnunar- gagna á löglegan máta þá væri betra að láta hugsanleg afbrot ótalin. Það setti jú slæmt fordæmi þegar einstaklingur yrði gerður út til þess að brjóta lög, eingöngu til þess að hægt væri að handsama aðra sem brytu lög. Eru ekki allir sammála um það annars? Saksóknarinn og Skrattinn FIFTY SHADES OF GREY KL 9 - FORSÝNING BIRDMAN KL. 5.30 - 8 - 10.10 ÓLI PRIK KL 5.45 - 8 - 10.30 PADDINGTON ÍSL TAL KL. 5.30 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 ÍSL.TEXTI FIFTY SHADES OF GREY KL. 8 - FORSÝNING SEVENTH SON KL. 8 - 10.20 BIRDMAN KL. 10.40 BIRDMAN LÚXUS KL. 8 - 10.40 ÓLI PRIK KL. 5.45 SVAMPUR SVEINSSON 2D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL SVAMPUR SVEINSSON 3D KL. 3.30 - ÍSL TAL THE WEDDING RINGER KL. 8 PADDINGTON ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 TAKEN 3 KL. 10.20 8, 10:35 6 10:10 6 6, 9 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK siSAM Lögin í úrslitum Eurovision í Sjón- varpinu á laugardagskvöld verða flutt á því tungumáli sem þau yrðu flutt á í lokakeppninni í Austur ríki bæru þau sigur úr býtum. Þetta er breyting frá síðasta ári. Með þessu móti gefst áhorf- endum kostur á að meta og velja það lag sem þeir telja eiga bestu möguleikana á að keppa fyrir Íslands hönd á réttum forsendum. Fimm höfundar hafa ákveðið að flytja lög sín á ensku á laugardag- inn, eða lögin Fyrir alla, Fjaðr- ir, Lítil skref, Í kvöld og Í síð- asta skipti. Lögin tvö sem verða á íslensku eru Piltur og stúlka og Milljón augnablik. Fimm lög sungin á ensku Á ENSKU Lagið Fjaðrir með Sunday verður sungið á ensku. MYND/ÞÓRDÍS INGA Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því til- efni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beck- ett, bassaleikaranum Birgi Sigur- jóni Birgissyni og Sigurði Angan- týssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frum- burð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlim- um sveitarinnar, með öllum lög- unum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokk- urs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheit- in hefjast klukkan 20 og aðgangs- eyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins. - jóe Koma í fyrsta skipti fram opinberlega í kvöld Fyrsta plata hljómsveitarinnar Antimony kemur út í dag. Lögunum er lýst sem „cold wave syntha-poppi“. MEÐLIMIR Antimony kemur fram í fyrsta skipti í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is „Viðtökurnar voru alveg frábærar og við hlökkum mikið til að sýna hérna heima,“ segir Hafdís Maria Matsdóttir. Hún leikur annað hlut- verkanna í nýrri leiksýningu fyrir börn á öllum aldri sem kallast Haf- dís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins. Sýningin var frumsýnd í Noregi fyrir skömmu og var sýnd á fjórum stöðum, í Kristiansand, Ósló, Berg- en og Stavanger. Á þriðju sýningu, í Bergen, fór Jóel Ingi Sæmundsson sem leikur Klemma í sýningunni úr axlarlið. „Þetta sló okkur aðeins út af lag- inu en við vorum fljót að ná áttum og héldum sýningunni áfram. En Jóel er vanur að detta úr lið því þetta eru gömul körfuboltameiðsl og hann beið bara rólegur eftir að öxlin fór í lið aftur. Fólkið í salnum hélt að sýningin hefði bara átt að vera svona,“ segir Hafdís og hlær. Vegna þess að í sýningunni er notast mikið við tæknileg atriði eins og myndbönd sem varpað er upp á vegg með skjávarpa er mjög erfitt að stoppa sýningu og byrja upp á nýtt þegar eitthvað kemur upp á. Sýningin fjallar um ævintýri vinanna tveggja sem finna dular- fullt tæki uppi á háalofti heima hjá ömmu Hafdísar. Persónur sýning- arinnar eru þau Hafdís og Klemmi sem eru jafnframt aðalpersónur þáttaseríunnar Daginn í dag en sýningin er sjálfstætt framhald þáttanna. „Umfjöllunarefni sýningarinn- ar eru hæfileikar. Allir hafa ólíka hæfileika og maður getur nýtt hæfileika sína til góðs. Við leggjum mikið upp úr þátttöku barnanna í áhorfendasalnum,“ segir Hafdís. Sýningin verður frumsýnd á laugar- daginn klukkan 14.00 í Lindakirkju, Kópavogi, það er þó aðeins ein sýn- ing í boði. gunnarleo@frettabladid.is Fór úr axlarlið á miðri sýningu Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloft sins er leiksýning sem var frumsýnd í Noregi fyrir skömmu. Jóel Ingi Sæmundsson varð fyrir því óhappi að fara úr axlarlið. Leikritið verður frumsýnt hérlendis um helgina. HAFDÍS OG KLEMMI Hafdís Maria Matsdóttir og Jóel Ingi Sæmundsson koma fram hér á landi eftir vel heppnaða Noregsferð. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru hæfileikar. Allir hafa ólíka hæfileika og maður getur nýtt hæfileika sína til góðs. 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C 7 -2 2 E 0 1 3 C 7 -2 1 A 4 1 3 C 7 -2 0 6 8 1 3 C 7 -1 F 2 C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.