Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 36
FÓLK|TÍSKA Parísartízkan er eitt best geymda leyndarmál Íslendinga. Sumir halda að verslunin sé fyrir eldra fólk þar sem hún hefur verið starfrækt í 52 ár og er skrifuð með z. En það gæti ekki verið fjær lagi,“ segir Hjördís. Fjöldi þekktra merkja er til sölu í Parísartízk- unni en þar má nefna Basler, Max Mara, Weekend Max Mara, Persona, Marina Rin aldi, Penny Black og Max Mara Code. „Svo erum við líka með skó, skart, fylgi- hluti og Max Mara-sokkabuxurnar sem allar stelpur eru að missa sig yfir,“ lýsir Hjördís. Ýmsar breytingar hafa orðið á versl- uninni frá því hún var stofnuð árið 1963. „Í upphafi var starfrækt saumastofa í versluninni og fatnaðurinn hannaður með innblæstri frá borg hátískunnar París. Í dag eru seld föt frá vönduðum tískuframleiðendum þar sem gæði og ending eru í hávegum höfð,“ segir Hjör- dís sem nánast ólst upp í Parísartízk- unni sem móðir hennar rak í fjölda ára. „Þar lærði ég margt um tísku og fékk áhuga á saumaskap. Ég menntaði mig sem klæðskeri og kjólaklæðskeri og hef alveg síðan ég man eftir mér haft áhuga á vönduðum fatnað,“ segir hún, enda endurspeglast góður smekkur Hjördísar í fataúrvalinu í versluninni. Til að mynda hefur Hjördís bætt við merkjum frá Max Mara sem eru afar vinsæl. „Við leggjum áherslu á fjöl- breytileika. Þannig erum við til dæmis með föt frá Persona/Marina Rinaldi sem eru með stærri stærðir og svo erum við með Penny Black og Weekend Max Mara sem eru með minni stærðir.“ Basler er elsta merki Parísartízkunnar. „Það er þýskur gæðafatnaður í stærðum frá 36 til 48.“ Innt eftir því hvað verði í tísku með vorinu svarar Hjördís: „Það sem ein- kennir vorið eru bjartir litir, sérstaklega pastellitir, og enn er mikið um mynstur. Þá eru frakkar og þunnar dúnúlpur mjög vinsæl,“ segir Hjördís og bendir á að konur á mjög breiðu aldursbili geti fundið eitthvað við sitt hæfi í verslun- inni. „Það hefur oft komið fyrir að við fáum þrjá ættliði í búðina og allir geta fundið eitthvað sem höfðar til þeirra,“ segir hún glaðlega. Þótt ýmsar breytingar hafi orðið hjá Parísartízkunni á síðustu árum helst eitt óbreytt. „Það er persónuleg þjón- usta. Við viljum að viðskiptavinir okkar eigi góða stund með okkur og gangi glaðir út.“ Parísartízkan er til húsa í Skipholti 29b. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Parísartízkan. LEYNDARMÁLIÐ Í SKIPHOLTINU PARÍSARTÍZKAN KYNNIR Í 52 ár hefur Parísartízkan selt konum yfir þrítugu vandaðan hátískufatnað. Hjördís Sif Bjarnadóttir klæðskeri ólst upp í versl- uninni og tók nýverið við búðinni af móður sinni heitinni og hefur nú fært Parísar tízkuna enn meir inn í nútímann.. EIGANDINN Hjördís Sif Bjarnadóttir er klæðskeri að mennt og hefur haft áhuga á vönduðum fatnaði frá því hún man eftir sér. MYND/STEFÁN Guðrún Hildur Rosenkjær, klæð- skera- og kjólameistari, flytur fyrir- lestur um íslenska skautbúninginn í Hönnunarsafni Íslands í kvöld klukkan 20. Á fyrirlestrinum fjallar Guð- rún Hildur um aðdraganda, þróun og vegferð skautbún- ingsins frá því hann kom fram um miðja 19. öld og fram á okkar daga. Hún velt- ir upp spurningum eins og hvort búningurinn, sem oft er kenndur við fjallkonuna, hafi verið pólitískt hátísku- þjóðernistákn eða aðferð kvenna til listsköpunar. Þá fjallar hún um aðkomu Sigurðar Guðmundssonar málara að hönnun íslenskra kvenbúninga og samfélags- lega umræðu um búninga kvenna um aldamótin 1800. ÞRÓUN SKAUTBÚNINGSINS Skautbúningur – Íslenskur hátískufatnaður um 19. öld er yfirskrift fyrirlestrar í Hönnunarsafni Íslands sem haldinn verður í kvöld. ÍSLENSKIR BÚNINGAR Myndin er tekin á þjóðbúningadegi Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn verður í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. w w w .z en b ev .i s - U m b o ð : v it ex e h f NÝTT Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding 100% náttúruleg, lífræn fæða án aukaefna Vísindaleg sönnun á virkni ZenBev er einstök blanda innihaldsefna, hrein graskersfræ hafa ekki sömu áhrif Fæst í apótekum og heilsubúðum ZenBev fyrir streitulausa daga og friðsælar nætur Melatónin - Seratónin Tvöföld virkni - Vellíðan dag og nótt Náttúrulegt Triptófan úr graskersfræjum Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin BelladonnaStærðir 38-58 ÚTSÖLULOK 70% afsláttur af öllum útsöluvörum Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C 7 -0 5 4 0 1 3 C 7 -0 4 0 4 1 3 C 7 -0 2 C 8 1 3 C 7 -0 1 8 C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.