Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 58
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42 DOMINOS KVENNA HAUKAR - VALUR 61-62 (28-34) Stigahæstar: LeLe Hardy 32/27 fráköst/6 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 10 - Taleya Mayberry 23/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 11. BREIÐABLIK - KR 70-61 (34-31) Stigahæstar: Arielle Wideman 26/14 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10 - Simone Holmes 24/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10/8 fráköst. GRINDAVÍK - KEFLAVÍK 67-58 (31-29) Stigahæstar: Pálína Gunnlaugsdóttir 20, Kristina King 12/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/5 fráköst, Guð- laug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsend- ingar - Sara Rún Hinriksdóttir 12/10 fráköst/3 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 11/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/6 fráköst. HAMAR - SNÆFELL 40-64 (25-40) Stigahæstar: Sydnei Moss 15/8 fráköst - Kristen Denise McCarthy 20/18 fráköst, Hildur Sigurðar- dóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13. STAÐAN Snæfell 20 18 2 1533-1244 36 Keflavík 20 16 4 1703-1280 32 Grindavík 20 13 7 1455-1406 26 Haukar 20 12 8 1387-1317 24 Valur 20 11 9 1495-1424 22 Hamar 20 5 15 1082-1461 10 KR 20 3 17 1201-1441 6 Breiðablik 20 2 18 1228-1511 4 COCA COLA KVENNA FYLKIR - VALUR 21-22 (11-13) Markahæstar: Patricia Szölösi 10, Sigrún Birna Arnardóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3 - Kristín Guðmunsdóttir 7, Sigurlaug Rúnarsdóttir 5, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3. Valur, ÍBV, Haukar og Grótta eru komin í undan- úrslit í Coca Cola bikar kvenna í handbolta. ENSKI BOLTINN CHELSEA - EVERTON 1-0 1-0 Willian (89.). MANCHESTER UNITED - BURNLEY 3-1 1-0 Chris Smalling (6.), 1-1 Danny Ings (12.), 2-1 Smalling (45.+3), 3-1 Robin van Persie (82.) STOKE - MANCHESTER CITY 1-4 0-1 Sergio Agüero (33.), 1-1 Peter Crouch (37.), 1-2 James Milner (55.), 1-3 Sergio Agüero (70.), 1-4 Samir Nasri. (76.). SOUTHAMPTON - WEST HAM 0-0 CRYSTAL PALACE - NEWCASTLE 1-1 WEST BROMWICH - SWANSEA 2-0 STAÐA EFSTU LIÐA Chelsea 25 18 5 2 55-21 59 Man. City 25 15 7 3 51-25 52 Man. United 25 13 8 4 43-24 47 Southampton 25 14 4 7 38-17 46 Arsenal 25 13 6 6 47-28 45 Tottenham 25 13 4 8 39-34 43 Liverpool 25 12 6 7 36-29 42 West Ham 25 10 8 7 36-28 38 Swansea 25 9 7 9 28-33 34 HETJA VALS Kristrún Sigurjónsdóttir tryggði Val mikilvægan sigur í gær með þristi í blálokin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ SPORT KÖRFUBOLTI Hversu mikilvæg- ur er heimavöllurinn í Dominos- deild karla í körfubolta á tíma- bilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 pró- sent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnu- menn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Plús fimm og mínus fimm Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla sög- una. Fjórir leikjanna voru nefni- lega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virð- ast spila allt annan bolta á heima- velli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grind- víkingar eru með áttunda besta heimavallar árangurinn, 63 pró- senta sigurhlutfall þeirra í Röst- inni dugar ekki til að koma þeim hærra. Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta úti- leiki (4) ásamt Tindastóli og Njarð- vík. KR-ingar eru þar með yfir- burðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unn- ist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikil- vægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildar keppninni og sex stiga for- skot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í bar- áttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslit- um úrslitakeppninnar. Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntan- lega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir loka- umferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjór- um dögum (Þór Þorl. og Hauk- ar tvo á þremur dögum) og stað- an gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tíma- punkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsyn- lega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leik- ir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Kefla- vík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höll- inni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan- Skallagrímur) og Síkinu á Sauðár- króki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þor- lákshöfn á morgun. ooj@frettabladid.is Heima er langbest í vetur Sjö lið í Dominos-deildinni hafa unnið að lágmarki 75 prósent heimaleikja sinna í vetur. Heimavallarréttur- inn hefur líklega sjaldan verið dýrmætari en einmitt í ár og lokaspretturinn verður æsispennandi. MIKLU BETRI Á HEIMAVELLI Dagur Kár Jónsson og félagar hans í Stjörnunni eru með 63 prósent hærra sigurhlutfall á hei- mavelli en á útivelli í Dominos-deild karla í vetur. Hér skorar hann gegn Haukum í Garðabænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ SVONA MIKLU BETRA ER AÐ VERA Á HEIMAVELLI MJÖG MIKILL MUNUR +63 PRÓSENT Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2-6) +50 PRÓSENT Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) MIKILL MUNUR +38 PRÓSENT Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8) MUNUR +25 PRÓSENT Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7) +13 PRÓSENT KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7) ENGINN MUNUR +0 PRÓSENT Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4) FÓTBOLTI Kostnaður við A-lands- liðin í fótbolta var 244 milljón- ir króna á síðasta ári sem var 28 milljóna króna lækkun frá árinu áður. Munaði þar um tvo kostn- aðarsama aukaleiki gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvem- ber 2013. Síðustu tvö ár hafa þó verið mun dýrari en áður, en kostnaðurinn rauk upp um 56 milljónir frá 2012 til 2013. Fór þar úr 216 milljónum í 272 milljónir. Stærstur hluti auka- kostnaðarins tengist A-landsliði karla, meðal annars ráðningu Sví- ans Lars Lagerbäcks sem lands- liðsþjálfara. „Þegar við stigum skrefið að taka Lars inn þá tókum við þá ákvörðun að A-landsliðið fengi forgang,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið. „Við fórum í dýra aðgerð sem hefur skilað sér.“ Starfið í kring- um landsliðið hefur stóraukist og hafa landsliðsmennirnir marg- sinnis tjáð sig um meiri og betri umgjörð. Það kostar líka peninga. Til að mynda tók liðið leiguflug frá Lettlandi til Hollands á milli leikja í undankeppni EM á síðasta ári, en því hefur Lagerbäck kall- að eftir. „Þetta er enn mikilvæg- ara í dag þegar búið er að stytta tímann á milli leikja. Nú eru þetta bara þrír dagar og það skilaði sér,“ segir Geir, en eftir sigur á Lett- um úti komu strákarnir heim og unnu frækinn sigur á Hollending- um. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en það hefur kost- að sitt. „Við erum efnahagslegt undur hvað þetta varðar þegar við miðum okkur við stórar og milli- stórar þjóðir,“ segir Geir og hlær við, en þó A-landsliðið fái mest þá skapar það líka mestu tekjurnar. „Þetta er liðið sem dregur vagn- inn,“ segir formaðurinn. „Svona 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið og styrki frá UEFA. Þetta er það sem heldur uppi starfseminni.“ - tom Erum efnahagslegt undur miðað við stærri þjóðirnar Kostnaður karlalandsliðsins í fótbolta hækkar verulega en árangur liðsins batnar um leið. GEIR VILL MEIR Formaðurinn býður sig aftur fram á ársþinginu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKÍÐI Íslensku keppendurnir hefja keppni á HM í alpagreinum á skíðum í dag en heimsmeistaramótið fer þessa dagana fram í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum. Ísland átti ekki þátttakendur í bruni, risasvigi eða tvíkeppni á mótinu en er með í tveimur síðustu keppnisgreinunum, stórsvigi og svigi. Það eru íslensku stelpurnar sem ríða á vaðið á mótinu en þær keppa í stór- sviginu í dag. Fyrri ferð hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma og ef þær komast í seinni ferðina þá hefst hún klukkan 21.15. Erla Ásgeirsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir eru allar skráðar til leiks en allar nema María kepptu í þessari grein á HM í Austurríki fyrir tveimur árum. Engin þeirra komst þó í seinni ferðina en Freydís Halla var aðeins þremur sætum frá því og Helga María var síðan aðeins tveimur sætum á eftir henni. Erla náði ekki að klára fyrri ferðina. Helga María varð í 46. sæti í stórsvigi á Ólympíuleikunum í Sotsjí í fyrra en Erla náði þá 52. sæti. María Guðmundsdóttir tók fram skíðin að nýju í vetur og vann tvö FIS-mót í síðasta mánuði en þau voru bæði svigmót. - óój Íslensku stelpurnar keppa á HM í alpagreinum í kvöld BEST Í FYRRA Helga María Vil- hjálmsdóttir stóð sig best í stórsviginu á ÓL í Sotsjí í fyrra. MYND/ÍSÍ FÓTBOLTI Það er nú orðið staðfest að Daninn Rasmus Christiansen mun spila með KR næsta sumar. Hann skrifaði undir samning við KR í nóvember en þó með þeim formerkjum að hann gæti farið til annars félags í janúarglugganum. Af því varð ekki og Rasmus er því samn- ingsbundinn KR næstu tvö árin. Rasmus er í viðtali við danska miðilinn bold.dk og þar greinir hann frá því að hans gamla félag, ÍBV, hafi ekki verið spennt fyrir því að hann færi í KR. „KR er félag sem fólk elskar eða hatar. Þeir höfðu áhuga á mér áður en ég fór til Noregs. Þá vildi ÍBV að ég færi frekar í FH eða Stjörnuna. Bara eitthvert annað félag en KR,“ sagði Rasmus. Hann er að jafna sig eftir krossbandsslit og verður væntanlega kominn á fullt áður en Pepsi- deildin hefst. - hbg ÍBV vildi ekki að Rasmus færi í KR 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C 7 -1 D F 0 1 3 C 7 -1 C B 4 1 3 C 7 -1 B 7 8 1 3 C 7 -1 A 3 C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.