Fréttablaðið - 12.02.2015, Síða 58

Fréttablaðið - 12.02.2015, Síða 58
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42 DOMINOS KVENNA HAUKAR - VALUR 61-62 (28-34) Stigahæstar: LeLe Hardy 32/27 fráköst/6 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 10 - Taleya Mayberry 23/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 11. BREIÐABLIK - KR 70-61 (34-31) Stigahæstar: Arielle Wideman 26/14 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10 - Simone Holmes 24/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10/8 fráköst. GRINDAVÍK - KEFLAVÍK 67-58 (31-29) Stigahæstar: Pálína Gunnlaugsdóttir 20, Kristina King 12/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/5 fráköst, Guð- laug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsend- ingar - Sara Rún Hinriksdóttir 12/10 fráköst/3 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 11/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/6 fráköst. HAMAR - SNÆFELL 40-64 (25-40) Stigahæstar: Sydnei Moss 15/8 fráköst - Kristen Denise McCarthy 20/18 fráköst, Hildur Sigurðar- dóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13. STAÐAN Snæfell 20 18 2 1533-1244 36 Keflavík 20 16 4 1703-1280 32 Grindavík 20 13 7 1455-1406 26 Haukar 20 12 8 1387-1317 24 Valur 20 11 9 1495-1424 22 Hamar 20 5 15 1082-1461 10 KR 20 3 17 1201-1441 6 Breiðablik 20 2 18 1228-1511 4 COCA COLA KVENNA FYLKIR - VALUR 21-22 (11-13) Markahæstar: Patricia Szölösi 10, Sigrún Birna Arnardóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3 - Kristín Guðmunsdóttir 7, Sigurlaug Rúnarsdóttir 5, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3. Valur, ÍBV, Haukar og Grótta eru komin í undan- úrslit í Coca Cola bikar kvenna í handbolta. ENSKI BOLTINN CHELSEA - EVERTON 1-0 1-0 Willian (89.). MANCHESTER UNITED - BURNLEY 3-1 1-0 Chris Smalling (6.), 1-1 Danny Ings (12.), 2-1 Smalling (45.+3), 3-1 Robin van Persie (82.) STOKE - MANCHESTER CITY 1-4 0-1 Sergio Agüero (33.), 1-1 Peter Crouch (37.), 1-2 James Milner (55.), 1-3 Sergio Agüero (70.), 1-4 Samir Nasri. (76.). SOUTHAMPTON - WEST HAM 0-0 CRYSTAL PALACE - NEWCASTLE 1-1 WEST BROMWICH - SWANSEA 2-0 STAÐA EFSTU LIÐA Chelsea 25 18 5 2 55-21 59 Man. City 25 15 7 3 51-25 52 Man. United 25 13 8 4 43-24 47 Southampton 25 14 4 7 38-17 46 Arsenal 25 13 6 6 47-28 45 Tottenham 25 13 4 8 39-34 43 Liverpool 25 12 6 7 36-29 42 West Ham 25 10 8 7 36-28 38 Swansea 25 9 7 9 28-33 34 HETJA VALS Kristrún Sigurjónsdóttir tryggði Val mikilvægan sigur í gær með þristi í blálokin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ SPORT KÖRFUBOLTI Hversu mikilvæg- ur er heimavöllurinn í Dominos- deild karla í körfubolta á tíma- bilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 pró- sent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnu- menn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Plús fimm og mínus fimm Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla sög- una. Fjórir leikjanna voru nefni- lega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virð- ast spila allt annan bolta á heima- velli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grind- víkingar eru með áttunda besta heimavallar árangurinn, 63 pró- senta sigurhlutfall þeirra í Röst- inni dugar ekki til að koma þeim hærra. Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta úti- leiki (4) ásamt Tindastóli og Njarð- vík. KR-ingar eru þar með yfir- burðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unn- ist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikil- vægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildar keppninni og sex stiga for- skot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í bar- áttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslit- um úrslitakeppninnar. Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntan- lega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir loka- umferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjór- um dögum (Þór Þorl. og Hauk- ar tvo á þremur dögum) og stað- an gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tíma- punkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsyn- lega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leik- ir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Kefla- vík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höll- inni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan- Skallagrímur) og Síkinu á Sauðár- króki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þor- lákshöfn á morgun. ooj@frettabladid.is Heima er langbest í vetur Sjö lið í Dominos-deildinni hafa unnið að lágmarki 75 prósent heimaleikja sinna í vetur. Heimavallarréttur- inn hefur líklega sjaldan verið dýrmætari en einmitt í ár og lokaspretturinn verður æsispennandi. MIKLU BETRI Á HEIMAVELLI Dagur Kár Jónsson og félagar hans í Stjörnunni eru með 63 prósent hærra sigurhlutfall á hei- mavelli en á útivelli í Dominos-deild karla í vetur. Hér skorar hann gegn Haukum í Garðabænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ SVONA MIKLU BETRA ER AÐ VERA Á HEIMAVELLI MJÖG MIKILL MUNUR +63 PRÓSENT Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2-6) +50 PRÓSENT Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) MIKILL MUNUR +38 PRÓSENT Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8) MUNUR +25 PRÓSENT Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7) +13 PRÓSENT KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7) ENGINN MUNUR +0 PRÓSENT Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4) FÓTBOLTI Kostnaður við A-lands- liðin í fótbolta var 244 milljón- ir króna á síðasta ári sem var 28 milljóna króna lækkun frá árinu áður. Munaði þar um tvo kostn- aðarsama aukaleiki gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvem- ber 2013. Síðustu tvö ár hafa þó verið mun dýrari en áður, en kostnaðurinn rauk upp um 56 milljónir frá 2012 til 2013. Fór þar úr 216 milljónum í 272 milljónir. Stærstur hluti auka- kostnaðarins tengist A-landsliði karla, meðal annars ráðningu Sví- ans Lars Lagerbäcks sem lands- liðsþjálfara. „Þegar við stigum skrefið að taka Lars inn þá tókum við þá ákvörðun að A-landsliðið fengi forgang,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið. „Við fórum í dýra aðgerð sem hefur skilað sér.“ Starfið í kring- um landsliðið hefur stóraukist og hafa landsliðsmennirnir marg- sinnis tjáð sig um meiri og betri umgjörð. Það kostar líka peninga. Til að mynda tók liðið leiguflug frá Lettlandi til Hollands á milli leikja í undankeppni EM á síðasta ári, en því hefur Lagerbäck kall- að eftir. „Þetta er enn mikilvæg- ara í dag þegar búið er að stytta tímann á milli leikja. Nú eru þetta bara þrír dagar og það skilaði sér,“ segir Geir, en eftir sigur á Lett- um úti komu strákarnir heim og unnu frækinn sigur á Hollending- um. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en það hefur kost- að sitt. „Við erum efnahagslegt undur hvað þetta varðar þegar við miðum okkur við stórar og milli- stórar þjóðir,“ segir Geir og hlær við, en þó A-landsliðið fái mest þá skapar það líka mestu tekjurnar. „Þetta er liðið sem dregur vagn- inn,“ segir formaðurinn. „Svona 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið og styrki frá UEFA. Þetta er það sem heldur uppi starfseminni.“ - tom Erum efnahagslegt undur miðað við stærri þjóðirnar Kostnaður karlalandsliðsins í fótbolta hækkar verulega en árangur liðsins batnar um leið. GEIR VILL MEIR Formaðurinn býður sig aftur fram á ársþinginu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKÍÐI Íslensku keppendurnir hefja keppni á HM í alpagreinum á skíðum í dag en heimsmeistaramótið fer þessa dagana fram í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum. Ísland átti ekki þátttakendur í bruni, risasvigi eða tvíkeppni á mótinu en er með í tveimur síðustu keppnisgreinunum, stórsvigi og svigi. Það eru íslensku stelpurnar sem ríða á vaðið á mótinu en þær keppa í stór- sviginu í dag. Fyrri ferð hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma og ef þær komast í seinni ferðina þá hefst hún klukkan 21.15. Erla Ásgeirsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir eru allar skráðar til leiks en allar nema María kepptu í þessari grein á HM í Austurríki fyrir tveimur árum. Engin þeirra komst þó í seinni ferðina en Freydís Halla var aðeins þremur sætum frá því og Helga María var síðan aðeins tveimur sætum á eftir henni. Erla náði ekki að klára fyrri ferðina. Helga María varð í 46. sæti í stórsvigi á Ólympíuleikunum í Sotsjí í fyrra en Erla náði þá 52. sæti. María Guðmundsdóttir tók fram skíðin að nýju í vetur og vann tvö FIS-mót í síðasta mánuði en þau voru bæði svigmót. - óój Íslensku stelpurnar keppa á HM í alpagreinum í kvöld BEST Í FYRRA Helga María Vil- hjálmsdóttir stóð sig best í stórsviginu á ÓL í Sotsjí í fyrra. MYND/ÍSÍ FÓTBOLTI Það er nú orðið staðfest að Daninn Rasmus Christiansen mun spila með KR næsta sumar. Hann skrifaði undir samning við KR í nóvember en þó með þeim formerkjum að hann gæti farið til annars félags í janúarglugganum. Af því varð ekki og Rasmus er því samn- ingsbundinn KR næstu tvö árin. Rasmus er í viðtali við danska miðilinn bold.dk og þar greinir hann frá því að hans gamla félag, ÍBV, hafi ekki verið spennt fyrir því að hann færi í KR. „KR er félag sem fólk elskar eða hatar. Þeir höfðu áhuga á mér áður en ég fór til Noregs. Þá vildi ÍBV að ég færi frekar í FH eða Stjörnuna. Bara eitthvert annað félag en KR,“ sagði Rasmus. Hann er að jafna sig eftir krossbandsslit og verður væntanlega kominn á fullt áður en Pepsi- deildin hefst. - hbg ÍBV vildi ekki að Rasmus færi í KR 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C 7 -1 D F 0 1 3 C 7 -1 C B 4 1 3 C 7 -1 B 7 8 1 3 C 7 -1 A 3 C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.