Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 62
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
bara mjög skemmtilegt starf og
allt indælismenn, hver öðrum
betri að vinna með. Oft var ég nú
beðinn um að keyra aðra ráðherra
þegar ekki var annar bílstjóri við
höndina. Þetta var bara eins og
eitt heimili og allir hjálpuðust að,“
bætir hann við.
Lárus segir ráðherrabílana
hafa verið marga og mismunandi.
„Ég man nú ekki allar tegundirn
ar, sumir voru á jeppum og aðrir
fólksbílum. En ég hef alltaf verið
hrifinn af Chevrolet,“ segir hann
og hlær.
adda@frettabladid.is
Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráð
herrabílstjóri, fagnaði 100 ára
afmæli sínu þann 5. febrúar. Hann
starfaði sem ráðherrabílstjóri í
alls tuttugu og eitt ár, lengst af
fyrir Steingrím Hermannsson.
Lárus hætti alfarið að keyra í
nóvember í fyrra, rétt fyrir aldar
afmælið, og fékk sér rafmagns
skutlu sem hann hyggst keyra
þegar snjóa leysir. „Hún jafnast
nú ekkert á við bílinn,“ segir Lárus
hress, en síðasti bíll sem hann átti
var Hyundai Galloper. Lárus hefur
átt mikinn fjölda bifreiða yfir
ævina, en auk þess að keyra ráð
herrabifreiðar var Lárus leigubíl
stjóri lengi vel. „Ég fékk þær upp
lýsingar frá tryggingafélaginu
mínu um daginn að ég hef átt hátt
í tvö hundruð bíla á áttatíu árum
og þann fyrsta tryggði ég hjá Sam
vinnutryggingum,“ segir hann.
Fyrsta bílinn eignaðist Lárus
árið 1933 en það var Fordvöru
bíll. Bíllinn var notaður til að
flytja steypuefni þegar Lárus vann
að stækkun Reykjaskóla í Hrúta
firði. „Mér leist svo vel á bílinn
að ég ákvað bara að kaupa hann,“
segir hann.
Lárus hætti að keyra fyrir ráðu
neytin 73 ára og síðustu árin vann
hann skrifstofustarf í ráðuneytinu.
„Ég var að ljósrita og raða skjölum
fyrir næsta ríkisstjórnarfund, það
mátti aldrei neitt vanta á fundina.“
Aðspurður hvort eitthvert atvik
standi upp úr í starfi hans sem
ráðherrabílstjóri segist hann ekki
muna eftir neinu einu. „Þetta var
„Nýja myndin sem ég leik í,
Webcam. Svona mynd hefur aldrei
áður sést á Íslandi og hún mun án
efa brjóta blað í íslenskri kvik-
myndagerð.“
Júlí Heiðar Halldórsson, leikari, söngvari og
verðandi leiklistarnemi.
BÍÓMYNDIN
Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir
Berglindi Sigmarsdóttur er nú
komin út í þýskri þýðingu. „Við
erum virkilega ánægð með að
bókin sé komin út í Þýskalandi“
segir Berglind.
Bókaútgáfan heitir Neuer
Umschau Buchverlag, sem er
jafnframt einn stærsti marsipan
framleiðandi Þýskalands.
„Hugmyndin að þýskri útgáfu
kviknaði í framhaldi mikils
ferðamannastraums á veitinga
staðinn okkar Gott í Vestmanna
eyjum þar sem Þjóðverjar voru
stór hópur,“ segir Berglind og
bætir við að Þjóðverjar séu býsna
áhugasamir um heilnæma matar
gerð. Hún gefur lítið fyrir frekari
útrás þar sem hún hefur mörgum
hnöppum að hneppa með fjögur
börn, bækur og veitingastað á
hraðri uppleið, en hún rekur Gott
ásamt manni sínum Sigurði Gísla
syni matreiðslumeistara.
Jónas Sigurgeirsson hjá Bóka
félaginu, sem gaf Heilsurétti fjöl
skyldunnar út hérlendis, er að
vonum ánægður með samninginn.
„Í raun eru þetta mjög jákvæðar
fréttir fyrir íslenska matarmenn
ingu og þjóðina almennt,“ segir
hann en nokkuð óvenjulegt þykir
að íslenskar matreiðslubækur fái
brautargengi á þýskri grund. - ga
Góðgæti úr Vestmannaeyjum til Þýskalands
Metsölubókin Heilsuréttir fjölskyldunnar er komin út í þýskri þýðingu á vegum marsipanframleiðanda.
Heilsuréttir fjölskyld-
unnar hefur fimm
sinnum farið í endurprentun
hérlendis.
5
www.betrabak.is Leggur grunn að góðum degi
Upplifðu tilfinninguna
að svífa í þyngdarleysi
Komdu til okkar í Betra Bak og upplifðu
óviðjafnanlega hvíldartilfinningu. Hið einstaka
TEMPUR® efni í heilsudýnum og koddum aðlagast
líkama þínum og gefur þér þá tilfinningu að þér
finnst þú svífa.
Hafðu það stillanlegt og þægilegt!
Eitt mest úrval landsins af stillanlegum heilsurúmum.
25% afsláttur af öllum
TEMPUR® koddum
í febrúar
25% afsláttur af
stillanlegum rúmum
í febrúar
25% AFSLÁTTUR
af TEMPUR®
í febrúar
Seldi bílinn 100 ára
og keypti sér skutlu
Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fagnaði 100 ára afmæli sínu á
dögunum. Þrátt fyrir háan aldur hætti hann ekki að keyra fyrr en í nóvember.
ELDHRESS Lárus er enn nokkuð hress þrátt fyrir háan aldur og segist ganga í Kringluna ef hann þarf að kaupa í matinn.
VIRÐINGARVOTTUR Guðni Ágústsson afhendir Lárusi
ostakörfu í tilefni afmælisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kristján Eldjárn forseti
Halldór Sigurðsson
Steingrímur Hermannsson
Kjartan Jóhannsson
Einar Ágústsson
Sverrir Hermannsson
Þorsteinn Pálsson
Forseti og ráðherrar sem Lárus ók fyrir
➜ Nokkrir af ráðherrabílunum sem Lárus ók
n Chevrolet Malibu n Chevrolet Impala n Mercedes Benz módel ’60
Ég
fékk þær
upplýsingar
frá trygg-
ingafélag-
inu mínu
um daginn
að ég hef
átt hátt í
tvö hundr-
uð bíla á
áttatíu
árum.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/G
VA
STOLT Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir
Berglindi Sigmarsdóttur er komin út á
þýsku. MYND/LIND HRAFNSDÓTTIR
1
1
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
C
6
-F
6
7
0
1
3
C
6
-F
5
3
4
1
3
C
6
-F
3
F
8
1
3
C
6
-F
2
B
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K