Fréttablaðið - 05.02.2015, Side 16
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16
Rúm 14 prósent nemenda í 8., 9.
og 10. bekk á höfuðborgarsvæð-
inu og rúm 15 prósent nemenda
á landsbyggðinni verja fjórum
klukkustundum eða meira í að
vera á samskiptamiðlum á netinu
(Facebook, Instagram, Snapchat
o.s.frv.), á hverjum degi. Þetta
kemur fram í skýrslu um rann-
sóknina Ungt fólk 2014 sem Rann-
sóknir og greining unnu fyrir
mennta- og menningarmála-
ráðuneytið. Niðurstöður rann-
sóknarinnar sýna einnig að um
10 prósent nemenda hafa þrisvar
sinnum eða oftar fengið and-
styggileg eða særandi skilaboð
frá einstaklingi eða hópi á netinu.
„Við fáum mörg símtöl vegna
neteineltis. Í flestum tilfellum
eru það foreldrarnir sem hringja í
okkur en krakkar geta líka hringt
sjálfir. Skólar leita líka ráða hjá
okkur. Svo erum við með ábend-
ingarhnapp á síðunni okkar, heim-
iliogskoli.is,“ segir Hrefna Sigur-
jónsdóttir, framkvæmdastjóri
samtakanna Heimili og skóli.
Hún kveðst hafa orðið vör við að
krakkar séu ekki jafn mikið inni
á nafnlausum spurningasíðum og
áður, til dæmis ask.fm. „Það voru
allir inni á þessum síðum á tíma-
bili. Krakkar á þessum aldri eru
að þróa sjálfsmyndina og vilja fá
komment á sig en skilaboð á þess-
um síðum voru neikvæð. Margir
krakkar sem við erum að tala við
segjast vera búnir að fá nóg af
þessu ógeði.“
Niðurstöðurnar sýna meðal
annars að hlutfall nemenda í 9. og
10. bekk sem segjast verja tíma
með foreldrum sínum, hvort sem
er á virkum dögum eða um helgar,
eykst frá árinu 2009 og hafði þá
aukist töluvert frá 2006. Um 21
prósent stráka í 9. og 10. bekk
segist oft eða nær alltaf vera með
foreldrum sínum utan skólatíma
á virkum dögum árið 1997, en 49
prósent árið 2014.
Á fréttavef Politiken er haft
eftir sálfræðingnum og rithöf-
undinum Gitte Haag að margir
foreldrar verji ekki miklum tíma
með börnum sínum. Fjölskyldan
sitji saman við kvöldverðarborðið
og í besta falli einnig við morgun-
verðarborðið. Að lokinni máltíð
horfi á mörgum heimilum hver
og einn á sinn skjá.
Hrefna telur að verji krakkar
fjórum klukkustundum og lengri
tíma á hverjum degi á samskipta-
miðlum hafi þeir lítinn tíma til
annars. „Það er alltaf talað um
það að samvera foreldra og barna
sé mikilvægasta for vörnin.
Umhyggja foreldra hefur mjög
jákvæð áhrif á líðan barna. Þá
finna þau að foreldrum standi
Við fáum
mörg símtöl
vegna net-
eineltis. Í
flestum
tilfellum eru
það foreldr-
arnir sem hringja í okkur
en krakkar geta líka
hringt sjálfir. Skólar leita
líka ráða hjá okkur.
Hrefna Sigurjónsdóttir,
framkvæmdastjóri samtakanna
Heimili og skóli.
Unglingar á samskiptamiðlum í
yfir fjórar stundir á hverjum degi
Um tíu prósent nemenda í 8., 9. og 10. bekk hafa þrisvar sinnum eða oftar fengið andstyggileg eða særandi skilaboð á netinu.
Á NETINU Könnun Rannsókna og greiningar náði til allra nemenda í 8., 9. og 10.
bekk á landinu. Allir nemendur sem sátu í kennslustundum daginn sem könnunin
fór fram svöruðu spurningunum. Svör fengust frá 11.033 nemum. Heildarsvarhlut-
fall á landsvísu var 86,3 prósent. NORDICPHOTOS/GETTY
Ingibjörg Bára
Sveinsdóttir
ibs@frettabladid.is
14–15%
nemenda í 8.,9. og 10. bekk
verja fj órum klukkustundum
á dag á samskiptamiðlum.
ekki á sama um þau. Ef börn-
in eru föst í tölvunni verða sam-
skiptin öðruvísi. Þau sjá ekki
svipbrigði og heyra jafnvel ekki
raddblæ. Þá er auðvelt að mis-
skilja það sem sagt er, eins og til
dæmis grín. Það getur valdið leið-
indum.“
NÝR NISSAN NOTE
VISIA, DÍSIL, BEINSKIPTUR
EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
3.050.000 KR.
NÝR NISSAN JUKE
ACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR
EYÐSLA 4,0 L/100 KM*
3.590.000 KR.
HVAÐA NISSAN
HÖFÐAR TIL ÞÍN?
NÝR NISSAN PULSAR
ACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR
EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
3.650.000 KR.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
N
M
6
7
/
N
M
6
7
16
3
16
3
*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
4
-E
6
D
0
1
3
A
4
-E
5
9
4
1
3
A
4
-E
4
5
8
1
3
A
4
-E
3
1
C
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K