Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 05.02.2015, Qupperneq 16
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16 Rúm 14 prósent nemenda í 8., 9. og 10. bekk á höfuðborgarsvæð- inu og rúm 15 prósent nemenda á landsbyggðinni verja fjórum klukkustundum eða meira í að vera á samskiptamiðlum á netinu (Facebook, Instagram, Snapchat o.s.frv.), á hverjum degi. Þetta kemur fram í skýrslu um rann- sóknina Ungt fólk 2014 sem Rann- sóknir og greining unnu fyrir mennta- og menningarmála- ráðuneytið. Niðurstöður rann- sóknarinnar sýna einnig að um 10 prósent nemenda hafa þrisvar sinnum eða oftar fengið and- styggileg eða særandi skilaboð frá einstaklingi eða hópi á netinu. „Við fáum mörg símtöl vegna neteineltis. Í flestum tilfellum eru það foreldrarnir sem hringja í okkur en krakkar geta líka hringt sjálfir. Skólar leita líka ráða hjá okkur. Svo erum við með ábend- ingarhnapp á síðunni okkar, heim- iliogskoli.is,“ segir Hrefna Sigur- jónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna Heimili og skóli. Hún kveðst hafa orðið vör við að krakkar séu ekki jafn mikið inni á nafnlausum spurningasíðum og áður, til dæmis ask.fm. „Það voru allir inni á þessum síðum á tíma- bili. Krakkar á þessum aldri eru að þróa sjálfsmyndina og vilja fá komment á sig en skilaboð á þess- um síðum voru neikvæð. Margir krakkar sem við erum að tala við segjast vera búnir að fá nóg af þessu ógeði.“ Niðurstöðurnar sýna meðal annars að hlutfall nemenda í 9. og 10. bekk sem segjast verja tíma með foreldrum sínum, hvort sem er á virkum dögum eða um helgar, eykst frá árinu 2009 og hafði þá aukist töluvert frá 2006. Um 21 prósent stráka í 9. og 10. bekk segist oft eða nær alltaf vera með foreldrum sínum utan skólatíma á virkum dögum árið 1997, en 49 prósent árið 2014. Á fréttavef Politiken er haft eftir sálfræðingnum og rithöf- undinum Gitte Haag að margir foreldrar verji ekki miklum tíma með börnum sínum. Fjölskyldan sitji saman við kvöldverðarborðið og í besta falli einnig við morgun- verðarborðið. Að lokinni máltíð horfi á mörgum heimilum hver og einn á sinn skjá. Hrefna telur að verji krakkar fjórum klukkustundum og lengri tíma á hverjum degi á samskipta- miðlum hafi þeir lítinn tíma til annars. „Það er alltaf talað um það að samvera foreldra og barna sé mikilvægasta for vörnin. Umhyggja foreldra hefur mjög jákvæð áhrif á líðan barna. Þá finna þau að foreldrum standi Við fáum mörg símtöl vegna net- eineltis. Í flestum tilfellum eru það foreldr- arnir sem hringja í okkur en krakkar geta líka hringt sjálfir. Skólar leita líka ráða hjá okkur. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna Heimili og skóli. Unglingar á samskiptamiðlum í yfir fjórar stundir á hverjum degi Um tíu prósent nemenda í 8., 9. og 10. bekk hafa þrisvar sinnum eða oftar fengið andstyggileg eða særandi skilaboð á netinu. Á NETINU Könnun Rannsókna og greiningar náði til allra nemenda í 8., 9. og 10. bekk á landinu. Allir nemendur sem sátu í kennslustundum daginn sem könnunin fór fram svöruðu spurningunum. Svör fengust frá 11.033 nemum. Heildarsvarhlut- fall á landsvísu var 86,3 prósent. NORDICPHOTOS/GETTY Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is 14–15% nemenda í 8.,9. og 10. bekk verja fj órum klukkustundum á dag á samskiptamiðlum. ekki á sama um þau. Ef börn- in eru föst í tölvunni verða sam- skiptin öðruvísi. Þau sjá ekki svipbrigði og heyra jafnvel ekki raddblæ. Þá er auðvelt að mis- skilja það sem sagt er, eins og til dæmis grín. Það getur valdið leið- indum.“ NÝR NISSAN NOTE VISIA, DÍSIL, BEINSKIPTUR EYÐSLA 3,6 L/100 KM* 3.050.000 KR. NÝR NISSAN JUKE ACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR EYÐSLA 4,0 L/100 KM* 3.590.000 KR. HVAÐA NISSAN HÖFÐAR TIL ÞÍN? NÝR NISSAN PULSAR ACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR EYÐSLA 3,6 L/100 KM* 3.650.000 KR. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M E N N E M M / S ÍA / S ÍA / N M 6 7 / N M 6 7 16 3 16 3 *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 4 -E 6 D 0 1 3 A 4 -E 5 9 4 1 3 A 4 -E 4 5 8 1 3 A 4 -E 3 1 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.