Fréttablaðið - 05.02.2015, Side 24

Fréttablaðið - 05.02.2015, Side 24
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Elín Björg Jónsdóttir, for- maður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar vilja yfir- lýsingar ríkisstjórnar- innar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í vilja- yfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heil- brigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðis- þjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einka- rekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Sam- kvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknis- embættisins er „allt er varðar starfsemi, starfs- menn og þjónustu við not- endur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsu- gæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuð- borgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúk- linga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir for maður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heil brigðis- þjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjón- ustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir. Bylting Önnur norræn ríki hafa geng- ið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjón- ustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitar félaga (d. Kommunernes landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitar- félaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opin- bera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núver- andi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hér lendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljós- mæðrum og heilbrigðisstofnun- um að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðis- þjónustu myndi leiða til auk innar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúk- linga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarform- um í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einka- rekstri í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu eindregið jákvæð. Óheilbrigð umræða um heilbrigðismál Nýlega reynsluók ég nýjum Land Rover Disco- very Sport eftir Kaldadal, í djúpum snjó við rætur Langjökuls. Þetta var draumablanda: Frábær breskur bíll og stórbrotið íslenskt landslag. Það er ekki að undra að fleiri ferðamenn komi til Íslands frá Bretlandi en frá nokkru öðru landi. Við Bretar þráum að prófa allt- af eitthvað nýtt, kannski eitthvað óhefðbundið, eitthvað sem felur í sér svolitla ögrun. Umfram allt elskum við fallega náttúru. Ísland hefur upp á allt þetta að bjóða, og meira til. Það kemur því ekki á óvart að framleiðandi Land Rover skyldi hafa valið Ísland sem vett- vang alheimskynningar á hinum nýja Discovery Sport. Breskir ferðamenn ferðast nú til Íslands frá níu flugvöllum í Bret- landi, fleirum en nokkru öðru landi sem flogið er frá til Íslands, og sem far- þegar skemmtiferðaskipa. Stærsta flugfélag Bret- lands – sem er jafnframt það fjórða stærsta í Evrópu – easyJet, heldur úti reglu- bundnu flugi til Íslands frá sex af þessum níu flug- völlum, allan ársins hring. Við Bretar erum nefnilega ekki bara sumargestir; við sækjum líka til Íslands í myrkri og kulda. Fagnaðarefni Um ein milljón ferðamanna kom til Íslands á árinu 2014, þar af yfir fimmtungur Bretar. Margir þeirra voru að koma hingað í annað eða þriðja sinn. Á morgun, föstudag, mun svo enn ein flugleiðin bætast við þegar Icelandair hefur flug til Birmingham. Það er fagnaðarefni og mun stuðla að enn meiri ferða- mannastraumi. Reyndar er umferðin milli land- anna sannarlega ekki bara í eina átt. Íslendingar eru ekki síður dug- legir að sækja Bretland heim. Þeir nýta sér flug til þessara níu flug- valla í landinu til að versla, fara í frí, sinna viðskiptaerindum og sækja nám. Þar sem efnahagur beggja landa hefur reynst þraut- betri en margra annarra eru horfur á að viðskiptatengslin haldi áfram að eflast. Hagvöxtur í Bretlandi er nú sá mesti síðan árið 2007. En það bíða fleiri tækifæri til að efla efnahag beggja landa. Eftir því sem umheimurinn breytist verða orkuöryggi og aðgerðir gegn lofts- lagsbreytingum mikilvægari fyrir okkur öll. Í Bretlandi höfum við sett okkur skýr markmið um að draga úr losun koltvíoxíðs. Í þessu skyni höfum við nú þegar lagt rafstrengi til Frakklands, Írlands og Hollands og áform eru uppi um að bæta við slíkum tengingum til Noregs og Danmerkur. Ég vona innilega að einn góðan veðurdag verði slíkri tengingu líka komið á milli Bret- lands og Íslands, en það yrði lengsti rafmagns-sæstrengur heims. Sú tenging yrði báðum löndum til hags- bóta á marga vísu; hún myndi skapa fjárfestingar og störf beggja vegna hafsins og ríkulegt tekjustreymi til Íslands. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar framkvæmd af þess- ari stærðargráðu er annars vegar, en ég hef þá bjargföstu trú að þau viðfangsefni séu öll leysanleg og ég ber þá von í brjósti að sæstrengur- inn muni verða áþreifanlegt tákn um traust tengsl landa okkar. Breskir dagar Tækifærin liggja víðar. Nú er komið að því að vekja athygli Íslendinga á breskri matvöru. Matvælaútflutningur frá Bret- landi hefur verið að aukast á síð- ustu árum og nemur nú andvirði um 3.900 milljarða króna árlega. Við vonumst til að geta fylgt þess- ari þróun eftir á Íslandi með því að beina kastljósinu að völdum bresk- um matvörum á Breskum dögum næstu tíu daga. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Hagkaup í Smáralind fimmtudaginn 5. febrú- ar og mun standa yfir í verslunum Hagkaup um land allt til 15. þessa mánaðar. Íslendingar eru smekk- menn á mat – ég held ég hafi hvergi í heiminum bragðað betri fisk eða lambakjöt – en ég vona að við getum freistað ykkar með bragð- dæmum frá Bretlandi. Breskt og íslenskt: Draumablanda Dagur leikskólans verður haldinn í áttunda sinn á morgun, föstu- daginn 6. febrúar. Af því til- efni er vel við hæfi að benda á jákvæða þróun í leikskólum Kópa- vogs í kjölfar aðgerða sem gripið var til síðastliðið vor. Meginmarkmið tillagna sem samþykktar voru í bæjarstjórn Kópavogs síðastliðið vor var að fjölga leikskólakennurum og efla faglegt starf í leikskólum Kópa- vogs. Tillögurnar fela einkum í sér þrennt: Að styrkja starfsmenn til náms í leikskólakennarafræðum, að umbuna fyrir störf og verkefni af faglegum toga og loks að kynna og efla ímynd leikskóla Kópavogs. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því í haust hófu 25 starfsmenn nám með vinnu til þess að bæta hæfni sína í starfi með börnum. Þessi mikla þátttaka fór fram úr okkar björtustu vonum og hún er ótvírætt merki um mik- inn metnað í leikskólastarfi í Kópavogi. Í Kópavogi hefur hlutfall leikskóla- kennara verið um 36%. Það er markmið okkar, sem meðal annars endurspeglast í þessum aðgerðum, að það hlutfall hækki verulega á komandi árum. Bjartsýn á að markmið náist Með þessum aðgerðum viljum við laða nýja leikskólakennara til starfa í leik- skólum Kópavogs, halda í góða leikskóla- kennara sem þegar starfa í leikskólunum og ekki síst fjölga nemendum í leikskóla- kennarafræðum. Miðað við viðbrögðin þá erum við bjartsýn á að þessi markmið muni nást. Kópavogsbær hefur um nokkurt skeið styrkt starfsmenn sem vilja bæta við sig menntun í leikskólakennarafræðum. Með nýjustu aðgerðum hefur styrkurinn verið hækkaður umtalsvert og starfsmönnum gefið aukið svigrún til þess að stunda námið með vinnu. Þeir sem hljóta styrkinn skuldbinda sig til þess að starfa í ákveðinn tíma í leik- skólum bæjarins að námi loknu. Þá hafa leikskólastjórar nú heimild til þess að ráða sérgreinastjóra sem styrkir faglegt starf í leikskólum enn frekar. Sem dæmi um spennandi verkefni sem sérgreinastjórar hafa leitt eru útinám, skapandi starf, tónlist, jóga og fleira fyrir börn í leikskólum bæjarins. Með tillögunum er einnig veitt heim- ild til fjölgunar yfirvinnutíma í leikskól- um til greiðslu fyrir stýringu verkefna af faglegum toga svo og fé í þróunar- sjóð til styrkingar verkefna í leikskólum. Nú þegar hefur fjármagni verið veitt úr þessum sjóði í áhugavert þróunarverk- efni um sjálfbærni og vísindi, sem allir leikskólar bæjarins taka þátt í. Sú vísa verður ekki of oft kveðin að snemma beygist krókurinn. Hlutverk leikskólanna í velgengni og árangri bæj- arins í uppeldis- og menntunarmálum er óumdeilt og við erum stolt af því hversu vel hefur tekist til. Kópavogsbær hefur stigið stórt skref í því að efla og styrkja leikskólastigið. Með aðgerðunum höfum við eflt fag- legt starf leikskólanna og við sjáum fram á að leikskólakennurum í Kópavogi muni fjölga. Þannig hefur Kópavogur lagt sitt af mörkum í samstarfsverkefni Félags leikskólakennara og mennta- og menn- ingarráðuneytis um átak til fjölgunar leikskólakennara. Leikskólakennurum fjölgað í KópavogiKæri Hjálmar Sveinsson. Í Morgunblaðinu nýlega var haft eftir þér að sautján bílastæði við nýtt hótel sem á að opna við Hlemm eigi að duga starfsmönnum sem vinna við hótelið og því sé ekki ástæða til að þvinga eigendur hótelsins til að byggja bílastæðakjallara enda strætóskiptistöð í næsta nágrenni. Ekki er gott að þvinga nokkurn mann. En það er ýmislegt í þessu sem þú þyrftir að athuga betur og því langar mig til að bjóða þér að verja deginum með mér þannig að þú sjáir við hvaða aðstæður við ökuleiðsögumenn og bílstjórar búum í starfi okkar. Það gæti verið fróðlegt og skemmtilegt fyrir þig. Til að útskýra aðeins betur: Í næsta nágrenni við Hlemm eru fjöldamörg hótel og gistiheimili; Hlemmur Square, 101 guest- house og 4th floor hotel á horni Snorrabraut- ar og Laugavegs. Ofar við Laugaveg eru að minnsta kosti Phoenix hótel og Laugaveg- ur Apartments. Við Rauðarárstíg er Foss- hótel Lind. Eru þá bara taldir þeir staðir sem koma upp í hugann í núinu og eru alveg við Hlemm. Fleiri eru í nágrenninu. Nýtt „risahótel“ bætist svo greinilega við á horni Hlemms og Rauðarárstígs innan tíðar. Ferðamenn kaupa þá þjónustu að vera sóttir eða þeim skilað í næsta nágrenni gististaðar. Það er greinilega markaður fyrir þessa þjónustu og því sjálfsagt að bjóða upp á hana. Ég er ein af þeim fjöl- mörgu sem sinna þessari þjónustu og ég verð að segja að því miður einkennir hróp- legt skipulagsleysi bílastæðamál hótela og gistihúsa úti um alla borg. Hvergi er gert ráð fyrir því að jeppar og rútur, litlar eða stórar, geti stoppað, tekið upp fólk eða skil- að fólki. Hvergi! Og í þeim fáu tilvikum þar sem stæði eru fyrir slíka umferð, eru oft fyrir í bæli trukkar í vöruafhendingu og smábílar þegar komið er að. Kjörið tækifæri Ástandið er afar slæmt við Hlemm. Í fyrra kom fram að það ætti að laga með því að gefa ferðaþjónustufyrir tækjum pláss á strætóskiptistöðinni á Hlemmi. Ég bíð og vona að það nægi til þess að ástandið verði viðunandi. En þetta er ekki einfalt. Hafa verður í huga að ferðamenn taka oft bíla á leigu og þurfa að geta lagt þeim einhvers staðar. Og gera verður ráð fyrir umferð ferðaþjónustufyrir- tækja við hótelin. Ökuleiðsögumenn og bíl- stjórar verða að geta stoppað fyrir framan gististaði eða í næsta nágrenni þeirra og jafnvel skroppið út til að skoða miða, svara spurningum og taka töskur. Og það gengur ekki inni á miðju bílastæði og þaðan af síður úti á miðri götu þar sem farartækin teppa aðra umferð. Um það erum við örugglega sammála. Og trúðu mér, bílstjórarnir eru brjálaðir yfir að þurfa að bíða meðan rútan teppir umferðina. En kæri Hjálmar, ástandið er slæmt og því vil ég bjóða þér í smá kynningu á því út á hvað starfið gengur og hvernig staðan er við gististaði í borginni. Með því að vera með mér dag eða dagspart myndirðu kynn- ast því út á hvað þessi vinna gengur, hvert er farið, hvar hægt er að stoppa og hvar þarf að stoppa, hvernig ástandið er í henni Reykjavík. Ég held að þetta sé kjörið tæki- færi fyrir metnaðargjarnan og áhugasaman mann eins og þig til að sjá hvernig búið er að stærstu atvinnugrein þjóðarinnar hvað þetta varðar, hvað þarf nauðsynlega að bæta og hvernig það verður best gert. Og í leið- inni gætirðu sagt mér frá plönunum varð- andi strætóskiptistöðina á Hlemmi. Líttu endilega á þetta sem formlegt boð. Ég hlakka svo til að fá þig með mér í þennan rúnt. Hróplegt skipulagsleysi VIÐSKIPTI Stuart Gill sendiherra Bret- lands á Íslandi SKIPULAG Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður og ökuleiðsögumaður MENNTUN Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs HEILBRIGÐIS- MÁL Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands ➜ Breskir ferðamenn ferðast nú til Íslands frá níu fl ugvöllum í Bretlandi, fl eirum en nokkru öðru landi sem fl ogið er frá... ➜ Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi , staðið öðrum framar í þjónustu. ➜Hlutverk leikskólanna í velgengni og árangri bæjarins í uppeldis- og menntunar- málum er óumdeilt og við erum stolt af því hversu vel hefur tekist til. ➜ Ökuleiðsögumenn og bíl- stjórar verða að geta stoppað fyrir framan gististaði eða í næsta nágrenni þeirra og jafnvel skroppið út til að skoða miða, svara spurning- um og taka töskur. 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 4 -F 5 A 0 1 3 A 4 -F 4 6 4 1 3 A 4 -F 3 2 8 1 3 A 4 -F 1 E C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.