Fréttablaðið - 05.02.2015, Síða 62
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5.
Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson,
12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is
LAGALISTINN TÓNLISTINN
29.01.2015 ➜ 04.02.2015
1 Mark Ronson/Bruno Mars Uptown Funk
2 Sam Smith Like I Can
3 Valdimar Ryðgaður dans
4 Taylor Swift Blank Space
5 James Newton & Jennifer The Hanging Tree
6 Amabadama Gaia
7 Hozier Take Me To Church
8 Hozier Sedated
9 Maroon 5 Sugar
10 Meghan Trainor Lips Are Movin
1 Björk Vulnicura
2 Ýmsir Pottþétt 63
3 Ýmsir Fyrir börnin
4 Skálmöld Með vættum
5 AmabAdamA Heyrðu mig nú
6 Valdimar Batnar útsýnið
7 Mammút Komdu til mín svarta systir
8 Helgi Björns Eru ekki allir sexý
9 Spilverk Þjóðanna Allt safnið
10 Dimma Vélráð
„Þetta verður líklega stærsta ár
Sólstafa hingað til. Við erum bók-
aðir frá og með deginum í dag fram
undir lok apríl,“ segir Aðalbjörn
Tryggvason, söngvari hljómsveit-
arinnar Sólstafa.
Sveitin er á tónleikaferðalagi um
Evrópu og er nú stödd í Hamborg
í Þýskalandi. „Þetta er um það bil
mánaðartúr sem við erum á núna.
Við tókum viku í Englandi, viku
í Frakklandi og Þýskalandi. Við
förum næst til Skandinavíu, þá
til Rússlands og svo förum við til
Grikklands og Búlgaríu líka,“ segir
Aðalbjörn um hið mikla ferðalag
sem sveitin er á.
Sólstafir áttu einnig annasamt ár
í fyrra. „Við fórum í tvö tónleika-
ferðalög til Bandaríkjanna á síð-
asta ári og vorum þar um það bil
sex vikur. Við spiluðum á fimmtán
tónleikahátíðum síðasta sumar og
tókum líka mánaðartúr um Evrópu.“
Sama er upp á teningnum í ár
og ætla Sólstafir að koma fram á
ýmsum tónlistarhátíðum í sumar.
„Ég má ekki segja á hvaða hátíðum
við spilum að svo stöddu.“
Eftir sumarið gerir Aðalbjörn
ráð fyrir því að sveitin hoppi upp í
rútu og haldi af stað í tónleikaferð á
nýjan leik. „Ég geri ráð fyrir því að
strax 1. september hoppum við upp í
rútu og tökum annan Evróputúr. Við
tökum líka mögulega Suður-Amer-
íku- og Asíutúr. Við erum mikið að
horfa í þessa áttina, til Suður-Amer-
íku og Asíu,“ bætir Aðalbjörn við.
Sólstafir hafa verið iðnir við tón-
leikaferðalög í um tíu ár, tekur þetta
tónleikahald ekki sinn toll? „Þetta
er skemmtilegt og er eitthvað sem
mann langar að gera. Þetta er auð-
vitað val. Við höfum verið „túring-
band“ í tíu ár, fórum fyrst til Dan-
merkur árið 2005. Við getum samt
orðið geðveikir hver á öðrum, bókin
kemur líklega út eftir nokkur ár og
í nokkrum mismunandi útgáfum,“
segir Aðalbjörn léttur í lundu. Hann
Stærsta ár Sólstafa
Sveitin er farin í tónleikaferðalag um Evrópu en trommuleikari sveitarinnar er ekki
með. Nýjasta platan fékk mikið lof gagnrýnenda og annasamt ár er í vændum.
segir mikilvægt að heimsækja sömu
staðina reglulega til þess að minna
á sig.
Það hefur valdið talsverðu fjaðra-
foki á samfélagsmiðlum að trommu-
leikari sveitarinnar, Guðmundur Óli
Pálmason, er ekki með sveitinni á
tónleikaferðalagi þessa stundina.
Hvorki Guðmundur né Aðalbjörn
vildu tjá sig um málið að svo stöddu.
Trommuleikarinn Karl Petur
Smith leysir Guðmund af á bak við
settið þessa dagana.
Nýjasta plata Sólstafa, Ótta, fékk
frábæra dóma og var meðal annars
valin fimmta besta plata ársins af
Metal Hammer í Bretlandi og fleiri
þekktum tímaritum. „Það er ágætis
klapp á bakið að komast á lista og
fá góða dóma. Það er mikil vinna að
búa til tónlist og því gott að fá klapp
á bakið.“
Aðalbjörn segir sveitina þó ekki
ætla að semja tónlist fyrir nýja
plötu fyrr en á næsta ári.
gunnarleo@frettabladid.is
Þetta er skemmtilegt og er
eitthvað sem mann langar að gera.
Þetta er auðvitað val. Við höfum verið
„túringband“ í tíu ár, fórum fyrst til
Danmerkur árið 2005. Við getum samt
orðið geðveikir hver á öðrum, bókin
kemur líklega út eftir nokkur ár og í
nokkrum mismunandi útgáfum.
Aðalbjörn Tryggvason, söngvari hljómsveitarinnar Sólstafa
ANNASAMT ÁR Sólstafir eru
komnir í tónleikaferð og gera
ráð fyrir miklum ferðalögum
um heim allan á árinu.
„Okkur langaði til þess að hafa
einhvern spennandi viðburð sem
fengi hárin til að rísa og væri pass-
lega ógnvekjandi. Við vildum líka
sýna verk sem væri áhrifavaldur
í kvikmyndasögunni,“ segir Hall-
fríður Þóra Tryggvadóttir, verk-
efnastjóri hjá RIFF, um sundbíó
sem verður í Sundhöll Reykja víkur
næstkomandi laugardagskvöld.
Í sundbíóinu verður kvik myndin
Psycho eftir Alfred Hitchcock
sýnd í grynnri enda laugarinnar.
„Okkur fannst eitthvað svo fynd-
ið að pæla í því hvernig það er
að vera nýkomin úr sturtu, vera
í vatni og horfa á eina frægustu
kvikmyndasenu sögunnar þar sem
sturtan í öllu sínu veldi er tekin
fyrir,“ segir hún.
Sviðsmyndahönnuðurinn, Hall-
veig Kristín Eiríksdóttir, hann-
aði umgjörð í kringum sýninguna
og notaðist við tákn úr myndinni,
persónur og sturtusenuna frægu.
„Það verður allavega ekki bara
spennandi að fara ofan í laugina
og horfa á myndina, það verður
líka spennandi að fara í búnings-
klefann og gera sig til,“ segir Hall-
fríður og bætir dularfull við: „Það
verður svo bara að koma í ljós hvað
verður í sturtunum.“
Sundbíóið er hluti af dagskrá
Sundlaugarnætur á Vetrarhátíð
Reykjavíkur og hefst í Sundhöll-
inni á laugardaginn klukkan átta,
aðgangur er ókeypis og eru gestir
hvattir til þess að mæta tímanlega
og er aldurstakmark tólf ára. - gló
Fá hárin til að rísa
í grunna endanum
Kvikmyndin Psycho verður sýnd í sundbíói Sund-
hallar Reykjavíkur næstkomandi laugardagskvöld.
SUNDHÖLLIN Myndin Psycho verður sýnd í Sundbíói á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nicolas Wright og James A. Woods
hafa verið ráðnir til að skrifa
handritið að endurgerð myndar-
innar Stargate. Þeir eru tiltölulega
óþekktir en fengu verkefnið eftir
að þeir endurskrifuðu með góðum
árangri handritið að framhaldi
Inde pendence Day. Roland Emmer-
ich verður einmitt leikstjóri beggja
myndanna, auk þess sem hann leik-
stýrði báðum fyrri myndunum.
Ekki er vitað um hvað endur-
gerð Stargate mun fjalla en Kurt
Russell, James Spader og Jaye
Davidson léku aðalhlutverkin í
fyrri myndinni sem kom út 1994.
Stefnt hefur verið á að gera
nokkrar Stargate-myndir. Búast
má við að aðdáendur sjónvarps-
þáttanna Stargate SG-1 og Star-
gate Atlantis verði á meðal þeirra
sem muni flykkjast á þær.
Styttist í Stargate
Tveir handritshöfundar hafa verið ráðnir til starfa.
KURT RUSSELL Fyrri Stargate-myndin
kom út fyrir rúmum tveimur áratugum.
MYND/BJORN ARNASON
TÍST MANNANAFNANEFND, FEMÍNISMI OG JESÚBARN.
Þóra
Tómasdóttir
@thoratomas
40 mín. að elda, 4
mín. að verða södd. Mætti vera
öfugt.
Emmsjé Gauti
@emmsjégauti
Allir sem hafa
drullað yfir femín-
isma í tengslum við fréttir af
mér og RVK-dætrum eru ekki
mínir talsmenn.
Sunna Ben
@SunnaBen
Ætli mannanafna-
nefnd myndi leyfa
mér að skýra framtíðarson
minn Sauron? Það beygist eins
og Aron.
Steiney
Skúladóttir
@steiney_skula
Býð mig fram til
að ganga með næsta Jesúbarn
#singlelife
Bragi Valdimar
Skúlason
@BragiValdimar
Kom aldrei til
greina að Halla fengi forskeytið
Fjalla-, frekar en Eyvindur?
#fjallahalla
LÍFIÐ
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
A
5
-1
3
4
0
1
3
A
5
-1
2
0
4
1
3
A
5
-1
0
C
8
1
3
A
5
-0
F
8
C
2
8
0
X
4
0
0
9
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K