Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 16
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
GJ
AL
LA
RH
O
RN
IÐ
„Við erum að tala um mál sem naut
stuðnings tveggja aðalmanna af níu.“
Með þessum orðum lýsti Guðbjartur
Hannesson í hnotskurn gagnrýni stjórn-
arandstöðunnar á afgreiðslu allsherjar-
og menntamálanefndar á frumvarpi um
verslun með áfengi og tóbak. Nefndin
afgreiddi málið til annarrar umræðu á
föstudaginn. Þá bar svo við að aðeins
sátu tveir aðalmenn fundinn, sjö voru
varamenn.
Hvaða máli skiptir það? kann einhver
að spyrja. Jú, á yfirborðinu gagnrýnir
stjórnarandstaðan meirihlutann fyrir
að hafa kallað inn varamenn sem ekki
höfðu unnið að málinu inni í nefndinni.
Með því fengju nefndarmenn sem lagt
hefðu mikla vinnu í málið ekki færi á því
að vera með í nefndaráliti, en það fylgir
málinu áfram í umræðunni.
Undir niðri er gagnrýnin þó ekki síst
sprottin af þeim rótum að óvíst var um
það hvort meirihluti væri fyrir því í
nefndinni að afgreiða málið til ann-
arrar umræðu. Með því að kalla inn
varamenn sem voru á annarri skoðun
en aðalmennirnir komst málið hins
vegar á rekspöl.
Stjórnarandstæðingar hafa gagn-
rýnt formann nefndarinnar, Unni
Brá Konráðsdóttur, fyrir þessi vinnu-
brögð.
Þingsköp eða þýlyndi?
Hvenær drepur maður
mann og hvenær drep-
ur maður ekki mann?
spurði Jón Hreggviðs-
son forðum. Þó þing-
menn hafi ekki verið
í svo tilvistarlegum
spurningum hafa
þeir verið að velta
fyrir sér nokkru
sem snertir grunninn í störfum Alþingis;
hvenær má afgreiða mál úr nefnd?
Þó það sé ekki sagt berum orðum þá er
það viðtekin venja að sum mál séu svæfð
í nefnd. Oft og tíðum koma fram umdeild
mál sem fáum er akkur í að komi til
atkvæðagreiðslu þar sem þurfi að taka
endanlega afstöðu til þeirra. Slík mál eru
oftar en ekki afgreidd til nefndar eftir
fyrstu umræðu og síðan spyrst ekkert til
þeirra.
Umræðan síðustu daga hefur að ein-
hverju leyti snúist um þetta. Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra sagði
það berum orðum í þingpúlti á þriðjudag.
„Háttvirtir þingmenn sem byrja
umræðuna vita þetta ósköp vel og eru að
setja á svið eitthvert mikið leikrit vegna
þess að þeir þola ekki að málið komi til
efnislegrar umræðu.“
Bjarni vísaði því á bug að nokkuð
annarlegt hefði gerst, þingsköp hefðu
verið virt í hvívetna. Undir það tók
Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis.
„Forseti vill vegna þeirra
óska sem beindust að honum
taka það fram að forseti
gekk úr skugga um það að
farið var í hvívetna að öllum
lögum og reglum, bæði þing-
sköpum og því sem snýr að
starfsemi nefndanna.“
Stjórnarandstaðan ber ekki
brigður á að farið hafi verið
að þingsköpum. Málið snúist
hins vegar um að þessum
óvenjulegu aðferðum hafi
verið beitt vegna þýlyndi
við málið sjálft. Lög-
legt en siðlaust, eins og
Sigríður Ingibjörg Inga-
dóttir orðaði það.
„Ég harma niðurstöðu
forseta á skoðun á þessari afgreiðslu, að
þetta sé löglegt en siðlaust, vil ég leyfa
mér að segja. Hér eru nefnd dæmi um
að þingmenn víki úr nefndum til þess að
meirihluti flokka þeirra fái ráðið. Hér er
ekki um slíkt að ræða. Hér voru þing-
menn í góðri trú þegar þeir áttuðu sig á
því að nýta átti fjarveru þeirra til þess
að smygla út málum.“
Efnislega umræðan
Nú er ljóst að málið verður tekið til efnis-
legrar umræðu í annarri umræðu. Það
gæti reynst athyglisvert að fylgjast með
því, þar sem ljóst er að það er ýmsum
flokkum erfitt.
Sjálfstæðisflokkur stendur nokkuð
heill að baki frumvarpinu, en það er
þingmaður hans, Vilhjálmur Árnason,
sem leggur það fram. Framsóknarflokk-
urinn er ekki einhuga í sinni afstöðu
og nægir í því efni að vísa til þess að
það voru þingmenn Framsóknarflokks-
ins sem voru fjarverandi á umrædd-
um nefndarfundi. Varamennirnir sem
afgreiddu málið út úr nefnd komu úr
sama flokki.
Vinstri græn hafa í gegnum tíðina
verið á móti áfengi í matvöruverslanir
og engin breyting er á því. Samfylkingin
er hins vegar klofnari í afstöðu sinni og
bæði Guðbjartur og Sigríður Ingibjörg
voru mjög gagnrýnin í sinni afstöðu.
Píratar tala almennt fyrir auknu frelsi
og það er eins í þessu máli.
Björt framtíð á í hvað mestum vand-
ræðum með málið. Flokkurinn vill hafa
þá ímynd að vera frjálslyndur og nútíma-
legur flokkur, en innan hans er mikil
andstaða við umrætt frumvarp hjá
nokkrum þingmönnum. Öðrum þykir sú
afstaða lýsa gamaldags forræðishyggju.
Allt þetta kemur í ljós við aðra
umræðu málsins. kolbeinn@frettabladid.is
Hvenær má taka mál úr nefnd?
Þingmenn tókust á um það í vikunni hvernig rétt væri að standa að afgreiðslu mála úr nefnd. Tilefnið var afgreiðsla allsherjar- og mennta-
málanefndar á frumvarpi um áfengi í matvöruverslanir. Nefndin afgreiddi málið með varamönnum. Stór orð voru látin falla í þingsal.
ÞINGSJÁ
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
FERILL FRUMVARPA
Mál lagt fram
Tekið á dagskrá
1. umræða fer fram
Kemst ekki á dagskrá
Vísað til nefndar
Fellt
Þingnefnd leitar umsagna
getur kallað fólk á fund
Afgreiðir mál til 2.
umræðu með
nefndaráliti.
Málið aldrei
afgreitt
úr nefnd
2. umræða fer fram
Viðbótarupplýsingar og nefndarálit
rædd. Venjan er að þarna fari
mesta umræðan fram.
Máli vísað til þriðju
umræðu og mögulega
þingnefndar á milli.
Þingnefnd vinnur
málið áfram.
Samþykkt til
þriðju umræðu.
Málið aldrei
afgreitt úr nefnd
3. umræða og atkvæðagreiðsla
Samþykkt
Lög send frá Alþingi
Birgitta Jónsdóttir
þingmaður Pírata um málefni geð-
sjúkra fanga
Ég vil taka undir með
öðrum þingmönnum, að
það er mjög mikilvægt að hinn
nýi hæstvirti innanríkisráðherra
taki á þessum málum af festu.
Og ef ég mætti biðja þingmenn-
ina í hliðarherbergi að hætta að
trufla ráðherrann svo hann geti
hlustað á ræðu mína.
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra um störf forseta
vegna áfengisfrumvarps.
Það er eiginlega gaman
að því að hv. þm. Össur
Skarphéðinsson skuli hafa komið
hingað og hv. þm. Steingrímur
J. Sigfússon líka sem sömdu um
það sín í milli þegar þeir voru í
erfiðleikum með eitt mál fyrir
ekki löngu að þeir skyldu víkja
hvor sínum ráðherranum úr
hvorum flokknum fyrir sig til þess
að greiða fyrir framgangi málsins.
Steingrímur J. Sigfússon
þingmaður Vinstri grænna um störf
forseta vegna áfengisfrumvarps.
Það er gagnlegt að
hæstvirtur fjármálaráð-
herra skuli vera svona liðtækur
í þessum efnum. Vandinn er sá
að brennivín í búðirnar kemur
blóðinu á hreyfingu í Sjálfstæð-
isflokknum, þar slær hjartað,
þá loksins vaknar flokkurinn til
lífsins. Það er komið að hugsjón-
inni sjálfri, að koma brennivín-
inu út um allt og sem víðast.
Valgerður Bjarnadóttir
þingmaður Samfylkingarinnar um
örnefnalög
En samandregið þá
byggist andstaða mín við
frumvarpið á því að mér finnst
hin nýja umgjörð, sem ég veit
að leysir aðrar lagareglur af
hólmi, einkennast um of af ráð-
stjórnarlegum tilburðum. Það er
fyrirkomulag sem mér hugnast
almennt ekki og síst af öllu í
menningarmálum.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/PJETU
R
UNNUR BRÁ
KONRÁÐSDÓTTIR
Matarsóun hefur ekki verið skil-
greind sérstaklega hér á landi í
lögum eða reglugerðum. Þetta
kemur fram í svari Sigrúnar Magn-
úsdóttur, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, við fyrirspurn Brynhildar
Pétursdóttur, þingmanns Bjartrar
framtíðar.
Brynhildur spyr hvort umfang
matarsóunar hafi verið mælt hér
á landi en fær þær upplýsingar að
ekki séu til áreiðanlegar tölur um
umfangið.
„Mig grunaði þetta. Ef það á að
ráðast á vandann þá þarf að skil-
greina hann og hvort matarsóun sé
yfirhöfuð vandamál á Íslandi og þá
hvar,“ segir Brynhildur í samtali við
Fréttablaðið.
Í svarinu kemur þó fram að sam-
kvæmt mælingum Sorpu bs. sé líf-
rænn niðurbrjótanlegur úrgangur
um 45 prósent innihalds heimilis-
úrgangs. Á árinu 2014 söfnuðust um
30 þúsund tonn af þessum úrgangi
frá 84 þúsund heimilum með tæp-
lega 209 þúsund íbúum á höfuðborg-
arsvæðinu eða sem nemur 65 kíló-
um á íbúa.
Í ljósi reynslu annarra ríkja
og rannsókna sem þar hafa farið
fram segir ráðherra að gera verði
ráð fyrir að matarsóun sé ekki
minna vandamál á Íslandi en
annars staðar.
„Þetta er ekki einkamál,
þetta er umhverfismál,“ segir
Brynhildur. - fbj
Umhverfisráðherra svaraði fyrirspurn um matarsóun. Lítið var um bein svör:
Umfang matarsóunar ókannað
MATARLEIFAR
Mikill lífrænn
niðurbrjótan-
legur úrgangur
fer til Sorpu frá
íslenskum heim-
ilum.
BRYNHILDUR
PÉTURSDÓTTIR
65 kíló
af lífrænum niður-
brjótanlegum úrgangi
kemur frá hverjum íbúa
á höfuðborgarsvæðinu
til Sorpu.
Birgir Ármannsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins um
störf forseta vegna áfengisfrumvarps.
Ef það er meirihluti fyrir
þessu máli í þessu þingi
meðal þingmanna fær málið
framgang. Ef það er ekki meiri-
hluti fyrir því stoppar það á
næsta stigi. Eru þeir þingmenn
sem bregðast svona harkalega
við í þessu máli hugsanlega
þeirrar skoðunar að eini mögu-
leiki þeirra til að drepa þetta
mál sé í nefnd en ekki í þingsal?
0
4
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
4
-5
6
C
C
1
4
0
4
-5
5
9
0
1
4
0
4
-5
4
5
4
1
4
0
4
-5
3
1
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K