Fréttablaðið - 05.03.2015, Page 54

Fréttablaðið - 05.03.2015, Page 54
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 MORGUNMATURINN „Það er bara mikill heiður að við vorum beðnar um þetta, einhverj- ir vitleysingar úr Hafnarfirði og Mosfellsdal,“ segir Valdís Þor- kelsdóttir, trompet- og flygilhorn- leikari, og hlær. Hún ásamt Sig- rúnu Jónsdóttur, básúnuleikara og Björk Níelsdóttur, trompet- og flygilhornleikara, munu spila og syngja bakraddir á tónleikaferða- lagi bresku indie-hljómsveitar- innar Florence and the Machine, með söngkonuna Florence Welch fremsta í flokki. „Við fengum símtal frá tónlistar- stjóranum hjá Florence, en hann þekkir production manager hjá Björk sem benti honum á okkur,“ segir hún um tilkomu verkefnisins. Þær stöllur kynntust fyrst þegar þær spiluðu saman á Volta-túr Bjarkar Guðmundsdóttur. „Þetta eru því eiginlega endurfund- ir hjá okkur þremur, enda erum við næstum eins og systur núna,“ segir Valdís hress. Hún segist ekki hafa hald- ið mikið upp á Florence, en eftir að hafa hlustað á tónlistina fyrir æfingar sé hún kolfallin fyrir henni. „Það er rosalegur kraftur í henni og hún er ótrúleg söngkona, eiginlega bara legend,“ segir Val- dís. Á tónleikaferðalagi Bjarkar voru þær aðallega að spila á málm- blásturshljóðfæri, en nú bætist meiri söngur við. „Við erum búnar að vera að æfa í tíu daga, alveg upp í tólf klukkutíma á dag. Þetta er alveg svolítið heví stöff en jafn skemmtilegt eins og þetta er erf- itt. Okkur líður svolítið eins og við séum í poppstjörnukarókíi,“ segir Valdís og hlær. Ný plata með sveitinni er væntan leg í júní. „Þessi túr verð- ur svolítið nýja stöffið í bland við gamla, ég held að við séum að taka fjögur ný lög núna til að byrja með, svo bætist við með sumrinu. Það er rosalega mikið brass á nýju plötunni og þess vegna vorum við fengnar inn í þetta verkefni,“ segir hún. Fram undan eru stórar hátíð- ir eins og Coachella í Los Angeles, sem er ein sú allra vinsælasta hjá stjörnunum. Einnig eru óstaðfest- ar fréttir á sveimi um að hljóm- sveitin muni koma fram á Glaston- bury-hátíðinni. „Það er verið að staðfesta fleiri hátíðir og áfanga- staði núna, en ég má ekki segja meira um það eins og er,“ segir Valdís að lokum. adda@frettabladid.is Spila með Florence and the Machine Þrjár íslenskar stelpur fengu einstakt tækifæri til að spila og syngja bakraddir hjá bresku hljómsveitinni Florence and the Machine á tónleikaferðalagi hennar. SPENNTAR Þær Valdís og Björk á æfingu á þriðjudag, en Sigrún var því miður fjarri góðu gamni. „Stefnan er að breyta listasafninu í einhvers konar abstrakt pop-up- borg og halda þar gott götupartí,“ segir Ásgeir Guðmundsson, verk- efnastjóri tónlistar hjá Kraumi og einn skipuleggjenda. Verkefnið er samstarf milli Kraums tónlistarsjóðs, Auroru hönnunarsjóðs og HönnunarMars. „Götupartíið hefst klukkan níu laugardaginn 14. mars og þar verða kaffibarir og ísbarir og nokkrir veitingastaðir ætla að bjóða upp á street-food-útgáfu af matseðlinum sínum. Og eins og góðu götu- partí i sæmir verða að sjálf- sögðu götulista- menn á svæð- i n u ,“ s e g i r Ásgeir hress. Meðal þeirra sem koma fram eru Snorri Helga- son, Ylja og Retro Stefson. Hópurinn 2,5x5 mun síðan byggja hús yfir sviðið. „Þetta er gert í samstarfi við nýtt verkefni innan Auroru sem heitir Hæg breytileg átt og snýr að byggða- og íbúaþróun. Þessi skúlptúr á sviðinu gefur þá þennan borgar- fíling,“ segir hann. Allur ágóði af veitingasölu kvöldsins rennur í nýjan sjóð sem Kraum og Aurora hafa stofnað. „Sá sjóður er ætl- aður til þess að finna sameigin- lega fleti á tónlist og hönnun, til dæmis með hönnun á plötuum- slögum og fleira,“ segir Ásgeir. - asi Breyta listasafninu í pop-up-borg Í tilefni af HönnunarMars verður lögð gata í Hafnarhúsinu. SKEMMTILEGT Stemn- ingsmynd hönnuða pop-up- borgarinnar. ➜ Fyrsta platan, Lungs, kom út árið 2009. ➜ Bandið var stofnað af Florence Welch og Isabellu Summers. Þær kölluðu sig Florence Robot og Isabella Machine og þannig varð nafnið Florence and the Machine til. ➜ Árið 2010 var platan Lungs valin besta plata ársins á Brit- verðlaununum. ➜ Önnur plata þeirra, Ceremonials, kom út árið 2011. ➜ Hljómsveitin hefur átt lög í stórmyndum eins og The Great Gatsby, The Twilight Saga: Eclipse og Snow White and The Huntsman. ➜ Söngkonan, Florence, hefur verið þekkt fyrir stórkostlega og töfrandi sviðsframkomu og magnaðan fatastíl og hefur klæðst fatnaði frá mörgum þekktum hönnuðum. ➜ Hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves í október árið 2008. ➜ Nýja platan, How Big, How Blue, How Beautiful, kemur út í sumar. Um Florence and The Machine TÖFFARAR Með söngvaranum Sam Smith á Glastonbury 2014. ÁSGEIR GUÐMUNDSSON „Ég fæ mér yfirleitt hafragraut með rúsínum og möndlum en ef ég er að drífa mig hendi ég Cheerios í skál og helli fjörmjólk yfir.“ Rakel dögg Bragadóttir, fyrrverandi landsliðs- kona í handbolta. 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 4 -5 B B C 1 4 0 4 -5 A 8 0 1 4 0 4 -5 9 4 4 1 4 0 4 -5 8 0 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.