Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Fimmtudagur 24 „Hef ekki notað sterakrem á hann síðan ég byrjað að nota Salcura.“ „Vil segja öllum í heiminum frá Salcura-vörunum, ég er svo ánægð með þær.“ TÍSKULÖGGUR HÆTTAMikill styr hefur staðið um þáttinn Fashion Police sem Joan Rivers sáluga stjórnaði á E!-sjónvarpsstöðinni. Tveir þáttastjórnendur hafa hætt með stuttu millibili, fyrst Kelly Osbourne og nú Kathy Griffin sem tók við af Rivers. Þættinum hefur nú verið frestað fram á haust meðan fundnir eru eftirmenn þeirra. B ioskin Junior-vörurnar eru byggðar á náttúrulegum innihaldsefnum sem styðja við eigið viðgerðarferli húðarinnar. Þær eru kláðastillandi, draga úr bólgu og roða og eru nærandi og græðandi. Virku innihaldsefnin eru ilmkjarnaolíur, vítamín og stein-efni. Þær innihalda hvorki stera, paraben né SLS. Vörulínan samanstendur af Daily Nourishing Spray, sem notað er tvisvar á dag, og Outbreak Rescue Cream, sem notað er til viðbótar þegar húðin er mjög þurr og illa farin. Að auki tilheyra Shampoo, Face & Body Wash og Bath Milk (sem mýkir baðvatnið) línunni, en mikilvægt er að nota vörur sem eru mildar og án ertandi efna á húð barna. Engin takmörkun er á notkun og ekki eru þekktar neinar neikvæðar aukaverkanir. EXEMIÐ NÁNAST HORFIЄSonur minn sem er fimm ára hefur frá nokkurra mánaða aldri verið með exem og ofnæmi og þegar hann var yngri var það mjög slæmt. Hann hefur alla tíð þurft reglulega á sterakremi að halda á verstu blett-ina. Þá hefur hann þurft að taka kláðastillandi töflur til að geta sofið á nóttunni,“ segir Eva Ruza, eigandi blómabúðarinnar ÍsblómsF i ég því byrjuð að nota þetta á flesta staði sem hann er með exem á,“ upplýsir Eva. FRÁBÆRT AÐ GETA NOTAÐ NÁTTÚRULEGA LAUSNEva segir þvílíkan mun að finna jafn frábæra vöru. „Hún er náttúruleg frá A-Ö og því tilvalin á litla kroppa. Ég var mjög glöð að sjá að þetta virkaði jafn vel á hann og það gerði á mig. Við höfum ekki þurft að gefa honum eins mikið af kláðastillandi töflum og áður og ég hef ekki notaðsterakrem á han íð FRÁBÆR ÁRANGURGENGUR VEL KYNNIR Bioskin Junior er ný vörulína frá Salcura sem er sér- hönnuð fyrir börn frá þriggja mánaða aldri með exem og mjög þurra húð. ALGJÖR SNILLD Eva hefur ekki þurft að nota sterakrem á útbrot sonar síns síðan hún byrjaði að nota barnalínuna frá Salcura. 20% KYN TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur 20-40% afsláttur af völdum vörum Stærðir 34-46 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 19. mars 2015 66. tölublað 15. árgangur Vill undanþágur burt Framkvæmdastjóri Eykons Energy telur að hægt sé að afnema hér undanþágur frá gjaldeyrishöftum, ef allir sitja við sama borð. Leynd yfir undanþágum sé gagnrýniverð. 22 Ber ekki saman Sérstakur saksóknari segir að héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur misminni um samskipti þeirra og varðandi mögulegt vanhæfi annars dómara. 2 Vindmyllustefna mörkuð Útsend- arar sex sveitarfélaga á Suðurlandi fara utan til að skoða vindmyllur. 4 Íslensk lög banna framsal Alfreð Clausen verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. 8 SKOÐUN Þorvaldur Gylfason segir vinnuveitendur hafa storkað launþegum. 25 MENNING Borgarleikhúsið frumsýnir annað kvöld leik- rit eftir Birgi Sigurðsson. 36 LÍFIÐ Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson sigruðu á kvikmyndahátíð á Tahítí. 42 SPORT Allir vilja hrifsa Íslandsmeistarabikarinn af KR-ingum. 50 365.is Sími 1817 Til hvers að flækja hlutina? SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! ORKUMÁL Framleiðslugeta orku- vinnslusvæðis Hellisheiðarvirkjunar fellur nákvæmlega á þeim hraða sem vísindamenn Orkuveitu Reykjavíkur gerðu ráð fyrir um mitt ár 2013. Þetta staðfestir Páll Erland, fram- kvæmdastjóri Orku náttúrunn- ar (ON), dótturfyrirtækis OR sem virkjanir fyrirtækisins falla undir. Undanfarnar vikur hefur virkjun- in skilað 269 megavöttum (MW), en framleiðslugeta hennar er 303 MW að öllu eðlilegu. Í skriflegu svari ON til Fréttablaðsins kemur fram að heildarframleiðsla á Hellisheiði var árið 2012, fyrsta heila árið sem allar sjö aflvélar virkjunarinnar voru í notkun, rúmlega 2,49 milljónir mega- vattstunda (MWst). Sambærilegar tölur ársins 2013 og 2014 eru reyndar litlu lægri, eða 2,39 milljónir MWst. Þessar framleiðslutölur eru hærri en geta orkuvinnslusvæðis virkjunar- innar gefur tilefni til, en tæknilegar aðgerðir hafa spornað gegn fram- leiðsluminnkun, en t.d. hefur fram- leiðslu verið haldið uppi með því að fresta eða breyta viðhaldsáætlunum. Sumpart var þetta gert til að svara kalli Landsnets sem fyrir vorleys- ingar í fyrra fór fram á að raforku- framleiðendur leituðust við að halda uppi sem mestri framleiðslu til þess að mæta viðvarandi vatnsskorti sem Landsvirkjun bjó þá við. Þegar ljóst var sumarið 2013 að vinnslusvæðið stæði ekki undir væntingum fæddist sú hugmynd að tengja Hellisheiðarvirkjun með gufulögn við háhitasvæðið í Hvera- hlíð, þar sem OR áætlaði að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Þetta verkefni er nú komið af stað og er stærsta einstaka verkefnið í fimm ára fjárfestingaáætlun ON. Mestur þungi framkvæmda er nú í ár; frá- gangi lagnarinnar mun ljúka 2016. - shá / sjá síðu 10 Hellisheiðarvirkjun dalar í takt við spár Spár um að afköst Hellisheiðarvirkjunar myndu falla um 5 til 6 megavött á ári hafa ræst. Heildarframleiðslu meðal annars er haldið uppi með því að fresta viðhaldi. OPIÐ TIL 21 NÝJAR VÖRUR Á AFSLÆTTI FIMMTUDAG TIL MÁNUDAGS KRINGLU KAST OPIÐ TIL 23 Bolungarvík 2° SA 6 Akureyri 3° SA 9 Egilsstaðir 2° SA 11 Kirkjubæjarkl. 5° A 6 Reykjavík 5° SSV 5 Hlýjast syðst Í dag má búast við 10-15 m/s norðaustan til, annars hægari vindi. Væta í flestum landshlutum en léttir heldur til S- og V-til síðdegis. 4 SKEMMTUN AmabAdamA og FM Belfast eru fyrstu sveitirnar sem upplýst er að komi fram á Þjóðhá- tíð í Eyjum í sumar. „Þetta hefur legið aðeins í loft- inu,“ segir Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósan- legast ef Eyjamenn æfðu sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast. - jóe / sjá síðu 54 Eyjamenn hefji æfingar: Fyrstu sveitir Þjóðhátíðar BLYSIN Vera á Þjóðhátíð er sögð stór- kostleg upplifun. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR UMHVERFISMÁL Vegagerðin stóð í gríðarlegum framkvæmdum í gær við að flytja grjót, sem marg- ir telja vera álfakapellu, úr veg- stæðinu í Gálgahrauni þar sem nýr Álftanesveg- ur mun liggja. „Þessi steinn var mjög áberandi í veglínunni og margir sem þekkja þarna til telja þetta vera álfakapellu sem er kölluð Ófeigs- kirkja,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Á svæðinu eru svipaðir hraundrang- ar þannig að það var ákveðið að flytja kapelluna til að mynda eina heild í hrauninu,“ segir hann. Að sögn G. Péturs gengu flutningarn- ir vel og fagmannlega fyrir sig. - srs NÝTT KIRKJUSTÆÐI FYRIR KAPELLUNA Álfakapellan Ófeigskirkja var flutt í tveimur hlutum sem vógu 50 og 37 tonn. Ragnhildur Jónsdóttir, sem rekur álfagarðinn í Hellisgerði, var viðstödd til að tryggja friðsöm samskipti álfa og manna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Grjót flutt úr vegstæðinu: Kapellan flutt í sátt við álfana megavöttum skilar Hellisheiðarvirkjun í dag, en uppsett afl er 303 megavött. 269 G. PÉTUR MATTHÍASSON EFNAHAGSMÁL Yfirvofandi verkföll hér á landi geta þegar stuðlað að afbókunum ferða hingað til lands, að mati Helgu Árnadóttur, fram- kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF). Fyrri reynsla sýnir að afbókanir hrannast inn hjá ferða- þjónustufyrirtækjum áður en til verkfalla kemur. „Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast,“ segir hún. Þá hefur SAF áhyggjur af áhrif- um á ferðaþjónustufyrirtæki gangi eftir launakröfur sem haldið er uppi, svo sem af Starfsgreinasam- bandinu. „Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfi þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að starfsfólk í ferðaþjónustu sé yfir- leitt á lægstu laununum. Í nýrri umfjöllun Greiningar Íslandsbanka kemur fram að korta- velta útlendinga hér á landi hafi í síðasta mánuði í fyrsta sinn svo langt aftur sem tölur Seðlabankans ná farið fram úr eyðslu Íslendinga utan landsteinanna. Kortavelta útlendinga í febrúar nam alls 8,1 milljarði króna saman- borið við 6,0 milljarða á sama tíma í fyrra. - sa, ngy / sjá síðu 6 Eyðsla ferðamanna hér er í fyrsta sinn yfir eyðslu Íslendinga í útlöndum: Óttast áhrif verkfalla á ferðafólk Í HVALFIRÐI Á þriðjudagskvöld er slegið á að milli 4 og 5 þúsund ferðamenn hafi farið í norðurljósaferð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 8,1 milljarður króna var kortavelta erlendra ferðamanna í febrúarmánuði. 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 F -2 6 D 0 1 4 2 F -2 5 9 4 1 4 2 F -2 4 5 8 1 4 2 F -2 3 1 C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.