Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 36
FÓLK|TÍSKA
Á HönnunarMarsinum sýndi ég STAND UP/ STAND OUT, verkefni sem ég gerði fyrir
feld- og fatahönnunarkeppnina
Remix í Mílanó. Á Marsinum sýndi
ég verkefnið í formi innsetningar
ásamt ljósmyndum af línunni eftir
Önnu Maggý,“ segir Elísabet Karls-
dóttir fatahönnuður.
„Remix er feld- og fata hönn-
unar keppni haldin af IFF (Inter-
national Fur Federation) í sam-
starfi við Vogue Talents hjá ítalska
Vogue. Keppnin er ætluð fata-
hönnunarnemum og nýútskrif-
uðum fatahönnuðum og er víða
keyrð í samstarfi við hönnunar-
skóla. Fyrst og fremst er þetta frá-
bært tækifæri til þess að prófa að
vinna með feld. Þar sem hráefnið
er bæði dýrt og vandmeðfarið er
mikilvægt að fá hjálp og fróðleik í
ferlinu,“ útskýrir Elísabet.
„Fyrir mig var þetta ákveðið
tækifæri til þess að koma nýju
verkefni frá mér og fá svo flotta
hjálp við það að koma sér á fram-
færi. Ég komst í tólf manna úrslit
og var í framhaldinu boðið að
koma til Mílanó til þess að taka
þátt í lokakeppninni sem var
virkilega spennandi. Frábært að
fá að taka þátt í svona flottri og
fagmannlegri sýningu og kynnast
þessum feldbransa aðeins betur.“
TUTTUGASTA ÖLDIN INNBLÁSTUR
Elísabet segir hönnun sína yfir-
leitt afslappaða. Hún leitast við að
hanna þægilegan og klæðilegan
fatnað úr vönduðum efnum og í
nýju línunni notar hún náttúruleg
hráefni eins og selskinn, hrein-
dýraleður og ull. Innblásturinn
sótti hún til sterkra kvenímynda
og til þeirra breytinga sem urðu á
kvenfatnaði í byrjun 20. aldar.
„Það eru í raun þessi sportlegu,
afslöppuðu form tíðarandans sem
ég hreifst af og heimfærði yfir í
minn íslenska hversdag. Ég lagði
áherslu á að taka feldinn niður af
fyrir fram ákveðnum stalli og setja
hann í nýtt samhengi með því að
sækja í afslappaðri element úr
götutísku og sportfatnaði,“ segir
Elísabet.
FAGNAR UMRÆÐU UM LOÐFELDI
„Ég er almennt hrifin af því að
nota vönduð náttúruleg efni og
ÍSLENSKUR SELUR
OG ULL Í MÍLANÓ
ÍSLENSK HÖNNUN Elísabet Karlsdóttir hannar úr náttúrulegu hráefni eins og
íslensku selskinni, hreindýraleðri og ull. Hún sýndi nýjustu línu sína í Remix-
hönnunarkeppninni í Mílanó á dögunum og á nýliðnum HönnunarMars.
HÖNNUÐUR
Elísabet
Karlsdóttir út-
skrifaðist frá
LHÍ 2013. Hún
sýndi nýjustu
línu sína í
Remix-hönn-
unarkeppninni
í Mílanó og
á nýliðnum
Hönnunar-
Mars.
MYND/GVA
KLÆÐILEGT Fyrri hluti tuttugustu aldar
var innblásturinn að línunni.
ÍSLENSKUR SELUR Elísabet hannar úr íslensku selskinni og hreindýraleðri.
MYND/ANNA MAGGÝ
að nota staðbundin hráefni og að
berjast gegn sóun. Í línunni sem
ég gerði fyrir Remix notaði ég
bara náttúruleg gæðahráefni, feld
eins og íslenskan sel, kanadískan
rauðref og bísam auk hreindýra-
leðurs, alpakaullar, ullar og silkis.
Öll skinnin sem ég notaði voru
feldir og leður af villtum dýrum
sem eru þá veidd af manninum til
matar eða til þess að halda vissum
stofnum í skefjum. Það er að mínu
mati sjálfsagt mál að nýta skinnin,
annað væri bara sóun á góðu nátt-
úrulegu hráefni,“ útskýrir Elísabet
og segist fagna allri umræðu um
notkun loðfelda í tískugeiranum.
„Opin umræða kemur alltaf í
veg fyrir misskilning og vekur fólk
til umhugsunar um margar hliðar
málsins. Mér finnst til dæmis mjög
mikilvægt að fólk almennt geri
sér grein fyrir hvaðan hlutirnir
koma og vildi óska þess að það
væri almennt auðveldara að rekja
uppruna þess sem við kaupum
dagsdaglega. Það á svo að vera
bæði hlutverk hönnuðarins og
neytandans að kynna sér málin og
taka ábyrgð bæði þegar kemur af
efnum, framleiðslu, sölu og kynn-
ingu á tískufatnaði almennt.“
SPENNANDI SUMAR Í VÆNDUM
Elísabet er farin að hlakka til sum-
arsins en hún er með mörg járn í
eldinum.
„Auk þess að vera með spenn-
andi verkefni á prjónunum í
vinnunni minni hjá Eggert feld-
skera, en við erum að vinna að
nýrri línu, þá er ég að fara að sýna
STAND UP/ STAND OUT næst á
heimaslóðum austur á Héraði um
páskana.
Svo er ég einn af skipuleggj-
endum listahátíðarinnar LungA
sem fer fram á Seyðisfirði í júlí og
þar er allur undirbúningur að fara
á fullt þessa dagana en hátíðin
fagnar 15 ára afmæli í sumar. Það
er mikil spenna fyrir sumrinu.“
Skipholti 29b • S. 551 0770Fylgist með okkur á
10%
afslát
tur
af ný
jum v
örum
50-70
%
afslát
tur
af vö
ldum
vörum
Afmælisdagar!
Ný sending
frá:
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin BelladonnaStærðir 38-58
Ný sending af kjólum
og tunikum frá
SUNNUDAG KL. 19:10
365.is Sími 1817
Skelltu þér í Talent-höllina á sunnudagskvöld og njóttu
veislunnar í botn, miðasalan er á midi.is
BEIN ÚTSENDING
MIÐASALAN ER HAFIN!
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
F
-7
F
B
0
1
4
2
F
-7
E
7
4
1
4
2
F
-7
D
3
8
1
4
2
F
-7
B
F
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K