Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 38
FÓLK|TÍSKA Síðasta helgi var annasöm hjá Birtu Rán Björgvins-dóttur, ljósmyndara og verslunarstjóra í Mono, en þá var hún á fullu við að mynda tísku- sýningar á Reykjavik Fashion Festival. Hægt er að fylgjast með ljósmyndun Birtu Ránar á síðunni hennar birtaran.com. Ertu tískumeðvituð varð- andi eigin klæðaburð? Ekkert alltof, ég viðurkenni það alveg að þegar veðrið er svona ógeðs- legt og grátt er mér meira sama um hversu mikið „í tísku“ ég er, en fyrir viðburði reyni ég að hafa mig betur til. Hvernig klæðir þú þig hvers- dags? Ég reyni að klæða mig bara þannig að mér líði vel, er rosalega mikið í svörtu og gráu. Svo gjör- samlega elska ég uppháar buxur! Hvernig klæðir þú þig spari? Ég er rosalega mikil kjólastelpa, svo þegar ég fer eitthvað spari er það yfirleitt í kjól eða pilsi og bol eða skyrtu. Hvernig lýsir þú stílnum þín- um? Svart. Mikið mikið svart. Ég fíla mig best sem einhvers konar töffara að mynda á sveittum rokk- tónleikum. Uppháar buxur og samfella eða munstraðir svart- hvítir kjólar eru alveg ég. Ég er með ágætlega grannt mitti og stóran rass svo ég elska að klæða mig á þann hátt sem lætur mér líða kvenlega. Hvar kaupir þú fötin þín? Ég versla mikið í útlöndum en hérna heima kaupi ég mikið second hand. Ég á líka mikið af fötum úr Maníu þar sem ég vann þar. Eyðir þú miklu í föt? Ég myndi ekki segja það, nei. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Líklega brúni rúskinnsjakkinn sem mamma átti, þessi sem ég er mjög oft í. Uppáhaldshönnuður? Ég hef alltaf fílað hversu ýktur Alexand- er McQueen var sem hönnuður. Bestu kaupin? Í augnablikinu eru það skór sem ég keypti í H&M í október í fyrra og hef notað á hverjum degi síðan. Verstu kaupin? Verstu kaupin hljóta að þurfa að vera einhver af þessum skópörum sem ég hef keypt of stór/lítil í gegnum netið. Ég er hætt að reyna! Hverju verður bætt við fataskápinn fyrir vorið? Allt of mörgum kjólum – pottþétt. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég er rosalega hrifin af þykkum peysum og rúllukraga í augnablik- inu en það gæti svo kannski verið árstíðabundið. Og skór. Finnst ég aldrei eiga nóg af skóm. Hvers konar fylgihluti not- arðu? Ég elska alls kyns háls- men og hringa. Ég er samt algjör sauður í að vera með hringa þar sem ég legg þá frá mér og þeir hverfa. Áttu þér tískufyrirmynd? Nei, ekki mér vitandi. Kjóll, pils eða buxur? Undan- farið hafa buxur verið að koma mjög sterkar inn. Kjólarnir taka aftur við með hækkandi sól. Stutt eða sítt? Hár – sítt. Kjólar og pils – smekklega stutt. Háir hælar eða flatbotna? Hælar eða þykkir botnar. TÖFF KJÓLASTELPA SVARTUR STÍLL Birta Rán Björgvinsdóttir hefur aðallega pælt í tísku út frá ljósmyndun frekar en eigin fataskáp. Þegar hún kemst til útlanda að versla jaðrar við að hún tapi sér en hún gerði sín bestu kaup í H&M í haust. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga í Frakklandi þar sem lagt er til að bannað verði að nota óeðlilega grannar stúlkur á tískusýningum, auglýsingum eða öðrum opinberum vettvangi. Það er heilbrigðisráðherra landsins sem leggur frumvarpið fram. Í byrjun árs 2013 voru svipuð lög sett á Ítalíu, Spáni og í Ísrael. „Tískuhönnuðir eiga að senda frá sér góð skilaboð, til dæmis um að fólk þurfi að borða vel og gæta að heilsu sinni, sérstaklega er það mikilvægt fyrir ungar stúlkur,“ segir Marisol Touraine, heilbrigðisráðherra Frakklands. Frumvarpið var tekið til umræðu á þriðjudaginn. Um 30-40 þúsund manns í Frakklandi, aðallega ungt fólk, þjáist af lystarstoli eða átröskun. Fyrirsætur skulu sýna læknis- vottorð þegar þær ráða sig til vinnu sem sýnir að svokallaður líkamsstuðull BMI sé eðlilegur, til dæmis þýðir 18 BMI um 55 kg sem ætti að vera eðlilegt fyrir stúlku sem er 1,75 m á hæð. Ef fyrirsætur reynast vera of léttar á sýningarpöllum eða í auglýsing- um er hægt að fara fram á að at- vinnurekandinn greiði sekt upp á allt að ellefu milljónum króna eða hljóti sex mánaða fangelsisvist. VILJA BANNA OF LÉTTAR FYRIRSÆTUR Þyngd fyrirsæta hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Nýlega lést 28 ára fyrir sæta í Frakklandi vegna lystarstols. Gagnrýnt hefur verið að mjög grannar stúlkur séu notaðar á sýningarpöllum og í auglýsingum og nú vilja Frakkar banna það. ÁTRÖSKUN Mjög alvarlegt er þegar tískuhönnuðir senda frá sér röng skila- boð, til dæmis með því að ráða óeðlilega grannar fyrirsætur. „Femarelle er algjört undraefni fyrir mig“ -Soffía Káradóttir Náttúruleg lausn við áhrifum tíðahvarfa LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 Þú færð GSM áskrift, internet og heimasíma fyrir 0 krónur með völdum sjónvarpspökkum 365. **Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma.*60 mín. og 60 SMS fylgja hverri áskrift. 4 GSM áskriftir 60 mín. og 60 SMS* Internet 20 GB Heimasími 100 mín.** SVART Birta Rán segist hrifin af svarta litnum. MYND/VILHELM 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 F -8 4 A 0 1 4 2 F -8 3 6 4 1 4 2 F -8 2 2 8 1 4 2 F -8 0 E C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.