Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 12
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
ÍSRAEL Rétt fyrir þingkosningarn-
ar gaf Benjamín Netanjahú for-
sætisráðherra út yfirlýsingu um
að tveggja ríkja lausnin væri ekki
lengur raunhæf. Með því að viður-
kenna sjálfstæði Palestínu væri
einungis verið að gefa herskáum
íslamistum land sem notað yrði til
árása á Ísrael.
„Vinstrimenn hafa grafið haus-
inn í sandinn hvað eftir annað og
horfa fram hjá þessu, en við erum
raunsæ og skiljum þetta,“ sagði
hann í viðtali daginn fyrir kosn-
ingarnar.
Raphael Schutz, nýr sendiherra
Ísraels gagnvart Íslandi, ráð-
leggur mönnum þó að bíða aðeins
átekta og sjá hver stefna nýrrar
ríkisstjórnar verður eftir nokkr-
ar vikur.
„Ef ég skil það
rétt sem hann
sagði síðustu
daga þá var það
að einmitt nú,
við núverandi
kringumstæður,
myndi það leiða
til meira ofbeld-
is og árása gegn
Ísrael ef land-
svæði yrði látið öðrum í té,“ segir
Schutz. „Þessar kringum stæður
gætu sem sagt breyst. En í öðru
lagi – þótt ég mæli ekki beinlín-
is með því að menn taki ekki orð
forsætisráðherra míns alvarlega,
þá myndi ég mæla með því að fólk
bíði aðeins og leyfi því ryki sem
þyrlast hefur upp í kosningabarátt-
unni að setjast aðeins, og sjá svo til
hvaða afstöðu ný ríkisstjórn tekur
gagnvart Palestínumálinu.“
Fyrirfram höfðu skoðanakann-
anir ekki bent til þess að Netan-
jahú ætti sigur vísan, en þegar
talið var upp úr kjörkössunum
hafði honum tekist að styrkja
stöðu sína töluvert frá síðustu
kosningum.
Likudflokkur Netanjahús hlaut
30 þingsæti á 120 manna þjóðþingi
Ísraels. Með því að fá þrjá aðra
hægri flokka til liðs við sig væri
ný ríkisstjórn með 54 þingsæti,
og þyrfti þá stuðning frá flokkum
strangtrúargyðinga til þess að hún
yrði starfhæf.
Schutz segist telja að þetta
verði tiltölulega auðvelt fyrir Net-
anjahú. „Hann á ekki að lenda í
erfiðleikum með að mynda stjórn
með öruggum 67 manna þing-
meirihluta,“ segir Schutz sendi-
herra.
gudsteinn@frettabladid.is
NIÐURSTÖÐUR KOSNINGANNA
© GRAPHIC NEWSHeimild: Yfirkjörstjórn Ísraels
120 manna þing
Knesset
Kosningaþátttaka 71,8%
Heim-
kynni
gyðinga
8
Síonista-
bandalagið
24
Meretz
4
Likud
30
Yesh Atid
11
Shas 7
UTJ
6
Kulanu
10 Jisrael
Beiteinu
6
Strangtrúar-
gyðingar
13 þingsæti
Hægri flokkar
54 þingsæti
Vinstri-miðjuflokkar
39 þingsæti
Sameinaði
arabalistinn
14 þingsæti
Þrif í matvælafyrirtækjum kalla á
fagmennsku og öguð vinnubrögð.
Sérþekking starfsfólks ISS tryggir
að þrif í matvælaiðnaði standist
þær ströngu gæðakröfur sem til
þeirra eru gerðar.
Við hugsum í lausnum.
Fáðu upplýsingar um þjónustuna.
580 0600 sala@iss.is
„Fagmennska
og gæði”
Heildarlausnir í fasteignaþjónustu.
Enginn viðskiptavinur hefur sömu þarfir.
Við sérsníðum lausnir sem henta
hverjum og einum.
F A S T E I G N A U M S J Ó N | R Æ S T I N G | M A T V Æ L A Þ R I F | S É R V E R K E F N I | V E I T I N G A R | I S S . I S
70 dómar í Hæstarétti – er enn verið að bíða dómafordæma?
STAÐA ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA
VEGNA GENGISLÁNA
Sjö ár eru nú liðin frá efnahagshruninu en við það gjörbreyttist rekstrar-
grundvöllur fjölda fyrirtækja þegar lán þeirra tvöfölduðust. Dæmt hefur
verið í 70 málum vegna gengislána fyrir Hæstarétti þar sem hundruð
milljarða eru undir en fjöldi fyrirtækja bíður enn afgreiðslu sinna mála.
Hópur sérfræðinga hefur unnið að því að taka saman helstu stærðir og
staðreyndir varðandi stöðu íslenskra fyrirtækja og niðurstöðu dóma
vegna gengislána. Niðurstöður þeirrar vinnu verða kynntar á fundinum.
Dagskrá opins félagsfundar FA:
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Bera allir sömu byrðar?
Umfang gengislánanna og þróun dóma um þau
Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness
Biðin langa – Reynslusaga fyrirtækis með gengislán
Morgunverðarfundur föstudaginn 20. mars kl. 8.30
Skráning á vef FA, atvinnurekendur.isPIP
A
R\
TB
W
A
Fundurinn verður haldinn í fundarsal
Félags atvinnurekenda á 9. hæð í
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7,
og hefst kl. 8:30.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Léttur morgunverður í boði.
Öruggur meirihluti
virðist í sjónmáli
Benjamín Netanjahú vann óvæntan sigur í þingkosningum á þriðjudag. Rétt fyrir
kosningarnar sagðist hann ekki lengur styðja tveggja ríkja lausnina. Nýr sendi-
herra Ísraels gagnvart Íslandi segir þó óþarft að taka þá yfirlýsingu of alvarlega.
RAPHAEL
SCHUTZ
BENJAMÍN NET-
ANJAHÚ Flokkur
Benjamíns Netanja-
hús vann óvæntan
sigur í þingkosning-
unum á þriðjudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Í nóvember stofnaði Moshe Kahlon nýjan stjórnmálaflokk.
Kulanu, eða „Við öll“, heitir sá og náði tíu mönnum á þing í
kosningunum í gær, aðeins fimm mánuðum eftir stofnun.
Kahlon er fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Netanjahús, fór
þar með ráðuneyti velferðarmála og samskipta, en sagði sig úr
Likudflokknum vegna ágreinings um efnahagsmál.
Nú er hann kominn í þá stöðu að hafa það í höndum sér hvort Netanjahú
verður áfram forsætisráðherra. Stuttu fyrir kosningarnar hafði Netanjahú
boðið honum ráðherrastól efnahagsmála, þannig að Kahlon verður nú í lykil-
stöðu við mótun efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar.
Hann hefur þar lagt megináherslu á að koma til móts við almenning og
hefur fyrir vikið stundum verið kallaður lýðskrumspólitíkus í fjölmiðlum.
Moshe Kahlon
Lukkulíf á Tenerife
24. mars í 1 eða 2 vikur
Verð frá 59.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð á n fæðis í 1 viku
Verð án Vildarpunkta 69.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna 89.900 / 99.900 kr.
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
F
-2
6
D
0
1
4
2
F
-2
5
9
4
1
4
2
F
-2
4
5
8
1
4
2
F
-2
3
1
C
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K