Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 32
FÓLK|HEILSA Á undanförnum áratug eða svo hafa komið fjölmörg matvæli á markað víða erlendis undir vöruheitinu Bene- col. Benecol er skrásett vöru- merki fyrir vörur sem innihalda ákveðna gerð plöntustanól- esters, en rannsóknir hafa sýnt að hann hefur áhrif til lækkunar kólesteróls í blóði,“ segir Björn S. Gunn- arsson, vöruþró- unarstjóri hjá MS. Hann segir mikilvægt að halda kólesteról- gildum innan eðli- legra marka því of hátt kól esteról í blóði sé einn helsti þáttur kransæðasjúkdóma og æskilegt að heildarkólesteról í blóði sé undir 5 mmól/l þar sem allt yfir 6 mmól/l teljist hátt. HVAÐ ER KÓLESTERÓL? Kólesteról er ein tegund blóðfitu og gegnir ýmsum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Það er framleitt í lifrinni en berst einnig með fæðunni í líkamann. „En ef kólesterólmagn í blóði eykst um- fram þörf getur það valdið æða- kölkun og kransæðasjúkdómum. Algengi of hás kólesteróls eykst með aldri en engu að síður getur þetta vandamál herjað á fólk á öllum aldri og í öllum þyngdar- flokkum og yfirleitt verður fólk engra einkenna vart,“ útskýrir Björn. Hér á landi hafa rétt tæp- lega 40% karla á aldrinum 40-50 ára og kvenna á aldrinum 50-60 ára kólesterólgildi yfir 6mmól/l og Björn segir því mikilvægt að þeir sem komnir séu á fullorðins- ár láti fylgjast með blóðfitunni hjá sér. HEILNÆMUR DRYKKUR SEM HEFUR ÁHRIF „Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem ætlaður er þeim sem vilja lækka kólesteról í blóði. Drykkurinn frá MS er sýrð undanrenna sem inniheldur 5% plöntustanólester og hentar vel í baráttunni gegn kólesteróli sem hluti af fjölbreyttu mataræði,“ segir Björn. Allra nýjustu niður- stöður hafi sýnt fram á að mun betri árangur náist sé Benecols neytt með eða strax eftir máltíð en ef þess sé neytt á fastandi maga. „Því er mælt með að neyta Benecols í kringum einhverjar af máltíðum dagsins, til dæmis morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð.“ VÍSINDARANNSÓKNIR STAÐ- FESTA VIRKNI BENECOLS Fjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum plöntustanólesters, hinu virka efni í Benecol, á kólesteról í blóði. „Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla á honum lækkar blóðkólesteról þar sem efnið hindrar upptöku á því úr fæðu í þörmum og kemur lækk- unin yfirleitt fram nokkrum vik- um eftir að neysla hefst og er allt að 15% að meðaltali þótt engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Lækkunin er einkum í heildar- kólesteróli og hinu svokallaða „vonda kólesteróli“ (LDL), en engar breytingar verða í „góða kólesterólinu“ (HDL),“ segir Björn og áréttar að rannsóknir hafi einnig sýnt að mikilvægt sé að neyta vörunnar reglulega til að árangurinn haldist og sé neyslu hætt, fari kólesterólgildi aftur í fyrra horf. MATARÆÐI OG KÓLESTERÓL Mataræði er meðal þeirra þátta sem helst hafa áhrif á magn kól- esteróls í blóði. Meðal þess sem ráðlagt er til að lækka kólesteról er að stilla fituneyslu í hóf, velja frekar mjúka fitu en harða og neyta grænmetis, ávaxta og grófs kornmetis í ríkum mæli. „Bene- col-mjólkurdrykkur er því góð viðbót við hollt mataræði til að halda kólesteróli innan eðlilegra marka og er drykkurinn seldur í kippum sem innihalda sex 65 ml flöskur. Ein flaska á dag dugar til að ná hámarksvirkni og nú hefur þriðja bragðtegundin bæst í vöruflokkinn, en fyrir eru jarðar- berja- og appelsínubragð. Nýja tegundin er með bláberjabragði og þykir sérstaklega góð og frísk- andi, enda bláber meðal vinsæl- ustu bragðtegunda í mjólkurvör- um í dag.“ BENECOL FRÁ MS HELDUR KÓLESTERÓLINU Í SKEFJUM MS KYNNIR Benecol-drykkurinn frá MS er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem ætlaður er þeim sem vilja lækka kólesteról í blóði. Drykkurinn er sýrð undanrenna og hentar vel í baráttunni gegn kólesteróli sem hluti af fjölbreyttu mataræði. BJÖRN S. GUNNARSSON vöruþróunarstjóri MS. CHANEL ÁRIÐ 2014 DIOR ÁRIÐ 2008 Gisele er tekjuhæsta fyrirsæta heims. Hún var uppgötvuð aðeins 14 ára gömul af Elite-fyrir-sætuskrifstofunni í São Paulo í Brasilíu. Árið 1996, þá sextán ára, tók hún í fyrsta sinn þátt sem fyrirsæta á tískuviku í New York. Hún vakti fljótlega athygli tískuheimsins, varð vinsæl meðal hönnuða og var forsíðustúlka ýmissa frægra tímarita. Tíma- mótasamningur hennar við undirfatarisann Vict- oria’s Secret árið 2000 vakti heimsathygli. Samband hennar og Leonardos DiCaprio árið 2004 jók enn á frægð hennar en í dag er hún gift íþrótta- manninum Tom Brady og eiga þau tvö börn saman. Gisele kom síðast fram fyrir Chanel á tískuvikunni í París í september og fyrir Colcci í nóvember. Næsta verkefni er tískusýning Colcci á tískuvikunni í São Paulo í apríl. Á vefsíðu breska Vogue er því haldið fram að sumir vilji meina að það verði hennar síð- asta sýning. Í bili að minnsta kosti. GISELE AF PÖLLUNUM? TÍSKA Sá orðrómur fer nú um tískuheiminn að ofurfyrirsætan Gisele Bündchen ætli að draga sig í hlé frá tískupöllunum þar sem hún hefur verið áberandi í hátt í tuttugu ár. COLCCI ÁRIÐ 2014 Á PÖLLUNUM FYRIR LIVERPOOL ÁRIÐ 2006OFURPARIÐ GISELE OG LEONARDO VICTORIA’S SECRET ÁRIÐ 2000 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -7 0 E 0 1 4 2 F -6 F A 4 1 4 2 F -6 E 6 8 1 4 2 F -6 D 2 C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.