Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 20
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 20
Bjartrar framtíðar, sagði alveg
skýrt að þessi gjörningur færi bein-
línis í bága við lög um rammaáætl-
un og umsögn verkefnisstjórnar um
rammaáætlun taki af vafa um það.
„Ætla menn þá bara að láta sem
ekkert sé þegar þeim er sagt af þar
til bærum aðilum að þeir séu bein-
línis að brjóta lögin og halda sínu
fram?“ kolbeinn@frettabladid.is
Ásmundur
Friðriksson
um Isavia
Það er sárt að
horfa á fullfríska menn
bogna vegna harkalegra
aðgerða yfirmanna […]
Á sama tíma líðst yfir-
mönnum fyrirtækisins
að ganga hart fram í
starfsmannamálum og
brjóta eigin reglur um
siðferði og meðferð
fjármuna fyrirtækisins
og misnota aðstöðu
sína meðan vamm-
lausum starfsmönnum
er sagt upp störfum án
þess að hafa nokkuð til
saka unnið.
Frestur til 18.3
● Aukinn stuðningur vegna
tæknifrjóvgana
● Efling virkniúrræða fyrir atvinnu-
leitendur
● Seinkun klukkunnar og bjartari
morgnar
Frestur til 20.3.
● Landmælingar og grunnkorta-
gerð
● Upplýsinga- og sannleiksskylda
ráðherra
Frestur til 23.3.
● Þingsköp Alþingis
Frestur til 24.3.
● Fjármálafyrirtæki
● Kosningar til Alþingis
● Vextir og verðtrygging
o.fl.
Frestur til 26.3.
● Skattaafsláttur vegna kostnaðar
við ferðir til og frá vinnu
● Virðisaukaskattur
Frestur til 30.03.
● Athugun á hagkvæmni lestar-
samgangna
● Plastpokanotkun
Frestur til 7.4.
● Fordæming pyndinga leyniþjón-
ustu Bandaríkjanna
Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði á
þriðjudaginn úr nefnd umfjöllun um
tillögu Ragnheiðar Elínar Árnadótt-
ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
þess efnis að Hvammsvirkjun yrði
færð úr biðflokki í nýtingarflokk.
Nefndin leggur til að fallist verði á
virkjunina og bætti um betur með
því að leggja til að fjórir aðrir virkj-
anakostir færu sömu leið og yrðu
nýttir.
Til marks um hve málið er stórt
má nefna að það var eina málið sem
rætt var í þingsal fyrstu tvo daga
þessarar viku sem ekki laut að Evr-
ópusambandinu og margumtöluðu
bréfi utanríkisráðherra um stöðu
Íslands gagnvart því. Og ekki spör-
uðu þingmenn stjórnarandstöðunnar
stóru orðin, enda drógu þeir í efa að
tillagan væri þingtæk, þar sem hún
færi gegn lögum um rammaáætlun.
„Samkvæmt tillögunni er lagt til
að fjórum kostum verði bætt við þá
tillögu sem hæstvirtur umhverfis-
ráðherra gerði tillögu um til þings-
ins í haust, en ráðherra gerði tillögu
í samræmi við lög um rammaáætlun
sem kveða á um tiltekið ferli,“ sagði
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna. „En nú liggur fyrir
að þetta ferli er ekki virt og með til-
lögunni um að setja Hagavatn í nýt-
ingarflokk er án vafa verið að ganga
á svig við lög um rammaáætlun.“
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, taldi einnig að
um lögbrot væri að ræða.
„Mönnum er algjörlega sama
um þá umgjörð sem við höfum sett
okkur um það hvernig við vinnum
hlutina, vegna þess að ef menn eru
búnir að ákveða að þeir vilji hafa
einhverja hluti öðruvísi þá skipta
lög engu máli.“
Róbert Marshall, þingmaður
ÞINGSJÁ
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
AF ÞIN
GPÖ
LLU
N
U
M
K
O
LB
EIN
N
Ó
T
TA
R
SSO
N
P
R
O
P
P
É
GJALLAR-
HORNIÐ
Í neðri hluta Þjórsár
HVAMMSVIRKJUN
Nefndin vill fimm kosti úr
biðflokki í nýtingarflokk
Atvinnuveganefnd leggur til að fimm virkjanakostir, sem nú eru í biðflokki rammaáætlunar, verði nýttir. Stjórnar-
andstaðan segir lögbrot á ferð þar sem kostirnir hafi ekki fengið lögformlega meðhöndlun. Hiti er í þingmönnum.
Við Sprengisand
HAGAVATN
UPPSETT AFL
20 MW
ORKUGETA
120 GWh/ár
Faghópar hafa ekki metið
virkjunaráformin.
Við Sprengisand
HOLTAVIRKJUN
UPPSETT AFL
57 MW
ORKUGETA
450 GWh/ár
Verkefnisstjórn telur kostinn
ekki fullrannsakaðan.
Það vita það kannski ekki allir,
en almenningur getur, jafnt á við
hagsmunaaðila, sent inn umsagnir
um þau þingmál sem nefndir leita
eftir umsögnum um. Líkt og farið
hefur verið yfir áður hér í Þingsjá
er ferli mála þannig að eftir fyrstu
umræðu er þeim vísað til nefndar.
Nefndin kallar síðan eftir umsögn-
um og kallar sérfræðinga á sinn
fund eftir þörfum.
Á vef Alþingis má finna lista
yfir þau mál sem eru í umsagnar-
ferli og hvenær frestur rennur út.
Þar kemur fram að meginreglan
sé sú að aðgangur að erindum til
nefnda sé öllum heimill.
Með öðrum orðum getur hver
sem er komið athugasemdum
sínum á framfæri í umsögnum
til þingnefnda og reynt þannig að
hafa áhrif á lagasetningu. Eins og
sjá má hér til hliðar eru 14 mál í
umsagnarferli nú um stundir. - kóp
Fjórtán mál eru í umsagnarferli hjá þingnefndum Alþingis:
Allir geta sent inn umsögn
➜ Mál í umsagnarferli og frestur til skila
Vigdís Hauksdóttir
um kostnað við fjöl-
miðlaráðgjöf ráðuneyta
[…] stjórnmálaflokk-
arnir voru endurnýj-
aðir, eins og til dæmis
Framsóknarflokkurinn
sem endurnýjaði allt
sitt þinglið. Þá erum
við víst orðin svo
reynslulaus að nú þarf
að fara að ráða sérstaka
aðila inn í ráðuneytin til
að hjálpa viðkomandi
ráðherrum til að takast
á við starfið og það er
vel. Ég get tekið undir
það með umboðsmanni
Alþingis.
UPPSETT AFL
93 MW
ORKUGETA
720 GWh/ár
Verkefnisstjórn telur kostinn
ekki fullrannsakaðan.
Við Sprengisand
SKROKKALDA
UPPSETT AFL
45 MW
ORKUGETA
345 GWh/ár
Faghópar hafa ekki metið
virkjunaráformin.
Í neðri hluta ÞjórsárURRIÐAFOSSVIRKJUN
UPPSETT AFL
140 MW
ORKUGETA
1.037 GWh/ár Verkefnisstjórn telur kostinn ekki fullrannsakaðan.
Hafi Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra ætlað sér að gefa skýr
skilaboð sem ekki mættu misskiljast,
með bréfi sínu til forsvarsmanna
Evrópusambandsins (ESB) í síðustu
viku, hlýtur að vera óhætt að fullyrða
að markmið hans hafi ekki náðst að
fullu. Í raun má segja að málið hafi
orðið enn flóknara og var það þó
flókið fyrir.
Þar kemur ýmislegt til. Fyrst ber að
nefna orðalag bréfsins. Ef ætlunin var
að slíta aðildarviðræðum hefði verið
skýrara að segja það hreint út; að með
bréfinu væri aðildarviðræðum slitið.
Orðalagið býður hins vegar upp á mis-
munandi túlkanir, sem er bagalegt.
Og þær túlkanir hafa ekki látið á
sér standa. Látum vera að stjórnar-
andstöðu og stjórnarliða greini á
um innihaldið, það er bara hluti
af pólitíkinni að takast á um slíkt.
Þingumræður þessa vikuna hafa
hins vegar leitt í ljós að stjórnarliða
greinir á sín á milli um hvað bréfið
þýði.
Þá kemur að því sem hefur litað
störf þingsins þessa vikuna, stöðu
þings gagnvart framkvæmdarvaldi.
Að öllum gífuryrðunum um landráð,
vanvirðingu við þingræðið og fleira í
þeim dúr slepptum, verður ekki litið
fram hjá þeirri staðreynd að foresti
Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sá sig
knúinn til að setja á sérstaka umræðu
um stöðu þingsins. „Yfirlýsing forseta.
Staða Alþingis, yfirlýsing forseta og
umræða um hana, skv. 61. gr. þing-
skapa,“ er liður sem maður sér ekki
oft á dagskrá þingsins.
Það þarf enginn að velkjast í vafa
um að til slíkrar umræðu er ekki
boðað nema tilefni sé til. Það snertir í
raun ekki efnisatriði málsins, afstöðu
gagnvart aðildarviðræðunum, heldur
lýtur það að stjórnskipuninni.
Sá þáttur málsins, að minnsta kosti,
fellur því trauðla að lýsingu utanríkis-
ráðherra á málinu þegar hann sagði:
„Hér er nefnilega um tiltölulega
einfalt mál að ræða.“
Flókið mál flækt enn frekar með bréfi utanríkisráðherra
➜ Utanríkisráðherra
Efnt var til sérstakrar
umræðu um stöðu Alþingis
í kjölfar bréfs Gunnars Braga
Sveinssonar til ESB.
Virkjanakostir sem nefndin vill að verði settir í nýtingarflokk
… er án vafa verið að
ganga á svig við lög um
rammaáætlun.
Svandís Svavarsdóttir
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
F
-5
8
3
0
1
4
2
F
-5
6
F
4
1
4
2
F
-5
5
B
8
1
4
2
F
-5
4
7
C
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K