Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 46
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Hlýnun jarðar er talin vera eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Aðgerða er þörf ef draga á úr vandanum. Til þess að það sé mögulegt þarf að skilgreina vanda- málið og koma mælikvarða á þá þætti sem hafa áhrif á hlýnun jarðar. Kolefnis- spor er einfaldur og skýr mælikvarði á hversu mikil gróður húsaáhrif felast í ákveðinni afurð. Samkvæmt tölum um losun gróður húsalofttegunda (GHG) á heimsvísu má rekja um fjórðung heildarlosunar til orkuframleiðslu og um sjötta hlut til samgangna. Fyrir íslenska framleiðendur er því vert að hafa þessa tvo þætti sér- staklega í huga. Hér á landi skap- ar orkugeirinn innlendri framleiðslu forskot með orku sem er bæði hrein og ódýr miðað við orkuverð víðast hvar í Evrópu. Þá er þáttur samgangna í losun GHG mikilvægur. Hnatt- staða Íslands er þannig að innflutningur verður að koma með flugi eða skip- um til landsins. Það er sér- staklega flug sem skilur eftir sig stórt kolefnisspor og því væri til mikils unnið í loftslagsmálum að draga úr þeim flutningum. Rök mætti því færa fyrir því að auka ætti framleiðslu á orkufrekum afurðum innanlands. Annars vegar til að draga úr innflutningi, og þá sérstaklega innflutningi með flugi, og hins vegar til að skoða útflutn- ing á orkufrekum afurðum. Margs konar afurðir skilja eftir sig stór spor og það má ætla að framfara sé þörf í flestum framleiðslugeirum ef árangur á að nást í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Með því að reikna út kolefnisspor afurða þar sem þeirra er neytt er hægt að finna út hvort leggja megi baráttunni gegn hlýn- un jarðar lið með framleiðslu þeirra hérlendis. Aukin viðskiptavild Kolefnisspor er, eins og áður segir, mælikvarði á losun GHG sem teng- ist tiltekinni starfsemi. Þannig má mæla og bera saman losun GHG sem tengist ólíkri framleiðslu. Það felur í sér að reikna út losun á ein- ingu afurðar frá upphafi fram- leiðsluferils til loka urðunar eða endurvinnslu með svokallaðri vist- ferilsgreiningu. Dæmi um þessi vinnubrögð má sjá í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir Samband garð- yrkjubænda þar sem unninn er sam- anburður á kolefnisspori íslenskra og innfluttra garðyrkjuafurða. Opinber birting kolefnisspors gerir neytendum kleift að haga neyslu sinni þannig að hún dragi úr losun GHG. Þannig geta fram- leiðendur sem birta kolefnisspor sitt notið þess í formi aukinnar við- skiptavildar og bættrar ímyndar fyrir ábyrgan rekstur. Garðyrkju- bændur á Íslandi eru dæmi um slíka framleiðendur sem hafa hag af því að upplýsa um kolefnis spor sitt. Ísland er einangrað og hing- að verða ekki fluttar inn ferskar afurðir án þess að til komi flutn- ingur um vegalengdir sem skilja eftir sig umtalsvert kolefnisspor. Garðyrkjubændur njóta forskots á keppinauta með hitun og lýsingu sem framleidd er með lágmarks- losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er athyglisvert því að kartöflum undan skildum hefur innflutning- ur á grænmeti verið um 50% af heildar neyslu Íslendinga á ári. Um kolefnisspor og hlýnun jarðar Ég sat á kaffihúsi um dag- inn, þegar maður á næsta borði hallaði sér að mér og var mikið niðri fyrir. Veistu að það er vera sem fylgist með okkur allan sólarhring- inn? Ha, áttu við Öryggis- stofnun Bandaríkjanna eða Google? spurði ég. Nei, nei, þessi vera veit ekki bara hvað þú gerir í tölvunni og símanum þínum, hún veit allt sem þú gerir, allan sólarhring- inn! Það er frekar óhugnanleg til- hugsun, sagði ég. Nei, nei, það er allt í lagi af því hún er svo góð. Sagði hann. Getur hún fylgst með öllum, öllum í heiminum samtímis? spurði ég frekar vantrúaður. Já, það er ekkert mál fyrir hana, hún veit allt. Hvernig veistu þetta? spurði ég. Það er til bók um hana, sagði hann. Í bókinni segir veran okkur hvernig við eigum að lifa, hvað við megum og hvað við megum ekki. Lifir fólk í alvöru eftir þessu? spurði ég. Já, fullt af fólki fer bókstaflega alveg eftir því sem veran segir. Hefur ein- hver séð þessa veru? spurði ég. Nei, ekki nokkur lifandi maður en hún hefur samt sést. Í veruleik allan daginn Hvenær var það? spurði ég spennt- ur. Fyrir nokkur þúsund árum. Já, góðan daginn, hvernig veistu að veran er til? spurði ég. Sonur hennar kom einu sinni í heimsókn og ég bara finn það á mér, í hjarta mér, að veran er til. Það má alls ekki efast og maður á að reyna að fá sem flesta til að trúa á hana, til dæmis með því að kenna börnum í skólum um hana. Er það ekki full- langt gengið, spyr ég, þar sem eng- inn veit fyrir víst hvort þessi vera er til? Trúir þú mér ekki? spurði hann sár. Ja, ég á dálítið erfitt með að taka bara þín orð og nokkur þús- und ára gamlan vitnisburð trúanleg í svona mikilvægu máli. Nú fór að hitna í vin- inum. Það er ekki bara ég, alls konar annað fólk trúir á hana, meira að segja sumir borgar stjórar og það er til fólk sem segir að orð verunnar eigi að vera lögin í land- inu. Ha?! Já, og þeir eru tilbúnir að fara í heilagt stríð til að berjast fyrir því. Allir sem trúa á veruna fá nefnilega að hitta hana eftir að þeir eru dánir. Hvernig er það hægt? spurði ég. Þá fer fólk upp í himin og þar er alveg frábært að vera. Himininn? Er þetta geimvera sem þú ert að tala um? Nei, nei, hún býr þar bara en stjórnar öllu á jörð- inni. Mér var farið að detta í hug að það væri geðlyfjaskortur í landinu og fór að mjaka mér út. Hann kallaði á eftir mér: Þú manst að gera ekki grín að henni, þá verður þú kannski drepinn. Já, já, ég reyni að varast það, vertu sæll. Mikið var ég feginn þegar ég komst út en kannski er til fleira fólk eins og þessi blessaði maður, sem er í veruleik allan daginn og vill að við stjórnum lífi okkar og samfélagi eftir því. Það má ímynda sér hvað sem er fyrir mér, lífið er vissulega sumum manneskjum svo þungbært eða tilgangslaust að þær geta ekki lifað án vonar um að eitt- hvað súpergott sé í gangi á bak við tjöldin. En eftir þetta kaffihúsa- spjall skil ég betur þá sem vilja algjörlega skilja á milli fantasíu og samfélags; laganna, skólanna og ríkisins. Það er trúlega best. Trúlega best Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viður- kenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum ’78 í kjölfar setningar einna hjúskapar- laga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjóna- vígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hins egin pör eftir kirkjulegri hjóna- Af samvisku presta Óhefðbundnar læk n- ingaaðferðir hafa verið í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nú nýverið. Ljóst er að margt er í boði fyrir fólk sem á við alvarleg og ólækn- andi líkamleg veikindi að stríða. Líklega mætti taka aðra eins umræðu um þau úrræði sem í boði eru við andlegum veikind- um, hvort sem um er að ræða minniháttar krísur eða alvarlegri veikindi sem tekur lengri tíma að ná tökum á. Á þess- um vettvangi kennir einnig ýmissa grasa og mikilvægt að leita beint til viður kenndra fagaðila til að tryggja hámarksárangur. Í þessu greinarkorni hyggst ég fjalla lítillega um störf sálfræð- inga og benda á þá miklu þekkingu og reynslu sem sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir. Að baki sál- fræðiréttindum liggur margra ára háskólanám, starfsþjálfun og hand- leiðsla. Þá hafa margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar byrjað sinn feril á öðrum vettvangi og búa yfir víð- tækri reynslu af öðrum störfum, t.d. innan sjúkra- og meðferðarstofnana eða innan skólakerfisins svo eitthvað sé nefnt. Sálfræð- ingar nota viðurkenndar aðferðir sem rannsóknir sýna að hafi raunveruleg og varanleg áhrif til bata. Má hér nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) sem er gagnlegt meðferðarúrræði við ýmsum kvillum, s.s. kvíða og þunglyndi. Þörf á leiðarvísi Sú mýta hefur verið lífseig að til sálfræðinga leiti aðeins þeir sem eigi við mikla vanlíðan að stríða og hafi jafnvel verið lagðir inn á stofn- anir vegna andlegra veikinda. Í dag gerir fólk auknar kröfur um vellíð- an og virkni og gott getur verið að ræða vandann áður en hann verður óviðráðanlegur. Oft nægja nokkrir tímar hjá sálfræðingi til að koma lífinu á rétta braut. Lífið er marg- breytilegt og við erum misjafn- lega í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur vegna skyndi- legra breytinga á persónulegum högum. Hér má nefna skilnaði, veikindi, atvinnumissi og annað sem kann að koma fólki úr jafn- vægi til lengri eða skemmri tíma. Hlutverk sálfræðings er að hlusta, greina vandann og hjálpa fólki við að setja sér upp markmið og fylgja þeim. Hér notar sálfræð- ingurinn þekkingu sína og reynslu ásamt úrræðum sem rannsóknir hafa sannað að hafi meðferðargildi. Þess ber einnig að geta að sál- fræðingar eru flestir í góðum tengslum við aðrar starfsstéttir svo sem lækna og geta því vísað fólki áfram til frekari meðferðar gerist þess þörf. Af nýlegri umræðu um ýmsar leiðir lækninga er ljóst að þörf er á leiðarvísi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda og er þessi grein innlegg í þá umræðu. Fagmennska eða fúsk UMHVERFIS- MÁL Jón Skafti Gestsson hagfræðingur ➜ Það er sérstaklega fl ug sem skilur eftir sig stórt kolefnisspor og því væri til mikils unnið í loftlags- málum að draga úr þeim fl utningum. TRÚMÁL Sverrir Björnsson hönnuður ➜ Hefur einhver séð þessa veru? spurði ég. Nei, ekki nokkur lifandi maður en hún hefur samt sést. SAMFÉLAG Sigurvin Lárus Jónsson prestur HEILBRIGÐIS- MÁL Hugrún Sigurjónsdóttir sálfræðingur Sjá má lengri útgáfu greinar- innar á Vísi. visir.is Viðhaldsfríir gluggar, hurðir, sólskálar o.fl. Allar tæknilegar upplýsingar, snið og teikningar, eru fyrirliggjandi hjá okkur. Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Þann 21. mars nk. verðum við með opið hús í Smiðsbúð 10, frá kl. 10 - 16. Þar munum við kynna allt það nýjasta sem finna má í gerð garðskála, svalalokana, hurða og glugga. Verið velkomin í glæsilegan sýningarsal okkar. Opið hús vígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjöl- miðlum af kirkjunnar þjón- um í garð hins egin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja sam- kynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru sam- þykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við laga- frumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfær- ingar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigð- ar. Sambærileg álitamál í kirkju- sögu 20. aldar hafa varðað hjóna- vígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vand- kvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekk- ist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafn- réttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prests- staða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opin- berir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjóna- efnum í embættisverkum á grund- velli kynhneigðar. Engar upplýs- ingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjá- kvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjón- ustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og for- dómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hins egin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf rétt- lætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfis- lægt í kirkjunni á grundvelli kyn- hneigðar. 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 F -7 5 D 0 1 4 2 F -7 4 9 4 1 4 2 F -7 3 5 8 1 4 2 F -7 2 1 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.