Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 10
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Framleiðslugeta orkuvinnslu- svæðis Hellisheiðarvirkjunar fell- ur nákvæmlega á þeim hraða sem vísindamenn Orkuveitu Reykjavík- ur gerðu ráð fyrir um mitt ár 2013. Uppsett afl virkjunarinnar er 303 megavött (MW) en orkuvinnslu- svæðið stendur undir innan við 270 MW í dag. Fallið 6 megavött á ári Fréttablaðið greindi frá því fyrst miðla í júní 2013 að rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiddu í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar standa ekki undir fullri framleiðslu til fram- búðar, og á þeim tímapunkti hafði verulega verið dregið úr rafmagns- framleiðslu. Vinnslusvæðið reyndist minna og ekki eins orkuríkt og talið hafði verið við uppbyggingu virkjun- arinnar, sem í því ljósi var of hröð. Þegar fréttin var skrifuð hafði virkjunin framleitt á fullum afköst- um til ársloka 2012 en gat um sum- arið mest framleitt 276 megavött. Sérfræðingar töldu raunhæft að afköst hennar myndu falla um sem nemur 5-6 megavöttum á ári sem hefur gengið eftir. 269 MW Þetta staðfestir Páll Erland, fram- kvæmdastjóri Orku náttúrunn- ar (ON), dótturfyrirtækis OR sem virkjanir fyrirtækisins falla undir, í viðtali við Fréttablaðið. Þær upp- lýsingar fengust til viðbótar frá ON að undanfarnar vikur var virkjunin að skila 269 MW. Í skriflegu svari ON til Fréttablaðsins kemur fram að heildarframleiðsla Hellisheiðar- virkjunar var árið 2012, fyrsta heila árið sem allar sjö aflvélar virkjun- arinnar voru í notkun, rúmlega 2,49 milljónir megavattstunda (MWst). Sambærilegar tölur ársins 2013 og 2014 eru reyndar litlu lægri, eða 2,39 milljónir MWst. Þessar fram- leiðslutölur eru hins vegar hærri en geta orkuvinnslusvæðis virkjunar- innar gefur tilefni til, en fyrir því eru nokkrar ástæður. Tæknilausnir skila miklu Aðgerðir hvortveggja í gufuveitu Hellisheiðarvirkjunar og í niður- rennslisveitunni hafa spornað gegn framleiðsluminnkun. Tæknifólk ON hafa undanfarna mánuði haldið framleiðslunni uppi með því t.d. að taka inn á gufuveitu virkjunarinnar blautari holur (hærra hlutfall vökva á móti gufu) en æskilegt er í eðli- legu árferði. Gripið hefur verið til aðgerða til að auðvelda að losna við það aukna vatnsmagn í vinnslurás- inni sem þessu fylgir. Tæknilegar lausnir hafa einnig gert það kleift að halda uppi framleiðslu með því að fresta eða breyta viðhaldsáætl- unum. Vatnsskortur Margt spilar hér inn í. Landsnet fór fram á það fyrir vorleysingar í fyrra að raforkuframleiðendur leit- uðust við að halda uppi sem mestri framleiðslu til að mæta viðvarandi vatnsskorti sem Landsvirkjun bjó þá við – en lónstaða virkjana Lands- virkjunar var töluvert í fréttum á þeim tíma og skerðingar á orku til stórra viðskiptavina fyrirtækisins. Þessu kalli svaraði ON með því að fresta upptekt á aflvélum sem aftur skiluðu svipaðri heildarframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar árin 2014 og 2013 í heildina. Því hefur framleiðsla í Hellis- heiðarvirkjun verið allmiklu meiri en hún væri ef rekstur virkjunar- innar væri samkvæmt því sem best er með tilliti til álags og fleiri þátta. Aftur á móti má ætla að tekjutap ON sé ekki eins mikið og gert var ráð fyrir árið 2013. Tekjutap ON vegna sex mega- vatta minni afkastagetu Hellis- heiðarvirkjunar hefði verið tæplega fjórtán milljónir króna á mánuði ef ekki væri gripið til aðgerða. Það eru um 160 milljónir á ársgrundvelli en sú upphæð tvöfaldast á hverju ári án aðgerða. Þessi kostnaður kemur til vegna nauðsynlegra kaupa OR á orku frá Landsvirkjun til að vega upp framleiðslutapið og uppfylla samninga um orkuafhendingu. Hverahlíð Þegar ljóst var sumarið 2013 að vinnslusvæðið stæði ekki undir væntingum og gæti því ekki keyrt allar sjö aflvélar Hellisheiðarvirkj- unar fæddist sú hugmynd að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhita- svæðið í Hverahlíð, þar sem OR áætlaði að byggja næstu stóru jarð- hitavirkjun sína. Þetta verkefni er nú komið af stað. Páll Erland kynnti fjárfestinga- áætlun ON á útboðsþingi á dögun- um, en hún hljóðar upp á þrettán milljarða króna á næstu fimm árum. Stærsta einstaka verkefnið er lagning Hverahlíðarlagnar frá borholum við Hverahlíð á Hellis- heiði að Hellisheiðarvirkjun. Mest- ur þungi framkvæmda er nú í ár; frágangi lagnarinnar mun ljúka 2016. Um 2,5 milljarðar renna til þess verkefnis á árinu en fjárfest- ingin alls er áætluð tæpir fjórir milljarðar króna. Jafnvægislist Markmið ON er að jafnvægi náist í rafmagnsframleiðslu Hellisheiðar- virkjunar með fullum afköstum, en ljóst er að það næst ekki án Hvera- hlíðarlagnar og gufunnar sem færð er á milli virkjunarsvæðanna. Hvert þetta jafnvægi er, er ekki vitað nákvæmlega en vonir standa til að gufan frá Hverahlíð dugi til þess að koma því á. Í fjárfestingaáætlun ON skýra umhverfismál að stærstum hluta fjárfestingar árin 2017 til 2019 – gangi áætlunin eftir. Verkefnin snúa að því að draga úr hveralykt og mengun frá Hellisheiðarvirkjun og því að skila vinnsluvatni aftur niður í jarðhitageyminn. Að sögn Páls Erland standa vonir til að þurfa ekki að leggja í allan þenn- an kostnað, heldur þvert á móti. Áætlunin sé varfærin leið til að eiga handbæra peninga ef þarf að fara út í miklar aðgerðir, segir Páll og staðfestir að engin ný virkjana- uppbygging sé inni í áætluninni til 2019 heldur snúist hún um að hlúa að núverandi virkjanasvæðum; á Hellisheiði, á Nesjavöllum og Anda- kílsvirkjun. Fjórir milljarðar Skiljuvatnslögn frá Hellisheiðar- virkjun til sjávar, sem yrði 23,5 kílómetra löng, er innan þessara áforma. Um er að ræða lögn með- fram Þrengslavegi og áfram með Þorlákshafnarvegi til sjávar við Þorlákshöfn, eins og kemur fram í drögum að aðalskipulagi Ölfuss. Óvissa um niðurdælingu skilju- vatnsins skýrir hugmyndir um lögnina. Hún er hins vegar háð ýmsum leyfum og verkefnið stutt á veg komið. Fyrsta kostnaðarmat gerir ráð fyrir að lögnin kosti fjóra milljarða króna. Beri aðgerðir sem nú er unnið að á virkjanasvæðinu árangur verður ekki í hana ráðist. Spár um orkutapið hafa allar ræst Afköst Hellisheiðarvirkjunar minnka nákvæmlega í samræmi við spár vísindamanna Orkuveitu Reykjavíkur árið 2013. Virkjunin skilar nú 269 metavöttum, en gæti framleitt 303 metavött ef orkan væri næg. Gufulögn frá Hverahlíð verður lögð í ár að stærstum hluta. HELLISHEIÐARVIRKJUN Framleiðslugetan er 303 MW en vinnslusvæðið stendur ekki undir uppsettu afli verksmiðjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Niður- dráttur á svæðinu hefur þróast nákvæmlega eins og búist var við. Páll Erland Eftir að Hellisheiðarvirkjun var keyrð með fullum afköstum fylgdust sérfræð- ingar Orkuveitunnar náið með viðbrögðum jarðhitasvæðisins. Þá kom í ljós allnokkur lækkun á þrýstingi [niðurdráttur] í jarðhitageyminum. Ástæðan er að það svæði sem talið var að gæfi mikla orku, eða Skarðsmýrarfjall, gefur mjög lítið. Til greina kom að leita nýrra svæða og rannsaka hvort aðrir hlutar af nú- verandi vinnslusvæði virkjunarinnar gætu gefið meira. Miðað við fjárhags- stöðu Orkuveitunnar árið 2013 vildu forsvarsmenn forðast það, enda kostar ein háhitahola fullkláruð og tengd virkjun á bilinu 400 til 500 milljónir króna. Vandi Hellisheiðarvirkjunar Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Stjórn Orku náttúrunnar krafðist þess í sumar sem leið að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur virti trúnað um yfirlit sem var gert um framleiðslutölur Hellis- heiðarvirkjunar frá maí 2013 til sama mánaðar 2014. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn og í stjórn OR gagnrýndu þessa kröfu ON með þeim formerkjum að upplýsingarnar ættu að vera uppi á borðum– almenningi til upplýsingar. Á fundi stjórnar OR frá því 26. janúar sl. ítrekuðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins þær óskir sínar að leynd yrði aflétt af framleiðslutölum virkjana ON. Borgarráð beindi því jafnframt til stjórnar OR, í samráði við stjórn ON, að tryggt væri að uppskipting OR leiddi ekki til minna gagnsæis og upplýsinga- gjafar til almennings. Rök ON eru hins vegar að um samtímaupplýsingar var að ræða sem sam- keppnisaðilar gætu nýtt sér, og birting framleiðslutalna hefði ekkert breyst frá því sem var áður en rekstrarformi OR var breytt. LEYND YFIR FRAMLEIÐSLUTÖLUM GAGNRÝND (2.120.968 kr. án vsk) 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -3 A 9 0 1 4 2 F -3 9 5 4 1 4 2 F -3 8 1 8 1 4 2 F -3 6 D C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.