Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 66
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 LÁTIÐ BIKARINN Í FRIÐI Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Íslandsmeistara KR, ætlar ekki að sleppa bikarnum í greipar hinna liðanna í Dominos-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÖRFUBOLTI Íslands- og deildar- meistarar KR-inga hefja titil- vörnina í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindavík í DHL-höllinni en KR-ingar hafa ekki tapað leik í átta liða úrslitunum í sjö ár. KR-liðið hefur sópað liðum út úr átta liða úrslitunum undan- farin sex ár og unnið alls þrettán síðustu leiki sína í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Síðasta liðið til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum og jafnframt slá Vesturbæjarliðið út var ÍR sem vann oddaleik liðanna 3. apríl 2008. - óój Þrettán í röð SÓPARAR Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR-liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRDÍS INGA KÖRFUBOLTI KR og Grindavík hefja einvígi sitt í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. Þetta er í átt- unda skiptið sem félögin mætast í úrslitakeppni karla og hingað til hafa þau skipst á að slá hvort annað út. KR vann 3-1 sigur á Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og samkvæmt hefðinni ættu Grindvíkingar að hefna í átta liða úrslitunum í ár. - óój EINVÍGI KR OG GRINDAVÍKUR: Undanúrslit 1990: KR vann 2-0, 8 liða 1999: Grindavík vann 2-0 Lokaúrslit 2000: KR vann 3-1 8 liða 2004: Grindavík vann 2-1 Lokaúrslit 2009: KR vann 3-2 Undanúrslit 2013: Grindavík vann 3-1 Lokaúrslit 2014: KR vann 3-1 8 liða 2015: ??? Vinna á víxl KÖRFUBOLTI Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst í kvöld í Ljónagryfjunni. Teitur Örlygs- son, aðstoðarþjálfari Njarðvík- ur í dag, er fyrrverandi þjálfari Stjörnuliðsins og eini þjálfarinn í sögu félagsins til þessa sem hefur stýrt liðinu til sigurs í leik í úrslitakeppni. Stjarnan fór í úrslitakeppnina öll sex tímabil Teits með liðið og vann Stjörnu- liðið þá 21 af 41 leik sínum. Fyrsti sigur Stjörnunnar í úrslitakeppni án Teits Örlygssonar gæti því komið í leik á móti Teiti. - óój Fyrsti án Teits á móti Teiti? REYNSLA Teitur Örlygsson og Friðrik Ingi Rúnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HVERNIG ENDA EINVÍGIN FJÖGUR? í átta liða úrslitum Dominos-deild karla í körfubolta Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells Sveinbjörn Claessen leikmaður ÍR Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis Pálmi Freyr Sigurgeirsson leikmaður Snæfells Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar Magnús Þór Gunnarsson leikmaður Skallagríms 6/7 7/7 5/7 4/7 SAMANTEKT Á SPÁNUM 3 - 1 3 - 2 3 - 2 3 - 2 3 - 1 3 - 1 2 - 3 3 - 1 3 - 0 3 - 1 3 - 1 3 - 2 3 - 0 3 - 0 3 - 1 3 - 1 1 - 3 3 - 1 3 - 2 3 - 2 1 - 3 2 - 3 3 - 1 2 - 3 2 - 3 2 - 3 3 - 1 3 - 0 KÖRFUBOLTI Einn af vorboð- um hvers árs er úrslitakeppnin í körfuboltanum hér heima, en í kvöld fara átta liða úrslitin af stað hjá körlunum. Efsta liðið KR tekur á móti Grindavík sem hafn- aði í áttunda sæti og þá eigast við Njarðvík og Stjarnan sem enduðu í fjórða og fimmta sæti. Spennan fyrir átta liða úrslit- in er meiri en oft áður þar sem erfitt er að ráða í úrslitin, meira að segja viðureign efsta liðsins og liðsins sem hafnaði í áttunda sæti. Þar spila inn í meiðsli Pavels Ermol inskij. Ingi Þór Steinþórs- son, þjálfari Snæfells, er sérfræð- ingur Fréttablaðsins fyrir átta liða úrslitin og spáir í spilin. Pavel truflar Grindavík „Sigurhlutfallið milli KR og Grindavíkur er nokkuð jafnt undan farin ár og þessi lið spila vanalega mjög skemmtilegar seríur á móti hvort öðru,“ segir Ingi Þór um viðureign KR (1) og Grindavíkur (8). „KR-ingar eru bara þannig stemmdir að þeir ætla að verða meistarar. Þeir mega samt ekkert við því að fara í fimm leikja seríu,“ bætir Ingi Þór við. Stóra spurning- armerkið hjá KR er hversu mikið Pavel getur beitt sér, en hann missti af lokasprettinum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bikar úrslitaleiknum. „Það er klárt að Pavel spilar ekki fyrstu leikina en það truflar Grindavík meira en KR. KR-ingar vita alveg hvenær hann mun spila en ekki Grindvíkingar. Þeir gætu verið meira að spá í því. KR er líka með alveg nógu góðan mannskap til að vinna án Pavels. Ef Brynj- ar Þór fær að spila sína stöðu eru þeir í fínum málum. Svo er KR líka sterkara varnarlið,“ segir Ingi Þór sem spáir KR 3-1 sigri. Stólarnir sterkari Nýliðar Tindastóls (2) mæta læri- sveinum Benedikts Guðmundsson- ar úr Þór Þorlákshöfn (7) í annarri athyglisverðri rimmu. „Tindastóll er líkamlega sterkt lið sem þarf að ná fram sínum leik í seríunni til að vinna. Þórsararnir geta samt unnið alla á hvaða degi sem er. Þeir geta reyndar líka tapað illa eins og fyrir KR um dag- inn,“ segir Ingi Þór. Hann bendir á að heimavöllur- inn hafi verið sterkur fyrir Stólana (10-1) en Þórsarar vinni varla á úti- velli (3-8). „Heimavöllurinn verð- ur klárlega sterkur fyrir Stólana áfram og svo mun liðið vinna bar- áttuna undir körfunni. Þess vegna held ég að Tindastóll vinni þetta einvígi, 3-1.“ Passa upp á jafnvægið Haukarnir fengu skell í úrslita- keppninni í fyrra. Þrátt fyrir þrjá spennandi leiki voru þeir sendir í sumarfrí með 3-0 sópi af hálfu Njarðvíkur. Nú mæta Haukar (3) níföldum Íslandsmeisturum Kefla- víkur (6). „Haukar eru í sama gír núna og í byrjun tímabilsins en þeir tóku rosalega dýfu um mitt mót. Þeir virðast vera búnir að laga það sem var að og koma stemmd- ir með mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina,“ segir Ingi Þór, en hvað þurfa Haukarnir að gera til að komast í undanúrslitin? „Þeir þurfa að passa upp á jafn- vægið. Þeir eru með mikinn styrk í Alex Francis undir körfunni en Emil Barja þarf að stýra þessu rétt og Kári Jónsson og Haukur Óskars- son að vera heitir fyrir utan. Þeir þurfa framlag frá liðsheildinni,“ segir Ingi, en hvernig fer Keflavík að því að fella Haukana? „Keflvíkingar eru með sterka bakverði og Damon Johnson sem er reynslumikill. Ef Keflvíking- ar ná upp grimmdinni og ná að berja Haukana frá körfunni geta þeir stolið þessari seríu en ég spái Haukum 3-1 sigri.“ Shouse elskar úrslitakeppnina Viðureign Njarðvíkur (4) og Stjörnunnar (5) ætti að vera mjög spennandi og Ingi Þór er því sam- mála. „Þetta verður gríðarlega jafnt einvígi. Bæði lið eru mikil bak- varðalið; Stjarnan með Justin og Dag Kár en Njarðvík með Bonn- eau-bombuna og Loga Gunnars. Þetta eru rosalega skemmtileg tvíeyki,“ segir hann. Bakvarða- tvíeykin ættu að „núlla“ hvort annað út og því fellur það í skaut annarra leikmanna liðanna að standa sig. „Leikmennirnir í aukahlutverk- unum skipta miklu máli í þessu einvígi. Verður það einhver ungur strákur úr Njarðvík sem tekur á sig rögg eða taka stóru strákarn- ir völdin í liðunum? Og hvernig ætlar Stjarnan að stöðva heitasta sóknarmann deildarinnar sem er Bonneau? Justin Shouse er líka rosaleg- ur í úrslitakeppninni. Hann elsk- ar þetta umhverfi og spilar allt- af best í stóru leikjunum. Þetta er mjög spennandi en ég spái 3-2 sigri Stjörnunnar,“ segir Ingi Þór. Spurður að lokum hvaða lið fari alla leið svarar Ingi Þór: „KR og Tindastóll vinna í undan- úrslitum og mætast í úrslita- rimmunni. Þetta eru bestu liðin.“ ooj@frettabladid.is, tomas@365.is Efstu liðin mætast í úrslitum Úrslitakeppnin í Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld. Öll einvígin að þessu sinni eru mjög spenn- andi og má búast við æsingi. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið. FÓTBOLTI Arnar Þór Viðarsson var í gær látinn fara sem knattspyrnustjóri belgíska úrvalsdeildarfélagsins Cercle Brugge í gær. Hinn 51 árs Dennis Van Wijk tekur við starfi hans og stýrir liðinu til loka tímabilsins. Arnar Þór tók við liðinu í erfiðri stöðu í október og var nálægt því að tryggja liðinu öruggt sæti í deildinni. Hann hefði þurft sigur í lokaumferð deildarkeppninnar um helgina en lið hans tapaði fyrir Mechelen, 3-2, eftir að hafa verið 2-0 yfir þegar 89 mínútur voru liðnar af leiknum. Úrslitin þýða að Cercle Brugge endaði í næstneðsta sæti og þarf að spila við botnlið Lierse í umspili um hvort liðið haldi sæti sínu í efstu deild. Cercle Brugge hefur aðeins fengið eitt stig af 24 mögulegum í síðustu átta leikjum liðsins og því var ákveðið að skipta um mann í brúnni núna. Arnar kom til Cercle Brugge sem leikmaður fyrir sjö árum og var honum þökkuð þjónustan við félagið. Hann er aðeins 37 ára gamall og var aðstoðarþjálfari Lorenzo Staelens áður en honum var sagt upp í haust. Arnar Þór baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað í gær. - esá Arnar Þór látinn fara frá Cercle ARNAR ÞÓR Einn yngsti knattspyrnu- stjóri í evrópsku úrvalsdeildarliði sem Ísland hefur átt. Hann er reynslunni ríkari eftir dvölina hjá Cercle. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Ísland mætir Sviss í tveimur æfingaleikjum ytra næstu dagana, þeim fyrri í dag. Liðið er að búa sig undir erfiða leiki gegn Svartfjallalandi í júní en í húfi er sæti í lokakeppni HM 2015. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það færi vel um alla ytra þrátt fyrir erfitt ferðalag. „Það var mikil seinkun á fluginu frá Íslandi vegna enn einnar lægðarinnar og farangurinn skilaði sér ekki í tengiflugið. En við fengum hann í [gær]nótt,“ sagði Ágúst í viðtali á heimasíðu HSÍ. „Við gátum því æft hér í morgun og eru allir leikmenn í mjög góðu standi. Allir eru heilir heilsu og að spila mikið með sínum liðum.“ Síðari æfingaleikurinn fer fram á laugardag. - esá Töskurnar skiluðu sér ekki SPORT 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 F -5 3 4 0 1 4 2 F -5 2 0 4 1 4 2 F -5 0 C 8 1 4 2 F -4 F 8 C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.