Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 34
FÓLK|TÍSKA „Maðurinn minn vildi einfalda hringa en þar sem ég er nú einu sinni gull- smiður langaði mig í eitthvað skraut- legra. Ég lagði höfuðið í bleyti og hug- myndin kviknaði svo einum og hálfum degi fyrir 70 ára brúðkaupsafmæli afa míns og ömmu, þann 1. júlí í fyrra. Þeir voru því nánast smíðaðir á einni nóttu,“ segir Júlía. „Síðan hef ég gert nokkrar útfærslur og eru allar innblásnar af víravirkinu, sem flestir kannast við á ís- lenska þjóðbúningnum, eins og annað skart sem ég geri.“ Hugmyndin er að sögn Júlíu sú að trúlofunarhringurinn sé einfaldur en að hægt sé að bæta sparikjólnum við á brúðkaupsdaginn eða jafnvel þrjátíu árum seinna. „Þá er auðvitað hægt að smíða svona hring fyrir önnur tilfelli og alveg eins hægt að bæta á sig sparikjól fyrir árshátíð eða annað skemmtilegt tilefni.“ Júlía segir í öllum tilfellum nauðsynlegt að sérsmíða sparikjól á hvern einstakan baug enda eru þeir jafn misjafnir að stærð og gerð og þeir eru margir. Sjálf gengur Júlía með einfalda hring- inn dags daglega en ætlar að smíða sparikjól úr hvítagulli með demanti þegar nær dregur stóra deginum. Júlía er einn þrettán hönnuða í ís- lensku hönnunar versluninni Jöklu á Laugavegi 94. Verslunin var opnuð fyrir jól og hefur hönnuðum þar fjölgað jafnt og þétt. Þar selur Júlía ýmiss konar skart úr víravirki en hringana er hún með á vinnustofu sinni í Grafarvogi og á Facebook. Fram undan eru svo flutn- ingar til Akureyrar þar sem hún hyggst opna vinnustofu og verslun. ■ vera@365.is BAUGUR Í SPARIKJÓL GULLSMÍÐI Gullsmiðurinn Júlía Þrastardóttir fékk skemmtilega hugmynd að trúlofunar- og giftingarhringjum rétt áður en hún trúlofaði sig í fyrra. Hún klæddi hefðbundinn gullbaug í svokallaðan sparikjól úr víravirki og hefur síðan gert nokkrar mismunandi útgáfur sem hún sýndi á nýafstöðnum Hönn- unarMars við góðar undirtektir. TRÚLOFUN Hringarnir eru allir innblásnir af vírvirkinu sem flestir kannast við á íslenska þjóðbúningnum. Í SPARIBÚNINGI Hugmyndin er að sögn Júlíu sú að trúlofunarhringurinn sé einfaldur en að hægt sé að bæta sparikjólnum við á brúðkaupsdaginn eða jafnvel þrjátíu árum seinna. MYND/GVA Stærðir 38-52 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Stærðir 38-54 Smart föt, fyrir smart konur Go Ahead Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála. *Aðeins 57 kcal per kex * Létt í bragði Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 NÝTT KORTAT ÍMABIL 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -8 4 A 0 1 4 2 F -8 3 6 4 1 4 2 F -8 2 2 8 1 4 2 F -8 0 E C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.