Fréttablaðið - 19.03.2015, Page 34

Fréttablaðið - 19.03.2015, Page 34
FÓLK|TÍSKA „Maðurinn minn vildi einfalda hringa en þar sem ég er nú einu sinni gull- smiður langaði mig í eitthvað skraut- legra. Ég lagði höfuðið í bleyti og hug- myndin kviknaði svo einum og hálfum degi fyrir 70 ára brúðkaupsafmæli afa míns og ömmu, þann 1. júlí í fyrra. Þeir voru því nánast smíðaðir á einni nóttu,“ segir Júlía. „Síðan hef ég gert nokkrar útfærslur og eru allar innblásnar af víravirkinu, sem flestir kannast við á ís- lenska þjóðbúningnum, eins og annað skart sem ég geri.“ Hugmyndin er að sögn Júlíu sú að trúlofunarhringurinn sé einfaldur en að hægt sé að bæta sparikjólnum við á brúðkaupsdaginn eða jafnvel þrjátíu árum seinna. „Þá er auðvitað hægt að smíða svona hring fyrir önnur tilfelli og alveg eins hægt að bæta á sig sparikjól fyrir árshátíð eða annað skemmtilegt tilefni.“ Júlía segir í öllum tilfellum nauðsynlegt að sérsmíða sparikjól á hvern einstakan baug enda eru þeir jafn misjafnir að stærð og gerð og þeir eru margir. Sjálf gengur Júlía með einfalda hring- inn dags daglega en ætlar að smíða sparikjól úr hvítagulli með demanti þegar nær dregur stóra deginum. Júlía er einn þrettán hönnuða í ís- lensku hönnunar versluninni Jöklu á Laugavegi 94. Verslunin var opnuð fyrir jól og hefur hönnuðum þar fjölgað jafnt og þétt. Þar selur Júlía ýmiss konar skart úr víravirki en hringana er hún með á vinnustofu sinni í Grafarvogi og á Facebook. Fram undan eru svo flutn- ingar til Akureyrar þar sem hún hyggst opna vinnustofu og verslun. ■ vera@365.is BAUGUR Í SPARIKJÓL GULLSMÍÐI Gullsmiðurinn Júlía Þrastardóttir fékk skemmtilega hugmynd að trúlofunar- og giftingarhringjum rétt áður en hún trúlofaði sig í fyrra. Hún klæddi hefðbundinn gullbaug í svokallaðan sparikjól úr víravirki og hefur síðan gert nokkrar mismunandi útgáfur sem hún sýndi á nýafstöðnum Hönn- unarMars við góðar undirtektir. TRÚLOFUN Hringarnir eru allir innblásnir af vírvirkinu sem flestir kannast við á íslenska þjóðbúningnum. Í SPARIBÚNINGI Hugmyndin er að sögn Júlíu sú að trúlofunarhringurinn sé einfaldur en að hægt sé að bæta sparikjólnum við á brúðkaupsdaginn eða jafnvel þrjátíu árum seinna. MYND/GVA Stærðir 38-52 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Stærðir 38-54 Smart föt, fyrir smart konur Go Ahead Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála. *Aðeins 57 kcal per kex * Létt í bragði Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 NÝTT KORTAT ÍMABIL 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -8 4 A 0 1 4 2 F -8 3 6 4 1 4 2 F -8 2 2 8 1 4 2 F -8 0 E C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.