Fréttablaðið - 19.03.2015, Page 41

Fréttablaðið - 19.03.2015, Page 41
13VERKFÆRI OG VÉLAR |FÓLK ■ SNIÐUGT Hárgreiðslufólk er oft með svuntu á sér með mörgum vösum til að geyma verkfæri eins og skæri, greiður, hárlakk og fleira. Hægt er að sauma svona svuntu og nota þegar verið er að vinna heima, setja upp ljós eða skrúfa saman húsgögn eða annað. Þá er hægt að hafa hamar í einum vasa, skrúfjárn í öðrum, nagla í þriðja og svo framvegis. Svona svuntu er líka hægt að nota í hreingerningum fyrir tuskur, sápuúða eða annað efni sem nota þarf. Svuntan er því afar hentug og getur sparað mörg sporin. Flottast er að sauma svuntu úr leðri eða leðurlíki en einnig er sniðugt að búa hana til úr gömlum gallabuxum. SVUNTA FYRIR VERKFÆRIN ■ FYRIR HERMENN Margtóla vasahnífurinn frá Sviss sem við þekkjum sem „Swiss Army Knife“ var hannaður árið 1880 fyrir svissneska hermenn. Með honum áttu hermenn að geta opnað niðursuðudósir og tek- ið í sundur riffla sem annars hefði þurft skrúfjárn til. ■ Árið 1891 innihélt hnífur- inn blað, bor, dósaopnara og skrúfjárn. ■ Árið 1896 þróaði nýr fram- leiðandi sérstaka fjöðrun svo hægt væri að festa tól á báðar hliðar. Með því var hægt að bæta við tólum, aukablaði og tappatogara. ■ Í dag eru margar útfærslur af hnífnum til með mis- munandi samsetningu tóla. Meðal þeirra áhalda sem útfærð hafa verið í hnífinn eru tannstöngull, skæri, sög, mælistika, flöskuupptakari, stækkunargler, vírklippur, naglaþjöl, glerskeri, lykla- hringur og appelsínuskrælari. wikipedia.org SVISSNESKA FJÖLTÓLIÐ Swiss Army Knife varð til fyrir 135 árum ■ KOSTAÐI RÚMA MILLJÓN Þessi verkfærakassi er vel notaður en kostar þó mun meira en nýr. Það er vegna þess að sá sem átti hann er Steve Wozniak, einn stofnenda Apple-fyrir tækisins. Nafn Wozniaks er á gula miðanum á kassanum. Allir verkfræðingar Apple á áttunda áratugnum fengu svona fallega bláa verkfærakassa en þegar Wozniak hætti að nota sinn skildi hann kassann eftir í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar lá hann í reiðileysi þar til starfsmaður að nafni Liggett fann hann og spurði Wozniak hvort hann mætti eiga hann. Liggett varð svo mikill safnari hluta sem tengdust-Apple fyrirtækinu á upphafsárum þess. Þegar verkfærakassinn dýrmæti var boðinn upp árið 2009 voru settir á hann sjö þúsund Bandaríkjadalir en hann seldist á níu þús- und dali eða tæplega 1,3 milljónir íslenskra króna á núvirði. DÝR VERKFÆRAKASSI Eigandinn var einn stofnenda Apple VERKFÆRASKÁPAR MEÐ KEPPNISANDA Handhægir verkfæraskápar með þrautprófuðum, gæðaverkfærum sem notuð eru af kröfuhörðustu keppnisliðum í akstursíþróttum um heim allan. Allt á sínum stað og til taks á mjög góðu verði. O F F I C I A L P A R T N E R 05158001E 150 stk. verkfæri Verð: 163.060 kr. 05188106E 150 stk. verkfæri Verð: 196.540 kr. 05198105E 181 stk. verkfæri Verð: 235.600 kr. 05168113E 150 stk. verkfæri Verð: 179.800 kr. 05158002E 181 stk. verkfæri Verð: 169.880 kr. PIP AR \T BW A 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -7 0 E 0 1 4 2 F -6 F A 4 1 4 2 F -6 E 6 8 1 4 2 F -6 D 2 C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.