Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 12
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 BÖRGERINN 160gr sérvalið nautakjöt, hamborgarabrauð Örvars, brasseraðuxabrjóst, reykt chili-majó, andafitukartöflur REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE Létteldað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc sósa ANDARSALAT Confit andarlæri, appelsínur, pak choi, cashew hnetur, gulrætur SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · KOLRESTAURANT.IS Borðapantanir í síma 517 7474 eða info@kolrestaurant.is HÁDEGIÐ Á KOL ALÞINGI Starf þingnefndar sem vinnur að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins er langt komin. Pétur H. Blöndal, for- maður nefndarinnar, segir smáhlé hafa orðið á störfum hennar, en vinna haldi áfram á vettvangi hennar eftir páska. Pétur segist hins vegar ekki treysta sér til að lofa því að lög um nýtt almannatryggingakerfi verði tekið til umræðu núna á vor- þinginu. „Þetta er ansi viðamik- ið verk og mikill kostnaður sem fylgir þessu.“ Núna sitji trygginga- stærðfræðingur við að reikna út kostnaðinn sem fylgi þeim breyt- ingum sem fyrirséð sé að nefndin leggi til. Meginkostnaðurinn fylgi hins vegar öðrum þáttum en snúi til dæmis að Virk starfsendurhæf- ingarsjóði og slíkum úrræðum. „Í heildarendurskoðun almanna- tryggingakerfisins eru margir þættir. Eitt er til dæmis veruleg einföldun kerfisins,“ segir Pétur. Þannig þurfi til dæmis að endur- skoða vinnulag í kring um fram- færsluuppbót sem tekin var inn í kerfið 2008 rétt fyrir hrun og svo lagfærð í lögunum 2009. Við breytinguna hafi tekjur þeirra sem lægstar höfðu bæturnar batnað um allt að fimmtung, en á móti hafi svo komið skerðing á tekjum þeirra sem voru betur settir og nutu einn- ig annarra lífeyrisgreiðslna. Þarna hafi orðið til mikil óánægja. „En niðurstaða nefndarinn- ar er að lífeyrisþegar hafi farið allra hópa best í gegn um hrunið, þrátt fyrir að umræðan sé einhver allt, allt önnur. En um leið skekkti framfærsluuppbótin allt kerfið og gerði það mjög óréttlátt.“ Því fylgi mikill kostnaður að vinda ofan af þessu. Þá segir Pétur vinnu nefndar- innar miða að því að horfið verði frá kerfi örorkumats og tekið upp starfsgetumat í staðinn. „En for- senda fyrir því er að yfirleitt sé hægt að endurhæfa fólk.“ Þar sé hins vegar til mikils að vinna eins og komið hafi fram í tölum um fjölgun fólks sem þiggur örorku- bætur. Þannig hafa forsvarsmenn Virk og samtaka á vinnumarkaði bent á að árlega hverfi nú 12 til 15 hundruð manns af vinnumark- aði vegna örorku. Það séu fleiri en nemi náttúrulegri fjölgun á vinnu- markaði. Pétur segir nefndina sem hann stýrir vera þriðju þingnefndina sem fjallar um starfsgetumatið. Um sé að ræða þverpólitíska nefnd sem ætlað sé að finna lausnir áður en lagt verður í gerð frumvarps. „En það er búið að vinna ansi mikið í þá veru.“ olikr@frettabladid.is FRÁ STARFAMESSU 2012 Fleiri heltast úr lestinni vegna örorku á vinnumarkaði en bætast við. Nýju almannatryggingakerfi er ætlað að vinna á móti þróuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ný lög um almanna- tryggingar verða dýr Vinna þingnefndar um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins er langt komin. Nýtt kerfi verður mjög breytt. Vinda á ofan af óréttlæti sem til varð við upptöku framfærsluuppbótar. Starfsgetumat og endurhæfing í stað örorkumats. NÍGERÍA Stjórnarandstæðingurinn Muhamm- adu Buhari tryggði sér sigur í forsetakosning- unum í Nígeríu, sem haldnar voru um helgina. Núverandi forseti, Goodluck Jonathan, viður- kenndi ósigur sinn og óskaði Buhari til ham- ingju. Stuðningsmenn beggja höfðu haft á lofti gagnkvæmar ásakanir um kosningasvindl, en virtust í gær ætla að sættast á niðurstöðurn- ar. Óttast var að sá, sem færri atkvæði fengi, myndi ekki fallast á niðurstöðuna. „Menn óttuðust alltaf að hann myndi ekki vilja viðurkenna ósigur, en fyrir þetta verður hann hetja. Það mun draga hratt úr spenn- unni,“ segði talsmaður Buhari við fjölmiðla í gær. Kjörstjórn í landinu skýrði í gær frá því að Buhari hefði fengið meira en 25 prósent atkvæða í 24 fylkjum, og þar með þurfi ekki að halda seinni umferð forsetakosninganna. Til að vinna sigur þurfti Buhari bæði að fá meira en 50 prósent atkvæða á landsvísu og að minnsta kosti fjórðung atkvæða í tveimur af hverjum þremur fylkjum landsins. Buhari er fyrrverandi herforingi og ein- ræðisherra. Jonathan, núverandi forseti, vann nauman sigur á honum í síðustu kosningum og brutust þá út miklar óeirðir. - gb Muhammadu Buhari, fyrrverandi einræðisherra, vann sigur í forsetakosningum Nígeríu: Goodluck Jonathan viðurkennir ósigur FÖGNUÐUR Stuðningsfólk Buhari fagnar sigri. NORDICPHOTOS/AFP ORKUMÁL Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. hafa undirritað nýjan samning um sölu rafmagns til kísilmálmverksmiðju, sem PCC BakkiSilicon hf. áformar að reisa á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á árinu 2017 og noti 58 MW af afli. Nýi rafmagnssamningurinn er efnislega svip- aður og fyrri rafmagnssamningur félaganna frá árinu 2014 en með nokkrum frávikum þó. Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) ákvað í desember síðastliðnum að hefja skoðun á fyrri rafmagnssamningi aðila frá 2014. Þeim rafmagnssamningi hafa samningsaðilar sameiginlega rift enda ýmis skilyrði samningsins óuppfyllt og tímaákvæði hans ekki lengur raunhæf. Fyrri samningur aðila frá 2014 er því ekki lengur til staðar sem gildur samningur. Nýi rafmagnssamn- ingurinn var tilkynntur til ESA í gær. Samningurinn er undirritaður með ákveðnum en tiltölulega fáum fyrirvörum sem uppfylla þarf fyrir mitt sumar, þ.m.t. lok samninga við aðra aðila og að ESA geri ekki athugasemdir við efni samningsins. - shá Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. undirrita nýjan rafmagnssamning: Hafa rift fyrri orkusamningi BAKKI VIÐ HÚSAVÍK Hér rís 36.000 tonna kísilmálmverk- smiðja PCC. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VINNUMARKAÐUR Stéttarfélagið Framsýn í Þingeyjarsýslum lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fjölgunar vinnuslysa í fiskvinnslu á Íslandi. „Fólk í fiskvinnslu er ekki varið nægilega. Þarna er verið að reyna að ná sem mestu út úr fólk- inu á lægstu laununum,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Framsýnar. „Þetta er graf- alvarlegt mál og menn eiga að sjá sóma sinn í að taka samantekt Vinnueftirlitsins alvarlega.“ - sa Slys í fiskvinnslu: „Léleg laun heilsufarsvandi“ Í kynningu velferðarráðuneytisins frá 2012 á hugmyndum sem þá voru uppi um endurskoðun á lögum um almannatryggingar kemur fram að þegar starfsgetumat kemur í stað örorkumats sé lögð áhersla á getu fólks til að vinna fremur en vangetu. Þá segir á vef Virk starfsendurhæfingar- sjóðs að starfsgetumat sé heildrænt mat sem meti færni einstaklingsins út frá líkamlegum, andlegum og félagslegum forsendum til að taka virkan þátt í samfélaginu. „Það metur styrkleika og hindranir einstaklingsins með tilliti til atvinnuþátttöku og getu hans til að afla sér tekna.“ Lögð sé áhersla á að virkja einstaklinginn, bjóða honum fljótt einstaklingsmiðaða endurhæfingu og fjarlægja vinnuletjandi farartálma. „Litið er á starfs- getumat sem eitt órofa ferli mats annars vegar og virkniaukandi aðgerða og/eða starfsendurhæfingar og meðferðar hins vegar.“ Áherslurnar aðrar í starfsgetumati 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -D 0 9 0 1 4 5 9 -C F 5 4 1 4 5 9 -C E 1 8 1 4 5 9 -C C D C 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.