Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2015 | FRÉTTIR | 13 NEYTENDUR „Þeir virðast hafa dregið þetta til baka hálfa leið í stað þess að breyta villandi og röngu orðalagi alveg,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðinemi og erindreki hjá Hags- munasamtökum heimilanna, um orða- lag á vefsíðunni gjaldþrotaskipti.is. Síðan auglýsir meðal annars aðstoð vegna gjaldþrotaskipta. Í kjölfar frumkvæðisathugunar Neytendastofu í desember var orða- lagi á síðunni breytt. Athugunin var gerð vegna kvörtunar frá Hagsmuna- samtökum heimilanna sem sneri að því að gefnar væru upp rangar og villandi upplýsingar. Fullyrt var að um síðustu áramót myndu lög um fyrningarfrest við gjaldþrot breytast, en fyrir þeirri fullyrðingu var eng- inn fótur þar sem forsætisráðherra tók það fram í stefnuræðu sinni að fyrningarfrestur myndi áfram vera tvö ár. Guðmundur segir að þrátt fyrir breytt orðalag sé greinilega enn verið að reyna að kveikja þá hugmynd að stuttur fyrningarfrestur muni aðeins standa til boða tímabundið og því sé skammur tími til að nýta stytt- an frestinn. „Þetta er ekki rétt. Þeir nota þetta orðalag bara sem tæki til að veiða til sín viðskipti,“ segir Guð- mundur og bætir við að þeir kveiki þá hugmynd hjá fólki í fjárhagserfið- leikum að það sé tímapressa. „Þannig spila þeir með örvæntingafullt fólk sem á undir högg að sækja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Neyt- endastofu verður metið hvort tilefni sé til athugunar að nýju vegna við- skiptahátta vefsíðunnar sem er í eigu Sigma bókhalds sf. - ngy Neytendastofa mun meta hvort tilefni sé til athugunar á viðskiptaháttum vegna vefsíðunnar gjaldþrotaskipti.is: Orðalag á vefsíðu um gjaldþrot talið rangt og villandi UMHVERFISMÁL Neysluvatn á Íslandi er almennt mjög gott en úrbóta er þörf í sumum tilfellum hjá minni vatnsveitum, einkum litlum einkaveitum. Þetta kemur fram í skýrslu um niðurstöður eftirlits á vegum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með gæðum neysluvatns á árun- um 2002-2012. Skimað var fyrir örverum, lífrænum eiturefnum og þungmálmum. Yfir 99% sýna sem tekin voru á þessu tímabili hjá vatnsveitum sem þjóna fleirum en 500 íbúum uppfylltu reglur um neysluvatn hvað varðar E.coli, sem greind- ist í 6,5% sýna frá vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða færri. - shá Úrbóta sumstaðar þörf: Neysluvatn almennt gott LÍFGJAFI Best í heimi? LÖGREGLUMÁL Lögregla var kölluð til er æði rann á mann er hann var innandyra í Þjónustu- miðstöð Reykjavíkurborgar í Vesturbæ um hádegisbil í gær. Henti hann stólum til og braut með því rúðu þar innandyra. Er lögregla mætti á staðinn var hann farinn en var handtekinn ekki langt frá. Skýrsla verður tekin af honum í fyllingu tím- ans. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar, segir engan hafa slasast. „Það slasað- ist enginn starfsmaður. Þetta gerist ekki oft en þetta gerist,“ segir Sigþrúður og segir erfitt að gefa upp ástæðu manns- ins fyrir árásargirni hans en vegfarendur greindu frá því að maðurinn hefði verið ósáttur við að fá ekki greidda fjárhagsað- stoð. - kbg Lögregla kölluð til: Fékk æðiskast og braut rúðu VESTURGARÐUR Rúða var brotin í Þjónustumiðstöð Reykjavíkur. Save the Children á Íslandi Þetta er ekki rétt. Þeir nota þetta orðalag bara sem tæki til að veiða til sín viðskipti. Guðmundur Ásgeirsson, erindreki hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -C 1 C 0 1 4 5 9 -C 0 8 4 1 4 5 9 -B F 4 8 1 4 5 9 -B E 0 C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.