Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 24
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Vatnsveitum er falið að afla heilnæms neysluvatns fyrir fólk og atvinnulíf til langrar framtíðar. Verkefni okkar hjá Orkuveitu Reykjavíkur hvað þetta varð- ar er umfangsmikið. Vatnsból OR eru fimmtán og þjóna fólki og fyrirtækjum á Vestur landi, Suðurlandi og á höfuðborg- arsvæðinu. Viðfangsefni vegna vatns- veitunnar eru mörg og mismunandi. Í Heiðmörk þrengir til dæmis að vatns- bólum vegna annars konar nýtingar, á Akranesi er vatnið geislað þar sem verið er að nýta yfirborðsvatn og varmameng- un er við Þingvallavatn. Við hjá Orkuveitunni leggjum áherslu á að tryggja gæði neysluvatns til íbúa og ástæðan er einföld; það er ekki hægt að innkalla mengað neysluvatn. Því vinnum við markvisst að fyrirbyggjandi eftirliti, vöktun og forvörnum. Verndun neysluvatns er okkar hjart- ans mál. Öryggisreglur eru í gildi vegna framkvæmda og umferðar um vatnstöku- svæði. Vatnsvinnsla í Heiðmörk byggist alfarið á hreinu og ómeðhöndluðu grunn- vatni. En getum við verndað vatnið, er baráttan töpuð og munum við sætta okkur við meðhöndlað vatn til framtíðar? Á árinu 2014 var hafist handa við gerð heildaryfirlits um neysluvatnsmál höf- uðborgarsvæðisins með hliðsjón af jarð- fræði, umhverfismálum, vatnsnotkun, rekstri, áhættu, orðspori og framtíðar- sýn. Tillaga að endurskoðun vatnsverndar á svæðinu var auglýst haustið 2014 og tillaga að nýju svæðisskipulagi var aug- lýst undir lok árs 2014. Vatnsvernd er eitt af meginmarkmiðum nýja svæðis- skipulagsins. Afmörkun vatnsverndar- svæða í tillögunni tekur mið af mun nákvæmari rannsóknum en áður, sem er traustvekjandi. Samhliða breyttri afmörkun verndarsvæðanna þarf að ákveða hvaða reglur skuli gilda um umsvif á þeim. Margir eiga hagsmuna að gæta. Við starfsfólk Orkuveitunnar bindum vonir við að nýtt skipulag vatns- verndar verði öflugt tæki til að standa vörð um þau náttúrugæði sem heilnæmt og ómeðhöndlað vatn er. Verndun þess og ábyrg stýring er forsenda þess að Orkuveitan og aðrar vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu geti rækt skyldur sínar og fullnægt vatns- þörf á svæðinu til langrar framtíðar. Getum við verndað vatnið okkar? UMHVERFIS- MÁL Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfi sstjóri Orkuveitu Reykja- víkur F yrir helgi féll dómur í svokölluðu hefndarklámsmáli. Málsatvik voru í einfaldaðri mynd á þá leið að kona sendi fyrrverandi kærasta sínum nektarmyndir af sér sem hann síðan birti á Facebook-síðu sinni ásamt fullu nafni kon- unnar. Dómurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar en mað- urinn var sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og ákvæðum barnaverndarlaga en sýknaður af ákæru um ærumeiðingar. Dómurinn féll daginn eftir að „Free the nipple“-átakið tröll- reið íslensku samfélagi. Free the nipple er þekkt erlendis sem jafnréttisátak til að berjast gegn kúgun kvenna og ritskoðun. Upp- haf átaksins á Íslandi má rekja til nemanda í Verzlunarskólanum sem birti mynd af sér berri að ofan á samskiptamiðli. Hún hlaut bágt fyrir en netheimar risu upp henni til stuðnings og margar íslenskar konur birtu myndir af sér berbrjósta á samfélagsmiðlum. Vinsældir íslenska átaksins eiga sér þó í raun enga eina og ein- falda skýringu. Upphafið var vissulega myndbirting ungu konunnar en þær, og þeir, sem stukku á vagninn, hvort sem var með því að birta sínar eigin geirvörtur eða leggja málstaðnum lið með öðrum hætti, gerðu það af ýmsum mismunandi ástæðum. Sumir töldu það óréttlæti að samfélagið viðurkenndi aðeins annað kynið án klæða ofan mittis. Aðrir lögðu á það áherslu að brjóstagjöf á almannafæri ætti að vera sjálfsagt mál og enn aðrir vildu taka völdin af þeim sem birta nektarmyndir af öðrum á samfélagsmiðlum. Þó mögulega taki einhver andköf yfir djörfung ungu kvennanna er það líklegast óumdeilt að átakið var kröftugt og stakk á kýlum. Eitt það aðdáunarverðasta var samstaðan með brotaþolum í hefndar klámsmálum. Íslenska lögreglan tekur við allt að 200 kvörtunum á mánuði vegna efnis sem birtist á samfélagsmiðlum og hótana á netinu eða í rafrænum samskiptum. Brot, líkt og dæmt var fyrir í fyrrgreindu dómsmáli, verða þannig æ algengari og ljóst að veruleiki íslenskra ungmenna í stafrænum heimi er allt annar en sá sem kynslóðirnar sem á undan fóru stóðu frammi fyrir. Eins og dómurinn sýnir er ekki augljóst með hvaða hætti heimfæra á hefndarklám undir ákvæði hegningarlaga. Tilraunir ákæruvaldsins til að heimfæra athöfnina undir ærumeiðingar- ákvæði laganna sýna að ákvæðin eru ekki skýr hvað þetta varðar og hafa ekki náð að fylgja hröðum tækniframförum sem við búum við. Nágrannaþjóðirnar hafa margar slík ákvæði í refsilöggjöf enda þörf á að allur vafi sé tekinn af um alvarleika og afleiðingar slíkra brota. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þingkonunnar Bjartar Ólafsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem hefndarklám er gert refsivert. Björt færir í frumvarpinu þau rök fyrir máli sínu að einstaklingar, einkum konur, verði á netinu oft fyrir kerfis- bundnu ofbeldi. „Brýnt er að skilaboð séu skýr til notenda netsins um að þegar þeir fá mynd í hendurnar þá eigi þeir hana ekki og hafa ekki heimild til að dreifa henni áfram. Á þetta ekki hvað síst við þegar um er að ræða mynd eða myndskeið sem augljóst er af efninu að ekki er ætlað til dreifingar, svo sem þar sem nekt kemur við sögu eða kynferðislegir tilburðir eða ástand sem augljóst er að ein- staklingurinn á myndinni mundi ekki vilja að alþjóð eða heimurinn sjái. Mikilvægt er að fólk taki ábyrgð og taki ekki þátt í að dreifa myndefni sem þessu.“ Taka má undir með Björt um mikilvægið og hvetja þingheim til að bregðast við þessum nýju ógnum. Þannig má skilja eftir áþreifanleg spor eftir átak ungu kvennanna og senda skýr skilaboð um að þær eigi sig sjálfar. Með geirvörtum og öllu. Skýr löggjöf um hefndarklám er nauðsynleg: Ég á mig sjálf Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is How do you like Iceland? Frosti Sigurjónsson hefur skilað af sér skýrslu um þjóðpeningakerfi. Hann hefur haft rúmt ár til að vinna skýrsluna sem fjallar um endurbætur í peningakerfi Íslands. Eðlilegt er að skýrsla um jafn umfangsmikið efni veki deilur, en þó verður að segjast að ekki sáu margir fyrir úr hvaða átt helsta gagnrýnin kom, nefnilega frá íslenskufræðingum við Háskóla Ís- lands. Skýrsla Frosta er nefnilega ekki á íslensku, heldur ensku. Það hefur vakið nokkra furðu og spyrja má hvort skýrsla um þjóðpeningakerfi eigi ekki að vera á þjóðtungu, sérstaklega þegar hún er skrifuð fyrir Alþingi Íslendinga. Eða var hún það kannski ekki? Vantraust á formanninn? Össur Skarphéðinsson segir frá því á Facebook að hann telji að enginn maður eigi jafn mikla möguleika á því að verða næsti forsætisráðherra og Jón Gnarr. Jóni hefur ábyggilega hlýnað um hjartarætur við að lesa þessa stuðningsyfirlýsingu, en ekki er víst að Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, hafi farið eins. Líklega hefur honum runnið kalt vatn á milli skinns og hörunds við það að þingmaður Samfylkingar- innar telji ekki líklegast að formaður þess flokks verði næsti forsætisráðherra. Hugtak eins og vantraust hafa nú heyrst af töluvert minna tilefni í gegnum tíðina. Skriffinnskuflokkurinn Birgir Ármannsson og Sigríður Andersen hafa nú lagt fram frum- varp um að fjölmiðlafólki beri að uppvísa viðmælendur um að verið sé að hljóðrita samtöl við þá, áður en viðtalið hefst. Það er gott og blessað, ef viðmælendur halda að fjölmiðlafólk sé að hringja til að spjalla um daginn og veginn og þurfa áréttingu á því að þeir séu í viðtali hlýtur að mega koma því við. Sigríður og Birgir telja það hins vegar ekki nóg, nauðsynlegt sé að skrifa undir samkomulag um hljóðritunina. Kannski vill Sjálfstæðisflokkurinn bara auka skriffinnskuna með stöflum af hljóðritunarsamkomulögum uppi um alla veggi. kolbeinn@frettabladid.is 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -A 4 2 0 1 4 5 9 -A 2 E 4 1 4 5 9 -A 1 A 8 1 4 5 9 -A 0 6 C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.