Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 8
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
EN
N
EM
M
/
S
IA
•
N
M
68
13
8
Frá kr.113.900
Frábært verð
Frá kr. 156.900
m/morgunmat
Netverð á mann frá kr. 156.900
m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 185.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 119.900
m/hálfu fæði
Netverð á mann frá kr. 119.900
m.v. 2 fullorðna og 1 barn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 156.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 156.900
m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 208.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 113.900
m/hálfu fæði
Netverð á mann frá kr. 113.900
m.v. 2 fullorðna og 1 barn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 125.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
10. maí í 13 nætur
Stærsti sólstrandarstaður Marokkó
Agadir
Upplifðu
Agadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem
maður verður að upplifa. Agadir er fyrst og fremst
áfangastaður sóldýrkenda og aðalaðdráttaraflið er auð-
vitað hin breiða og framúrskarandi hreina gullna strönd.
Hingað kemur fólk til að njóta sólarinnar og skyggnast
inn í einstaka menningu þessarar yndislegu og stoltu
þjóðar. Ekki þarf að fara langt til þess að upplifa menn-
ingu heimamanna, sem gjarnan er gjörólík því sem við
þekkjum. Agadir er staður andstæðna þar sem víst er
að ferðamaðurinn mun upplifa eitthvað nýtt og áður
óþekkt.
Royal Atlas
Iberostar Founty Bay
SÉRTILBOÐ
Kenzi Europa
SÉRTILBOÐ
Best Western Odyssee
SJÁVARÚTVEGUR Margt í nýjum
frumvörpum Sigurðar Inga
Jóhannssonar sjávarútvegsráð-
herra um veiðigjöld kemur á óvart
og sumt stenst illa skoðun, segir
Kolbeinn Árnason, framkvæmda-
stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávar-
útvegi.
Veiðigjald á makríl hækkar um
nærri 200% sem kemur sér illa
fyrir fyrirtæki sem hafa stundað
þær veiðar, og sérstaklega kunni
þetta að hitta minni fyrirtæki illa
fyrir. Jákvætt er þó að kostnaður
er tekinn til greina en ekki aðeins
aflaverðmæti við að finna afkomu-
stuðla við útreikning á almenna
veiðigjaldinu.
Kolbeinn segir að í sínum huga
sé tímabundin sex ára úthlutun og
viðbótargjald á hvert makrílkíló,
10 krónur, kannski stærsta frétt-
in. Einfaldlega vegna þess að um
svo stórt frávik sé að ræða í fyrir-
sjáan leika í rekstrarumhverfi
sjávar útvegsins, sem löngum hefur
verið leiðarljósið í umræðunni og
hvetji til ábyrgrar nýtingar, fjár-
festinga og verðmætasköpunar.
„Nú er komið nýtt sex ára tíma-
bil sem er mjög á skjön við þessa
hugsun,“ segir Kolbeinn.
Með þessari hugmynd sé ljóst að
veiðigjald á makrílkílóið slái yfir
18 krónur, en á markaði fást 50 til
70 krónur fyrir kíló af makríl, svo
það hlutfall sé æði hátt. Eins sé
talað um að 5% af makrílkvótan-
um gangi til þeirra sem telja sig
frumkvöðla í manneldisvinnslu.
Kolbeinn segir ekki gott að átta sig
á um hverja sé talað þar sem þetta
sé frávik frá grundvallarreglunni
um veiðireynslu.
Sigurður Ingi segist í fjölmiðlum
vera að bregðast við áliti umboðs-
manns Alþingis um að hlutdeildar-
setja beri makrílinn. Frumvarpið
gengur hins vegar þvert á þær
úthlutunarreglur sem hafa verið í
gildi hingað til hvað varðar veiði-
reynsluna, segir Kolbeinn.
Hvað varðar almenna veiðigjald-
ið telur Kolbeinn eitt og annað
jákvætt, t.d. að miðað er við land-
aðan afla og gjaldið því innheimt
jafn óðum en ekki fyrirfram.
„Gallinn er hins vegar sá að
tölur Hagstofunnar eru enn þá not-
aðar til útreiknings, en þau gögn
eru ekki ætluð til skattlagningar
enda eru þau ónákvæm í besta
falli,“ segir Kolbeinn og telur vafa-
samt að gjaldið hækki á milli ára
þegar framlegð er á niðurleið.
svavar@frettabladid.is
Undrast 200% hærra
gjald á makrílkílóið
Framkvæmdastjóri SFS telur vel í lagt að hækka veiðigjald á makríl um 200%.
Sex ára úthlutun og viðbótargjald á makríl sé stórt frávik frá fyrri hugsun um
rekstrar umhverfi sjávarútvegsins. Enn hitti gjaldtaka minni fyrirtæki illa fyrir.
MILLJARÐAR Í FROSTI Sérstök gjaldtaka af makríl vekur undrun.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
SJÁVARÚTVEGUR Jón Gunnarsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
og formaður atvinnuveganefndar,
vonar að veiðigjaldafrumvörpin
verði með fyrstu málum sem koma
á dagskrá þingsins eftir páska –
málið sé einfaldlega það stórt að
engan tíma megi missa. Ljóst sé að
þegar umsagnarferlinu lýkur komi
það fyrst til kasta nefndarinnar
sem gæti þá orðið undir lok apríl.
„Ég hefði kosið að hafa rýmri
tíma fyrir mál sem eru í augljós-
um ágreiningi, en það er ekkert
annað í boði,“ segir Jón.
Inntur eftir fréttaflutningi um
málið, segir Jón
það ofmat að
túlka orð hans
svo að honum
finnist veiði-
gjöldin allt of há.
„Kannski hafa
svör mín verið
loðin, en enginn
áfellisdómur á
hugmyndunum
sem í frumvörpunum birtast felst
í því. Málið er einfaldlega þannig
vaxið að við eigum eftir að fara í
alla vinnuna í þessu. Þetta hefur
fengið takmarkaða kynningu á
vettvangi stjórnarflokkana, og
það á við um mig sem aðra, svo
við höfum fengið takmarkaðan
tíma til að rýna í þetta og gera
okkur grein fyrir hvernig þetta
liggur,“ segir Jón og bætir við
að í viðtölum sínum við sjómenn
úti um land hafi hann heyrt þau
sjónarmið að hækkað veiðigjald
kæmi þeim illa. Eins séu vondar
fréttir af mörkuðum, ekki síst í
Rússlandi, okkar helsta kaupanda
makrílafurða. „Það eru svo mörg
sjónarmið í þessu að það er vont
að hafa svo lítinn tíma sem raun
ber vitni.“ - shá
Formaður atvinnuveganefndar vill veiðigjaldafrumvörp á dagskrá sem fyrst:
Þurfum tíma í jafn flókin mál
JÓN
GUNNARSSON
BANDARÍKIN Mike Pence, ríkis-
stjóri í Indiana, lofar að breyting-
ar verði gerðar á nýsamþykktum
lögum, sem sögð eru heimila fyrir-
tækjum að mismuna fólki á trúar-
legum forsendum. Lög um „endur-
reisn trúfrelsis“ eiga að taka gildi
1. júlí. Samtök samkynhneigðra og
transfólks hafa harðlega gagnrýnt
þessi lög og segja þau heimila til
dæmis veitingahúsum eða blóma-
búðum að neita að afgreiða sam-
kynhneigða ef það samrýmist ekki
trú þeirra.
Pence ríkisstjóri segir þessi lög
mikilvæg, en vill ekki skilja þau
þannig að þau veiti heimild til mis-
mununar. Hann hefur því boðað
frumvarp sem á bæði að lagfæra
lögin og gera þau skýrari.
Samkvæmt lögunum verður
fyrir tækjum og samtökum heimilt
að sýna trú sína í verki án afskipta
hins opinbera. Sambærileg lög eru
í gildi í um tuttugu ríkjum Banda-
ríkjanna, en hvergi er gengið jafn
langt og í Indiana.
- gb
Umdeild lagasetning veitir fyrirtækjum heimild til að mismuna fólki:
Ríkisstjórinn lofar breytingum
LÖGUNUM MÓTMÆLT Samtök sam-
kynhneigðra segja lögin ýta undir mis-
munun. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Nú er
komið nýtt
sex ára
tímabil sem
er mjög á
skjön við
þessa hugsun.
Kolbeinn Árnason,
framkvæmdastjóri SFS.
Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um veiðigjald og sérfrumvarp
um veiðigjald á makríl á mánudagskvöld, og voru þau afgreidd úr ríkis-
stjórn. Veiðigjaldið hækkar um ríflega milljarð á ári frá því sem nú er, og
nær til næstu þriggja ára. Í makrílfrumvarpinu er lagt til viðbótarveiðigjald
að fjárhæð 10 krónur á kíló. Gjaldið á að innheimtast í sex ár og er kallað
„inntökugjald“ fyrir að kvótasetja tegundina. Samanlagt skila veiðigjöld
því ríkissjóði 12,4 milljörðum á ári verði þau að lögum.
Tíu krónu „inntökugjald“ á makrílinn
3
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
5
9
-C
1
C
0
1
4
5
9
-C
0
8
4
1
4
5
9
-B
F
4
8
1
4
5
9
-B
E
0
C
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
8
0
s
C
M
Y
K