Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 58
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 38 Sara Blædel er oft kölluð drottn- ing spennusögunnar í Danmörku. Bækur hennar njóta gríðarlegra vinsælda bæði heima fyrir sem og víða um heim en Sara Blædel ætl- aði sér aldrei að verða rithöfundur. En ást hennar á spennusögum allt frá unga aldri leiddi hana að lokum fram á ritvöllinn. „Ég hef alltaf lesið mikið og þá sérstaklega spennusögur. Þegar ég var barn og unglingur þá voru ævintýrabækur og spennusög- ur mitt athvarf, minn heimur og dagdraumur. Ég las til að mynda allar Fimm fræknu bækurnar og hinar Enid Blyton-bækurnar eins og ég ætti lífið að leysa og tók full- an þátt í að hjálpa þessum krökk- um að leysa alls kyns ráðgátur og leyndardóma. Þaðan fikraði ég mig svo yfir í krimmana en á þeim tíma þótti ekki ýkja fínt að vera að lesa slík- ar bókmenntir. Þetta var dálítið eins og að eiga dónablöð eða eitt- hvað viðlíka.“ Sara hlær að þess- ari tilhugsun en segir líka að þetta hafi verið raunverulega dálítið við- kvæmt. „Á mínu æskuheimili var þetta að minnsta kosti ekki sett í hillurnar. En málið er að ég var frekar lesblind sem krakki, átti ekkert sérstaklega auðvelt með texta, og því þurfti ég þessa kröft- ugu atburðarás sem er í krimmun- um til þess að keyra mig áfram. Þar við bættist að ég var frekar feimin og einræn sem krakki og því leið mér alltaf best með vinun- um sem ég eignaðist í bókunum.“ Fyrir tuttugu og þremur árum hóf Sara Blædel síðan feril sem sjálfstæður bókaútgefandi spennu- sagna. Markmiðið var að gera ástríðuna að sínu lífsviðurværi. „Ég byrjaði rólega og fyrst um sinn var þetta bara ég á bíldrusl- unni minni að keyra á milli bók- sala að reyna að selja. Keyrði stundum langar vegalengdir til þess að reyna að koma því sem ég var með á framfæri og þá áttu menn til að vorkenna mér dálít- ið og kaupa kannski tvö eintök sem þeir gerðu aldrei ráð fyrir að Lesblind, feimin og hlédræg í æsku en drottning spennusagnanna í dag Spennusagnahöfundurinn Sara Blædel ætlaði sér aldrei að verða rithöfundur en í dag elskar hún starfi ð sem hún ætlaði öðrum. Um páskana er fyrirhuguð tón- listarhátíðin Músík í Mývatns- sveit á páskum 2015 en þessi skemmtilega hátíð er nú haldin í átjánda sinn. Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari hefur haft veg og vanda af hátíðinni frá upphafi og hún segir að hátíðin að þessu sinni samanstandi af tvennum tónleikum. „Fyrri tónleikarnir verða í Skjólbrekku á skírdag kl. 20 og þar verða flutt íslensk söng- lög, antík og óperuaríur, dúett- ar og píanótríó eftir Brahms í H-dúr. Seinni tónleikarnir verða í Reykjahlíðarkirkju á föstudag- inn langa kl. 21.00. Þar verður flutt píanótríó eftir Mozart ásamt fjölda sönglaga íslenskra og erlendra sem hæfa stundinni og staðnum,“ segir Laufey, sem er jafnframt afar ánægð með það tónlistarfólk sem tekur þátt í hátíðinni í ár sem endranær. Auk Laufeyjar fiðluleikara eru flytjendur Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópran og erlendir gestir þau Ellen Bridger, sellóleikari frá Bandaríkjunum, og ítalski píanóleikarinn Domenico Codisp- oti sem Íslendingum er að góðu kunnur. Gestasöngvari er Ásgeir Böðv- arsson bassi. „Mér er því óhætt að hvetja unnendur góðrar kammertónlist- ar til þess að leggja land undir fót um bænadagana til þess að njóta góðrar tónlistar í fögru umhverfi.“ - mg Leggðu land undir fót til Mývatns um bænadagana Laufey Sigurðardóttir fi ðluleikari stendur fyrir tónlistarhátíðinni Músík í Mývatnssveit í átjánda sinn og þar er kammertónlist í öndvegi KAMMERTÓN- LIST Laufey Sigurðardóttir stendur nú fyrir hátíðinni fyrir kammertón- listarunnendur átjánda árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL selja. Ég var í lausamennsku sem blaðamaður meðfram þessu en svo byrjaði útgáfan að vaxa og dafna hægt og rólega. Allt í einu stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að ég þyrfti að taka þetta alla leið, ráða fólk í vinnu og opna alvöru skrifstofu eða hætta. Ég valdi að hætta. Fannst ég vera að missa tengslin við bækurnar og þá hvarf gleðin úr þessu.“ Eftir þetta fór Sara Blædel í fullt starf sem blaðamaður. Faðir hennar var þekktur ritstjóri í Danmörku og margir töldu að hún væri nú loks farin að sinna því sem henni væri í raun ætlað í lífinu. „Nei, aldeilis ekki. Ég fékk miklu meira en nóg af skilafresti og öskrum og taugastrekkingi. Þetta var ekki fyrir mig þó svo ég hafi enst í þessu furðu lengi. Fyrir tíu árum fór ég skrifa mínar eigin glæpasögur meðfram blaða- mennskunni og nú hef ég verið í þessu sem fullu starfi í tvö ár. Sög- urnar komu til mín og það sem ég vissi var að ég gæti unnið rann- sóknarvinnuna. Það er verkfæri sem ég kunni að nota sem blaða- maður og hef nýtt mér óspart.“ Þrátt fyrir bakgrunninn í blaða- mennskunni lítur Sara alls ekki á bækur sínar sem samfélagsleg ádeiluverk. „Ég hef einfaldlega ekki þessa uppreisnarþörf sem pabbi hefur. Þessa sterku þörf fyrir að svipta hulunni af því sem ætti betur að fara. Auðvitað skiptir samfélagið mig máli en ég er ekki skilaboðahöfundur, en mér finnst samt athyglisvert að sýna fólki hluti og málefni sem geta kall- ast samfélagsleg. Það sem gerist þegar ég fer að skoða einhver mál er að ég byrja að fabúlera og velta upp þessari „hvað ef“ spurningu. Það var til að mynda grein um geðveikrahæli fyrir ungt fólk sem kveikti hugmyndina að Gleymdu stúlkunum. Eitt slíkt geðveikra- hæli var til að mynda rétt hjá mínu æskuheimili og við sáum oft þessa krakka, veifuðum til þeirra og fannst þau vera hluti af sam- félaginu. Í raun og veru voru þau einangruð og flestum gleymd. Það eru dapurleg örlög.“ Vinsældir Söru Blædel eru gríðarlegar og eitt sinn feimin, hlédræg stúlka er nú tíður gest- ur í fjölmiðlum bæði heima í Dan- mörku og víða um heim. Sara er ekki feimin lengur. „Nei, ég fíla þessa athygli alveg ljómandi vel og ég fíla samt mest af öllu að fólk skuli lesa bækurnar mínar. Það er stóra gjöfin að fólk vilji njóta bókanna minna og nái við þær tengingu. En ég held samt aðeins sönsum með því að geta stundum lokað mig af í nokkr- ar vikur í senn og skrifað. Bara skrifað og skrifað því það er það dásamlegasta og mikilvægasta sem ég geri.“ DROTTNINGIN Sara Blædel er kölluð drottning spennusagnanna í Danmörku enda hafa þær verið henni ástríða allt frá unga aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Merrild MØRK er dökkbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum. Lengri brennsla þýðir að baunirnar verða dekkri og braðeinkenni kaffisins fá tíma til að losna úr læðingi. Dökkbrennda kaffið hefur mikla fyllingu og snert af beiskju og því hentar það sérstak- lega vel með mjólk. Dökkbrennt malað kaffi Hentar sérstaklega vel ef þú vilt mjólk í kaffið Merrild 304 E N N E M M / S IA • N M 6 72 54 MENNING Á þeim tíma þótti ekki ýkja fínt að vera að lesa slíkar bókmenntir. Þetta var dálítið eins og að eiga dónablöð eða eitthvað viðlíka. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -9 F 3 0 1 4 5 9 -9 D F 4 1 4 5 9 -9 C B 8 1 4 5 9 -9 B 7 C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.