Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 40
FÓLK|HÁSKÓLAR Óttar segist lengi hafa gengið með þann draum í mag-anum að fara í íslenskunám þegar tími gæfist til þess. Haustið 2010 hóf hann BA-nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hann segir að eins og mörgum Íslendingum þótti honum vænt um móður- málið, málfræði og bókmenntir. „Ég var ekki hár í loftinu þegar ég kynntist fornritunum og hef síðan skynjað að þar væri að finna inn- viði íslenskrar tungu. Það heillaði mig að fá að skyggnast betur um í þessum heimi, ná tökum á forn- málinu, málsögunni og endurnýja kynnin af miðaldabókmenntun- um,“ svarar Óttar Felix þegar hann er spurður um ástæðu þess að hann valdi íslensku. ÍSLENSKAN ER FORRÉTTINDI Óttar er nýlega orðinn 65 ára. Meðstúdentar hans eru nokkuð yngri en Óttar er ekki óvanur því að umgangast ungt fólk. „Mér hefur nú oftast liðið vel innan um fólk, jafnt unga sem aldna. Ég held að það sem tengi okkur í íslensku- og menningardeildinni, nemendur jafnt sem kennara, á öllum aldri, sé væntumþykjan í garð tung- unnar okkar. Við finnum að við Ís- lendingar búum við einstök forrétt- indi fram yfir aðrar Evrópuþjóðir. Þjóðinni hefur tekist að varðveita samhengið í þróun málsins allar götur síðan ritun á íslenskri tungu hófst fyrir næstum níu hundruð árum. Það er mikilsvert fyrir okkur að vera læs á íslenskar bókmenntir allra alda en þó er enn mikilvægara að okkur auðnist að skila þessu órofna samhengi íslenskrar tungu til komandi kynslóða,“ segir hann. KOM EKKI Á ÓVART „Við þurfum að standa vörðinn, íslenskan stendur nefnilega mjög höllum fæti gagnvart enskunni á ýmsum sviðum. Í öllum umdæmum þarf að verja móður- málið; í fjölmiðlum, fyrirtækjum, stofnunum, heimilum og skólum. Ég vona að ungir eldhugar komi inn, í auknum mæli, í íslensku- og menningardeildina og nemendur og kennarar annarra deilda taki upp hanskann fyrir íslenskuna í sínum störfum, ekki veitir af,“ seg- ir hann enn fremur og bætir við að það hafi ekki komið neinum á óvart í fjölskyldunni að hann sett- ist aftur á skólabekk. „Nei, ég var búinn að hafa orð á að það kæmi að því. Það var aðeins spurning hvenær tækifæri myndi gefast.“ DOKTORSNÁM Í HAUST Óttar Felix skilaði BA-ritgerðinni árið 2013. Hún fjallaði um ridd- arasögur í samhengi menningar- sögu og miðaldabókmennta. Hann vinnur nú að meistararitgerð sem fjallar um fornaldarsögur Norður- landa, konunga og konungshug- myndir. „Ég ætla að skila henni í sumar ef allt gengur að óskum,“ segir hann en áhugi hans á fram- haldsnámi jókst eftir því sem leið á námið. „Ég hef þegar sótt um doktorsnám við HÍ, í íslenskum bókmenntum, á hausti komanda,“ segir hann stoltur. Óttar segir að það hafi verið skemmtilegt að setjast aftur á skólabekk? „Já, það má með sanni segja, það var það skemmtilegt að ég hef ekki sleppt úr einum einasta tíma, þessa fimm vetur, í þeim námskeiðum sem ég hef verið skráður í.“ En hefur eitthvað komið honum á óvart? „Það er þá helst hversu íslensku- og menningar- deildin í Árnagarði hefur á að skipa sterkum kennarahópi. Þar er einvalalið bókmennta- og málfræði prófessora sem ég hef notið kennslu hjá ásamt því að þiggja góð ráð starfsfólks Stofn- unar Árna Magnússonar á annarri hæðinni. Mér hefur liðið vel innan veggja Árnagarðs. Þar er gott fólk og góður andi,“ svarar hann. Þegar Óttar er spurður hvernig hann hyggist nýta námið, svarar hann: „Það eru mörg óunnin verk á akri íslenskra fræða. Ég vona að Guð gefi að ég geti orðið að ein- hverju gagni sem verkamaður á akrinum.“ ROKKAÐ Á KRINGLUKRÁNNI Óttar hefur rekið hljómplötuútgáf- una Zonet meðfram náminu. Hann segir það hafa gengið áfallalaust. „Haustmisserin hafa þó verið þyngri á bárunni, því þegar jólin nálgast þá fer aðalútgáfutíminn í hönd. Með góðu skipulagi hefur þetta allt saman blessast,“ segir hann. Þrátt fyrir krefjandi nám hefur Óttar sömuleiðis stigið á svið með félögum sínum í Gullkistunni og tekið lagið. „Það er heiður að fá að standa á sviði með snillingum á borð við Gunnar Þórðarson, Ás- geir Óskarsson og Jón Ólafsson. Við munum stíga á svið 1. maí á Kringlukránni, þá ætlum við að hittast og borða saman, öll sem vorum í Laugalækjarskóla 1965, fyrir fimmtíu árum, fólk sem fædd- ist á árunum 1950-1958 en ballið verður að sjálfsögðu öllum opið. Þá verð ég vonandi búinn að skila Guðrúnu Norðdal síðustu nám- skeiðsritgerðinni, um dróttkvæði og Íslendingasögur – og get rokkað skammlaust.“ ELDHUGAR ÞURFA AÐ VERJA ÍSLENSKA TUNGU NÁMSMAÐUR Tónlistarmaðurinn og hljómplötuút- gefandinn Óttar Felix Hauksson ákvað að setjast aftur á skólabekk fyrir fimm árum. Hann nýtur námsins og stefnir á doktorsnám í haust. MEÐ POPPURUM Hér er Óttar Felix í hópi góðra poppara. STOLTUR Ánægður íslensku- fræðingur fyrir utan Háskóla Íslands. Leggðu rækt við þig Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Við höfum um áraraðir boðið konum á öllum aldri fjölbreytta, heilsueflandi líkamsrækt og leggjum metnað í að veita vandaða og örugga þjálfun sem byggir upp og viðheldur líkamshreysti. Æfingakerfi okkar miðast við að skapa vellíðan og leggja þannig grunn að auknum lífsgæðum. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Innritun stendur yfir í síma 581 3730 og á jsb.is 1-2-3. NÝTT ÞJÁLFUNARKERFI JSB: Mikið úrval af opnum tímum frá morgni til kvölds. Blönduð æfingatækni þar sem rík áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu. Bjóðum sérsniðin kort fyrir þínar þarfir • Hvað má bjóða þér marga mánuði? • Staðgreiðslu eða áskrift? • Kynntu þér málið á jsb.is. Staðurinn - Ræktin Páskatilboð í gangi!og lifðu góðu lífi - Velkomin í okkar hóp! 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -8 B 7 0 1 4 5 9 -8 A 3 4 1 4 5 9 -8 8 F 8 1 4 5 9 -8 7 B C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.