Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 34
 | 4 1. apríl 2015 | miðvikudagur Það skiptir íslensku bankana verulegu máli hvernig til tekst við losun haftanna, sagði Stefán Pét- ursson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Arion banka, á fundi endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í gær. Fundurinn bar yfi r- skriftina „Úr höftum með evru“. „Ein af stóru niðurstöðum allra lánshæfi sfyrirtækja um Ísland er sú að það er óvissan um það hvern- ig höftunum verður lyft sem gerir það að verkum að íslenska ríkið er í neðsta fjárfestingarflokki. Það er ekki það að við séum með höft, heldur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim,“ sagði Stefán. Hann benti á að allir þeir ráðgjafar sem við hefði verið rætt teldu að ef höftum yrði lyft með farsælum hætti þá kæmist Ísland í a-fl okk í lánshæfi . Þetta myndi þýða miklu betri lánskjör fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi miklu betri lánskjör fyrir banka og fyrirtæki í kjölfarið. Á fundinum var kynnt ný skýrsla með sviðsmyndagrein- ingu á losun fjármagnshafta með upptöku evru. Nýja skýrslan er framhald af skýrslu sem gefi n var út vorið 2014 um líkleg áhrif af losun fjár- magnshafta. Í sviðsmynda- greiningunni er unnið út frá þeirri forsendu að ákvörðun hafi verið tekin um inngöngu í Evr- ópusambandið með upptöku evru. Gert er ráð fyrir að heildstæð áætlun um losun hafta og upptöku evru yrði mótuð og henni fram- fylgt. KPMG stillir upp fjórum ólíkum sviðsmyndum. Ein þeirra ber yfi r- skriftina Íslenski draumurinn, þar sem gert er ráð fyrir hraðri losun hafta og hagvexti í helstu við- skiptalöndum. Önnur er Vonar- neisti þar sem gert er ráð fyrir hraðari losun hafta en samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Þriðja heitir Lága drifi ð þar sem er gert ráð fyrir hægri losun hafta og samdrætti í helstu viðskiptalönd- um. Sú fjórða heitir Línudans þar sem gert er ráð fyrir hægri losun hafta og hagvexti í helstu við- skiptalöndum. Það er ekki það að við séum með höft, held- ur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim. Telja afnám hafta verða trúverðugra með evru Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion segir að ef vel takist til við losun hafta muni lánshæfismat batna. Ný sviðsgreining sýnir að áhrif losunar hafta yrðu vægari með evruna í farvatninu. FULLT ÚT ÚR DYRUM Það var mjög fjölbreyttur hópur fólks sem kom saman í húsakynnum KPMG í Borgartúni til þess að kynna sér sviðs- myndagreininguna sem unnin var. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEFÁN PÉTURSSON 525 2080 // sala@valitor.is // www.valitor.is Valitor býður upp á lausnir við móttöku greiðslukorta á netinu, hvort sem er fyrir stærri vefverslanir eða minni. Nú hefur opnast sá möguleiki að söluaðilar geta boðið viðskiptavinum sínum að nota Visa Electron og Maestro debetkort í vefviðskiptum. Geta söluaðilar því boðið upp á greiðslur með bæði debet- og kreditkortum í gegnum Greiðslusíðu og Greiðslugátt Valitor. Rekstrarfélag veitingastaðarins Bautans á Akureyri hagnaðist um 38 milljónir á síðasta ári. Hagnað- urinn jókst verulega á milli ára en hann nam 16,5 milljónum króna árið 2013 „Það er alltaf gott þegar geng- ur vel,“ segir Guðmundur Karl Tryggvason, eigandi Bautans. Guðmundur segir að gengis- lán fyrirtækisins hafi verið leið- rétt á síðasta ári sem skýri aukinn hagnað að hluta. Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 9,2 milljónum á síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 45 milljónum á síðasta ári en nam 22 milljónum árið 2013. Eigið fé félagsins nemur 93 Hagnaður Bautans nærri tvöfaldaðist milli ára. Aukningin meðal annars vegna leiðréttingar á gengisláni: Hagnaður Bautans 38 milljónir BAUTINN Hagnaður a f veitingastaðnum jókst milli ára. MYND/ÆGIR DAGSSON milljónum en skuldir 71 milljón og er eiginfjárhlutfall þess því 57 prósent. Handbært fé frá rekstri jókst um 7,3 milljónir króna á milli ára og nam í árslok 57,7 milljónum króna. -ih sviðsmyndum er stillt upp í greiningu KPMG4 Það er niðurstaða þessarar sviðsmyndagreiningar að hrað- ara losunarferli hafi í för með sér auknar sveifl ur í efnahagslíf- inu, sem orsakast að stórum hluta af þróun krónunnar. „Áhrifi n af afnáminu verða miklu vægari og síður öfgafull ef evran er í far- vatninu, umhverfi ð verður stöð- ugra, minni sveifl ur í krónunni, stöðugra og lægra vaxtastig og meiri kaupmáttur,“ sagði Svan- björn Thoroddsen, endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG, þegar hann kynnti skýrsluna. jonhakon@frettabladid.is 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -C 6 B 0 1 4 5 9 -C 5 7 4 1 4 5 9 -C 4 3 8 1 4 5 9 -C 2 F C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.