Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 20
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 20 Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn föstudaginn 10. apríl 2015 í Höllinni, Vestmannaeyjum. Dagskrá ársfundar: Kl. 13:00 Setning. Kl. 13:05 Ávarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra – Sigurður Ingi Jóhannsson. Kl. 13:15 Ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar – Þóroddur Bjarnason. Kl. 13:30 Skýrsla forstjóra Byggðastofnunar – Aðalsteinn Þorsteinsson. Kl. 13:45 Afhending „Landstólpans“ samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar. Kl. 14:00 Hvar er fólkið? Staðsetning starfa sem kostuð eru af ríkinu – Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Kl. 14:20 Kynning á rannsóknum Nordregio á sviði byggðamála – Anna Karlsdóttir, sérfræðingur hjá Nordregio. Kl. 14:50 Baráttan um brauðið og landsbyggðirnar – Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Kl. 15:00 Veiting styrkja úr Byggðarannsóknarsjóði – Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Allir velkomnir. SJÁVARÚTVEGUR Niðurstaða mæl- inga á dauðatíma hvala í sumar sýndu að af þeim 50 langreyðum sem rannsóknin náði til drápust 42 þeirra samstundis við það að sprengiskutull hvalveiðimanna Hvals hf. hæfði dýrin. Átta lang- reyðar drápust ekki samstund- is og voru skotnar aftur. Lengst lifði skotið dýr í 15 mínútur áður en það var skotið aftur. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja norskra dýralækna sem störfuðu um borð í hvalveiði- skipum Hvals hf., í fyrrasumar við mælingar á aflífunartíma í hrefnu- og langreyðarveiðum við Ísland á vegum Fiskistofu. Dýra- læknarnir tveir voru valdir sér- staklega en þeir hafa áratuga- reynslu af slíkum mælingum á hrefnuveiðum Norðmanna. Skýrsla annars þeirra, Dr. Egil Ole Øen, var birt á vef Fiskistofu fyrr í þessum mánuði. Þar kemur fram að ívið hærra hlutfall lang- reyðar drapst samstundis en á hrefnuveiðum Norðmanna. Eyþór Björnsson fiskistofu- stjóri vill ekki leggja beint mat á niðurstöður mælinganna, enda Fiskistofa stjórnsýslustofnun, en segir engu að síður að niðurstað- an sé góð í samanburði við niður- stöður Norðmanna. Frekari mæl- ingar á langreyði standa ekki til, en Eyþór segir Norðmenn mæli dauðatíma á sínum skipum á tíu ára fresti. Vegna óhagstæðra veðurskil- yrða lágu hrefnuveiðar að mestu niðri þann tíma sem ætlaður var til mælinga á aflífunartíma í hrefnuveiðum. Ráðgerir Fiski- stofa að ráða sömu sérfræðinga til þess að gera mælingar á aflíf- unartíma hrefnu á næsta hrefnu- veiðitímabili. Rannsóknin var gerð að ósk Norður-Atlantshafs- spendýraráðsins (NAMMCO). Ráðgert er að niðurstöður mæl- inganna verði kynntar á fundi sérfræðinga um aflífun hvala sem haldinn verður á vegum ráðsins í nóvember á þessu ári. Þá verða niðurstöðurnar bornar saman við sambærilegar mælingar fyrir aðrar hvalategundir og árangur metinn fyrir þær veiðiaðferðir sem notaðar eru. svavar@frettabladid.is Átta af 50 hvölum drápust ekki strax Tveir norskir dýralæknar segja að hærra hlutfall langreyðar drepist samstundis en í mælingum á dauðatíma hvala í Noregi. Af 50 dýrum sem rannsóknin náði til dráp- ust 42 samstundis, en átta lifðu í 6,5 til 15 mínútur þar til þau voru skotin aftur. Í HVALFIRÐI Frá árinu 2009 hafa 544 langreyðar verið veiddar við Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Átta langreyðar (16%) drápust ekki samstundis og voru skotnar aftur. Mið- gildi fyrir aflífunartíma þeirra sem ekki drápust samstundis var 8 mínútur; styst 6,5 mínútur og lengst lifði dýr eftir fyrsta skot í 15 mínútur. Miðgildið, 8 mínútur, er nákvæmlega sá tími sem tekur að hlaða skutul- byssu skipsins, miða að nýju og biðin eftir tækifæri til að skjóta dýrið öðru sinni. Þær aðferðir sem beitt er við hvalveiðar við strendur Íslands eru í samræmi við reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins. Sumarið 2014 voru veiddar 137 langreyðar– samkvæmt því tókst að af- lífa um 118 dýr í fyrsta skoti. Tekur átta mínútur að hlaða og skjóta ef keypt eru 10 stk. – annars 50 kr. stk. 40 Veldu einhverja 10 ávexti á ávaxtamarkaði Krónunnar og þú borgar... STJÓRNMÁL Salur borgarstjórnar var eingöngu skipaður konum í gær en 15 efstu konur á listum allra stjórnmálaflokka í borgarstjórn sátu fund- inn. Tilefnið var hátíðarfundur kvenna í borgar- stjórn Reykjavíkur sem er partur af hátíðardag- skrá borgarinnar í tilefni af 100 ára afmæli kosn- ingaréttar kvenna á Íslandi. Dagurinn 31. mars varð fyrir valinu þar sem fyrsta konan kaus til sveitarstjórnar þennan dag árið 1863, hún hét Vilhelmína Lever og kaus til bæjarstjórnar á Akureyri. Á dagskrá fundarins voru þrjú mál, tillaga um að halda afrekasýningu kvenna, tillaga um stofn- un ofbeldisvarnaráðs og tillaga um málþing um þátttöku og áhrif kvenna í stjórnmálum. „Þetta var einkar hátíðleg stund,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. Að sögn Sól- eyjar tengdust tillögurnar sem samþykktar voru þeim viðfangsefnum sem konur þurfa að glíma við í dag. Mikill kraftur var á fundinum en allar til- lögurnar voru samþykktar með þverpólitískum stuðningi. „Það myndast svo mikill kraftur þegar konur taka sig saman, kraftur þvert á stjórnmála- flokka,“ segir Sóley. Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburð- um á árinu í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna. - srs Hátíðarfundur í borgarstjórn hluti af aldarafmæli kosningaréttar kvenna: Þverpólitískur kraftur kvenna KRÖFTUGAR KONUR 152 ár eru síðan fyrsta konan kaus til bæjarstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ORKUMÁL Gildandi regluverk er fullnægjandi til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif smávirkjana á ferskvatnsfiska og lífríki þeirra, er mat Orkustofnunar sem birt- ir þetta álit sitt á heimasíðu sinni vegna skýrslu Veiðimálastofnunar um áhrif virkjana undir 10 MW á lífríkið. Það er álit Veiðimálastofnunar að umhverfisáhrif þessara virkjana séu sjaldan metin en geti í mörg- um tilvikum verið umtalsverð. Á það bæði við um virkjanir í rekstri og aflögð mannvirki. Um 250 slíkar virkjanir eru í rekstri í dag og 350 aðrar hafa verið aflagðar. Orkustofnun segir að frá 2008 hafi þurft leyfi Orkustofnunar til að reisa og reka raforkuver, nema það sé undir 1 MW til einkanota. Þá sé óheimilt, nema að fengnu leyfi Orkustofnunar eða Fiskistofu, að breyta vatnsfarvegi með mann- virkjum, þ.m.t. stíflum, vegna virkjana. Þá segir jafnframt að með breyt- ingu á lögum um mat á umhverfis- áhrifum skuli virkjun með uppsett rafafl 200 kW eða meira tilkynnt til Skipulagsstofnunar sem metur þörf á umhverfismati. Minni virkj- anir en það eru tilkynningaskyld- ar til Skipulagsstofnunar sem gefur út leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum þeirra. - shá Regluverk í gildi dugir til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif smávirkjana á lífríkið, segir Orkustofnun: Segja regluverk smávirkjana fullnægjandi VARMÁ Stofnanir greinir á um hvort regluverk smávirkjana sé ásættanlegt. MYND/MAGNÚS FERÐAÞJÓNUSTA Norræna lagð- ist að bryggju á Seyðisfirði í gær. Hefur hún aldrei verið svo snemma á ferðinni. Alls komu 350 farþegar með ferjunni í þetta skiptið sem er einnig met í fjölda ferðamanna í fyrstu ferð ársins. Færð á Austurlandi var ekki góð í gær og lokaðist Fjarðarheiði snemma dags vegna ofankomu og skafrennings. Hafa því farþegar ferðarinnar setið fastir á Seyðis- firði og munu í fyrsta lagi komast yfir heiðina í dag. - sa Norræna með 350 farþega: Farþegar fastir á Seyðisfirði 250 smávirkjanir eru í rekstri í dag. mínútur er það lengsta sem langreyður lifði áður en hún var skotin aft ur og drapst. 15 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -8 1 9 0 1 4 5 9 -8 0 5 4 1 4 5 9 -7 F 1 8 1 4 5 9 -7 D D C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.