Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 28
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 28 Apríl er alþjóðlegur mán- uður gegn ofbeldi á börn- um. Þennan mánuð og alla aðra mánuði ársins hvet- ur Blátt áfram einstak- linga og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, hæfileika og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Í sam- einingu getum við stuðlað að góðri félagslegri og til- finningalegri líðan barna og komið í veg fyrir van- rækslu innan fjölskyldna og samfélagsins. Blátt áfram er forvarnar- verkefni gegn kynferðis- legu ofbeldi á börnum og vill með auglýsingum því tengdum vekja athygli á málaflokknum. Auglýsingar verða áberandi í fjölmiðlum, á net- miðlum og í strætisvögnum Strætó bs. í boði þeirra allan aprílmánuð. Samtökin bjóða einnig upp á kynningar á fræðsluefni félagsins fyrir foreldra og aðra uppalendur. Það efni sem samtökin hafa upp á að bjóða er t.d. nýútkomin foreldra- handbók og einnig annað efni sem auðveldar þeim að ræða við börn sín.Rannsóknir sýna að þegar for- eldrar hafa sex varnarþætti til stað- ar, minnkar hættan á vanrækslu og misnotkun og stuðningur við börn, unglinga og fjöl- skyldu eykst. Þessir sex þættir eru: ● Uppeldi og tengsl ● Þekking foreldra á upp- eldi og þroska barna ● Seigla foreldra ● Félagslegt tengslanet ● Stuðningur fyrir foreldra ● Félags- og tilfinningalegt þroskaferli barna Með auglýsingum félags- ins í vögnum Strætó bs., í boði þeirra og á vef félags- ins í apríl viljum við minna á hversu erfitt það getur verið fyrir einstakling að stíga fram og segja frá ofbeldi. Þegar einstaklingur segir frá er hann oft búinn að vera að velta því fyrir sér í langan tíma. Því miður þurfa börn, unglingar og fullorðnir einstaklingar ósjaldan að segja frá í fleiri en eitt skipti áður en þeim er trúað. Sam- félagið sem við búum í vill og er að taka harðar á kynferðisbrotamál- um, en á sama tíma eigum við erfitt með að trúa einstaklingi sem stígur fram og segir frá. Með það í huga þurfum við að endurskoða viðhorf okkar til einstaklinga sem leita sér hjálpar og er ekki trúað. Hvað ætlar þú að gera þegar barn, unglingur eða fullorðinn ein- staklingur segir þér frá? OFBELDI Sigríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri Blátt áfram Guðrún Helga Bjarnadóttir starfsmaður Blátt áfram Ef þú getur svarað þess- ari spurningu ertu í hópi þeirra heppnu Íslendinga sem hafa skráðan heim- ilislækni eða ert í nægi- lega góðu sambandi við sérfræðilækninn þinn til að geta kallað hann til ábyrgðar þegar á bjátar. Það er nefnilega tvöfalt heilbrigðiskerfi hér á landi, þeirra sem hafa sinn lækni og þeirra sem hafa engan. Seinni hópurinn er stór og fer stækkandi. Hvers vegna? Vegna þess að heilsugæslan á Íslandi er vanrækt. Nýliðun í stétt heimilislækna er langt undir því sem telst eðli- legt. Á sama tíma sýna kannan- ir sem gerðar hafa verið meðal læknanema að áhugi þeirra á heimilislækningum er lítill. Það er vandamál. Það er líka vandamál að heilu byggðarlög- in á landsbyggðinni séu mönn- uð af farandlæknum. Læknum sem búa ekki í byggðarlaginu og þekkja ekki íbúana. Þau eru fleiri, vandamálin í heilbrigðis- kerfinu. Mörg þeirra eru orðin vel þekkt eftir erfiða kjara- baráttu lækna sem stóð í marga mánuði í vetur til að reyna að rétta af kúrsinn. Hvort það mun takast á eftir að koma í ljós. Þó samningar hafi tekist er svo margt fleira sem þarf að laga í vinnufyrirkomulagi lækna til að tryggja endurnýjun mannaflans og fullnægjandi þjónustu fyrir sjúklinga. Heilbrigðisráðherra hefur sett á laggirnar verkefnastjórn til þess að vinna að breytingum á íslenska heilbrigðiskerfinu í samráði við lækna. Viljayfir- lýsing hefur verið undirrituð um sameiginleg markmið og er það vel. Þegar þessi vinna er að hefj- ast er sérstaklega mikilvægt að allir tali sama tungumálið. Að læknar, almenningur og stjórn- málamenn skilji hvert annað og rugli ekki saman hugtökum um ólík rekstrarform í heilbrigðis- þjónustunni. Einn liður í sameigin- legri yfirlýsingu stjórn- valda og lækna hljómar svo: „Opna þarf mögu- leika á fjölbreyttum rekstrarformum sem byggja á virkri þjón- ustu- og verkefnastýr- ingu, skýrum gæðakröf- um samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrar- formi.“ Þarna er opnað á þann möguleika að heimilislæknar geti rekið læknastofur sínar sjálfir líkt og sérfræðingar í öðrum sérgreinum læknisfræð- innar, t.d. lyflæknar, geðlækn- ar og skurðlæknar. Dæmi um slíkar einkareknar heimilis- læknastöðvar eru t.d Salastöðin í Kópavogi og Heilsugæslan í Lágmúla. Þróun sem þessi hefur orðið í öllum löndunum í kring- um okkur, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Einkarekstur Einkarekstur samhliða opin- berum rekstri hefur tíðkast ára- tugum saman hér á landi á afar farsælan hátt. Nefna má mýmörg dæmi, ég læt hér duga að benda á Röntgen Domus, Orkuhús- ið, Læknasetrið og Augnlækna Reykjavíkur. Einfaldari aðgerð- ir eru gerðar á einkareknum starfsstofum lækna með minni yfirbyggingu en á LSH. Sjúk- lingum er ekki mismunað eftir efnum. Þeir greiða sjúklinga- hlutann, sjúkratryggingar greiða afganginn. Þessar starfsstofur lækna hafa ekki grafið undan þjónustu LSH heldur veitt spítal- anum heilbrigða samkeppni. Á síðasta ári sinntu sjálfstætt starfandi læknar um 460.000 komum. Það er umtalsverður hluti heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Læknar sem starfa sjálf- stætt reka sjálfir starfsstofur sínar. Þeir eru ekki starfsmenn þriðja aðila sem fjárfest hefur í heilbrigðisrekstri. Það hefur ekki orðið nein stefnubreyting hjá Læknafélagi Reykjavíkur hvað þetta varðar. Þar er ekki áhugi fyrir einkavæðingu heil- brigðisþjónustunnar þar sem fjárfestar kaupa læknastofur og krefjast af þeim arðsemi. Það er ekki heldur áhugi fyrir því að sjúklingar þurfi að kaupa sér viðbótartryggingar af einka- reknum tryggingafélögum sem skráð eru á markað til að geta greitt fyrir heilbrigðisþjónustu. Læknafélag Íslands telur að heil- brigðisþjónusta eigi að greið- ast af sjúklingagjöldum annars vegar og Sjúkratryggingum Íslands hins vegar. Vegna kostnaðar við heil- brigðis þjónustu er æskilegt að hún sé veitt sem mest án inn- lagnar á sjúkrahús og að hún sé samfelld og persónuleg. Frá árinu 1936 hafa Læknafélag Reykja- víkur og Tryggingastofnun ríkis- ins (nú Sjúkratryggingar Íslands) samið um þjónustu sérfræði- lækna við sjúkratryggða. Þessi samningur hefur tryggt lands- mönnum greiðan aðgang að bestu sérfræðiþjónustu sem völ er á hér á landi og tryggt jöfnuð án til- lits til efnahags. Um þetta fyrir- komulag hefur verið pólitísk sátt. Í allri umræðu um framtíðar- rekstur heilbrigðiskerfisins er hér með lagt til að þeir sem tjá sig um einkareknar læknastof- ur á Íslandi skilji á milli einka- reksturs þar sem ríkið greiðir að hluta fyrir þjónustu skv. fyrir- fram ákveðnum samningi með greiðsluhámarki í þágu sjúklings og hins vegar einkavæðingar þar sem gjaldskrá læknis er frjáls og sjúklingur þarf að leita annarra leiða til að greiða fyrir komu s.s. með einkatryggingu sem ekki hefur skapast hefð fyrir hér- lendis. Hver er læknirinn þinn? Þakka þér skjót „svör“, Hjálmar. Ábendingin var að 1+1 akrein ber ekki þá umferð, sem nú er á Bústaðaveginum. Svar þitt var rökstuðningur fyrir mjókkun Grensásvegar, sem ég kallaði skemmdar- verk og skort á heilbrigðri skynsemi. Þrenginguna rökstyður þú með: 1) slysa- hættu á vegfarendum, 2) of lítil umferð á Grensásvegi fyrir 2+2 akreinar og 3) vilja íbúanna. 1 Ég minnist ekki slysa á þeim hluta, sem nú skal skemmdur. Þau gætu frekar orðið á gatna- mótum við Miklubraut. Ekki minnkar sú hætta við breytingu úr 2+2 í 1+1. Einfalt er að verja fótgangandi vegfarendur með girðingu eftir endilangri umferð- areyju frá Miklubraut að Hæðar- garði og merkja í leiðinni gang- brautir yfir Grensásveg. Þannig er öryggi fótgangandi best tryggt. Sé þörf á að minnka hrað- ann má gera það með hossum. 2 Umferð á Grensásvegi mun aukast við leiðréttingu Bústaðavegar. 3 Hvernig var boðað til íbúa-fundarins og hvernig var málið kynnt? Það að vísa nú til íbúalýðræðis hljómar, sem hræsni hjá þeim, sem hundsuðu 70 þúsund undirskriftir um flug- völlinn. Þú skrifar að í dag detti engum í hug að kalla þrengingu Skeiðar vogs skemmdarverk. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þrenging hans sé skólabókardæmi um hvern- ig ekki skuli standa að borgarskipu- lagi. Skeiðarvogur átti að vera tenging frá Reykjanesbraut yfir Langholtsveg og Suðurlandsbraut á Miklabraut og Bústaðaveg, sem hefði dreift umferðinni. Tengingin virkar ekki með þrengingu úr 2+2 í 1+1 frá Langholtsvegi að Gnoð- arvogi. Umferðin finnur og velur lengri hjáleið, sem er fljótkeyrðari þar til hún annar ekki umferðinni. Þá leitar umferðin aftur á Skeiðarvoginn, sem fljótt verður of þröngur. Háa leit isbraut va r skemmd á sama hátt með þeim árangri að hluti umferðar fór af henni á íbúðagötuna Safamýri. Langahlíð tengir frá Borgartúni yfir Suður- landsbraut (Laugaveg) og Miklubraut á veg til Hafnarfjarðar. Ég velti fyrir mér, hvort næsta verkefni hjá borginni verði að breyta Lönguhlíð í 1+1 frá Háteigsvegi að Miklubraut? Mikil ábyrgð Það er eins með umferðaræðar og æðarnar í mannslíkamanum. Stífl- ist ein þá verður meira álag á aðrar. Þannig orsaka þrengingar Bústaða- vegar, Skeiðarvogs og nú Grensás- vegar meira álag á Miklubrautina. Stíflist Miklabraut leitast umferð- in við að lækna sig sjálf með hjá- leiðum. Þeir sem eru seinir og mest stressaðir fara þær og freistast til að aka á meiri hraða en 30 km/klst. í íbúðargötum. Þeir eru stórhættu- legir í umferðinni. Í mestri hættu eru hjólandi vegfarendur og börn í leik. Svo ég svari sjálfur spurningu í lok greinar minnar, þá virðist stefna ykkar vera sú að skilgreina allar tengibrautir sem íbúðargötur og endurhanna þær með hámarks- hraða 30 km/klst. Markmiðið er að sem flestir fari allra sinna ferða hjólandi, fótgangandi eða noti strætisvagna. Gallinn er að ekki er alltaf hægt að hjóla og fyrir marga, sem ekki geta hjólað, er of langt til og frá stoppistöð strætó. Mikil ábyrgð felst í að tefja umferðina markvisst með skemmd- um á gatnakerfinu. Fólk er alltaf út um allt að fá hjartaáföll og verður að komast fljótt undir læknishend- ur. Í sambandi við kransæðastífl- ur geta mínúturnar skipt lífi eða dauða þurfi að komast strax í hjá- veituaðgerð. Hjálmar, þú svaraðir ekki ábendingunni Apríl – alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög lands- ins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófær- ir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar for- eldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þings- ályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skip- aður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hags- munum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphaf- leg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttinda- hópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoð- unar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauð- synlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefnd- in eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjár- lausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning? Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauð- synlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norður löndum, að mikil sam- vera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla sam- félag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um for- eldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja for- eldra sinna. Hugleiðing – Eiga börnin þetta skilið ? SAMFÉLAG Birgir Grímsson formaður Félags um foreldrajafnrétti HEILBRIGÐIS- MÁL Arna Guðmundsdóttir lyfl æknir og for- maður Læknafélags Reykjavíkur SAMGÖNGUR Sigurður Oddsson verkfræðingur ➜ Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldra- jafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfi ð- leika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. ➜ Nýliðun í stétt heimilis- lækna er langt undir því sem telst eðlilegt. Á sama tíma sýna kannanir sem gerðar hafa verið meðal lækna- nema að áhugi þeirra á heimilislækningum er lítill. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -C B A 0 1 4 5 9 -C A 6 4 1 4 5 9 -C 9 2 8 1 4 5 9 -C 7 E C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.