Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 22
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 22 Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðis- samvinnufélög í sessi. Nýr tekju- stofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sér- staklega er tekið á setningu aflahlut- deildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfir- standandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrest- ur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkis stjórnin hefur stuðning 38 þing- manna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunar vert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðs- ins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnar- flokkanna. Sigurður Ingi Jóhanns- son, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæð- isfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokk- anna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþing- is, lagt mikið upp úr því að starfs- áætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrest- un, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfa- kreppu af sjálfsdáðum. kolbeinn@frettabladid.is Að koma sér í úlfakreppu Stærstu mál ríkisstjórnarinnar eftir áramót eru lögð fram í kapphlaupi við tímann. Ljóst er að fram undan eru átaka- vikur á Alþingi. Strax farið að ræða um sumarþing. Ríkisstjórnin náði ekki að afgreiða frumvörp um húsnæðismál. FORSETINN OG ÞINGMAÐURINN Starf þingmannsins einkennist af törnum. Á löngum tímabilum er lítið að gera og fáir í þingsal, en síðan hrúgast málin inn og langir þingfundir taka við. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur ítrekað hvatt ráðherra til að koma tímanlega fram með frumvörp. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Síðast en ekki síst er starfsáætlunin liður í því að þingmenn geti, rétt eins og aðrir, skipulagt samveru með fjölskyldu sinni. Sú krafa er eðlileg í nútímasamfélagi og að auki mikilvæg forsenda þess að til að mynda yngra fólk taki þátt í stjórnmálum á vettvangi Alþingis. Það er því brýnt að allir sem að þinghaldinu koma geti skipulagt störf sín og verkefni í samræmi við samþykkta starfsáætlun og treyst því að ekki sé vikið frá henni nema í undantekningartilvikum. Til að þetta megi ganga eftir þurfa allir að leggjast á eitt, jafnt ráðherrar sem þingmenn. Þingmenn þurfa að gæta að því að dagskrá þingfunda fari ekki úr böndum og ráðherrar verða að huga tímanlega að þeim þingmálum sem þeir hyggjast leggja fyrir Alþingi, eins og ég hef þráfaldlega bent á. Á síðasta fundi fyrir jólahlé í desember Fram undan er annasamur tími. Alþingi mun takast á við stór mál og þýðingarmikil viðfangsefni á vetrar- og vorþingi. Ég minni einnig á það sjónarmið sem ég setti fram á síðasta fundi fyrir jólahlé að brýnt er að allir sem að þinghaldinu komi geti skipulagt störf sín og verkefni í samræmi við samþykkta starfsáætlun og treyst því að ekki sé vikið frá henni nema í undantekningartilvikum. Vænti ég áfram góðs samstarfs við ríkisstjórn og þingmenn um það efni. Á fyrsta fundi eftir jólahlé FORSETABRÝNING UM BÆTT STÖRF EINAR K. GUÐFINNSSON Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Birg- ir Ármannsson og Sigríður Á. Andersen, hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti sem kemur í veg fyrir að hægt sé að vitna beint í upp- tökur símtala sem tekin eru upp á þeim forsendum að báðum aðilum ætti að vera ljóst að um upptöku sé að ræða án þess að tilkynnt sé um það sérstaklega. Þannig eru gerðar ríkari kröfur til þess að viðmæl- anda sé ljóst að verið sé að hljóðrita símtal. Þá verður með breyting- unni sérstaklega kveð- ið á um að óheimilt sé að birta slíka hljóðritun opinberlega að hluta eða í heild. „Ekki er eðlilegt að heimilt sé að hljóðrita samtöl við fólk, án þess að gengið sé skýrlega úr skugga um að því sé kunnugt um hljóðritunina, en birta í framhald- inu einstakar setningar viðmæland- ans opinberlega, eða jafnvel sam- talið í heild sinni,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Frumvarpinu er beint að frétta- mönnum sem taka alla jafna upp öll sím- töl tengd starfinu. Í greinargerð frum- varpsins segir að sá skilningur sem nú sé í gangi, að viðmælendum frétta- manna eigi að vera ljóst að símtalið sé tekið upp, sé rangur. „Er sjálfsögð krafa að sá, sem er í raun í viðtali, fái að vita um það áður en viðtalið hefst,“ segja þau. Leggja þau til að skrifað hafi verið undir samkomu- lag um hljóðupptöku, svo sem við upphaf tiltekinna viðskipta sömu aðila, að því er segir í greinar- gerðinni. - fbj Þingmenn Sjálfstæðisflokksins með frumvarp sem kemur í veg fyrir að vitnað sé í upptökur símtala: Vilja samninga til að vitna megi í upptökur Össur Skarphéðinsson Í umræðum um alþjóðleg öryggismál Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra hvort þetta tengist með einhverjum hætti möguleikum eða getu Íslands til að tálma eða koma í veg fyrir að svipað gerist og henti hér á síðasta áratug þegar um íslenska lofthelgi fóru flugför sem voru í borgaralegri eigu en nýtt af erlendum leyniþjónustum og, eins og hæstv. ráðherra veit, til að flytja fanga á milli landa þar sem þeir sættu ómannúðlegri meðferð. Ég spyr hann hvort efni frumvarpsins tengist því að einhverju marki eða hvort það gefi íslenskum stjórnvöldum ein- hvers konar sterkara viðnám til að koma í veg fyrir það. Eins og hæstv. ráðherra veit, gott ef hann tók ekki sem þingmaður þátt í umræðum um það á sínum tíma, tel ég og fleiri að gistivinátta Íslendinga hafi verið misnotuð. Steinunn Þóra Árnadóttir Í umræðum um alþjóðleg öryggismál. Mér finnst í fyrsta lagi svolítið sérkenni- legt, þó að það kunni að vera bara tæknilegt, að nota orð eins og ríkisflugfar sem ég get ekki séð annað en að sé hálfloðmullulegt orðalag um það sem í daglegu tali kallast herflugvélar, sér- staklega ef litið er til þess að í skýringar- texta er skýrt að lög- unum er bara ætlað að ná til ríkisflugfara í hernaðarlegum til- gangi sem samkvæmt mínum skilningi eru ekki annað en herflug- vélar. Nú fer í hönd átakatími á Alþingi. Það er ekkert nýtt, á hverju einasta ári er það sama uppi á teningnum, skömmu fyrir frestun þings fyllist allt af málum og allt í einu verður fjör í þingsal, fundað fram á nætur, bommertur gerðar og gífuryrðin falla. Þannig var það á síðasta þingi og þarsíðasta og þarsíðasta og svo framvegis. Mörg síðustu ár hefur verið vilji til að bæta starfshættina og draga úr þessu, en litlu virðist skipta hver situr við stjórnvölinn. Þetta er tími stjórnarandstöð- unnar. Við höfum orðið vitni að því undanfarin ár að í tímapressunni fyrir þinglok hefur stjórnarand- staðan færi á því að setja mark sitt á störf þingsins svo um munar. Ræður því jafnvel hvaða mál fara í gegn. Til þess þarf hún ekki að gera annað en að nýta sér þann rétt sem henni er búinn samkvæmt þingsköpum og í raun að vinna vinnuna sína; tala um þau mál sem liggja fyrir þingi. Við höfum horft upp á breytingar á þingsköpum undanfarin ár sem draga hafa átt úr möguleikum stjórnarandstöðunnar á málþófi. Engu að síður hafa þingmenn fundið tækifæri til þess að tala lengi og því lengur sem talað er því lengri tíma tekur að afgreiða mál. Þetta þekkir núverandi stjórnar- andstaða vel og hefur nýtt sér í ýmsum málum, sérstaklega er varðar Evrópusambandið. Þetta þekkja núverandi stjórnarflokkar líka vel, en þeir nýttu sér þetta þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Nægir í því sam- hengi að nefna stjórnarskrármálið. Málþóf er neikvætt orð og þykir ekki par fínt að beita slíku. Ýmsir hafa talað um að stjórnarand- staðan í dag hafi ekki farið með himinskautum. Nú er kjörtímabilið hálfnað og allir flokkarnir nema Píratar tapa fylgi á milli skoðana- kannana. Það verður því athyglisvert að fylgjast með umræðunni á næstu vikum. Stjórnarandstaðan fær sitt tækifæri ➜ Allt stefnir í að ríkisstjórnin þurfi að hafa stjórnarandstöð- una góða til að koma málum sínum í gegn ÞINGSJÁ Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is GJALLAR- HORNIÐ AF ÞIN GPÖ LLU N U M K O LB EIN N Ó T TA R SSO N P R O P P É 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -9 0 6 0 1 4 5 9 -8 F 2 4 1 4 5 9 -8 D E 8 1 4 5 9 -8 C A C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.