Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 18
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 18 STJÓRNSÝSLA Fyrir liggja dag- setningar vegna íslenskuprófa sem taka þarf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt. Á vef Útlendingastofnunar segir að próf verði næst haldin á Akur- eyri 26. maí, Egilsstöðum 27. maí og Ísafirði 28. maí. Próf á höfuð- borgarsvæðinu fara svo fram 1. til 5. júní. Fólk skráir sig rafrænt í próf á vef Námsmatsstofnunar. Skráning er opin til 10. maí. Fram kemur á vef stofnunarinnar að próftökugjald sé 7.000 krónur. - óká Nýir borgarar taka próf: Prófað verður í maí og júní DAGSKRÁ FUNDARINS 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu rekstrarári. 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið rekstrarár. 3. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á síðastliðnu rekstrarári. 4. Tillaga um að ójafnað tap verði jafnað með lækkun á yfirverðsreikningi. 5. Ákvörðun um samruna Skipta hf. og Símans hf., þar sem Skipti hf. er yfirtökufélag. 6. Tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum félagsins, og aðrar breytingartillögur, ef einhverjar verða. Breytingartillögur stjórnar felast í því að nafni félagsins verði breytt í Síminn hf., hjáheiti félagsins verði Iceland Telecom og að félagið hafi framvegis ekki varamenn í stjórn félagsins. Þá fela tillögur stjórnar í sér að breyta tilgangi félagsins þannig að hann verði fjarskipta-, upplýsingatækni-, afþreyingarstarfsemi og önnur skyld starfsemi, rekstur fasteigna, kaup og sala verðbréfa, lánastarfsemi og fjárfesting í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem starfa á sviði félagsins. 7. Kosning stjórnar félagsins. 8. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu. 9. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir störf þeirra. 10. Samþykki starfskjarastefnu félagsins. 11. Tillaga um arðgreiðslustefnu félagsins. 12. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 13. Önnur mál löglega upp borin. UPPLÝSINGAR Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur, hlutaskrá, svo og ársreikningur félagsins og skýrsla endurskoðanda mun liggja frammi á skrifstofu félagsins að Ármúla 25, 108 Reykjavík. Tilkynningum um framboð til stjórnar skal skilað til skrifstofu félagsins að Ármúla 25 í Reykjavík eigi síðar en 5 dögum fyrir dagsetningu aðalfundar. Framboðstilkynningar skulu uppfylla skilyrði 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 og 19.3. gr. samþykkta félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur verða til sýnis á skrifstofu félagsins 2 dögum fyrir aðalfund auk þess sem stjórn félagsins áskilur sér rétt til að greina opinberlega frá tilkynningum um framboð í stjórn félagsins. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 09.30 á aðalfundardegi. Reykjavík, 23. mars 2015 Stjórn Skipta hf. Aðalfundur Skipta hf. Aðalfundur Skipta hf. verður haldinn kl. 10:00 fimmtudaginn 16. apríl 2015 á Hilton Hótel Nordica Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. SAMFÉLAGSMÁL „Við sem skrifum undir þennan lista teljum að þessi mótmæli séu áreiti í garð kvenna því það eru um 1.000 konur sem ganga um þessar dyr á hverju ári,“ segir Bryndís Björnsdóttir. Í gær afhenti hún undirskrifta- lista með tæplega 1.200 undir- skriftum þar sem Landspítalinn er hvattur til að taka afstöðu til mótmæla Lífsverndar á lóð spít- alans. Átta meðlimir hópsins Lífs- verndar mættu fyrir utan Kvenna- deildina í gær þar sem þeir báðu saman fyrir eyddum fóstrum líkt og þeir gera á hverjum þriðjudegi. Það sem var óvenjulegt þenn- an þriðjudaginn var að nú var mótmælunum mótmælt á heldur óvenjulegan hátt. Bryndís segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi ákveð- ið að taka þátt í hinni svokölluðu brjóstabyltingu á sama tíma og hún afhenti undirskriftalistann. Bryndís fletti sig því klæðum og kom sér fyrir skammt frá bæna- hópnum sem stóð í bænahring fyrir utan Kvennadeild Land- spítalans. Sjá mátti að nektin fór ekki vel í alla meðlimi hópsins þar sem ein konan setti bænablað sitt fyrir augun meðan hópurinn þuldi bænir sínar. „Þetta er góður dagur til að bera brjóstin. Sólin skín og það er vor í lofti,“ sagði Bryndís. Þrjár konur voru með henni til stuðnings en Bryndís var sú eina sem beraði brjóst sín. Hún segir hugmyndina hafa kviknað með skömmum fyrirvara. Bryndís hóf undirskriftasöfn- unina í nóvember og ætlaði sér að afhenda hana fyrr en hefur ekki verið á landinu fyrr en nú. Hún ákvað þess vegna að taka þátt í brjóstabyltingunni um leið og hún afhenti undirskriftirnar. „Mér fannst alveg tilefni til þess þar sem það var komin fram þessi birtingarmynd að konur voru að bera á sér brjóstin til að sýna að þær hefðu rétt yfir lík- ama sínum og lífi. Ég vildi því bara taka undir með því, nota til- efnið og afhenda undirskriftirn- ar,“ segir Bryndís. Hún vonast til þess að undirskriftirnar verði til þess að Landspítalinn taki afstöðu til þess að hópurinn mót- mæli fóstur eyðingum vikulega á lóð spítalans. „Þetta kemur að mínu mati líka almennt við aðkomu kvenna að þessari deild. Það mætti taka þetta betur til greina og aðskilja þetta tvennt.“ Anna Sigrún Baldursdóttir, upp- lýsingafulltrúi spítalans, tók við undirskriftalistanum en vildi ekki tjá sig um málið. viktoria@frettabladid.is Mótmælti bænahóp með ber brjóstin Bryndís Björnsdóttir afhenti undirskriftalista með tæplega 1.200 undirskriftum þar sem Landspítalinn er hvattur til þess að taka afstöðu til mótmæla bænahóps- ins Lífsverndar gegn fóstureyðingum sem fram fer á lóð spítalans í hverri viku. MÓTMÆLTI MEÐ NEKT Bryndís Björnsdóttir afhenti Önnu Sigrúnu Baldursdóttur undirskriftalista þar sem Landspítalinn er hvattur til að taka afstöðu til mótmæla gegn fóstureyðingum á lóð spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HEILBRIGÐISMÁL Um 78.500 fóstur- eyðingar voru framkvæmdar á Norðurlöndunum árið 2013, að því er greint er frá í nýjum Talnabrunni Landlæknis. Vitnað er í skýrsluna Aborter í Norden þar sem kemur fram að gerðar hafi verið rúmlega 37.000 fóstureyðingar í Svíþjóð, 15.300 í Danmörku, 14.800 í Noregi, 10.100 í Finnlandi og 966 á Íslandi. „Lítil breyting hefur orðið á saman lögðum fjölda fóstureyðinga á Norðurlöndunum undanfarin ár þó að nokkur fækkun hafi orðið í Finnlandi, Noregi og í Danmörku. Á Íslandi hefur fjöldi fóstureyðinga haldist nokkuð stöðugur,“ segir í samantekt Landlæknisembættisins. Miðað við hverjar þúsund konur á frjósemisaldri (15 til 49 ára) eru fóstureyðingar fæstar í Finnlandi eða 8,7 og flestar í Svíþjóð 17,5. „Á Íslandi voru framkvæmdar 12,5 fóstureyðingar á hverjar 1.000 konur á aldrinum 15 til 49 ára, sem er heldur lægra en hið norræna meðaltal (13,5),“ segir í Talna- brunni. Þá er í umfjöllun embættis- ins bent á að við samanburð milli landanna þurfi að hafa í huga ólíkt lagaumhverfi í hverju landi og mismunandi skilyrði sem liggi til grundvallar áður en aðgerð er framkvæmd. Þannig geti þungað- ar konur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð ákveðið upp á eigin spýt- ur að undirgangast fóstureyðingu en á Íslandi og í Finnlandi verði að liggja fyrir greinargerð læknis og/ eða félagsráðgjafa. - óká Ísland er rétt undir meðaltali Norðurlanda þegar kemur að tíðni fóstureyðinga á hverjar 1.000 konur: Fjöldi fóstureyðinga hefur haldist stöðugur HITAMÁL Réttur kvenna til yfirráða yfir eigin líkama og þar með fóstureyðinga er umdeildur víða. NORDICPHOTOS/AFP LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817 Þetta er góður dagur til að bera brjóstin. Sólin skín og það er vor í lofti. Bryndís Björnsdóttir, mótmælandi. Land Tilvik per 1.000 konur Svíþjóð 17,5 Meðaltal 13,5 Noregur 12,5 Ísland 12,5 Danmörk 12,1 Finnland 8,7 Heimild: Talnabrunnur Landlæknis, mars 2015 ➜ Fóstureyðingatíðni á Norðurlöndum 2013 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -9 5 5 0 1 4 5 9 -9 4 1 4 1 4 5 9 -9 2 D 8 1 4 5 9 -9 1 9 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.