Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 48
 | 10 1. apríl 2015 | miðvikudagur Á REYÐARFIRÐI Þau Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, og Berglind Häsler fluttu örfyrirlestur á ferðasýningunni „Austurland að Glettingi“ sem fram fór á Reyðarfirði um helgina. Á sýningunni gafst gestum kostur á að hlusta á átta örfyrirlestra frá fyrir- tækjum á svæðinu og kynntu þau Svavar og Berglind starfsemi sína að Karlsstöðum í Berufirði. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN HÁKON Undanfarin misseri hefur margt verið skrifað og ekki síður skraf- að um skapandi greinar á Íslandi, enda ört vaxandi starfsgreinar sem velta miklu, skapa störf og afleidd störf og hafa raunveruleg hagræn áhrif. Hönnun, tónlist, myndlist, tölvu- leikir, bókmenntir, sviðslistir og kvikmyndir mynda kjarnann í þessum greinum og saman mynda þau samtök skapandi greina. Í fersku minni er Hönnunar- mars sem var nýlega haldinn með 140 sýningum úti um allar koppa- grundir, yfir 300 hönnuðir sýndu eigin hönnun, allt frá minnstu skartgripum til borgarskipulags. Bókmenntirnar dafna og sækja á nýja markaði og myndlistin líka, kvikmyndagerð á Íslandi er með miklum blóma þótt fjármagn þurfi oft að sækja út fyrir landsteinana. Þúsundir iðkenda EVE-online flykkjast árlega til landsins á „fan- fest“ með tilheyrandi umstangi. Þegar umfang greinanna eykst verður æ nauðsynlegra að taka saman hagtölur fyrir þær til þess að geta betur séð hvað er að ger- ast í heildarmyndinni. Við sjáum þetta glöggt með ferðaþjónustuna sem hefur verið að berjast fyrir rannsóknarmiðstöð sem komin er í gang á Akureyri og hefur verið að skila veigamiklum hagtölum fyrir greinina. Hvað tónlistina varðar höfum við séð gífurlegar breytingar á umhverfi okkar síðustu árin, með minnkandi fjárfestingum frá plötufyrirtækjunum vegna minnk- andi plötusölu, höfum við séð lif- andi tónlistarflutning margfald- ast og okkar listamenn streyma inn á stærra markaðssvæði. Milli áranna 2012 og 2013 tvöfaldaðist tónleikahald íslenskra tónlistar- manna erlendis, frá 718 tónleik- um á ári í rúmlega 1460. Þetta eru sláandi tölur, en hvað þýða þær hagfræðilega? Hver er heildar- veltan á öllu þessu tónleikahaldi? Mikill uppgangur er á íslensk- um tónlistar hátíðum líka, Iceland Airwaves veltir meira en einum og hálfum milljarði á viku í nóvember, hefur áhrif á gengi krónunnar, það sjáum við vegna þess að ÚTÓN gerir könnun á því – en heildar- myndin fyrir skapandi greinar, það er erfitt að sjá. Hagstofan tekur ekki saman þessar tölur. Við erum enn að giska, og það eru ekki góð vísindi. Nú síðast að skapandi greinar velti meiru en ál á árs- grundvelli. Hér þarf einhverjar alvöru tölur. Ekki ágiskanir. Í nýlegri grein í Iceland Review kemur fram að sú jákvæða ímyndar breyting Íslands í Banda- ríkjunum, sem rakin er til vin- sælda íslenskrar tónlistar, hefur haft mjög jákvæð áhrif á sölu fiskafurða Íslendinga á Banda- ríkjamarkaði. Hljómar lygilega, ekki satt? Það þarf að vera hægt að skoða þetta nánar og fleira sem væri mun auðveldara að mæla. Merk i leg t nokk þá er Rannsóknar miðstöð skapandi greina til, en hún er ekki virk. Vegna þess að hana skortir rekstrar fé. R.S.G. (áður Rannsóknar- áherslusvið menningar og lista) var stofnað innan Viðskiptafræði- stofnunar Háskóla Íslands árið 2004. Rannsóknum á skapandi grein- um á Íslandi hafa verið takmörk sett vegna aðgengis að hagtöl- um. Með tilkomu fyrirtækjasviðs Hagstofu hefur aðgengi að gögn- um um skapandi greinar þó batn- að til muna, en þó er ekki nema hálf sagan sögð því greining og vöktun á gögnum í þágu þeirra sem vinna í skapandi greinum og einnig í þágu stjórnvalda verður ekki unnin hjá Hagstofu. Með rannsóknarmiðstöð sem sérhæfir sig í rannsóknum á skap- andi greinum verða upplýsingar um skapandi greinar á einum stað, greindar og gerðar aðgengilegar. Nú er mál að drífa þetta í gang með sameiginlegu átaki ríkis, borgar og greina, öllum til hags- bóta. Hagstofan mælir vel allt sem lýtur að fiski og landbúnaði. Við hjá skapandi greinum þurf- um að hætta að giska á fiska. Sigtryggur Baldursson, fram- kvæmdastjóri ÚTÓN. Giskað á fiska Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi í nær áratug að fá að vinna með framsæknu fólki í atvinnu- lífi nu á alþjóðamarkaði. Þetta fólk það sameig- inlegt að á einhverj- um tímapunkti í lífi sínu hefur það áttað sig á því að það vildi þekkja betur þá guðsgjöf sem það fékk í vöggugjöf. Ég kalla það að þekkja sinn X-fakt- or. Sína eiginleika, hæfi leika, kunnáttu, styrkleika. Ég fæ daglega að sjá hversu magnað það er að sjá fólk takast á við áskoranir dagsins með því að losa um ónotaða hæfi leika og vinna meira með það sem það hefur nú þegar til staðar. Tækifærin sem bíða eftir þínum X-faktor Þú mátt alveg kalla mig „Bjartsýnu Bínu“ þegar ég segi: „Ef þú veist hver er þinn X-faktor og hvað aðgreinir þig frá öðrum og getur komið því á fram- færi skýrt og skorinort“ þá bíður heilt alþjóðasamfélag eftir þér. Hvað á ég við? Jú, í dag er áætlað að rúmlega tveir milljarðar manna séu tengdir internetinu eða hafi aðgang að því. Spekúlantar meta það svo að á næstu 2-3 árum bætist aðrir tveir milljarðar manna þar inn. Samfélags- miðlar s.s. LinkedIn, Twitter, Insta- gram eða Facebook tengja þig nú þegar á ógnarhraða við fólk og fyrir- tæki úti um allan heim. Síður á borð við Fiverr.com, Freelancer.com eða Craigslist.com sérhæfa sig í að tengja daglega þúsundir VERKEFNA við SÉRFRÆÐINGA. Sérfræðingurinn gæti verið ÞÚ. Vinnustaðurinn þinn gæti verið fartölvan þín. Hér skiptir máli að þú þekkir vel þinn X-faktor, þína eigin sérþekk- ingu, kunnáttu og styrkleika og getir komið þinni sérstöðu skýrt og skorin- ort á framfæri. Hvað stoppar flesta? Ég meina, þetta hljómar frekar ein- falt. Þú þarft BARA að vita hvað þú vilt. BARA að vita af hverju þú vilt hafa meira af í lífi og starfi . BARA að vita hvað gerir þig sérstaka(n). BARA kunna að segja öðrum hver þinn X-FAKTOR er án þess að roðna, fara í algjöran hnút eða stama af óöryggi. Það sem virðist stoppa fl est okkar er einhvers konar sjálfsblinda. Við sjáum einfaldlega ekki hvað er sérstakt við okkur – okkar X-faktor. Vilt þú staðsetja þig enn betur á starfs- markaði, starfa við það sem þú elskar og gera það af meira sjálfsöryggi? Leitaðu þá ekki langt yfi r skammt. Byrjaðu á því að skoða og meta til fulls það sem þú hefur nú þegar. Þetta er allt saman beint fyrir fram- an þig … já, beint fyrir framan tútt- urnar á þér. Lykillinn að velgengninni er beint fyrir framan … Austurland að Glettingi Skoðun Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN Rannsóknum á skapandi greinum á Íslandi hafa verið takmörk sett. Hin hliðin Rúna Magnúsdóttir, Stjórnendamark- þjálfi og fyrirles- ari á alþjóða- markaði Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbank-inn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlauna-hafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfi r raun- verulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfi rburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyr- irtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósent- um af 80 milljarða króna samanlögð- um hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingar- myndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðli- lega á kostnað annarra eða færa kostn- að af starfsemi sinni yfi r á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bank- arnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bank- anna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hófl egum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggju- efni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hófl egri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka fl ugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppn- isumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkis- banki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkun- um og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámenn- ur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska rík- inu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstr- arára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans? Fákeppni á fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni Markaðsbrestur á okkar kostnað Hvað kallar á það að fámenn- ur hópur fái að kaupa stóran hlut í Lands- bankanum? Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -C B A 0 1 4 5 9 -C A 6 4 1 4 5 9 -C 9 2 8 1 4 5 9 -C 7 E C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.