Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 2
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS P Á S K A E G G NÝTT TRÚMÁL „Samkvæmt arabískum hefðum vernd- ar blóð úr úlföldum helga staði fyrir óvinveittum öflum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflu- stunguna að mosku Félags múslima í Sogamýri við sólarupprás í gær. Við það tækifæri var fórnað úlfalda sem félagið fékk sérstaka undanþágu til að flytja til landsins. Auk tólf meðlima úr æðsta ráði Félags múslima voru fulltrúar frá yfirdýralækni og Matvælastofn- un viðstaddir athöfnina sem var hátíðleg og látlaus í senn. Ali Hassan Abd al-Majid al-Tikriti, verkstjóri í sláturhúsi Kaupfélags Skagafjarðar, aðstoðaði Sverri við að skera dýrið. Skepnan er, að sögn Sverris, gjöf frá Salman bin Abdulaziz al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Salman hafi einnig borgað fyrir flutninginn og eina og hálfa milljón króna að auki í innflutningsgjöld. Sverrir segir að samkvæmt venjum við athafnir þar sem jörð sé helguð fyrir bænahús sé kjöt fórnar- dýrsins gefið út til samfélagsins. „Fiskikóngurinn á Sogavegi tók góðfúslega að sér fyrir okkur að verka kjötið og mun afhenda þeim sem vilja endurgjaldslaust í dag. Þetta var ungt dýr og kjötið ætti því að vera meyrt. Það hentar auð- vitað best í ýmsa austurlenska rétti,“ segir Sverrir Agnarsson. Fiskikóngurinn opnar klukkan sjö á virkum dögum. - gar Fyrsta skóflustungan að moskunni í Sogamýri tekin við helga athöfn í gær: Fórnuðu úlfalda og gefa kjötið SVERRIR AGNARSSON Um 250 kíló af kjöti fást af úlfald- anum sem múslimar fórnuðu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elín Edda, er ekkert hægt að nota bókina í eldamennskuna? „Nei, enda verður ekki allt bókvit í askana látið.“ Uppskriftabók– skáldverk er ný bók tíu höfunda sem stunda meistaranám í ritlist og ritstjórn við Háskóla Íslands. Elín Edda Pálsdóttir er ein ritstjóra bókarinnar. STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við verklag mennta- og menningar- málaráðuneytisins við viðskipti við einkahlutafélagið Rannsóknir og greiningu um fjölda æskulýðs- rannsókna fyrirtækisins fyrir hið opinbera. Gagnrýnir Ríkisendur- skoðun að samningur um norræna æskulýðsrannsókn sem gerður var árið 2009 hafi ekki verið boðinn út. Fréttablaðið sagði fyrst frá því þann 30. september á síðasta ári að fyrirtækið hafi gert samninga við ráðuneytið um æskulýðsrann- sóknir fyrir allt að fimmtíu millj- ónir króna án útboðs. Í kjölfar þess hóf Ríkisendurskoðun stjórnsýslu- úttekt á samningum stjórnvalda við fyrirtækið. Fram kemur í skýrslunni að undanfarin 16 ár hafi einkahluta- félagið fengið samtals greiddar 158 milljónir króna úr ríkissjóði fyrir margvíslegar æskulýðsrannsóknir. Stofnunin gerir athugasemdir við hvernig staðið var að viðskiptum við félagið. Telur Ríkisendurskoð- un ráðuneytið þurfa að vanda betur til samninga um þjónustukaup og móta þurfi heildstæða stefnu um æskulýðsrannsóknir. Fram kemur einnig í skýrslunni að eðli sumra samninga ráðuneyt- isins við Rannsóknir og greiningu ehf. séu óljósir og ekki hægt að meta hvort um þjónustusamninga eða styrktarsamninga sé að ræða. Í þessum samningum við Rann- sóknir og greiningu var aldrei leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðsrannsókn- um hér á landi. Telur Ríkisendur- skoðun í skýrslu sinni mikilvægt að virða jafnræðisreglu íslenskr- ar stjórnsýslu og kanna áhuga og getu annarra fræðimanna á að sinna verkefnum sem þessum. Samningur menntamálaráðu- neytisins við Rannsóknir og greiningu sem undirritaður var 12. janúar árið 2009 vekur athygli Ríkis endurskoðunar. Sá samningur hljóðaði upp á 24,2 milljónir króna og var gerður tveimur árum áður en fyrstu rannsóknir samningsins áttu að fara fram. Gilti hann til árs- ins 2016. Samningurinn var gerður stuttu áður en ríkisstjórn Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks fór frá völdum og boðað var til kosninga. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðsins. sveinn@frettabladid.is Gagnrýna samn- ingagerð ráðuneytis Ríkisendurskoðun hefur lokið stjórnsýsluúttekt á samningum hins opinbera við Rannsóknir og greiningu ehf. um æskulýðsrannsóknir og gerir fjölda athuga- semda. Fyrirtækið hefur fengið 158 milljónir frá hinu opinbera allt frá árinu 1999. RÍKISENDURSKOÐUN Í skýrslu Ríkis- endurskoðunar segir að nauðsynlegt sé að formbinda samninga og huga að jafn- ræðisákvæði laga um opinber innkaup. FRÉTTABLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 2014 Fréttablaðið greindi frá því að einkahluta- félagið Rannsóknir og greining ehf. hafi fengið um 50 milljónir króna frá 2006 frá hinu opinbera án útboðs. ILLUGI GUNNARSSON Ekki náðist í menntamálaráðherra við vinnslu frétt- arinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir STJÓRNSÝSLA Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 millj- ónir króna frá hinu opinbera, í gegn- um samning við menntamálaráðu- neytið, til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks. Ekki var leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðs- rannsóknum vegna þessara styrkja. Í fjárlögum ár hvert er liður undir æskulýðsmálum sem nefnist æsku- lýðsrannsóknir. Frá árinu 2006 hefur 57 milljónum króna verið varið í málaflokkinn og meginþorri þess fjármagns sem fer í málaflokk- inn rennur til Rannsóknar og grein- ingar. Kristín Halldórsdóttir, sviðs- stjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendur- skoðunar telur fullt tilefni til að skoða þennan samning nánar. „Ríkis endurskoðun hefur á undan- förnum árum haft samningamál ráðuneytanna til sérstakrar skoð- unar og birt samtals tíu skýrslur um þau mál. Með hliðsjón af athuga- semdum Ríkisendurskoðunar er varða samningamál ráðuneytanna telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoð- unar,“ segir hún. Sögu einkahluta- félagsins má rekja aftur til ársins 1997 þegar Björn Bjarnason, þáver- andi menntamálaráðherra, ákvað að leggja niður Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM). Upp úr því varð til Námsmatsstofn- un en rannsóknarhluti RUM var gef- inn eftir til nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar ehf., sam- kvæmt ákvörðun Björns. Á þessum tíma, frá 1997-1998, var Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar ehf., í hálfu starfi fyrir menntamálaráðherra, Björn Bjarna- son, og í hálfu starfi hjá rannsókn- ardeild Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála. Einnig var hún aðstoðarmaður bæði Davíðs Oddssonar og Ólafs G. Einarssonar á kjörtímabilinu 1991-1995. - sa / sjá síðu 8 50 milljónir króna fram hjá lögum um opinber innkaup Einkahlutafélag, sem stundar æskulýðsrannsóknir og er í eigu fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar, hefur fengið samtals um 50 milljónir frá ríkinu frá árinu 2006. Samningur var undirritaður í byrjun árs 2009 fram hjá lögum um opinber innkaup. Ríkisendurskoðun vill taka samninginn til skoðunar. Með hliðsjón af athugasemdum Ríkisendur- skoðunar … telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Kristín Halldórsdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun.ÍSRAEL Matur er táknrænn fyrir ákveðna atburði í sögu gyðinga. Þetta á einkum við um páskahátíðina, þegar verið er að minnast frelsunar Ísraelsmanna undan Egyptum. Þá er bakað og borið fram ósýrt brauð, matzah, sem er flatt, þunnt og án gers. Það brauð höfðu Ísraelsmenn með sér þegar þeir fóru í skyndi frá Egyptalandi. Þessi litli drengur fylgist rólegur með bakstri brauðsins í bakaríi í Bnei Brak rétt við Tel Avív í Ísrael. - kbg Gyðingar baka táknrænt brauð, matzah: Bakað fyrir páska í Tel Avív BRAUÐBAKSTUR Drengur fylgist með bakstri á ósýrðu brauði, matzah. MYND/API Bæjarsjóður Akureyrar var rek- inn með 520 milljóna króna hagn- aði á árinu 2014. Þrátt fyrir það var niðurstaða A-hluta sveitar- sjóðs neikvæð um 134 milljónir króna. Þetta kemur fram í árs- reikningi Akureyrarkaupstaðar. Skuldir Akureyrarkaupstaðar lækkuðu á árinu um 745 milljónir króna. „Á heildina litið lítur þetta vel út en ýmis ljós blikka og þá sérstaklega í A-hlutanum sem við þurfum að skoða vel. Hins vegar er ég ánægður með að við séum að greiða niður skuldir á tímabilinu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. - sa Bæjarsjóður Akureyrar: Hálfur milljarð- ur í afgang FRÆÐSLA Blár apríl, vitundarvakn- ing um einhverfu, hefst formlega í dag. Fyrirtæki og stofnanir um allan heim munu taka þátt með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi. Styrktarfélag barna með ein- hverfu stendur fyrir Bláum apríl hér á landi og hefst styrktarsöfn- un félagsins í dag. Að þessu sinni verður safnað fyrir námskeiðum tengdum einhverfu. Fjölmargar byggingar á Íslandi verða lýst- ar upp í bláum lit, meðal annars Harpa, Bessastaðir, Ráðhúsið, Höfði og Landspítalinn. Blár apríl nær hámarki 10. apríl en þá munu nemendur í skólum landsins klæð- ast bláu. - vh Vitundarvaking um einhverfu: Átakið Blár apríl hefst í dag STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur að tillögu forsætisráðherra sam- þykkt að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að kanna hvern- ig koma megi á reglulegu milli- landaflugi um flugvellina á Akur- eyri og Egilsstöðum. Starfshópurinn skal greina framkvæmdaratriði, kostnað, þátttöku einstakra ríkisstofnana, landshluta og fyrirtækja í við- komandi landshluta og markaðs- setningu. Starfshópurinn verður skipaður til þriggja mánaða og í lok starfstímans skal hann skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Fulltrúar frá Íslandsstofu, Isavia, innanríkisráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu munu skipa starfs- hópinn, ásamt fulltrúum frá ólíkum landshlutum. Fulltrúi forsætisráðuneytisins mun stýra vinnunni auk þess sem starfs- maður hópsins mun koma frá for- sætisráðuneytinu. Tæp milljón ferðamanna kom til Íslands með flugi á síðasta ári og spár gera ráð fyrir mik- illi fjölgun á næstu árum. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna heimsækir einungis suðvestur- horn landsins og aðrir lands- hlutar njóta síður þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur. Ríkisstjórnin vill stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um landið, enda megi þannig dreifa því álagi á náttúruna sem fylgir auknum ferðamannastraumi. - ngy Ríkisstjórnin vill stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um landið og dreifa álagi á náttúruna: Starfshópur skoðar fjölgun lendingarstaða FORSÆTISRÁÐHERRA Tæp milljón ferðamanna kom til Íslands með flugi á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -8 6 8 0 1 4 5 9 -8 5 4 4 1 4 5 9 -8 4 0 8 1 4 5 9 -8 2 C C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.