Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 78
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 58 Kristbjörg Jónasdóttir fitnesskona og unnusti hennar, Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, eignuðust son þann 26. mars síð- astliðinn. Sonurinn lét bíða eftir sér í fimm daga en Kristbjörg segist hafa reynt allt til þess að koma fæðingunni af stað þar sem karla- landsliðið spilaði mikilvægan leik í undankeppni EM 2016 á laugar- daginn. Hún stundaði líkamsrækt alla meðgönguna, gekk stiga, gerði hnébeygjur og kenndi meðal ann- ars tíma í líkamsræktarstöð allt að þremur vikum fyrir settan dag, án allra hoppa að sjálfsögðu, en allt kom fyrir ekki. „Ég var búin að reyna allt sem var sagt að myndi virka, allt,“ segir hún hress og bætir við að það sé ljóst að börnin koma bara í heiminn þegar þau eru tilbúin. „Ég er nokkuð viss um að það sé bara tilviljun ef það virkar bara daginn eftir, ég var mjög ákveðin í því að ég ætlaði að ná þessu áður en hann myndi fara en það bara virkaði ekki neitt,“ segir hún og hlær en að lokum var fæðingin sett af stað vegna meðgöngueitrunar. Þar sem sonurinn lét bíða örlít- ið eftir sér, líkt og algengt er með fyrstu börn, hélt Aron Einar út til Kasakstans að keppa með lands- liðinu og var því ekki viðstaddur fæðinguna. „Það var bara sameig- inleg ákvörðun um að hann myndi drífa sig í leikinn, þar sem þetta var náttúrulega mjög mikil vægur leikur líka,“ segir hún pollróleg, en það voru að sjálf- sögðu miklir fagn- aðarfundir þegar landsliðsfyrirliðinn kom heim síðastlið- ið sunnudagskvöld. „Það var voða gott og skemmtilegt þetta móment þegar hann hitti hann loks- ins.“ Þrátt fyrir ungan aldur fylgdist sonurinn að sjálf- sögðu með föður sínum keppa og vinna leikinn á laugardag- inn. „Hann fylgdist aðeins með, svona á milli þess sem hann svaf. En hann virtist vera spenntur yfir þessu á köflum,“ segir Kristbjörg glöð í bragði. Kristbjörg segir að ekki kæmi á óvart ef sonurinn fetaði í spor foreldranna og stundaði íþróttir af kappi í framtíðinni. „Hann verður örugglega mjög aktífur og á pottþétt eftir að finna sér eitthvað,“ segir hún og bætir við að þau muni leyfa litla mann- inum að taka ákvörðun um hvaða íþrótt hann vilji stunda þegar hann hefur aldur til, það verð- ur því engin pressa sett á að hann velji á milli fitness eða fót- bolta þótt Krist- björg telji hið síðarnefnda líklegra, enda hefur hann strax eignast sinn fyrsta fót- bolta- galla þrátt fyrir ungan aldur. Þ a ð e r þ ó ek k i Þórsgall- inn, liðsins sem faðir hans spilaði lengi með á Akur- eyri. „Ekki enn þá, en ég er alveg viss um að hann fær hann. Hann er kominn með Cardiff-gallann, hann fékk hann í gjöf frá ein- hverjum af stelpunum hérna úti,“ segir hin nýbakaða móðir hlæj- andi en líkt og flesti vita spilar Aron Einar nú með Cardiff City í Wales. Drengurinn verður skírður hér heima í sumar þegar Kristbjörg og Aron Einar koma hingað til lands í sumarfrí en nafnið er nán- ast komið á hreint. „Við erum með tvö nöfn í huga og eiginlega búin að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu,“ segir hún en ekki kom til mikils ágreinings á milli parsins þegar kom að því að velja nafn. „Þessi nöfn komu strax í kollinn á okkur báðum þegar við fórum að tala um það,“ segir Kristbjörg að lokum en nafnið verður leyndarmál þar til litli drengurinn verður skírður. Nánast komin með nafn á frumburðinn Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eignuðust son í síðustu viku. Kristbjörg segir það hafa verið góða stund þegar feðgarnir hittust í fyrsta sinn. VÆR OG GÓÐUR Kristbjörg og sonurinn saman, hún segir það hafa verið góða stund þegar feðgarnir hittust í fyrsta sinn. MYND/KRISTBJÖRG 24.900 kr. DÚNMJÚKUR DRAUMUR QOD dúnsæng · 90% dúnn · 10% smáfiður Fullt verð: 25.900 kr. QOD dúnkoddi · 15% dúnn · 85% smáfiður Fullt verð: 4.900 kr. Aðeins 69.900 kr. NATURE’S REST heilsurúmFERMINGAR TILBOÐ Shape Comfort koddi fylgir með að verðmæti 5.900 kr. SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Fáanlegt í svörtu og hvítu. Stærð: 120x200 cm. Fullt verð: 79.900 kr. FERMINGAR TVENNA Fyrir þínarbestu stundir Holtagarðar | Akureyri | www.dorma.is Dormabæklinginn finnur þú á dorma.is Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Fyrir fólk sem stækkar og stækkar Gyða Lóa Ólafsdóttir gyda@frettabladid.is Við erum með tvö nöfn í huga og eiginlega búin að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu. ARON EINAR GUNNARSSON „Ég væri svo sannarlega til í páskaegg frá Hafliða Ragnarssyni úr Mosfellsbakaríi, ef einhvern langar að gefa mér.“ Hlín Einarsdóttir, ÍAK einkaþjálfaranemi BESTA PÁSKAEGGIÐ Hvað gerist þegar verðandi bóndi, garðyrkjumaður og starfsmenn í bókabúð frá Suðureyri koma saman? Jú, þeir vinna Músíktil- raunir 2015. Þessi ferskasta sveit landsins um þessar mundir lýsir upplifuninni sem súrrealískri en á ákveðnum tímapunkti var ekki útlit fyrir að þeir myndu keppa yfirhöfuð. „Við misstum gítar- leikarann okkar til Frakklands í námsferð í blálokin svo við urðum að redda okkur öðrum á ögurstundu. Það gekk sem betur fer eftir og hljóp Bolvíkingurinn Bjarni Kristinn Guðmundsson í skarðið,“ segir Pétur. Hljómsveitin lagðist á eitt og nýtti næturnar til að æfa sig. Allt var lagt undir og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar í Hörpu á laugar- daginn var. „Við áttum ekki von á þessu, þorðum ekki einu sinni að hlusta á böndin sem komu til greina á lokakvöldinu, þau voru svo góð,“ segir Pétur. Úrslitin komu þeim því rækilega á óvart. „Í gleðivímunni ákváðum við að fá okkur allir tattú saman. Kannski verður það Bjarni best,“ segir Pétur flissandi. Næst á dagskrá sveitarinnar er að troða upp á Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. „Ég veit það ekki, ætli við verðum ekki að flytja?“ segir Pétur aðspurður um framhaldið og bætir spenntur við: „Kannski til Reykjavíkur, kannski til Los Angeles, þetta á eftir að koma í ljós.“ - ga Stórhuga sveitastrákar stálu senunni í Hörpu Minnstu munaði að hljómsveitin yrði ekki með korter í keppni. Hjálpin barst á ögurstundu og sigur í höfn. RYTHMATIK Drengirnir velta nú fyrir sér mögulegum búferlaflutningum. Kannski til Reykjavíkur. Kannski til L.A. Allt er í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/MYND ➜ Næst á dagskrá sveitar- innar er að troða upp á Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -9 5 5 0 1 4 5 9 -9 4 1 4 1 4 5 9 -9 2 D 8 1 4 5 9 -9 1 9 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.