Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 60
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 40 „Sólrún kemur hingað frá Ítalíu og hún og Gerrit munu flytja efni eftir tvo síðrómantíska meistara, ljóðaflokk eftir Jean Sibelius og nokkur vel valin lög eftir Rich- ard Strauss.“ Þetta segir Krist- ín Mjöll um tónleika í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. Þeir tilheyra röðinni Klassík í Vatns- mýrinni sem stendur fram í nóvember. Röðin er helguð konum að hluta vegna kosningaafmælisins. Hin sænska Gitt-María Sjöberg sópr- an kemur í september og tekur með sér píanistann Irene Has- ager og í nóvember flytur Auður Gunnarsdóttir Mannsröddina eftir Poulenc á leikrænan hátt, ásamt Helgu Bryndísi píanóleik- ara. Finnarnir Marko Ylönen selló- leikari og Martti Rautio píanó- leikari koma fram í júní og Jón Sigurðsson spilar á píanó heila dagskrá eftir Scriabin í október. Tuttugu ára og yngri fá frían aðgang að Klassík í Vatnsmýr- inni að sögn Kristínar Mjallar. „Við viljum hvetja ungt fólk til að mæta á tónleikana án þess að verðið sé þar fyrirstaða.“ - gun Flytja síðrómantískt efni eft ir Sibelius og Strauss Sólrún Bragadóttir sópran og Gerrit Schuil píanóleikari koma fram í Norræna húsinu í kvöld. Kristín Mjöll Jakobsdóttir veit meira. SKIPULEGGJANDI „Tónleikarnir í kvöld heita Ljóðrænt litróf,“ segir Kristín Mjöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við viljum hvetja ungt fólk til að mæta á tónleikana án þess að verðið sé þar fyrirstaða. „Hér er kominn allgóður stokkur með ýmsum atriðum úr sögu og umhverfi þjóðarinnar. Ég vil segja að það sé ágætt hjálparrit fyrir nemendur, blaðamenn og allan almenning,“ segir Einar Laxness, sem ásamt öðrum sagnfræðingi, Pétri Hrafni Árnasyni, hefur skrif- að bókina Íslandssaga A-Ö. „Þetta er ný útgáfa, uppfletti- rit, sem ég tók fyrst saman fyrir 40 árum og kom út í tveimur bind- um hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs,“ segir Einar og getur einnig um endurprentun fyrra bindis 1987 og endurútgáfu Vöku Helgafells 1995 í þremur bindum. Allt er það löngu uppselt. „Forlagið vildi gefa þetta efni út aftur, endurbætt og aukið. Til dæmis voru ekki manna- nöfn í hinum bókunum en þau eru með núna, þótt auðvitað sakni menn þessa og hins. Svo er bætt við ýmsu fleiru sem tengist nútímanum, við- burðum sem gerst hafa frá 1995 og fram yfir hrun,“ lýsir Einar. Einar tekur fram að hann hafi lítið sem ekkert skrifað nýtt í þetta rit. „Ég er orðinn svo gamall að ég átti fullt í fangi með að ganga frá því efni sem ég hafði áður sett saman svo Pétur Hrafn var mér til aðstoð- ar. Hann bætti við fólki og er höf- undur nýja efnisins. Svo styttum við dálítið sumt eldra efnið og útkoman er þessi 600 blaðsíðna bók.“ Spurður hvort hann hafi getað látið tölvurnar hjálpa sér við rit- störfin nú svarar Einar: „Ég er með tölvu en fyrri handrit eru ekki þar inni. Hrafn stytti gamla textann og kom með hann á próförkum til mín, ég las yfir, lagfærði og gerði athuga- semdir ef mér sýndist svo. Þannig fór ég yfir allt verkið. Nú er kannski álitamál hvort svona efni á að koma út í bókarformi eða vera bara á netinu en þetta varð niðurstaðan. Eldri bækurnar gerðu mikið gagn á undan förnum áratugum og ég vona að þessar geri það líka.“ Stokkur fyrir þá sem vilja fræðast Íslandssaga A-Ö er alfræðibók um íslenskt efni, allt frá abbadís til Örlygsstaðabardaga. Einar Laxness sagnfræðingur er annar höfunda. SAGNFRÆÐINGURINN „Eldri bækurnar gerðu mikið gagn á undanförnum áratugum og ég vona að þessi geri það líka,“ segir Einar Laxness um hina nýju Íslandssögu A-Ö. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FJÖREGG egg sem varðveitir líf tiltekins ein- staklings eða þjóðsagnaveru. Þannig var talið nauðsynlegt að brjóta fjöregg trölls til þess að vega það. FJÖRULALLI þjóðsagnavera í líki sækindar og á stærð við meðalmann sem talið var að hrekti fólk í sjóinn. FLATEY ein Vestureyja á Breiðafirði í Austur- Barðastrandarsýslu. Hún reis úr sæ á ísöld þegar skriðjöklar hopuðu og fyrir vikið er hún vogskorin og mýrlend. Þar var stofnað klaustur af Ágústínusarreglu 1172, sennilega af Ögmundi Kálfssyni, fyrsta ábótanum, sem var starfrækt í 12 ár. Eyjan varð snemma mikilvæg- ur verslunarstaður (löggiltur 1777) og víðfræg menningarmiðstöð. Guðmundur Scheving hóf útgerð þilskipa í Flatey 1822 og átti jafnframt hákarlaskip. Eyjarskeggjar urðu flestir um 400 upp úr aldamótunum 1900 en þegar leið á 20. öld fækkaði þeim jafnt og þétt og um aldamót- in 2000 taldist þar aðeins ein jörð með fastri búsetu. Þar er þyrping vel varðveittra húsa og blómlegt líf á sumrin. GRIPIÐ OFAN Í ÍSLANDSSÖGU A-Ö AF ALGERU HANDAHÓFI www.netto.is Kræsingar & kostakjör JARÐARBER 250 GR Í ÖSKJU 249 ÁÐUR 498 KR/ASKJAN -50% ÁVÖXTUR VIKUNNAR! „Ég sýni núna sautján vatnslita- myndir og nokkur akrýlverk og á myndunum eru hús, landslag og portrett,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson, sem opnar sýn- ingu í Mjólkurbúðinni á Akur- eyri á morgun, skírdag, klukkan 14. Meistararnir Pálmi Gunnars- son og Kristján Edelstein ætla að mæta þar með hljóðfæri og skemmta gestum. Sýningin nefnist Vetur að vori og Ragnar skýrir það svo að vetur verði að vori, en svo geti líka vet- urinn látið á sér kræla þótt farið sé að vora. Þannig er það meðan við spjöllum saman því þá er allt að því stórhríð fyrir norðan. En Ragnar er líka kynningarstjóri Akureyrar og segir snjóinn pant- aðan til að fólk geti rennt sér í Hlíðarfjalli um páskana! - gun Málar hús, landslag og portrett Ragnar Hólm opnar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á morgun. Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein leika þar létt lög af fi ngrum fram. MÁLARINN VIÐ EITT VERKANNA Bautinn er vinsæll staður í miðbæ Akureyrar. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -8 B 7 0 1 4 5 9 -8 A 3 4 1 4 5 9 -8 8 F 8 1 4 5 9 -8 7 B C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.