Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 52
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns og föður, DAVÍÐS HEIMISSONAR sem lést 10. mars sl. Sérstakar þakkir viljum við senda vinum, starfsfólki gjörgæslu Landspítalans Fossvogi, Hjálparsveit skáta Hveragerði, starfsfólki Heilsustofnunar NLFÍ, starfsfólki Sunnulækjarskóla og starfsfólki Hótels Arkar. Sandra Sigurðardóttir Birta Marín Davíðsdóttir Bjarni Marel Davíðsson Manúella Berglind Davíðsdóttir Og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILD JOHANNE RÖED Stífluseli 9, Reykjavík, andaðist í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 27. mars á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 8. apríl nk. kl. 13.00. Edvard K. Sverrisson Röed Halldóra Jónsdóttir Hildur Sverrisdóttir Röed Júlíus Baldvin Helgason Heiða Sverrisdóttir Röed Heiðar Rafn Sverrisson Davíð G. Sverrisson Röed Jófríður Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Okkar kæri bróðir, EINAR LÁRUS PÉTURSSON er látinn. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti þriðjudaginn 7. apríl klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Magnús Jónsson Kristófer Pétursson Linda María Friðriksdóttir Okkar ástkæra ANNA AÐALSTEINSDÓTTIR Heiðarbraut 7, Sandgerði, lést 3. janúar á Sjúkrastofnun Suðurnesja. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Haukur S. Hauksson Hanna G. Pétursdóttir Katla Lilja Hauksdóttir Gísli Þ. Hauksson Karen Bjarnadóttir Haukur G. Karlsson Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR RAFNAR HALLDÓRSSON tæknifræðingur, Heiðarbæ 16, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi 30. mars. Jarðarför auglýst síðar. Kristín Sigurbjarnardóttir Sigurbjörn Búi Guðmundur Tryggvi Hlíf Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, virðingu og hlýhug við andlát og útför INGUNNAR HANSDÓTTUR HOFFMANN Sóltúni 2, Reykjavík, áður til heimilis á Flókagötu 43. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun Ingunnar. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu vegna fráfalls okkar ástkæru STEINGERÐAR ÞÓRISDÓTTUR Sléttuvegi 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar fyrir áralanga umönnun og hlýju. Jón Hallgrímsson Ingibjörg Þ. Hallgrímsson Steinunn G. H. Jónsdóttir Margrét I. Hallgrímsson Þórir Hallgrímsson Tómas Hallgrímsson Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR INGA JÓNASDÓTTIR Skriðustekk 21, Reykjavík, lést miðvikudaginn 25. mars á Land- spítalanum. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 13.00. Jónas Þ. Árnason Guðjón M. Árnason Lolita Orange Halldóra G. Árnadóttir Jónas Á. Ágústsson Ragnheiður Þ. Árnadóttir Sigurður Á. Sigurðsson Kristján M. Árnason María Árnadóttir Karl A. Karlsson og ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. MERKISATBURÐIR 1807 Trampe stiftamtmaður setti reglugerð um brunavarnir í Reykjavík. Bannað var að reykja pípu innanhúss og nálægt eld- fimum efnum. 1855 Einkaréttur Dana til verslunar á Íslandi var aflagður og máttu Íslendingar eftir það versla við allar þjóðir. 1873 Hilmar Finsen varð fyrsti landshöfðingi Íslands. Hann var áður stiftamtmaður en síðar borgarstjóri í Kaupmannahöfn. 1896 Álafoss hóf ullarvinnslu. 1924 Adolf Hitler var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátttöku sína í valdaránstilraun í München árið 1923. Hann sat þó aðeins inni í níu mánuði. 1936 Alþýðutryggingalög gengu í gildi á Íslandi. 1961 Skoska söngkonan Susan Boyle fædd. 1976 Tölvufyrirtækið Apple var stofnað af Steve Jobs, Steve Wozniak og Ronald Wayne 1984 Marvin Gaye söngvari var skotinn til bana af föður sínum. 1990 Seyðisfjarðarkaupstaður og Seyðisfjarðarhreppur voru sam- einaðir undir merkjum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Björn Þorláksson, bóndi á Varmá, stóð fyrir byggingu verksmiðju í kvosinni við Álafoss því hann sá hversu hentugt væri að nota vatnsafl fossins til að knýja vélar. Eins þótti Varmá hentug til þvotta á ull vegna hás hitastigs svo ullarvinnsla hófst í kvosinni 1. apríl árið 1896. Verksmiðjan átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar í Mosfellsbæ. Umsvif hennar voru aukin 1917 en kjörorð Sigurjóns Péturssonar, sem þá var tekinn við verksmiðjunni, voru Álafossföt bezt. Starfsfólk bjó flest á staðnum og var félagslíf blómlegt. Haldnar voru leiksýn- ingar og dansleikir og stundaðar íþróttir meðal starfsmanna og Íþróttaskóli fyrir ungmenni starfræktur að Álafossi frá 1928 til 1940. Reksturinn gekk vel og 1983 störfuðu 420 manns við verksmiðj- una, sem framleiddi peysur, værðarvoðir og handprjónaband og flutti út til Banda- ríkjanna, Kanada, Norður-Evrópu, Rúss- lands og Japans. Ullariðnaðurinn hrundi þó 1991 og varð fyrirtækið gjaldþrota. Síðar sama ár var ullarvinnslufyrirtækið Ístex stofnað upp úr rústum Álafoss. ÞETTA GERÐIST ÞANN 1. APRÍL 1896 Ullarvinnsla hófst í Álafosskvosinni Í dag, 1. apríl 2015 eru liðin hundrað ár síðan Kvenfélagið Tilraun var stofn- að. Halla Soffía Karlsdóttir, formaður kvenfélagsins, segir félagskonur nú vera um fimmtíu talsins. Með Höllu í stjórn eru þær Ingibjörg Ragnheiður Kristinsdóttir ritari og Hildur Birna Jónsdóttir gjaldkeri. „Við héldum nú á tímabili að þetta væri eitthvað að deyja út, en á síðasta fundi bættust fjórar nýjar í hópinn.“ Aðspurð um hlutverk kvenfélagsins segir hún það gefa mikið til líknarmála. „Við erum nú mikið í því að baka,“ segir Halla, hlær og bætir við: „En við söfnum og gefum mikið til líknarmála hér í nágrenninu, bæði til dvalarheimilisins Dalbæjar á Dalvík og til kirknanna hér í sveit- inni,“ segir hún. Í tilefni þessara merku tímamóta í sögu félagsins verður gefið út afmæl- isrit sem dreift verður á öll heimili í Dalvíkurbyggð. Sagnfræðingurinn Margrét Guðmundsdóttir hefur tekið saman efni í heftið og skráð það. Í dag nær starfssvæði félagsins til Svarf- aðardals og Dalvíkur, líkt og var í upphafi starfsáranna, en á tímabili voru tvö kvenfélög starfrækt; Til- raun í Svarfaðardal og Vaka á Dalvík, sem nú hefur lagst af. Í ritinu verður fjallað um félagsstörf kvenna, stofn- un félagsins og helstu frumkvöðla og forystukonur. Helstu baráttumál félagsins verða í brennidepli og þá aðallega þau verkefni sem félagskon- ur beittu sér fyrir. Sýna þau verk best þróun heilbrigðis- og velferðarmála á þeirri öld sem liðin er síðan kvenfé- lagið var stofnað. Í tilefni afmælisins fóru kven- félagskonur í ferð til Dublin í fyrra. „Það voru rúmlega tuttugu konur sem fóru í ferðina, en við tókum þá ákvörðun að fara í fyrra vegna þess að það var svo margt sem við ætluð- um að gera annað á afmælisárinu,“ segir Halla. Á sjálfan afmælisdaginn ætla kven- félagskonur að afhenda Dalbæ pen- ingagjöf ásamt því að borða saman kvöldverð í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Þann 11. apríl býður félagið öllum í sveitinni til afmælisfagnaðar með dagskrá og veitingum að Rimum í Svarfaðardal. adda@frettabladid.is Tilraun á tímamótum Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal fagnar 100 ára afmæli í dag, þann 1. apríl. Í tilefni afmælisins ætla þær að færa dvalarheimilinu Dalbæ stóra peningagjöf. KVENFÉLAGS- KONUR Frá vinstri Sigríður Hafstað, fyrrverandi formaður, Elínborg Gunnars dóttir og Ástdís Óskarsdóttir. Þær sátu lengi í stjórn kven- félagsins. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 9 -D A 7 0 1 4 5 9 -D 9 3 4 1 4 5 9 -D 7 F 8 1 4 5 9 -D 6 B C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.