Fréttablaðið - 01.04.2015, Side 20

Fréttablaðið - 01.04.2015, Side 20
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 20 Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn föstudaginn 10. apríl 2015 í Höllinni, Vestmannaeyjum. Dagskrá ársfundar: Kl. 13:00 Setning. Kl. 13:05 Ávarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra – Sigurður Ingi Jóhannsson. Kl. 13:15 Ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar – Þóroddur Bjarnason. Kl. 13:30 Skýrsla forstjóra Byggðastofnunar – Aðalsteinn Þorsteinsson. Kl. 13:45 Afhending „Landstólpans“ samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar. Kl. 14:00 Hvar er fólkið? Staðsetning starfa sem kostuð eru af ríkinu – Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Kl. 14:20 Kynning á rannsóknum Nordregio á sviði byggðamála – Anna Karlsdóttir, sérfræðingur hjá Nordregio. Kl. 14:50 Baráttan um brauðið og landsbyggðirnar – Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Kl. 15:00 Veiting styrkja úr Byggðarannsóknarsjóði – Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Allir velkomnir. SJÁVARÚTVEGUR Niðurstaða mæl- inga á dauðatíma hvala í sumar sýndu að af þeim 50 langreyðum sem rannsóknin náði til drápust 42 þeirra samstundis við það að sprengiskutull hvalveiðimanna Hvals hf. hæfði dýrin. Átta lang- reyðar drápust ekki samstund- is og voru skotnar aftur. Lengst lifði skotið dýr í 15 mínútur áður en það var skotið aftur. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja norskra dýralækna sem störfuðu um borð í hvalveiði- skipum Hvals hf., í fyrrasumar við mælingar á aflífunartíma í hrefnu- og langreyðarveiðum við Ísland á vegum Fiskistofu. Dýra- læknarnir tveir voru valdir sér- staklega en þeir hafa áratuga- reynslu af slíkum mælingum á hrefnuveiðum Norðmanna. Skýrsla annars þeirra, Dr. Egil Ole Øen, var birt á vef Fiskistofu fyrr í þessum mánuði. Þar kemur fram að ívið hærra hlutfall lang- reyðar drapst samstundis en á hrefnuveiðum Norðmanna. Eyþór Björnsson fiskistofu- stjóri vill ekki leggja beint mat á niðurstöður mælinganna, enda Fiskistofa stjórnsýslustofnun, en segir engu að síður að niðurstað- an sé góð í samanburði við niður- stöður Norðmanna. Frekari mæl- ingar á langreyði standa ekki til, en Eyþór segir Norðmenn mæli dauðatíma á sínum skipum á tíu ára fresti. Vegna óhagstæðra veðurskil- yrða lágu hrefnuveiðar að mestu niðri þann tíma sem ætlaður var til mælinga á aflífunartíma í hrefnuveiðum. Ráðgerir Fiski- stofa að ráða sömu sérfræðinga til þess að gera mælingar á aflíf- unartíma hrefnu á næsta hrefnu- veiðitímabili. Rannsóknin var gerð að ósk Norður-Atlantshafs- spendýraráðsins (NAMMCO). Ráðgert er að niðurstöður mæl- inganna verði kynntar á fundi sérfræðinga um aflífun hvala sem haldinn verður á vegum ráðsins í nóvember á þessu ári. Þá verða niðurstöðurnar bornar saman við sambærilegar mælingar fyrir aðrar hvalategundir og árangur metinn fyrir þær veiðiaðferðir sem notaðar eru. svavar@frettabladid.is Átta af 50 hvölum drápust ekki strax Tveir norskir dýralæknar segja að hærra hlutfall langreyðar drepist samstundis en í mælingum á dauðatíma hvala í Noregi. Af 50 dýrum sem rannsóknin náði til dráp- ust 42 samstundis, en átta lifðu í 6,5 til 15 mínútur þar til þau voru skotin aftur. Í HVALFIRÐI Frá árinu 2009 hafa 544 langreyðar verið veiddar við Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Átta langreyðar (16%) drápust ekki samstundis og voru skotnar aftur. Mið- gildi fyrir aflífunartíma þeirra sem ekki drápust samstundis var 8 mínútur; styst 6,5 mínútur og lengst lifði dýr eftir fyrsta skot í 15 mínútur. Miðgildið, 8 mínútur, er nákvæmlega sá tími sem tekur að hlaða skutul- byssu skipsins, miða að nýju og biðin eftir tækifæri til að skjóta dýrið öðru sinni. Þær aðferðir sem beitt er við hvalveiðar við strendur Íslands eru í samræmi við reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins. Sumarið 2014 voru veiddar 137 langreyðar– samkvæmt því tókst að af- lífa um 118 dýr í fyrsta skoti. Tekur átta mínútur að hlaða og skjóta ef keypt eru 10 stk. – annars 50 kr. stk. 40 Veldu einhverja 10 ávexti á ávaxtamarkaði Krónunnar og þú borgar... STJÓRNMÁL Salur borgarstjórnar var eingöngu skipaður konum í gær en 15 efstu konur á listum allra stjórnmálaflokka í borgarstjórn sátu fund- inn. Tilefnið var hátíðarfundur kvenna í borgar- stjórn Reykjavíkur sem er partur af hátíðardag- skrá borgarinnar í tilefni af 100 ára afmæli kosn- ingaréttar kvenna á Íslandi. Dagurinn 31. mars varð fyrir valinu þar sem fyrsta konan kaus til sveitarstjórnar þennan dag árið 1863, hún hét Vilhelmína Lever og kaus til bæjarstjórnar á Akureyri. Á dagskrá fundarins voru þrjú mál, tillaga um að halda afrekasýningu kvenna, tillaga um stofn- un ofbeldisvarnaráðs og tillaga um málþing um þátttöku og áhrif kvenna í stjórnmálum. „Þetta var einkar hátíðleg stund,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. Að sögn Sól- eyjar tengdust tillögurnar sem samþykktar voru þeim viðfangsefnum sem konur þurfa að glíma við í dag. Mikill kraftur var á fundinum en allar til- lögurnar voru samþykktar með þverpólitískum stuðningi. „Það myndast svo mikill kraftur þegar konur taka sig saman, kraftur þvert á stjórnmála- flokka,“ segir Sóley. Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburð- um á árinu í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna. - srs Hátíðarfundur í borgarstjórn hluti af aldarafmæli kosningaréttar kvenna: Þverpólitískur kraftur kvenna KRÖFTUGAR KONUR 152 ár eru síðan fyrsta konan kaus til bæjarstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ORKUMÁL Gildandi regluverk er fullnægjandi til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif smávirkjana á ferskvatnsfiska og lífríki þeirra, er mat Orkustofnunar sem birt- ir þetta álit sitt á heimasíðu sinni vegna skýrslu Veiðimálastofnunar um áhrif virkjana undir 10 MW á lífríkið. Það er álit Veiðimálastofnunar að umhverfisáhrif þessara virkjana séu sjaldan metin en geti í mörg- um tilvikum verið umtalsverð. Á það bæði við um virkjanir í rekstri og aflögð mannvirki. Um 250 slíkar virkjanir eru í rekstri í dag og 350 aðrar hafa verið aflagðar. Orkustofnun segir að frá 2008 hafi þurft leyfi Orkustofnunar til að reisa og reka raforkuver, nema það sé undir 1 MW til einkanota. Þá sé óheimilt, nema að fengnu leyfi Orkustofnunar eða Fiskistofu, að breyta vatnsfarvegi með mann- virkjum, þ.m.t. stíflum, vegna virkjana. Þá segir jafnframt að með breyt- ingu á lögum um mat á umhverfis- áhrifum skuli virkjun með uppsett rafafl 200 kW eða meira tilkynnt til Skipulagsstofnunar sem metur þörf á umhverfismati. Minni virkj- anir en það eru tilkynningaskyld- ar til Skipulagsstofnunar sem gefur út leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum þeirra. - shá Regluverk í gildi dugir til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif smávirkjana á lífríkið, segir Orkustofnun: Segja regluverk smávirkjana fullnægjandi VARMÁ Stofnanir greinir á um hvort regluverk smávirkjana sé ásættanlegt. MYND/MAGNÚS FERÐAÞJÓNUSTA Norræna lagð- ist að bryggju á Seyðisfirði í gær. Hefur hún aldrei verið svo snemma á ferðinni. Alls komu 350 farþegar með ferjunni í þetta skiptið sem er einnig met í fjölda ferðamanna í fyrstu ferð ársins. Færð á Austurlandi var ekki góð í gær og lokaðist Fjarðarheiði snemma dags vegna ofankomu og skafrennings. Hafa því farþegar ferðarinnar setið fastir á Seyðis- firði og munu í fyrsta lagi komast yfir heiðina í dag. - sa Norræna með 350 farþega: Farþegar fastir á Seyðisfirði 250 smávirkjanir eru í rekstri í dag. mínútur er það lengsta sem langreyður lifði áður en hún var skotin aft ur og drapst. 15 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -8 1 9 0 1 4 5 9 -8 0 5 4 1 4 5 9 -7 F 1 8 1 4 5 9 -7 D D C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.