Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2012, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 30.05.2012, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30 . MAÍ Sjómannadagurinn Óli Fjal ar Óla son, stýri mað ur á Helga SH frá Grund ar firði, hef­ ur ver ið á sjó nán ast allt sitt líf, að und an skildu ári á véla verk stæði og tveim ur í stýri manna skól an um. Hann hef ur veitt á flest um veið ar­ fær um og frá öll um lands fjórð ung­ un um, en var „seld ur" með skipi til Grund ar fjarð ar árið 2000. Hann rifj aði upp fiski sög una með blaða­ manni Skessu horns á dög un um og sagði hon um með al ann ars frá erf­ ið um tím um á Vest fjörð um þeg ar út gerð irn ar voru flest ar að leggja upp laupana sök um kvóta skerð ing­ ar og æv in týra legu fiskiríi á Helg­ an um í vet ur. Fann ást ina á síld ar ver tíð „ Ég byrj aði á sjó 1979 á Eski­ firði, þar sem ég er fædd ur og upp­ al inn. Þessi tími þeg ar ég var að byrja á sjó er mér sér stak lega eft­ ir minni leg ur en ég hélt til dæm­ is upp á fimmt ánda af mæl is dag­ inn í sigl ingu úti í Hull á Englandi. Bróð ir minn sem þá var 17 ára var á sama skipi. Ís lenski sjó manna­ prest ur inn í Hull sá hvað við vor­ um ung ir bræð urn ir og lagði hart að okk ur að verða eft ir hjá sér þeg­ ar strák arn ir fóru út á líf ið, en við bræð ur kus um nú frek ar að skoða næt ur líf ið en horfa á súperman­ mynd hjá prest in um. Í dag byrja strák ar ekki svona ung ir á sjó sem er kannski af hinu góða. Í dag væri það senni lega lög brot," seg ir hann í byrj un spjalls. Á þess um tíma voru all ir bát ar á Eski firði á síld ar veið­ um á haustin og það var í gegn um síld ina að hann kynn ist eig in konu sinni Önnu Krist ínu Magn ús dótt­ ur frá Bol unga vík. „Hún kom aust­ ur á síld ar ver tíð en það var mik ið líf í kring um síld ina á þess um tíma. Hausa tal an á Eski firði marg fald­ að ist, því fyr ir utan alla síld ar bát­ ana fyllt ist bær inn af fólki sem kom á ver tíð," seg ir Óli Fjal ar, sem var á síld, net um og trolli þar til hann flutti vest ur til Bol unga vík ur árið 1984. „Upp úr 1980 hætti síld in að ganga inn í firð ina líkt og hún ger ir hér í Grund ar firði um þess ar mund ir. Það vek ur ó neit an lega upp minn ing ar þeg ar síld veiði bát arn­ ir koma hing að inn í fjörð inn, þó svo að þeir séu mun stærri í dag en þeg ar þeir komu inn Eski fjörð inn," seg ir Óli Fjal ar. Kláraði nám ið á Dal vík Þeg ar vest ur var kom ið starf aði Óli Fjal ar einn vet ur á véla verk­ stæði áður en hann fékk pláss á tog­ ar an um Heiðrúnu ÍS­4. Árið 1989 á kveð ur hann að skella sér í stýri­ manna skól ann en hann tók fyrsta stig ið á Ísa firði en flutti síð an með fjöl skyld una einn vet ur til Dal vík­ ur þar sem hann tók ann að stig ið. „Það var mjög gott að vera á Dal vík og ég held enn sam bandi við strák­ ana sem voru með mér í skól an um. Við höf um reynd ar aldrei hist all ir aft ur en það hef ur mik ið ver ið rætt um það. Ég út skrif ast síð an vor­ ið 1991 og fæ strax pláss sem ann ar stýri mað ur á Hólma borg inni aust­ ur á Eski firði. Það var stórt loðnu­ skip og við vor um á rækju um sum­ ar ið og síð an á loðnu yfir vet ur inn," rifj ar Óli Fjal ar upp, en á þess um tíma var hann í út legð frá fjöl skyld­ unni sem flutt ist aft ur vest ur til Bol unga vík ur. „Eft ir þessa ver tíð bauðst mér aft ur pláss á Heiðrúnu sem ég skellti mér á, enda bú sett ur fyr ir vest an." Veidd um nán ast ein göngu þorsk Í febr ú ar 1996 fór Óli Fjal ar sinn fyrsta túr sem skip stjóri en það var á ár inu 1997 sem hann fer í eitt eft ir­ minni leg asta verk efn ið á Heiðrúnu, en þá hafði Ein ar Guð finns son hf. far ið á haus inn og Bakki hf. tek ið við út gerð inni. „Við fór um í mán­ að ar túra til rækju veiða á Flæmska hatt in um. Þetta var al þjóð legt veiði svæði og eng inn kvóti gef inn út fyr ir þetta svæði á þeim tíma, þarna voru skip frá öll um heims­ horn um að veið um. Við lönd uð um öll um afla á Ný fundna landi en hon­ um var síð an siglt heim með frakt­ skipi til vinnslu í Bol ung ar vík. Við vor um þarna í alls sjö mán uði, en kom um samt heim í frí inn á milli. Bakki keypti síð an Ós eyri ÍS­4 sem var áður Ey vind ur Vopni NS og varð ég skip stjóri á Ós eyri. Bakki var síð an seld ur til Þor bjarn ar í Grinda vík og þeir keyptu Kol beins­ ey sem ég tek svo við þeg ar hún er seld til Pat reks fjarð ar og fékk naf ið Guð rún Hlín. Af Guð rúnu Hlín fer ég svo aft ur yfir á Heiðrúnu sem þá hafði ver ið seld til Sand gerð is. Eitt sum ar ið sem ég var hjá Haf liða í Sand gerði vor um við send ir til ýsu­ veiða á Hatton Roc kall svæð ið og lönd uð um þá í Skotlandi, þetta var frek ar leið in leg ur veiði skap ur enda ýsan svo smá að hún minnti helst á gull fisk. Það var öm ur legt hvern ig þetta fór allt sam an á Vest fjörð um á þess­ um tíma. Ég hugsa að þetta hafi kom ið til vegna þess það var svo stutt að sækja þorskinn frá Vest­ fjörð um og því gerðu út gerð irn ar nær ein göngu út á þorsk. Vest firð­ ing ar veiddu nán ast ekk ert af öðr um teg und um, til dæm is lít ið af ufsa og karfa. Þeg ar kvóta skerð ing in kom síð an til var hún að al lega í þorski. Þetta er það sem skipti sköp um að mínu mati. Þetta var mjög leið in­ leg ur tími þeg ar fyr ir tæk in voru öll að fara á haus inn og mað ur var mik ið á flakki á milli skipa." Æv in týra legt fiskirí Árið 2000 kaup ir Guð mund ur Run ólfs son í Grund ar firði tvo báta frá Sand gerði, Heiðrúnu og Þór Pét urs son sem síð ar verða Ingi­ mund ur og Helgi SH. „Þeir keyptu mig þannig hing að með skip inu," seg ir Óli Fjal ar og hlær. „Ingi­ mund ur var síð an seld ur árið 2004 og þá fór ég yfir á Helgann, þar sem ég hef ver ið síð an." Vel hef ur fiskast á Helg an um í vet ur og seg ist Óli Fjal ar nán ast aldrei hafa lent í öðru eins. „Það er ekki hægt að biðja um betra sjó­ manns pláss en á Helg an um í dag. Við höf um ver ið í tvo daga að fylla bát inn og síð an erum við heima rest ina af vik unni, en við för um venju lega einn túr í viku. Það hef­ ur ver ið al veg æv in týra legt fiskirí í lang an tíma," seg ir Óli Fjal ar en Helgi ger ir að al lega út á þorsk, ýsu og karfa. „Það er svaka legt magn af fiski á ferð inni í sjón um. Þorsk ur­ inn er þó held ur of stór en það er víst lít ill mark að ur fyr ir svona stór­ an þorsk í dag. Menn eru ekki gráð­ ug ir í að kaupa þenn an stóra og vilja held ur með al stór an fisk, en hann er bara erfitt að fá, en það seg ir okk ur að það hlýt ur að mega auka þorsk­ kvót ann tals vert." Veit ekki með fram tíð ina En hvern ig líst Óla Fjal ari á fram tíð ís lensks sjáv ar út vegs í dag? „Ég veit það ekki," seg ir hann ró­ leg ur í tíð inni. „Mér finnst þetta á gætt eins og það er í dag þó kvót­ inn mætti vera meiri. En mér líst ekk ert á það ef þessi kvóta frum vörp fá fram að ganga. Það kall ar bara á tekju missi hjá okk ur sjó mönn um og mér líst illa á það ef satt reyn­ ist að fyr ir tæki muni fara á haus inn í hrönn um í kjöl far ið. Ég sé ekki mikla hag ræð ingu í því," seg ir Óli Fjal ar Óla son að lok um, sem seg­ ist ekki óska sér þess að upp lifa aft­ ur það á stand sem var á Vest fjörð­ um þeg ar kvóta skerð ing in varð til þess að marg ar út gerð ir lögðu upp laupana. ákj „Ég var keypt ur hing að með skip inu“ Rætt við Óla Fjal ar Óla son, stýri mann á Helga SH Óli Fjal ar Óla son stýri mað ur á Helga SH. Ljósm.sko. Hall dóra Krist ín Unn ars dótt­ ir er skip stjóri á strand veiði bátn­ um Andra frá Rifi. Þetta er í fyrsta sinn sem Hall dóra rær ein á báti und ir eig in stjórn en hún er samt reynd á sjón um og hef ur lengi stund að sjó inn með pabba sín um, sem á bát inn með henni. Hann er kokk ur á línu skip inu Tjaldi og hef ur því lít inn tíma fyr ir strand­ veið arn ar. Hall dóra tók „punga­ próf ið" í vet ur og hef ur nú rétt­ indi til að stjórna allt að tólf metra löng um báti. „ Þetta hef ur lengi ver ið draum­ ur minn að geta stjórn að eig in báti á fisk veið um. Ég hafði ver­ ið á grá sleppu áður með pabba. Ég var ekki nema tólf ára þeg­ ar ég fór fyrst á grá sleppu með pabba og afa. Síð an var ég marg­ ar grá sleppu ver tíð ir með þeim en draum ur inn var alltaf að fá rétt­ indi svo ég gæti stjórn að báti til fisk veiða sjálf. Í vet ur fór ég svo í Tækni skól ann í punga próf. Þetta tók mán uð og var að mest um hluta í fjar námi en svo þurfti ég að mæta í skól ann í tvo mán uði til að læra vél gæslu." Hall dóra seg ir slæmt hve strand veið arn ar taki fljótt af á því svæði sem Snæ fells nes til­ heyr ir. Hún seg ir vel hafa geng­ ið hjá sér núna í maí. „ Þetta voru að vísu ekki nema sex dag ar en ég náði oft ast þess um 750 kílóa skammti sem má taka á dag og er bara á nægð með það. Mið að við að þetta er í fyrsta skipti sem ég fer ein út á sjó. Pabbi fékk að vísu að koma nokkrum sinn um með en þá er hann auð vit að bara há seti, það er al veg á hreinu. Þetta er rosa lega gam an og fínt enda hef­ ur þetta ver ið draum ur inn frá því ég var lít il stelpa," seg ir Hall dóra og hún seg ist von ast til að fleiri verk efni verði fyr ir hana á sjón­ um. „Við erum al veg hætt með grá sleppu út gerð, síð asta ver tíð in var 2006 en kannski koma ein hver tæki færi til að veiða meira þeg ar strand veið inni lýk ur, von andi." hb Draum ur inn hef ur lengi ver ið að stjórna báti til veiða Hall dóra Krist ín Unn ars dótt ir. Ljósm.af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.