Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2012, Blaðsíða 49

Skessuhorn - 30.05.2012, Blaðsíða 49
49MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ Innritun fyrir haustönn 2012 Innritun í Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir haustönn stendur til 8. júní. Innritað er á eftirtaldar brautir: Bóknám til stúdentsprófs á félagsfræða-, mála- og náttúrufræðibraut. Almennt grunnnám í heilbrigðisgreinum. Sjúkraliðabraut. Grunnnám í bygginga-, málm- og rafiðngreinum. Iðnnám til burtfararprófs í húsasmíði, rafvirkjun og vélvirkjun. Viðskiptabraut til verslunarprófs. Almenn námsbraut. Starfsbraut fyrir fatlaða. Boðið er upp á fjarkennslu með staðbundnum lotum utan dagvinnutíma fyrir fullorðna nemendur á sjúkraliðabraut, í húsasmíði og málmiðnagreinum. Í samstarfi við ÍA býður skólinn kennslu og þjálfun í knattspyrnu fyrir afreksfólk sem metin er til eininga á öllum brautum. Upplýsingar um skólann eru á vefnum www.fva.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir í síma 433 2500 og með því að senda póst á skrifstofa@fva.is. Fjölbrautaskóli Vesturlands Vogabraut 5, 300 Akranes. Sími: 433-2500. Póstur: skrifstofa@fva.is Húsasmíðanám með vinnu Næsta haust mun Fjölbrautaskóli Vesturlands bjóða fjarkennslu með staðbundnum lotum í sérgreinum á námsbraut í húsasmíði. Kennt verður á laugardögum og sunnudögum. Nemend- ur mæta að jafnaði átta helgar á hverri önn. Áföngum verður raðað á fjórar annir svo þeir sem hefja nám í ágúst 2012 geta lokið því í maí 2014. Skólinn metur starfsreynslu og óformlegt nám í stað hluta námsgreina á brautinni. Miðað er við að nemendur hafi náð a.m.k. 20 ára aldri og hafi starfað við byggingariðnað. Upplýsingar í síma 433 2500. Einnig er hægt að spyrjast fyrir með því að senda póst á skrifstofa@fva.is Innritun fyrir haustönn 2012 lýkur 8. júní. Fjölbrautaskóli Vesturlands Vogabraut 5, 300 Akranes. Sími: 433-2500. Póstur: skrifstofa@fva.is Kennarar óskast Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða kennara fyrir skólaárið 2012 - 2013 Umsjón og kennsla á íþróttasviði, 50% staða• Kennara í stærðfræði, efnafræði og upplýsingatækni• Hæfniskröfur: Háskólapróf í viðkomandi grein• Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi• Hæfni í mannlegum samskiptum• Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 433 7701. Umsóknarfrestur er til 10. júní og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes eða á netfangið kolfinna@menntaborg.is Þær Al ex andra, Eygló og Karen voru í út skrift ar hópi Fjöl brauta­ skóla Snæ fell inga á föstu dag inn. Al ex andra og Eygló eru syst ur og Karen er dótt ir Eygló ar. Eygló Krist jáns dótt ir er fædd árið 1971 og er elst fjög urra systk ina. Yngst þeirra systk ina er Al ex andra Krist­ jáns dótt ir sem er fædd 1990. Karen Hjart ar dótt ir dótt ir Eygló ar er fædd árið 1992. Þær út skrif uð ust all ar af fé lags fræði braut. Eygló og Karen búa á Stóra Kambi í Breiðu­ vík á sunn an verðu Snæ fells nesi og Al ex andra er Rifs ari. Blaða mað­ ur Skessu horns kíkti í heim sókn á Stóra Kamb og ræddi við þær. Tók mis lang an tíma Eygló fór strax eft ir grunn skól­ ann í Fjöl brauta skóla Vest ur lands en hætti þar þeg ar hún fór sem skiptinemi til Ástr al íu. „Ég var búin með eitt og hálft ár sem ung­ ling ur og tók svo eitt og eitt fag í gegn um árin. Svo tók ég eft ir því að ég að ég átti bara eitt ár eft ir, þá kýldi ég bara á þetta og fór í FSN. Ég og Al ex andra vor um að flakka svo lít ið milli skóla fyrst þeg ar við byrj uð um skóla göngu okk ar og pabbi sagði alltaf við okk ur þeg ar við kom um aft ur heim: „Eruð þið komn ar heim núna? Hann ætti að vera hæstá nægð ur með þetta,“ seg ir Eygló. Karen dótt ir henn ar kláraði fram halds skóla nám ið á þrem ur og hálfu ári. Hún fór einnig til Úr úg­ væ í hálft ár sem skiptinemi. Karen ætl aði þó upp runa lega að fara til Reykja vík ur. „Ég ætl aði bara að vera í eitt ár í FSN. Fékk leyfi hjá mömmu og pabba til að fara í bæ­ inn eft ir það. En mér leist svo vel á skól ann að ég á kvað að klára þar," seg ir Karen. Al ex andra hef ur einnig ver­ ið skiptinemi eins og þær mæðg­ ur, í Þýska landi í nokkr ar vik ur á veg um Lions klúbbs ins Þern unn ar á Hell issandi. Á næst unni fer hún til Dan merk ur að starfa sem au­ pair. „Ég er ekki viss um hvað ég vil gera í fram hald inu, hvort ég vilji læra meira eða hvað. Þannig að ég ætla að skella mér til Dan merk ur og stefni á að vera reiprenn andi í dönsku þeg ar ég kem til baka eft­ ir eitt ár," seg ir Al ex andra. Karen seg ist ætla í Kenn ara há skóla Ís­ lands. „ Mamma held ur á fram að herma eft ir mér eins og með FSN og núna ætl ar hún líka í kennar ann. Hún er eitt hvað að spá í fjar námi, en ég vona að hún komi með mér," seg ir Karen. Eygló seg ist þó lík leg­ ast ætla í fjar nám. Þær eru all ar á nægð ar með skól­ ann og segja að kennslu kerf ið í FSN sé mjög gott. Einnig nefna þær að það sé þægi legt að vera í svona litl um skóla, auð velt að leita til kenn ara og allt á per sónu leg­ um nót um. Sjálf stæði nem enda sé mjög mik ið en auð vit að henti það ekki öll um. „Mér skilst að nem­ end ur sem koma úr FSN í Há skóla séu kannski ekki eins vel und ir bún­ ir í stór loka próf því flest ir á fang ar eru kennd ir í símati þar. Hins veg ar séu þeir mjög vel und ir bún ir þeg ar kem ur að sjálf stæð um vinnu brögð­ um, hóp verk efn um, kynn ing um og þess hátt ar," seg ir Eygló. Ekki tvær dæt ur, held ur þrjár Eygló finnst al veg frá bært að sjá dótt ir sína út skrif ast úr fjöl­ brauta skóla. „Þeg ar Karen byrj aði í grunn skóla gekk henni frek ar illa. Svo þeg ar hún var í átt unda bekk gáf um við henni ferð til Dan merk­ ur til að læra. Þar stóð hún sig rosa­ lega vel og öðl að ist á kveðna vakn­ ingu fyr ir lær dómi. Eft ir þetta hef­ ur henni geng ið vel í lang flestu." Haf dís Berg móð ir Al exöndru og Eygló ar er hæstá nægð með stelp­ urn ar. „Ég er að springa úr stolti, enda gekk stelp un um mín um mjög vel og ekki síst Eygló sem fékk við­ ur kenn ingu fyr ir góð an ár ang­ ur í spænsku," seg ir Haf dís. „Enda seg ir hún öll um sem hún hitt ir frá þessu," bæt ir Eygló þá við. „ Þetta eru ekki tvær dæt ur mín ar, held­ ur þrjár," sagði Haf dís en all ar eru þær sam mála því að vel hafi geng ið í nám inu vegna krafts ins sem Jök­ ull inn gefi þeim. sko Krist ín Björk Lár us dótt ir út­ skrif að ist nú á dög un um úr Fjöl­ brauta skóla Vest ur lands með best­ an ár ang ur á stúd ents prófi á vor önn 2012, á samt því að fá við ur kenn ing­ ar fyr ir góð an ár ang ur í stærð fræði, eðl is­ og efna fræði, líf fræði og fyr­ ir störf að fé lags­ og menn ing ar­ mál um. Það má því með sanni segja að þessi unga stúlka hafi stað ið sig með af brigð um vel því að auki fékk hún náms styrk Akra nes kaup stað­ ar og lauk stúd ents prófi á ein ung­ is þrem ur árum. En hvað er framund an hjá Krist­ ínu? ,,Í sum ar verð ég að vinna í Ap ó teki Vest ur lands þar sem ég hef ver ið und an far in sum ur. Þar að auki er ég að æfa með 2. flokki/meist ara­ deild kvenna hjá ÍA og þar er nóg að gera hjá okk ur. Í haust er stefn an tek in á interrail með vin konu minni í nokkra mán uði þar sem við ætl um að skoða okk ur um á mis mun andi stöð um um heim inn og svo hef ég sett mig í sam band við Nínu kot þar sem ég sótti um að fá að kom ast í sjálf boða liða starf í Afr íku í vet ur. Þar von ast ég til að geta ver ið fram á vor þeg ar ég kem heim fyr ir und­ ir bún ing fyr ir inn töku próf í lækn is­ fræði við Há skóla Ís lands." Krist ín er fædd og upp al in á Akra nesi og hef ur ver ið að læra á þver flautu á samt því að æfa fót bolta frá unga aldri. Hún er dótt ir Svein­ borg ar Krist jáns dótt ur og Lárus­ ar Ár sæls son ar og á eina eldri syst­ ur, Ingu Þóru sem á son inn Björn Leó sem Krist ín seg ir vera ljós ið í lífi sínu. ,,Það versta við að fara út, eins skemmti legt og lær dóms ríkt og það verð ur, er að fara frá Birni Leó sem er ekki nema 18 mán aða og al gjör gleði gjafi. En það verð­ ur þá bara enn skemmti legra að sjá hann þá aft ur í vor," seg ir Krist ín sem lít ur björt um aug um til fram­ tíð ar inn ar. íg Syst ur og dótt ir ann arr ar út skrif ast sam an úr FSN Al ex andra, Eygló og Karen sem all ar voru að út skrif ast frá FSN. Tek ur sér árs frí eft ir að hafa dúxað í Fjöl brauta skóla Vest ur lands Hér er Krist ín á samt for eldr um sín um þeim Svein borgu og Lárusi. Krist ín held ur hér á frænda sín um Birni Leó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.