Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 25. tbl. 16. árg. 20. júní 2013 - kr. 600 í lausasölu Bláa kortið borgar sig Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Korthöfum bjóðast betri kjör m.a. í bíó, á veitingastöðum, af flugferðum, heilsurækt, bensíni og ýmsum viðburðum. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is. Á AKRANESI 4.-7. JÚLÍ LORATADIN LYFIS CETIRIZIN-RATIOPHARM Útivistarfatnaður fyrir dömur og herra Regn- og vindgallar Göngu- og útivistarbuxur Peysur, bolir, skyrtur og fl. 17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, var síðastliðinn mánudag. Hátíðarhöld voru um allt land í þokkalegu veðri, en þó var dumbungur á nokkrum stöðum. Þessa skemmtilegu mynd tók Friðþjófur Helgason ljósmyndari á Safnasvæðinu á Akranesi þar sem prúðbúið fólk kom saman að morgni dags. Sjá fleiri myndir héðan og þaðan af Vesturlandi á bls. 16-17. Hvalvertíðin er hafin fyrir al- vöru. Hvalur 8 kom með fyrstu langreyðina í Hvalstöðina í Hval- firði á þriðjudaginn. Tveir hval- bátar héldu til veiða á sunnudags- kvöld en vonskuveður og slæmt skyggni gerðu hvalföngurum erf- itt fyrir í fyrstu. Þó náði Hvalur 8 þeim fyrsta á mánudagskvöldið og eftir langa siglingu af miðun- um kom hann að landi um miðj- an dag á þriðjudag. Fyrsti hvalur- inn var myndarlegur tarfur, um 20 metra langur og fékkst hann djúpt út af Faxaflóa í um 160 sjómílna fjarlægð frá landi. Búist var við að Hvalur 9 legði af stað í land í gær með tvo hvali sem náðust á sömu slóðum. Alls má veiða 154 lang- reyðar á þessari vertíð. Margir fylgdust með komu fyrsta hvalsins á þriðjudaginn og létt var yfir starfsmönnum Hvals hf. og íbúum Hvalfjarðarsveit- ar sem voru á staðnum. Lítið var um mótmæli en þó voru tveir mót- mælaborðar upp í hlíðinni ofan við Hvalstöðina. Hátt í tvö hundruð manns fá vinnu hjá Hval hf. meðan á vertíðinni stendur. Nánar er sagt frá komu fyrsta hvalsins í Hval- fjörðinn á bls. 14. hb Sviptingar eru í herbúðum Skaga- manna í fótboltanum þessa dag- ana. Þórður Þórðarson þjálfari kar- laliðs ÍA í knattspyrnu lét af störf- um að eigin ósk sl. þriðjudag. Þá staðfesti upplýsingafulltrúi Sím- ans við Skessuhorn í gær að Þórð- ur Guðjónsson, framkvæmdastóri ÍA, sem einnig hefur verið í þjálfara- teymi Skagamanna, hafi verið ráðinn í starf viðskiptastjóra fyrirtækjasviðs Símans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir náðist hvorki í Þórð Guðjónsson né Inga Fannar Eiríksson formann stjórnar KFÍA í gær áður en blaðið fór í prentun. Þorvaldur Örlygsson, sem lét af störfum sem þjálfari Fram fyrir tveimur vikum, var loks í gær ráðinn sem eftirmaður Þórðar Þórð- arsonar í starf þjálfara karlaliðs ÍA. Stjórn KFÍA fundaði með Þorvaldi á þriðjudag og tóku samningaviðræð- ur því skamman tíma. Samningurinn er ótímasettur og með hefðbundinni uppsagnarheimild beggja aðila. Þor- valdur hefur mikla reynslu sem þjálf- ari og þótti standa sterkur eftir að hafa ítrekað bjargað Fram frá falli síðustu leiktíðir. Hann mun þó ekki stjórna Skagaliðinu þegar það tek- ur á móti Breiðabliki í 16 liða úrslit- um Borgunarbikarsins á Akranesvelli í kvöld, fimmudagskvöld. Það gera Dean Martin og Jón Þór Hauksson. Fyrsti leikur Þorvalds með ÍA verð- ur gegn Keflvíkingum í Pepsídeild- inni nk. mánudagskvöld á Akranes- velli. Kristján Guðmundsson nýr þjálfari verður þá einnig með Kefla- víkurliðið. Þórður Þórðarson tók við Skaga- liðinu í erfiðri stöðu í fyrstu deild 2009 og stýrði því til sigurs í deild- inni 2011. Náði síðan góðum árangri með Skagaliðið í Pepsídeildinni 2012. Á yfirstandandi tímabilinu hefur ver- ið á brattann að sækja og var það mat Þórðar sjálfs að rétt væri að nýr þjálf- ari kæmi að verkefninu. Þórður hef- ur gefið það út að hann sé ekki hætt- ur þjálfun og vilji gjarnan taka að sér þjálfun liðs í meistaraflokki. þá Sviptingar í herbúðum Skagamanna Þórður Þórðarson. Þórður Guðjónsson. Þorvaldur Örlygsson. Allt klárt á planinu til að flensa hvalinn. Langreyðartarfurinn á leið upp rennuna í Hvalstöðinni. Hvalvertíðin hafin fyrir alvöru

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.