Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 23
23FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Nafn: Lilja Björk Pálsdóttir. Starfsheiti/fyrirtæki? Ég er forn- leifafræðingur hjá Fornleifastofn- un Íslands ses. Fjölskylduhagir/búseta? Bý í Mosfellsbæ ásamt eiginmann- inum Vilmundi Pálmasyni og tveimur börnum, Ásrúnu Ösp 19 ára og Arnþóri Víði 16 ára. Áhugamál? Ég er svo heppin að vinna við áhugamál mitt en forn- leifafræðin sameinar einmitt flest það sem mér finnst áhugavert; náttúru, menningu, sögu, fólk og flest allt sem gamalt er og tengist lífi horfinna kynslóða. Eðli vinnudagsins fer eftir árs- tíma. Á vetrum sit ég aðallega inni og vinn með þau gögn sem safn- að var sumarið áður. Þeirri vinnu lýkur svo með skýrslu. Sumrin fara að mestu í vettvangsvinnu. Nú er ég enn á ný stödd á Gufuskál- um á Snæfellsnesi við fornleifa- rannsóknir þar sem við stundum björgunarrannsókn á verstöðinni fornu sem er að skemmast vegna landbrots. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Farið frá Gufuskálum út á rann- sóknarsvæðið klukkan 8. Byrja á því að taka til þau verkfæri sem þarf til að halda áfram uppgreftri. Klukkan 10? Var í kaffi. Þá koma hóparnir saman úti á svæðinu og fá sér kaffisopa og deila því sem gerst hefur á þeirra rannsóknar- svæðum frá því um morguninn. Hádegið? Hádegismaturinn er borðaður úti á svæði. Þennan tíma nýti ég mér einnig til að hringja í Snæbjörn gröfumann og fleiri svo allt gangi vel fyrir sig og engar tafir verði á verkefninu. Klukkan 14 var ég að ljúka við að teikna grjótvegg sem ég mun svo rífa niður en þessi veggur var byggður fyrir dyragættina í eitt herbergið í verbúðinni sem við erum að grafa upp. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Þar sem ég sá ekki að ég gæti lok- ið við að fjarlægja grjótvegginn í dag var síðasta verkið að varpa lausu veggjargrjóti niður í fjöru og moka lausum jarðvegi sömu leið. Þegar þetta var búið vant- aði klukkuna 15 mínútur í fimm. Komin heim á Gufuskála rúmlega fimm og þá var eftir að ganga frá sýnum, dýrabeinum og gripum sem komu í ljós þennan dag. Fastir liðir alla daga? Hita kaffi og ganga frá nestiskassanum fyrir hópinn. Annars má búast við upp- þoti ef fólkið fær ekki kaffið sitt og kleinurnar! Í uppgreftri geng- ur dagurinn í stuttu máli svona fyrir sig: 1) Afmarka jarðlög og/ eða hleðslur 2) Mæla upp og teikna jarðlagið og/eða hleðsluna og mæla hæð þess yfir sjávarmáli. 3) Taka ljósmynd ef þurfa þyk- ir og loks grafa jarðlagið burt. 4) Sýni tekið til skordýra-, plöntu- og efnagreininga ef þurfa þykir. 5) Jarðvegur sem grafinn er upp sigtaður. 6) taka á móti gestum sem koma til að skoða uppgröft- inn og segja þeim frá vinnu okkar og svara spurningum. Endurtekið ítrekað yfir daginn. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Að vera búin að ráða fram úr tengslum grjótveggj- arins við aðra hluta verbúðarinn- ar. Var dagurinn hefðbundinn? Þessi dagur var mjög svo hefð- bundinn. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég hef unnið á Fornleifa- stofnun Íslands ses. frá 2003 en rannsóknin á Gufuskálum hófst hinsvegar 2008. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Það ætla ég að vona. Þó svo að ég safni seint digrum sjóðum í þessu starfi gefur það mér svo ótrú- lega mikið að vinna við allt það sem tengist fornminjum að ég get varla hugsað mér annað starf. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, sérstaklega þegar ég er búin að leysa flókin verkefni og get farið beint í að vinna við þau. Dag ur í lífi... Fornleifafræðings Ragnar Mar Sigrúnarson hef- ur að undanförnu vakið athygli fyrir athyglisverðar niðurstöð- ur meistaraverkefnis síns þar sem hann kannaði andlega líðan knattspyrnumanna í kjölfar al- varlegra eða langvarandi meiðsla. Meðal þess sem fram kom er að knattspyrnumenn takast illa á við það álag sem fylgir því að lenda í meiðslum og að íþrótta- félögin standa ekki nógu þétt við bakið á þeim. Ragnar Mar fæddist á Akranesi en flutti ung- ur ásamt fjölskyldu sinni í Rif á Snæfellsnesi. Hann gekk í skóla á Hellissandi og spilaði fótbolta með Víkingi Ó. allt þar til liðið féll í 2. deild er hann skipti yfir í HK. Sjálfur hefur hann glímt við langvarandi meiðsli á sínum ferli og varð sú þraut kveikjan að- meistaraverkefninu. „Ég skoðaði annars vegar and- lega líðan knattspyrnumanna, kvíða, þunglyndi og streitu, og hins vegar bjargráð þessara sömu knatt- spyrnumanna. Bjargráð er sem sagt vont íslenskt orð yfir coping-skills, það er hvernig fólk tekst á við að- stæður sem veldur því streitu. Að lokum kafaði ég aðeins ofan í þjálf- arana og íþróttafélögin, hvernig félögin hjálpa leikmönnunum og hvaða sýn þjálfararnir hafa á þessi alvarlegu og langvarandi meiðsli,“ útskýrir Ragnar Mar en blaðamað- ur settist niður með honum á kaffi- húsi í síðustu viku. Hann tók ein- staklingsviðtöl við tíu leikmenn úr efstu deild karla og kvenna og 1. deild karla og lagði fyrir þrjá spurningalista. Þá tók hann ein- staklingsviðtöl við átta þjálfara í þessum sömu deildum. Helstu nið- urstöður urðu þær að andleg líðan þessara leikmanna mældist mjög góð en bjargráðin, það er hvernig leikmenn takast á við álag, reynd- ust aftur á móti mjög döpur. „Sem dæmi þá mælast nýgreindir krabba- meinssjúklingar á Íslandi betur en knattspyrnumenn sem glíma við alvarleg eða langvarandi meiðsli. Krabbameinssjúklingarnir takast þannig betur á við álag en knatt- spyrnumennirnir. Þetta eru í raun niðurstöðurnar sem slógu okkur mest,“ segir Ragnar. Íþróttasálfræði vanmetin á Íslandi Ragnar segir íþróttafélög ekki veita leikmönnum nógu mikinn stuðn- ing þegar þeir lenda í meiðslum en helmingur þeirra sem hann ræddi við hafði ekki fengið fullnægjandi stuðning til dæmis varðandi trygg- ingamál, endurgreiðslu sjúkra- kostnaðar og þess háttar. Helming- ur félaga sinni þannig ekki ákvæði í samningi sem leikmenn skrifa und- ir frá KSÍ varðandi sjúkratrygg- ingar. „Einn leikmaður nefndi það einmitt að hann þurfti að takast á við öll þessi tryggingamál sjálfur og það var enginn hjá íþróttafé- laginu sem aðstoðaði hann við það. Þetta getur haft áhrif á það hvern- ig leikmenn takast á við svona álag, það er allavega ekki til þess að hjálpa. Þetta er ferli sem þarf að laga. Þá er sálfræðileg aðstoð ekki algeng meðal fótboltamanna á Ís- landi. Aðeins einn leikmaður sem ég ræddi við hafði leitað sér fag- legrar aðstoðar til þess að takast á við meiðslin. Aðrir voru allir sam- mála um að svona meiðsli hefðu áhrif á andlega líðan en samt sem áður hafði enginn leitað sér stuðn- ings hjá fagaðila sökum þess að þeim fannst þeir ekki hafa þörf á því,“ segir Ragnar. Hann segir helsta lærdóminn sem hann vilji að sé dreginn af niður- stöðum ritgerðarinnar vera þann að allir þeir sem vinna með knatt- spyrnumönnum, þjálfarar, sjúkra- þjálfarar, forráðamenn íþróttafélaga og aðstandendur, þurfa að gefa því gaum þegar leikmenn meiðast. „Til eru leiðir til þess að takast betur á við þessar aðstæður og er íþróttasál- fræðin þar ofarlega á blaði. Grein- in er hins vegar mjög vanmetin á Ís- landi.“ Umræðan stutt komin á Íslandi Ragnar segir það hafa komið sér á óvart hversu mikla athygli niður- stöðurnar hafa fengið að undan- förnu en á sama tíma er hann þakk- látur fyrir þá umfjöllun sem hann hefur fengið. Umræðan um áhrif meiðsla á andlega líðan íþróttafólks hafi hingað til ekki verið höfð í dags- ljósinu hér á landi og þessi rannsókn gefi vísbendingar um að huga þurfi að þessari hlið málsins. „Vonandi verður með enn frekari rannsóknum á þessu sviði hægt að búa til einhver úrræði fyrir knattspyrnumenn sem lenda í meiðslum. Það er náttúr- lega draumurinn að minnka hlutfall íþróttafélaga sem sýna leikmönn- um ekki nægilegan stuðning og koma bjargráðunum í betri farveg. Íþróttafélögin eru öll að vinna mjög gott starf og hafa margar rannsókn- ir til dæmis sýnt fram á forvarnar- gildi þeirra, til dæmis forvarnargildi gagnvart þunglyndi og öðrum geð- sjúkdómum. Þó að starfið sé mjög gott þá virðist vera hægt að bæta það og vonandi tekur fólk það til sín. Við erum ekki nema þrjú hundruð þús- und manna þjóð en erum samt sem áður alltaf að reyna að ná árangri í íþróttum og komast á stórmót. Hins vegar höfum við ekki úr tveimur milljónum 18 ára unglinga að velja eins og margar þjóðir. Mér þætti eðlilegt að við myndum hugsa betur um þau fáu ungmenni sem við eig- um,“ segir Ragnar. Til samanburð- ar megi nefna Frakkland þar sem sett hefur verið í landslög að afreks- íþróttafólk þurfi að gangast und- ir klínískt greiningarmat á andlegri líðan einu sinni á ári fyrir 18 ára ald- ur, en tvisvar á ári þar áður. „Þetta sýnir hversu stutt við erum komin í þessari umræðu hér á landi. Í kjölfar umræðunnar sem kviknaði í sam- bandi við hjartavernd knattspyrnu- manna fara allir leikmenn í læknis- skoðun einu sinni á ári til þess að at- huga með undirliggjandi hjartagalla og þess háttar. Mér þætti eðlilegt að skoða andlega líðan á sama tíma og við skoðum líkamlega líðan leik- manna.“ Sækja sér ófaglærða aðstoð Eins og áður sagði kviknaði hug- myndin á þessu rannsóknarefni út frá eigin upplifun Ragnars en hann segir meiðslin hafa haft töluverð áhrif á hann í gegnum tíðina. Þá á hann einnig marga nána vini sem glímt hafa við erfið meiðsli og tek- ist á við þau með mismunandi leið- um. „Ég hafði ákveðna hugmynd um hvernig þessir hlutir væru hér á landi og var á sama tíma mjög spenntur fyrir því að fá að vita hvort ég væri sá eini sem upplifði meiðsl- in með þessum hætti. Á mínum fót- boltaferli hef ég aldrei fengið neina fræðslu um það hvernig best sé að takast á við svona álag, þannig ef ég myndi sjálfur svara þessum spurn- ingalistum er ég ekki viss um að ég myndi koma vel út úr þeim. Varð- andi bjargráðin þá hafa vinir og fjöl- skyldan þurft að hlusta á mitt væl og skæl vegna þessara meiðsla sem er í samræmi við niðurstöður rannsókn- arinnar um að leikmenn sækja sér heldur ófaglærða aðstoð til vina og ættingja,“ segir Ragnar. Býður upp á frekari rannsóknir Hann hefur frá unga aldri haft mik- inn áhuga á íþróttum og stefndi upp- haflega á einkaþjálfaranám hjá Keili. Ákvað samt sem varakost að sækja um í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Þegar ég síðan komst inn að undangengnu inntökuprófi tímdi ég ekki að sleppa því tæki- færi því það er mjög erfitt að komast þar inn. Ég dreif mig síðan beint í meistaranámið eftir grunnnámið en það var eingöngu vegna þess að mér áskotnaðist sá heiður að fá sérstakan forsetastyrk fyrir góðan námsárang- ur í grunnnámi og fékk því niður- fellingu á skólagjöldum þessar fjórar annir í meistaranáminu.“ Aðspurður um framtíðaráform- in segir Ragnar aldrei að vita nema hann leggist í frekari rannsókn- Íþróttafélög veita leikmönnum ekki nægilegan stuðning í meiðslum Segir Ragnar Mar Sigrúnarson meistaranemi í íþróttavísindum og þjálfun ir á þessu efni síðar meir en fyrst muni hann reyna að ná andanum eftir fimm ára samfellt háskóla- nám. Í dag starfar Ragnar Mar sem knattspyrnuþjálfari hjá yngri flokk- um HK og segir hann framtíð sína fyrst og fremst liggja í þjálfuninni. „Ég tel að nú hafi fyrsta skrefið ver- ið tekið í rannsóknum á þessu sviði hér á landi. Í framhaldinu væri hægt að gera margar tengdar rannsókn- ir og verður spennandi að sjá hvort umræðunni verður áfram haldið á lofti,“ sagði Ragnar Mar Sigrúnar- son að lokum. ákj Ragnar Mar Sigrúnarson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.