Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. og aðaleigandi, var að sjálfsögðu mættur á bryggjuna þegar Hvalur 8 kom að landi á þriðjudaginn. „Mér líst vel á upphaf vertíðarinnar. Þetta er ágætis hvalur sem er að koma hérna. Við eigum eftir að sjá hvern- ig allt lítur út þegar hann er kominn upp planið. Mikill veltingur á leið- inni getur haft áhrif á gæði kjöts- ins en það þarf ekkert að vera. Það er ómögulegt að sjá það fyrr en við förum að verka kjötið. Við frystum allar hvalaafurðir sem við getum og restin fer svo í mjöl og lýsi. Lýs- ið notum við fyrst og fremst sjálf- ir sem eldsneyti og kyndum gufu- katla hvalbátanna með því að ein- um fimmta hluta á móti svartolíu.“ Kristján segist ekkert vita frekar en aðrir um framtíð hvalvertíðar- innar þetta sumarið. „Ég veit ekkert um hvernig vertíðin á eftir að ganga þetta fer bara eftir veðri og vindum, eins og önnur sjómennska,“ sagði Kristján. Hann gaf lítið út á mót- mælin sem voru ofan við hvalstöð- ina og sagði þau hefðbundin. Yfir- leitt væri þetta sama fólkið ár eftir ár og munurinn væri bara sá að það væri ári eldra nú en í fyrra og þrem- ur árum eldra en þegar síðasta ver- tíð var. Á mótmælaborðum í brekk- unni mátti sjá áletrunina „Hval- ur er ekki hundafæði“ og sagðist Kristján lítið geta sagt um það hvað gert væri við kjötið eftir að það væri selt frá Íslandi frekar en fisk- inn sem við flyttum út. Það var létt yfir Kristjáni þennan dag eins og starfsmönnum hans og nágrönnum í Hvalfirðinum. hb „Mér líst vel á byrjunina“ -segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. Kristján Loftsson á bryggjunni í Hvalfirði Árni Finnsson formaður Náttúr- verndarsamtaka Íslands var, ásamt nokkrum öðrum hvalfriðunarsinn- um og fólki merktu hvalaskoðunar- fyrirtæki í Reykjavík, að bíða þess að hvalbáturinn kæmi að landi, þegar blaðamaður hitti hann að máli. Að- spurður um hvernig honum litist á að hvalveiðar væru hafnar, sagði Árni að sér litist þannig á að þörfin til að veiða væri enginn því enginn markaður væri fyrir þetta kjöt í Jap- an. „Í fyrra seldi Hvalur hf. um 870 tonn til Japan héðan frá Íslandi en heildarmarkaðurinn var um 3.500 tonn. Ef allar 154 langreyðarnar verða veiddar núna þá eru það um 1.850 tonn sem er rúmlega tvöföld- un á því sem seldist í fyrra, þannig að þetta gengur bara ekki upp sama hvernig á það er litið.“ Árni gefur lítið út á að þörf sé fyrir hvalveiðar til að halda jafn- vægi í hafinu. „Ef að á halda ein- hverju jafnræði þá þurfa menn að veiða úr öllum hvalastofnum en ekki bara langreyði. Hún lifir að- allega á svifi og það er nóg af því. Það eru aðrar hvaltegundir, eins og hnúfubakur, hér nær landi sem lifa meira á fiski. Eru þá Íslendingar að veiða hvali eins og meindýr til að halda stofnum niðri? Það gengur ekki.“ Árni sagðist ekkert geta sagt um hvort allir 154 hvalirnir myndu veiðast. „Ég hef svo lítið vit á sjó- mennsku. Ef það verður gott veð- ur þá nást þeir kannski enda veidd- ust 148 hvalir árið 2010. Þetta er sjálfsagt hægt en algjörlega til- gangslaust. Það er nóg fyrir Krist- ján Loftsson að senda sín skip á sjó annað eða þriðja hvert ár til að ná í það sem hann getur selt. Svo hef- ur nú komið fram að það er mik- il óánægja meðal hluthafa Hvals hf. með tapreksturinn á þessum veið- um. Það verður lítil eftirspurn eftir hlutabréfunum ef á að eyða pening- unum í svona vitleysu,“ sagði Árni Finnsson formaður Náttúruvernd- arsamtakanna. hb „Þetta eru þarflausar veiðar“ -segir Árni Finnsson formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands Fyrsta langreyðurin á nýhafinni hvalvertíð kom á land í Hval- firði um fjögurleytið á þriðjudag- inn. Það var Hvalur 8 sem kom þá með tarf, um 20 metra lang- an, sem reyndir menn í Hvalstöð- inni sögðu vera í stærri kantinum. Dýrið fékkst djúpt út af Faxaflóa í um 160 sjómílna fjarlægð frá landi. Leiðindaveður hefur verið á mið- unum síðustu daga og frekar lítið skyggni. Hinn hvalbáturinn, Hval- ur 9, sem fór til veiða um leið og Hvalur 8 hélt á sjó á miðunum og beið betra veðurs. Í gærmorgun var Hvalur 9 búinn að veiða einn hval og var að eltast við annan. Fjölmenni var á bryggjunni við Hvalstöðina í Hvalfirði þegar hval- veiðibáturinn lagðist að bryggju og bar þar mest á fjölmiðlafólki. Einn- ig voru þar heimamenn úr Hval- fjarðarsveit og nokkrir sem áður höfðu komið að hvalveiðum- og vinnslu. Almenn ánægja var með- al heimamanna um að veiðar væru hafnar á ný og að iðandi mannlíf yrði í Hvalfirðinum. Upp í brekk- unni, utan girðingar, var svo hóp- ur fólks að fylgjast með og með- al þeirra voru nokkrir með mót- mælaborða sem á stóð „Hvalur er ekki hundafóður.“ Einn gamal- reyndur starfsmaður Hvals sagði, þegar hann sá mótmælaborð- ana í brekkunni, að nú væri hann Fyrsti hvalur ársins kominn á land í Hvalfirði Fjölmenni fylgdist með þegar Hvalur 8 kom til hafnar innilega sammála mótmælend- um. Hvalkjöt væri allt of gott fyrir hunda, eða eins og gamla máltækið segði: „Þar fór góður biti í hunds- kjaft.“ Talsvert af útlendum ferða- mönnum fylgdist líka af áhuga með úr brekkunni og var greini- legt að þeim hafði verið kunnugt um komu hvalbátsins. Í Ferstik- luskálanum var stór hópur ferða- manna sem skoðaði hvalveiðasýn- inguna sem þar er uppi. Áhuginn virtist því mikill á þriðjudaginn fyrir komu fyrsta hvalsins á sumr- inu í Hvalfjörðinn. Skapar mikla vinnu Hvalur hf. miðar við að störfin vegna hvalvertíðarinnar séu 150 plús, eins og einn verkstjórinn sagði. Hins vegar er óhætt að segja að hátt í tvö hundruð manns komi að hvalveiðum og vinnslu á ein- hvern hátt. Flestir vinna í landi við vinnslu í Hvalfirði og hliðarstörf tengd henni, eða 90. Á Akranesi vinna ríflega 30 við vinnsluna og í Hafnarfirði 15-20 manns í frysti- húsi. Í áhöfnum bátanna eru svo 26 menn. Hvalveiðarnar skapa því mikla vinnu yfir vertíðina en auk þess sem þegar er upptalið vinna margir iðnaðarmenn frá Akra- nesi og Hafnarfirði í Hvalfirðinum fyrir vertíðina og meðan á henni stendur. ÞÞÞ sér um alla flutninga og er með bíla í ferðum með kjöt- ið úr Hvalfirði til Akraness og það- an til Hafnarfjarðar svo eitthvað sé nefnt af þeim hliðarstörfum sem við þetta skapast og viðkomandi sveitarfélög njóta góðs af útsvar- stekjunum. hb Hvalur 8 kemur með fyrsta hval sumarsins að bryggju í Hvalfirði. „Hvalur er ekki hundafóður“ stóð á mótmælaborða í brekkunni ofan hval- stöðvarinnar. Það var breitt brosið á þeim Magnús Þór Hafsteinssyni, sem kominn var í hval- stöðvargallann, og Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.