Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.277 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða kr. 1.980. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is
Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Sækjum ekki vatnið yfir
lækinn
Minn uppáhalds árstími er framundan. Jónsmessan og ekki síður morgun-
dagurinn þegar sumarsólstöður eru. Ef veður er heiðskírt er fátt ánægju-
legra en að koma sér upp á hæsta fjall og fylgjast með því þegar sólin sest
við sjóndeildarhringinn, en rís nánast strax upp aftur og boðar komu næsta
dags. Við Íslendingar erum ríkari en aðrar þjóðir sem ekki geta notið slíkra
augnablika. Þar sem hásumar hér á landi er tíminn sem flestir ættu að njóta
útiveru, fremur en sitja langdvölum yfir blaðalestri, ætla ég að hafa þennan
pistil í styttra lagi. Ég ætla hins vegar að benda á hversu margt jákvætt er í
gangi hér í kringum okkur sem vert er að gefa gaum. Eins og til dæmis:
Á þessu sumri bendir allt til þess að grasið á flötum og túnum á Vesturlandi
verði þéttara og betur vaxið en í öðrum landshlutum, heyfengur verður því
vonandi með besta móti hjá bændum en það er undirstaða betri afkomu.
Ferðþjónustufyrirtækjum hefur fjölgað mikið um allt Vesturland og auk-
in breidd er að færast í greinina. Sem betur fer eru sífellt fleiri sem trúa á
framtíð og vöxt ferðaþjónustu. Að öðrum ólöstuðum er Borgarnes með
vinninginn þetta árið í fjölda nýrra fyrirtækja. Fjölmörg ný störf hafa þar
orðið til á síðustu mánuðum.
Byrjað er að veiða hval á nýjan leik og hátt í 200 manns fá vinnu og aukin
verkefni meðan á veiðum og vinnslu stendur. Fögnum því að útgerðin hafi
trú á að hægt sé að selja kjötið.
Rithöfundar eru verðlaunaðir fyrir störf sín. Borgarlistamaður ársins er
Ólsarinn Þorgrímur Þráinsson og Skagamenn heiðruðu Sigurbjörgu Þrast-
ardóttur og gerðu að bæjarlistamanni.
Laxveiði í ánum okkar byrjar óvenjulega vel. Ánægjulegt í ljósi barlóms
vegna slakrar veiði á síðasta ári. Laxar koma bústnir og sællegir úr sjó og
veiðimenn brosa allan hringinn.
Tvöföldun íbúatölu verður á Akranesi nú um helgina þegar nokkur þús-
und gestir koma þangað vegna pollamóts í knattspyrnu. Bærinn mun iða af
lífi og metnaður er jafnan lagður í að taka sem best á móti gestunum. Slíkt
er besta auglýsing sem sérhvert bæjarfélag getur fengið.
Afþreying t.d. í formi listviðburða er af ýmsu tagi; tónleikar, myndlist-
arsýningar, skipulagðar gönguferðir, íþróttakappleikir og sitthvað fleira er
ríkur þáttur í menningu okkar sumar sem vetur. Á næstu misserum er eng-
in undantekning frá þeirri reglu og má víða finna þess merki við lestur
Skessuhorns í dag sem og undanfarnar vikur.
Skólar á öllum skólastigum á Vesturlandi eru nú að fara í frí, ef undan eru
skilin sumarnámskeið sem fram fara við háskólana. Á undanförnum miss-
erum hefur mér þótt áberandi að mikill metnaður hefur verið lagður í fag-
legt starf þessara skólastofnana og menn ekki hikað við að brydda upp á
nýjungum. Ég ætla ekki að nefna eitt dæmi til að skyggja á annað, en þakka
því góða fólki sem þarna starfar og gefur börnum og ungmennum tækifæri
til framúrskarandi menntunar í heimabyggð. Að mínu mati er þetta mikil-
vægasta forsenda góðrar búsetu.
Kæru lesendur! Njótum sumarsins nú þegar sólin yljar hvað lengst. Nýt-
um okkur líka þjónustu í formi afþreyingar, listviðburða, tilboð veitinga-
staða og hvaðeina sem auðgar lífið og tilveruna. Sækjum ekki vatnið yfir
lækinn.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Í síðustu viku fór fram kynbóta-
sýning á Miðfossum í Andakíl.
Byrjaði hún á mánudaginn og
stóð fram á laugardag. Um 230
hross voru sýnd en töluverður
hluti þeirra fór einungis í bygg-
ingardóm. Hæst dæmda hross
sýningarinnar var Fura frá Hellu,
6 vetra undan Eldjárn frá Tjald-
hólum. Fura er klárhryssa en hún
hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt, vilja og
geðslag og fegurð í reið, en það
var Guðmundur Björgvinsson
sem sýndi hryssuna. Nú eru 72
kynbótahross komin inn á Fjórð-
ungsmót en þó er ekki víst að all-
ir eigendur þeirra nýti sér rétt
sinn. iss
Bændur á nokkrum stöðum á Vest-
urlandi hafa nú byrjað slátt. Svo
virðist sem ágæt spretta sé á tún-
um miðað við árstíma og gott út-
lit fyrir að heyfengur verði í að
minnsta kosti góðu meðallagi. Þá
lítur út fyrir að sendin tún komi vel
út að þessu sinni ef marka má t.d.
melatúnin stóru í Kolbeinstaða-
hreppnum sem eru kafloðin og líta
prýðilega út. Vætutíð í vor er for-
senda þess sem og hlýtt veður eftir
mánaðamótin. Á ferð blaðamanns
um landshlutann um liðna helgi
var að sjá að spretta væri víða all-
góð. Þannig eru friðuð tún og ný-
ræktir t.d. í uppsveitum Borgar-
fjarðar, á sunnanverðu Snæfells-
nesi, í Innri Akraneshreppnum og
víðar ágætlega sprottin. Frést hef-
ur af nokkrum bændum sem byrj-
aðir eru slátt, svo sem á Miðjanesi
í Reykhólasveit, á Steindórsstöðum
í Reykholtsdal og Signýjarstöðum í
Hálsasveit og Vestri Reyni í Hval-
fjarðarsveit. Gera má ráð fyrir að
almennt hefji bændur fyrri slátt af
krafti í þessari viku eða um leið og
útlit er fyrir þurrk.
mm
Flokkur frá Björgunarfélagi Akra-
ness fór sl. laugardagsmorgun til
leitar að minkabananum úr Skaga-
firði, sem féll í Hjaltadalsá til móts
við bæinn Viðvík þriðjudaginn 11.
júní sl. Hans hefur síðan verið leit-
að af björgunarsveitum sem einkum
komu af stóru svæði norðan heiða.
Ástæðan fyrir því að flokkurinn frá
Björgunarfélagi Akraness fór norð-
ur var sú að sveitin býr yfir leitar-
sónar sem myndar botn áa og vatna.
„Við skönnuðum ósinn og eyrarnar
eins vel og mögulegt var. Áin hafði
sjatnað og skilyrði til leitar betri en
voru fyrr í vikunni. Vatnsborð ár-
innar hafði t.a.m. lækkað um 20
sentimetra frá því deginum áður,“
sagði Guðni H Haraldsson hjá BA.
Leitin að manninum hefur enn
engan árangur borið. þá
Tveir Vestlendingar fara á Heims-
meistaramót íslenska hestsins sem
fram fer í Berlín í Þýskalandi fyrri
hluta ágústsmánaðar. Eftir HM-
úrtöku í síðustu viku og glæsi-
legt Gullmót sem lauk á sunnu-
daginn, hafa sjö knapar tryggt sér
sæti í liðinu. Þar af eru Jakob Svav-
ar Sigurðsson úr Dreyra á Al frá
Lundum II, sem reyndist stiga-
hæsti fimmgangshesturinn í úrtöku
og Flosi Ólafsson úr Faxa á Möll-
er frá Blesastöðum, stigahæsti tölt-
ari í ungmennaflokki í úrtöku. Þá
hafa tveir til viðbótar úr þessum
níu manna hópi sterka tengingu á
Vesturland og þar sem þjóðremb-
ingur er nú að færast í tísku er sjálf-
sagt mál fyrir Vestlendinga að rekja
tengingar góðra knapa á svæðið.
Það er þeir Eyjólfur Þorsteinsson,
ættaður frá Þingnesi, en hann er
ríkjandi heimsmeistari í fjórgangs-
greinum og Hinrik Bragason sem
ólst upp í Borgarnesi sem keppir í
tölti á Smyrli frá Hrísum.
Auk þessara fjögurra knapa hafa
tryggt þátttöku sína á HM í Berl-
ín: Viðar Ingólfsson og Hrannar
frá Skyggni, stigahæsti fjórgang-
ari í úrtöku, Arnar Bjarki Sigurðar-
son á Arnari frá Blesastöðum, stiga-
hæsti fimmgangari í ungmenna-
flokki í úrtöku, Arna Ýr Guðna-
dóttir á Þrótti frá Fróni, stigahæsti
fjórgangari í ungmennaflokki í úr-
töku og Teitur Árnason á Jökli frá
Efri-Rauðalæk, fimmti hestur skv.
lykli að vali liðsins, ásamt Jóhanni
Rúnari Skúlasyni ríkjandi heims-
meistara í tölti og Bergþóri Egg-
ertssyni ríkjandi heimsmeistari í
100m skeiði.
þá
Kort af leitarsvæðinu við Kolkuós.
Tóku þátt í leit í Skagafirði
Níumenningarnir ásamt landsliðseinvöldum, sem fara á HM. Vestlendingarnir
Þorsteinn lengst til vinstri, Jakob Svavar fjórði frá vinstri, Hinrik í miðjunni og
Flosi þriðji frá hægri. Ljósm. Bjarnleifur Á. Bjarnleifsson
Vestlendingar sterkir inn
á heimsmeistaramót
Agnar Þór Magnússon á Sigyn frá
Steinnesi.
Á þriðja hundrað hross á kynbótasýningu
Gústaf Jökull Ólafsson hóf slátt sl. laugardag í Miðjanesi.
Ljósm. Reykhólavefurinn.
Sláttur hafinn í sveitum á Vesturlandi
Símamynd frá nýslegnu túni og heyi í görðum á Signýjar-
stöðum í Hálsasveit. Ljósm. pj.