Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Hjólreiðar eru að verða vinsæl íþróttagrein á Íslandi sem glöggt má sjá á fjölda skráninga í hjól- reiðakeppnir. Er þar skemmst að minnast stóraukinnar þátttöku í Jökulmíluna sem fram fór um síð- ustu helgi á Snæfellsnesi þar sem þátttakendur voru hátt í hundr- að, og þá ekki síst í Bláalónsþraut- ina fyrir hálfum mánuði þar sem um 550 manns tóku þátt, en aðeins átta hjóluðu þegar hún var haldin í fyrsta skipti fyrir 15 árum. Þessi vaxandi áhugi á hjólreiðum, sem væntanlega má að hluta þakka átak- inu Hjólað í vinnuna, teygir einnig anga sína á Akranes. Þar eru nokkr- ir öflugir hjólreiðakappar og eng- inn þó eins magnaður og Hilmir Auðunsson, sem náð hefur ótrúleg- um árangri á hjólamótum, einkan- lega í sprettkeppnunum sem hann hreinlega „rúllaði“ upp á síðasta ári. Þar gilti stigaútreikningurinn fyrir þrjú mót, en Hilmir gerði sér lítið fyrir og sigraði í öllum fjórum keppnunum. Hilmir lét sér lynda sjöunda sætið í Jökulmílunni um síðustu helgi. Of þungur en góður á sprettinum Hilmir er pípulagningamað- ur og þrátt fyrir erfiða vinnu tók hann þátt í flestum mótunum á síðasta ári, en það var fyrsta árið hans í meistaraflokki. Hilmir byrj- aði reyndar ekki á reiðhjóli að ráði fyrr en árið áður og fyrsta mótið sem hann tók þátt í var hjólamót sem haldið var á Akranesi á Írskum dögum sem hjólabúðin Nes-Sport stóð fyrir. Aðspurður segist Hilm- ir koma svolítið óvenjulega leið inn í reiðhjólasportið, þar sem hann var áður mikið í Motókrossi og Endure og hans aðalgreinin var sú síðar- nefnda, en þar er keppt á merktum brautum í landslagi, ekki tilbúnum brautum. Þá var hann í Boot Camp hjá Jóhann Pétri líkamsræktarþjálf- ara. Hilmir segist hafa kraftinn og úthaldið þaðan og úr mótorhjóla- sportinu og því verið fljótur að hjóla inn grunn á reiðhjólinu. Hins veg- ar segist hann full þungur fyrir al- mennar hjólakeppnir eins og götu- hjólreiðar hvað þá ef hann keppti á fjallahjóli. „Ég er rúm hundrað kíló og þyrfti í raun að létta mig um tíu kíló. Hins vegar hef ég það með mér í sprettkeppnunum að geta nýtt þyngdina og kraftinn,“ seg- ir Hilmir. Hann segist hafa óskap- lega gaman af því að keppa og þeg- ar blaðamaður Skessuhorns spjall- aði við hann nú á þriðjudagsmorgni eftir Jökulmíluna var hann að fara í sprettkeppni í Krísuvík um kvöld- ið. Næsta stórkeppni hjá honum er svo Tour de Hvolsvöllur um næstu mánaðamót, en þá er hjólað úr Norðlingaholtinu úr Reykjavík á Hvolsvöll, ein af þessum keppnum sem nýtur sífellt aukinna vinsælda. Einfarar á Akranesi Aðspurður hvort að hjólreiðafólk á Akranesi hafi kannski á prjónunum að stofna félag, eins og hjólreið- ar eru þar vinsælar, segist Hilmir efast um það. „Fólk hefur verið að mynda hjólahópa á Facebook, en mér sýnist að mestu dellukarlarnir í þessu hérna séu svo miklir einfar- ar og hver í sínu horni. Ég æfi til dæmis einn og er einn í þessu má segja eftir að Jói félagi minn sem var í Nes Sporti fór að vinna í hjóla- búð í Reykjavík.“ Hilmir segir að þrátt fyrir að hér á landi séu 15-20 manna hópur í svokallaðri elítu, séu ekki nema örfáir sem myndu kom- ast í B-flokk í Danmörku og Nor- egi. „Þetta er svo ungt sport hérna ennþá að fólk getur komið inn í keppnisflokkanna og náð ágætis ár- angri og þá skipta græjurnar nátt- úrlega heilmiklu máli í þessu eins og öðru. En númer eitt hvet ég fólk til þess að njóta þess að hjóla. Þetta er ágætis líkamsrækt, ekki síst með annarri hreyfingu. Ég mæli kannski ekki með því að fólk helli sér á fullu út í það að hjóla og stunda enga aðra hreyfingu,“ segir Hilmir Auð- unsson. Hann segist ekki sjá fram á að geta stundað keppnirnar í sum- ar alveg jafn mikið og síðasta sum- ar, hreinlega út af álagi. Það sé að stóraukast verkefnin í pípulögn- unum. „Kannski er gaman að geta þess í lokin fyrir þá sem vilja vita og stunda reglulega hreyfingu að með- alpúlsinn hjá mér í Jökulmílunni, 160 km, var 154 í rúma fjóra tíma og 38 mín brennslan er 3131 cal, meðalhraðinn 34,7 km á klukku- stund. Í Þingvallarkeppninni í vor var sami meðalpúls í 68,8 km og meðalhraðinn um 37km/klst. Þetta eru hlutir sem ég er oft spurður um,“ segir Hilmir. þá Hin árlega Jökulmíla var hald- in síðasta laugardag. Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjól- reiðaviðburðurinn sem skipulagður er hér á landi. Það eru Hjólamenn.is sem standa fyrir keppninni þar sem leiðin er umhverfis Snæfellsnes. Ræst var klukkan 11:00 frá Grund- arfirði og hjólað áleiðis til Ólafsvík- ur og fyrir jökul. Þaðan var farið að Vegamótum, yfir Vatnaleið og end- að svo á ný á upphafsreit í Grund- arfirði. Alls eru hjólaðir 160,9 km, eða 100 mílur. Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla „Aldar- skeið“ eða á ensku „Century Ride“ sem er vinsæl tegund hjólreiða- viðburða vestanhafs. 61 keppandi skráði sig til leiks í Jökulmíluna auk þess sem 35 voru skráðir í hálfa Jök- ulmílu. Þeir voru ræstir frá Búðum klukkan 13 og hjóluðu því helm- ing leiðarinnar. Hjólreiðamenn- irnir fengu fínasta veður á laugar- daginn þó svo að sumir hafi kvartað undan smá mótvindi á Vatnaleið- inni. Keppnin þótti takast einstak- lega vel og létu hjólreiðamennirnir vel að keppninni og reiknuðu flestir með að mæta aftur að ári enda mik- il náttúrufegurð sem þeir upplifa á leiðinni. Helstu úrslit í Jökulmílunni Heil Jökulmíla Karlar 1. Miroslaw Adam Zyrek, HFR, 4:21:02 2. Árni Már Jónsson, HFR, 4:21:33 3. Ármann Gylfason, HFR, 4:22:23 Konur 1. Ása Guðný Ásgeirsdóttir, HFR, 5:00:21 2. Ásdís Kristjánsdóttir, Bjartur, 5:10:33 3. Jóhanna M. Guðlaugsdóttir, Hjólamenn, 5:21:25 Hálf Jökulmíla Karlar 1. Margeir Jóhannesson, HFR, 2:12:57 2. Pétur Einarsson, Ægir-þríþraut, 2:26:24 3. Alexander Arnarson, Hjóla- menn, 2:30:50 Konur 1. Elsa Þórisdóttir, utan félags, 2:41:34 2. Kristín Edda Sveinsdóttir, FHR, 2:50:49 3. Þórdís Hrönn Pálsdóttir, Hjóla- menn, 3:11:38 tfk Jökulmílan fór fram síðasta laugardag Fór úr mótorhjólasportinu á reiðhjólið Frá hjólakeppni á Þingvöllum í vor. Hilmir Auðunsson, hjólreiðamaður og pípulagningarmeistari. Hilmir fremstur í flokki þriggja í Jökulmílunni um síðustu helgi. Á startlínu í einni af sprettkeppnunum í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.